Ísafold - 04.01.1893, Blaðsíða 3
3
Spánartollur. Danska stjórnin til-
kynnti loks í Berlingi 25. nóv. f. á., að
samizt heföi svo við Spánarstjórn, að eigi
skyldi greiða þar nema 24 pes. af hverj-
um 100 kilo af saltflski frá íslandi og Fær-
eyjum, í stað 36 pes. Það er með öðrum
orðum, að tollurinn verður eins og áöur
var, 272/,. kr. af skippundi, en ekki 41Y2
kr., eins og árið sem leið. Líklega hefir
samningur þessi gengið í gildi nú með
nýárinu; það er einskis getið um það.
Það munar nál. 14 kr. á fiskverðinu.
f Hannes Chr. Stgr. Finsen, stiptamt-
niaður í Rípum á Jótlandi, sonur Ólafs
yfirdómara Hannessonar hiskups Finnsson-
ar, andaðist 18. nóv. f. á., nær hálfsjötug-
ur (f. 1828). Var landfógeti á Færeyjum
1858—1871, síðan amtmaður þar til 1884, þá
stiptamtmaður í Rípum. Hann var tví-
kvæntur, dönskum konum, og áttí uppkomin
börn. Hann var talinn dugandi embættismað-
ur,ljúf-menni og velþokkaður.—Er Ó.Finsen
póstm. nú einn eptir á lífi þeirra hræðra.
Önnur mannalát og slysfarir. Ný-
lega er dáinn merkisbændaöldungurinn
Oddur Sigurðsson á Álptanesi á Mýrum.
»í septbr. næstliðnum varð ekkja á áttræð-
isaldri, Dagbjört Dagsdóttir, úti milli bæja
i Hjaltadal; var orðin minnissljó; hvarf úr
bænum um hánótt, og fannst eptir mikla
leit. Hún hafði verið tápkona. Snemma
i október hrapaði maður til dauðs í svo-
nefndu Lambárgili á Laxárdalsheiði,
Sveinn Eiriksson frá Illugastöðum í Lax-
árdal í Skagaf., var einn á ferð með einn
hest í taumi, á leið til Sauðarkróks, og
hafði einnig sá hesturinn hrapað með
manninum til bana, en reiðhesturinn komst
af, og kom litlu seinna heim að Illuga-
stöðum; var þá farið að leita mannsins, er
fannst dauður með hestinum undir fossi í
gilinu«.
Skagafirði 26. nóy.: »Síðan um miðjan f.
m. hafa veriö nær stöðug staðviðri og logn ;
jörð alrauð hjer um bil, en frost skörp við og
við. — Gæftir hafa því að þessu verið ágæt-
ar, og afli all lengi mjög mikill, en fiskurinn
fremur smár innfjarðar. Nú um tíma heíir
mjög dregið úr afianum.
Heilbrigði almenn.
í búnaðarskólanurn á Hólum eru nú 19
lærisveinar víðsvegar að. Kennarar sömu og
fyr: Hermann Jónasson, skólastjóri, og Páll
Ólafsson. Á Hólum er verið að byggja tví-
loptað timburhús, 16 ál. breitt og 24 álna langt,
og er kjallari undir öllu húsinu. Hefir það
verið í smíðum í sumar, og verður það l'yrst
um sinn.
Barnaskóli er í vetur á Sauðárkrók. I þrem
hreppum sýslunnar veit jeg af lestrarfjelögum«.
Hitt og þetta.
Tala dáinna á allri jörðinni á ári hverju
er sögð 33 miljónir. Deyja þá 90,411 á sólar-
hring hverjum, 3769 á klukkustundinni og 62
á mínútunni. Það er með öðrum orðum því
sem næst, að maður deyi á hveri sekúndu.
Tíræður verður ekki nema 1 af 10,000; níræð-
ur ekki nema 1 af 500, og ekki nema 1 af 100
sextugur.
Óspai'ir á aug’lýsingum. Stórgróðamenn-
irnir A. & F. Pears, er búa til ágæta hand-
sápu (Pears Soap), haf'a varið nál. 2 miljónum
króna á ári hin síðari árin í auglýsingar. Þeir
munu sjá sjer hag að þessuro miklu auglýs-
ingum? Já, beldur er það. Árið 1885 auglýstu
þeir fyrir 31,159 pd. sterl., og höfðu þá 95,105
pd. í tekjur. Arið 1888 vörðu þeir 86,491 pd-
st. í auglýsingar og höfðu þá upp úr árinu
153,785 pd. sterl. Árið 1891 var auglýsinga-
kostnaðurinn 103,956 pd. sterl., og tekjurnar
175,950 pd. sterl.; ábatinn eptir því 72,000 pd.
eða að eins rúmum 20 þús. pd. minni en all-
ar tekjurnar 6 árum áður.
Leiðarvísir ísafoldar.
1154. Jeg segi upp blaði, skriflega og í
tæka tíð, en fæ það samt sent mjer áfram
eptir áramót. Er það að skoða sem gjöf,
eða hlýt jeg að borga blaöið á sínum tíma.
eins þó að jeg hafi sagt því upp?
Sv.: Sem gjöf skyldi spyrjandi vara sig á
að skoða það, nema hann hafi skriflegt skýr-
teini útgefanda f'yrir þvf eða vottanlegt, að
hann gefi honum blaðið. Taki hann annars
við blaöinu umtalslaust áfram, verður svo
virt, sem hann hafi þar með apturkallað upp-
sögnina. Vilji hann því eiga víst, að þurfa
eigi að borga, skal hann senda blaöið aptur
þegar í stað og taka eigi móti því framar
minna útgefanda um leið á uppsögnina o. s.
frv.; þarf eigi frekari aðgerða, ef eigi eru
hrekkir í tafli, svo sem að útgefandi vilji með
lævisi koma blaðinu á kaupandann áfram; þá
þarf að hafa votta við, er það er endursent,
og «mæla með» sendingunni. enda forsjálast
við slíka menn, að taka af þeim skriflega við-
urkenningu fyrir uppsögninni þegar í upphaíi.
1155. Er jeg skyldugur að láta túngarð vera
kringum túnið á ábýlisjörð minni, þegar jeg
fer burt af' henni, þar hann var enginn þegar
jeg tók við jörðinni, og mjer engin skylda
gjörð að girða kringum túnið?
Sv.: Hafi f'ráfarandi girt um tún ábýlisjarð-
ar sinnar, án þess honum hafi verið gjört það
að skyldu í byggingarbrjefi, má hann engan
veginn rjúfa garðinn eöa spilla honum. Hafi
hann eigi fyrirfram leitað samkomulags við
landsdrottinn um garðlagið. (sbr. ábúðarlög,
30. gr.), getur hann og einskis endurgjalds
kraíizt. Eigi virðist fráfarandi skyldur að
svara álagi á garða eður önnur mannvirki, er
eigi voru á jörðu, er hann kom að henni, og
honum bar eigi skylda til að gjöra.
1156. Vinnukona, sem verið hafði hjá mjer
nokkur ár, átti hjá mjer 37 kr., er hún fór úr
vistinni, og gaf jeg henni munnlega ávísun
upp á það hjá kaupmanni. 1 stað þess tók bún
út úr reikningi mínum 42 kr., eða 5 kr. meira
en henni bar. Hvernig á jeg að ná rjetti
minum á henni ?
Sv.: Ef sannað verður, að skuldin hali eigi
verið meiri en 37 kr. og hann hafi eigi heim-
ilað henni að taka meira út, en hún hafi engu
að sið.ur gjört það, getur fengizt endurborgun
með málsókn, og tiltekja hennar gæti eptir
atvikum varðað sekt.
1157. Getur það ekki varðað við lög, ef
bóndi viö sjó selur vörur og kaupir blautan
fisk fyrir þær í stórum stíl, en hefir ekkert
sveitaverzlunarleyfi ?
Sv.: Jú; sektir eptir lögum 7. nóvbr. 1879.
4
Hún lypti höfði og horfði beint frarnan í hann, svo
sviphrein og djarfmannleg, að hann fór allur hjá sjer.
»Ertu þá af því sauðahúsinu?« mælti hún. »Nei — jeg á
nú ekki annað eptir!« Að því mæltu skundaði hún frá
honum.
Honum gramdist við sjálfan sig, hvað hann hafði
látið sjer af munni hrjóta. En töluð orð verða eigi
tekin aptur — það var komið sem komið var. — Svona
skrambi lagleg og gerðarleg stúlka, blómleg og fönguleg!
Að lítilli stund liðinni sjer hann, hvar hún bregður
við og stefnir rakleitt þangað sem hann stóð, og hafði
hina stúlkuna með sjer. Hann roðnaði og varð eitthvað
þunnur á vangann; hann þóttist vita, að þær mundu ekki
vilja sjer neitt gott.
»Þú spurðir mig áðan, hvaðan jeg væri«, mælti
Ragna hnarreist. »Jeg ætla nú að seðja forvitni þína.
Við röruin til fiskjar í fyrra norður í Lóf'ót, jeg og
stúlkan sú arna«.
»Ha, ha!« Ásmundur skellihló.
»Hlæ þú svo dátt sem þjer líkar« kvað hún. »Það
óvirðir engan að segja svo frá sínum högum sem efni
eru til — eða þykir þjer það?«
»Þið hafið þá líklega fengið ykkur þar pilt,
einn eða tvo!« anzaði hann hæðilega með uppbrettu nefi,
nú þóttist hann hafa betur.
Piltur og stúlka.
Eptir
Magdalene Thoresen.
Gufuskip var á ferð með ströndum fram norðan-
fjails í Noregi. Sól var komin hátt á lopt. Það var urn
fardagaleyti. Farþegar ráku hver eptir annan höf'uðið
út um káetudyrnar og skyggndust til veðurs. Þeir ökuðu
sjer allir, því að það var nepju-kuldi. Ef ekki skyldi
verða betra og blíðara í hinum sumarmánuðum, lá þeirn
við að óska, að þeir væri um garð gengnir.
Það fór eigi amalega um farþegana i fyrsta rúmi.
Hýbýlin þar voru hlý og notaleg. Á þilfarinu var vistin
allt öðru vísi. Þar var fjöldi farþega, karlar og konur,
jafnvel mæður með kornung börn. Þau höfðu orðið að
gista þar um nóttina undir berum himni. En um það
var ekkert að fást — hver hlaut að una svo skammtaðri að-
búð, sem efnin leyfðu.
Af þilfarsliðinu voru þeir bezt farnir, sem höfðu
hnappazt sáman umhverfis eimpípuna. Þaðan var nóg-