Ísafold - 15.03.1893, Síða 1
Keimur út ýmist einu sinni
eða tvisvar í viku. Verð árg.
(75—80 arka) 4 kr.. eriendis
5 kr. eí)a l1/* doll.; borgist
fyrir raibjan júlímí'm. (erlend-
is fyrir íram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn(8krifleg) bundin vib
áramót, ógild nema komin
sje til útgefanda fyrir 1. októ-
berm. Afgroibslustofa blabs-
ins er í Austurstrœti 8.
XX. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 15. marz 1893.
13. blað.
Abflutningshapt og tollmál.
Eptir H'r.
I.
»Ekki er ráð nema í tíma sje tekið«, og
iinnst mjer eiga vel viö, að minnast spak-
niælis þessa, er hugsað er um undirbúning
þingmála; því fyr sem hreyft er málum
þeim, sem alþingi er ætlað um að fjalla,
því betri verður væntanlega undirbúningur
þeirra; blöðin bera málin tyrst fram og
koma með athugasemdir sínar og leiðbein-
ingar; síðan verða þau rædd á fundum og
mannamótum, og alþýðafelur þingmönnum
sínum þau til hyggilegustu úrslita og fram-
kvæmda.
Mjög æskilegt væri, að stjórninni þókn-
aðist að gera alþýðu kunnug lagafrumvörp
þau, sem hún ætlar fyrir þing að leggja,
svo snemma, að þau yrðu rædd hvorttveggja
í blöðunum og á undirbúningsfundum þeim,
sem þingmenn halda í hjeruöum.
Áuk margra annara inála ætla jeg
nauðsyn beri til, að ræða tollmál fyrir
næsta þing. Það dná telja víst, að ein-
hverjir ieggi fram lagafrumvarp um, að
fyrirbjóða alveg aðíiutning áfengra drykk,ja,
að undanteknu því, sem þarf til meðala,
og fái það frumvarp framgang, sem von-
andi er, verður að sjá landssjóði fyrir
nýjum tekjum í stað ölfangatollsins.
Mörgum þykir óliklegt, að alþingi muni
samþykkja þvílíkt forboðs-frumvarp; það
getur verið, að ætlun þeirra rætist. — En
fari svo, vil jeg leyfa mjer að koma fram
með nýja uppástungu, sem jeg vona að
flestir, sem málinu eru hlynntir, geti að-
hyllzt; hún er á þá leið, að fyrirbjóda
öllum að s e Ij a áfenga dryklci öðrum en
lyfsölum eptir læknis fyrirsögn; en heimilt
skal hverjum sem vill að panta áfenga
drykki frá útlöndum lianda sjálfum sjer,
en þá pöntun mega að einssveitarstjó'rnarvöld
(sýslunefndir og amtsráð eða bæjarstjórnir)
annast. Eigi mápantaímjögsmáumskömmt-
um, t. d. minnst 7dtn- ö,s> 7» anker brennivíns
og vín á flöskum eigi minna en 12 flöskur.
Árlega skal fyrir fram fastákveðið verð á
algengustu ölfangategundum, og skulu þeir,
sem panta, greiða andvirðið að fullu um
leið og þeir senda sýslunefnd pöntun sína.
Yerð skal þannig ákveðið: lagt sje saman
innkaupsverð, innkaupslaun, flutnings- og
ábyrgðargjald, uppskipun, geymsla, tollur
og ef meiri kostnaður er; á þessa saman-
lögðu upphæð skal lagt að minnsta kosti
10—20%, sem gangi í sýslusjóð eður amts-
jafnaðarsjóð hiutaðeigandi pantenda, nema
betur þyki fara, að leggja fje það til ein-
hvers sjerstaks, t.d. samgöngumála: vega-
bóta, brúargerða, strandferða, telefóna,
telegrafa o. s. frv.
Með þessu móti yrði eigi þeim fáu
mönnum, sem ekki þykjast geta verið eða
ekki vilja vera án áfengra dryltkja, en
eru ekki svo krankir, að lækni þyki þörf
að gefa þeir »reeept«, fyrirmunað að geta
fengið »dropann«.
Lyfsalar skyldu og panta. vínföng þau,
sem þeir þurfa, á sama hátt, og eins þeir
sem brúka þurfa »spiritus« til vísindalegra
nota.
Tollur til landssjóðs skyldi mjög hár á
vörum þessum ; t. d. á 8° brennivíni 2 kr.
af potti hverjum og tiltölulega af öðrum
vín- og ölföngum. Kaupendur stæðu sig
betur við að greiða háan toll, ]>ar sem svo
lítið væri lagt á í hagnaðarskyni, móti
því, sem kaupmenn venjulega gera á þess-
um óþarfa, skaðlega varningi.
II.
Það hefl jeg heyrt sagt, að mestri mót-
spyrnu mundi bann eða mikil takmörkun
á aðflutningi áfengra drykltja mæta hjá
ýinsum embættismönnum, einkurn í höfuð-
staðnum, þar sem ]>eir eru flestir saman
komnir. Er sagt, að ýmsum þeirra, einkum
eldri mönnum, mundi þykja leitt að vera
án »hressingarinnar«. Og því spá kunnugir
menn, að ekki mundi frumvarp í þá átt
ná fram að ganga í efri deild alþingis,
sökum hinna konungkjörnu, sem optast
eru úr embættismanna flokki, hvort sem
það frumvarp kæmi frá ]>jóð eða lands-
stjórn.
Að þessi spá rætist, þykir rnjer mjög
ótrúlegt. í fyrsta lagi hygg jeg, að hinir
háttvirtu konungkjörnu þingmenn mundu
eigi, í þessu máli fremur en öðrum, láta
sína persónulegu velþóknun, þægindi eða
munaðargirnd ráða málsúrslitum. í öðru
lag-i ætti einmitt þeim— landsins menntuð-
ustu mönnum —, að vera ljósast fyrir aug-
um, hvert liagræði — ómetanlegt hagræði,
mundi margur vilja segja — öllum landslýð
væri að fullkomnu forboði gegn aðflutn-
ingi áfengra drykkja til annarar neyzlu
en eptir læknis fyrirskipun.
En fáist eigi lög um fulikomið bann,
þurfa þeir herrar, sem það eigi vilja að-
hyllast, elcki að spyrna mjög á móti fram-
gangi varatillögu minnar; hún sjer um, að
vökin sje opin fyrir hvern sem vill drekka
úr henni eða drekkja sjer og öðrum í
henni, þó auðvitað yrði dáiítið liærra og
torsóttara ofan i hana en nú er.
Mikil sæmd væri það löggjöfum vorum,
ef þeir styddu þetta mál af alefli; fengi
forboðið framgang, mundi það leiða at-
hygli og aðdáun alls hins menntaða heiins
að Islandi og hinum vitru löggjöfum þess.
Það er auðvitað, að jafnhliða aðflutn-
ingsbanninu verður að fvrirbjóða tilbúning
allra áfengra drykkja í landinu sjálfu.
m.
Þegar ræðir um bann gegn flutningi á-
fengra drvkkja hingað til lands, eða um
mikla takmörkun á þeim flutningi, berja
sumir því við, að iandssjóður megi eigi
missa tekjustofn þennan. Jeg ætla ekki i
þetta sinn að fara að skýra fyrir mönnum
hve miklu betri hagur landsmanna yrði
ef enginn ónauðsynlegur ölfangadropi
flyttist til landsins, og því mundu þeir i
öllu tilliti verða færari til að greiða skatta
til landssjóðs; jeg hefl virt þetta málefni
svo vel fyrir mjer, og skoðað það frá
ýmsum hliðum, að jeg dirfist að segja:
þó það yrði að leggja nefskatt á íslend-
inga eða toll á hinar allra nauðsynlegustu
v'ðrur til þess að jafna tekjumissi, semleiddi
af aðflutningsbanni dfengra drykkja, væri
sjálfsagt, að taka því feginshendi. Þvílík
landplága — beinlínis og óbeinlínis — er
óþarfanautn áfengra drykkja, margfalt
verri en hinar skæðustu drepsóttir, kólera
t. d.
Gísli í»ormóðsson
t 2. marz 1893.
Við leiðið þitt hið lága stend jeg hryggur
Og legg á það, sem vinur, smáblóm eitt:
Þú varst, það fann jeg, vinum þínum
tryggur.
Þitt vinarþel var fölskvalaust og heitt.
Það er svo títt, að vinir vini blekkja,
I Því vináttan er fölsk og dáðasnauð:
Þjer kann eg þökk — þú kenndir mjer að
þekkja,
Að karlmennska og tryggð er ekki dauð.
Með hyggni og lipurð lífsins skylduverki
Og ljúfum huga jafnan gegndir þú:
Að Hfa og starfa —Ijós jeg sá þess merki, —
Það ljezt þú vera eitt — og vannst með trú.
Svo kveð jeg þig, hinn karlmannlegi maður,
Sem kátur varst í líf'sins þyngstu raun.
O! hvað þú, vinur! ert hjá guði glaður,
Þar gleðst, þú nú við — trúrra þjóna laun.
Bjarni Jónsson.
Stýrimannapröf. Að tilhlutun lands-
höfðingja og stiptsyfirvalda var hið minna
burtfararpróf stýrimanna haldið í stýri-
mannaskólanum dagana 6. til 9. þ. m., í
fyrsta skipti eptir hinum nýju stýrimanna-
skólalög-um. Sex af lærisveinum skólans
gengu undir prófið og stóðust, það:
1. Jón Guðmundur Þórðarson (frá Ráða-
gerði) hlaut....................59 stig
2. Árni Kristinn Magnússon (Rvík) 57 —
3. Pjetur Ingjaldss. (frá Lambast.) 53 —
4. Þorsteinn Þorsteinsson ... 51 —
5. Þorvaldur Jónsson..............49 —
6. Einar Ketilsson................45 —
Hæsta aðaleinkunn við þetta próf er 63
stig og lægsta 18 stig.
Sömuleiðis voru ofannefndir piltar próf-
aðir i islenzku og dönsku bæði skriflega