Ísafold - 15.03.1893, Page 2

Ísafold - 15.03.1893, Page 2
50 og munnlega, og ennfremur í ensku og sjórjetti. Þeir leystu úr 4 skriflegum spurningum, sem styrimannakennslufoistjórinn í Kaup- mannahöfn hafði valið og sendar voru landshöfðingja í umslagi með innsigli fyr- ir, og þegar prófið hyrjaði sendi lands- höfðingi stipsyfirvöldunum spurningarnar með sínu innsigli utan yfir hinu fyrra, og þegar stundin var komin, er fyrsta spurn- ingin átti að lesast upp á, braut biskup herra Hallgrímur Sveinsson innsiglið fyrir spurningunum þar í skólanum. I próf- nefnd þeirri, er prófið hjelt, samkvæmt 4. gr. stýrimannalaganna (22/s 1890) voru hinn fasti kennari við skólann M. F. Bjarnason, Eiríkur Briem prestaskólakennari, skipað- ur oddviti (af landshöfðingjanum), og stýri- maður Andreas Hansen af strandskipinu »Ilanders«. Eiríkur Briem var valinn af stipsyfirvöldunum, en A. Hansen af bæjar- stjórn Reykjavíkur. f^Stýrimaður A. Hansen hafði eptirlit með próf'sveinum|á meðan þeir leystu úr hinum skriflegu spurningum. Þegar því var lok- ið, leystu prófsveinarnir úr 4 munnlegum spurningum, sem prófnefndin hafði valið, og einnig voru þeir reyndir í að mæla hæð sólar og horn milli jarðlegra hluta. Prófin í ofannefndu aukanámsgreinum fóru fram daginn eptir að prófinu í stýri- mannafræði var lokið. Próf'dömendur í aukagreinunum vorubisk- up Hallgrímur Sveinsson, settur amtmaður Kristján Jónsson, cand. mag. Þorleifur Bjarnason og Markús F. Bjarnason. Hver kennari prófaði í þeirri grein, sem hann hafði kennt. Kennaranna er áður getið í »ísafold«. Allir lærisveinarnir sögðu sig úr skólan- um hinn 4. þ. m., sökum þess, að þeir voru kallaðir til sjóferða, og að afloknu prófinu var, eptir ráðstöfun stiptsyfirvaldanna, skól- anum sagt upp 10. þ. m. M. F. B. Reykjavíkur lærði skóli. Skólaröð að afloknu miðsvetrarprófi síðara hlut febrúar- mán. 1898. Ölmusustyrkur fyrir allt skólaárið aptan við nöf'nin, í krónum. Allir í I. bekk nýsveinar, og auk þess 8 í II. og 1 i III., stjörnumerktir. Þeir piltar eru úr Reykjavík, er ekki er annars getið um. Alls í skólan- um 88. Sjötti (efnti) bekkur: Knud Zimsen (Hafn- arf.), 200; Magnús Arnbjarnarson (Arn.) 150; Jón Hermannsson (Rangárv.), 200; Kristján Sigurðsson (Árn.), 200 ; Jón Þorkelsson (Reyni- völlum) 150; Sigurður Magnússon (Lauí'ási), 150; Friðrik Friðriksson (Skagaf.) 125; Ing- óli'ur Jónsson, 100; Páll Jónsson (Thorstein- son) 100; Jón Stefánsson (Árn.j, 50. Fimmti bekkur: Halldór Steinsson, 200; Georg Georgsson, 200; Jón Runólfsson (Skaptaf.) 200; Haraldur Þórarinsson (N.-Þing.), 200; Guðmundur Eggerz, 100; Jón Þorvaldsson (prests Stefánssonar), 50; Magnús Jóhannsson, 100; Þorvarður Þorvarðarson (Arn.)25; Axel Schierbeck; Sigtryggur Guðlaugsson (Þing.), 50; Guðm. Pjetursson. Fjórði beklcur: Páll Bjarnason (Húnav.), 200; Björn Bjarnason (N.-Múl.), 200; Karl Einarsson (N.-Múl.), 200; Sigurður Eggerz, 150; Jón Sveinbjörnsson; Páll Sæmundsson (Árn.), 100; Halldór Jónsson (Árn.) 50; Sig- urður Pálsson (Húnav.) 75; Þorvaldur Magn- ússon, 50; Ólaf'ur Eyjólfsson (Flatey) 50; Pjetur Þorsteinsson (Heydölum); Þórður Edílonsson (Bíldudal). Þriðji bekkur: Guðmundur Björnsson (Borgarf.), 200; Guðmundur Finnbogason (N,- MúL), 75; Stefan Kristinsson (Hrísey), 200; Halldór Júlíusson (Húnav.), 150; Jónas Krist- jánsson (Þing.), 150; Steingrímur Matthíasson (Akureyri), 150; Árni Þorvaldsson (prests Stefáns.), 125; Guðjón Danielsson (Borgarf.), 100; Þórður Pálsson (prests Sigurðss.), 100; Ingólf'ur Gíslason (Þing.), 100; .Tónmundur Halldórsson, 100; Sveinn Hallgrímsson ; Edvald Möller (Eskif.): Magnús Þorsteinsson (Borgarf'.); Þorbjörn Þórðarson (Kjós); Andrjes Fjeldsted (Hvítárvöll.); Þorsteinn Björnsson (Borgarf.); Björn Yilhjálmsson (Eyja.f.), veikur og því ekki raðað, 75. Annar bekkur: Sigurjón Jónsson (Ilúnav.), 200; Jón Þorláksson (Húnav.), 200; Árni Pálsson (prests Sigurðs.), 150; Sigurbjörn Gíslason (Skagaf.) 125; *Ásgeir Torfason (Ólafsdal); Halldór Gunnlögsson (Húnav.), 100; Böðvar Bjarnason (Reykhólum); Eggert Claessen (Sauðárkrók); Sigf'ús Sveinsson (Múlas.); Ólafur Briem (Stóranúp); Óla.fur Daníelsson (Skagaf.) 50; Eiríkur Kjerúlf; *Gisli Skúlason (Rangárvall.); *Guðm. Guð- mundsson (Rangárv.); Jóhannes Jóbannesson; Bernhard Laxdal (Akureyri); Einar Gunnars- son (Hjalteyri); Jón Proppó (Haf'narf.); Jón Gestur Breiðfjörð (Brunnast.); Þorvaldur Pálsson. Fyrsti bekkur: Halldór Hermannsson (Rangárv.); Þorkell Þorkelsson (Skagaf.); Signrður Jóhannesson, 25; Magnús Jónsson; Sigurður Jónsson (Árn.) ; Bjarni Jónsson (Árn.); Jón Hjaltalín Sigurðsson; Sigfús Einarsson (Eyrarbakka); Bjarni Þorláksson (Johnson); Yaldimar Steff'ensen; Ásgrímur Johnsen (Eskif.); Tómas Skúlason (Skarði); Ólafur Jónsson (Hrútaíirði); Daníel Georgsson; Matthias Einarsson; Jón Jóhannsson; Guð - mundur Grímsson (Árn.), Húsbruni. Ibúðarhús á Stórn-Háeyrar- lóð á Eyrarbakka, er þeir áttn að hálfti leyti hvor, Olafur söðlasmiður Olafsson og Loptur Jónsson, brann til kaldra nóttina nnilli 6. og 7. þ. m. á stuttri stundu, nál. 1 ldukkutíma. Af innanbúsmunum bránn mikið, svo sem: íverufatnaði, matvælum, skinnklæðum og margs konar búshlutum. Sængurfatnaði og ýmsu öðru varð bjargað með mestu naumindum og lífshættu, því aö eldsins varð ekki vart fyrr en hann var orðinn magnaður, en veður hvasst og því ekki hægt að tefja neitt fyrir eldin- um. Fólkið fór hálfbert úr rúmunum, en enginn beið þó meiðsli eða bruna. Húsið sjálft var vátryggt, en munir engir. Hvalveiðab áturinn fsafold kom hingað 11. þ. m. vestan af Patreksfirði með kaupmann S. Bachmann snöggva ferð, og fór aptur 18. Fiskreki, Skrifa.ð af Eyrarbakka 10. þ. m.: »Hinn 7. þ. m. rak dálítið af' þorski, rúm 200 með einniflæði á fjörur Gaulverjahæjarkirkju og nál. 40 á Loptsstöðum. Daginn eptir rak 90 þorska á Skúmstaðalóð á Eyrarbakka, ^annarsstaðar víða orðið vart við rekafisk, en lítii^. »Málareksturinn« og Skúli Thoroddsen. I 5. tbl. II. árg. s>Þjóðviljans unga« hefir sýslumaður Skúli Thoroddsen ritað grein með fyrirsögninni vMálareksturinn’t. Með því að Sk. Th. hefir, að því er virðist, álitið það heppilegt fyrir málstað sinn, að gjöra rann- sóknina gegn sjer að opinberu blaðamáli og sjer til málsbóta farið að bendla mig við mál sitt, þá leyfi jeg mjer að gjöra nokkrar at- hugasemdir við tjeða grein. Jeg skal þá fyrst fara nokkrum orðum um hið svo kallaða Steindórsmál. Þegar jeg 12. úgúst f. á. fyrst mætti sem. verjandi í máli Steindórs Markússonar, þá bað jeg, sem lög gjöra ráð fyrir, um frest og skjöl málsins ljeð. En með því að prófs- eptirritið, sem mjer reið mest á, að fá, eigi var f'yrir hendi hjá Sk. Th., þótti mjer eigi taka því að taka við neinum af hinum skjöl- um málsins. Sk. Th. bókaði samt sem áður, að prófseptirritið væri framiagt, og gat jeg eigi verið að g,jöra neitt þref' út af því, en undirskrifaði dórnsmálabókina, enda lof'aði Sk. Th. mjer, að jeg skyldi fá eptirritið annað- hvort samdægurs eða daginn eptir. En þetta fórst fyrir, og fór jeg þó hvað eptir annað til Sk. Th. til að vitja um eptirritið. Varjegþví í vandvæðum með að semja vörnina og bab þvi Sk. Th. að lána mjer dómsmálabókina heim til mín, og gjörði hann það, en innan í hókinni lá kæran, stefnau og skipunarbrjef fyrir mig til aö vera verjandi. Las jeg því prófin eptir dómsmálabókinni og samdi vörn- ina 25. dag ágústmán., en mætti í rjettinum daginn eptir og lagði þá vörnina fram. Þeg- ar Sk. Th. var vikið f'rá embætti, var máli Steindórs eigi lokið. Þegar því Lárus Bjarna- son, sem settur var sýslumaður og bæjarfó- geti í stað Sk. Th., fór að fjalla um. málið, rak hann sig á þaö, að prófseptirritið vantaði; spuvði hann mig þá, hvernig á því stæði, og sagði jeg honuin allt eins og var. Þessi voru tildrögin til þess, að Lárus Bjarnason fór að rannsaka, hvernig stæði á vöntun prófseptir- ritsins, og hefir með vitnaleiðslum sannazt fvrst og fremst það, að jeg fjekk eigi prófs- eptirritið ljeð í rjettinum 12. ág., eins og líka á hinn bóginn er sannað, að jeg hafði dóms- málabók Isafjarðarsýslu heima hjá mjer 25. ág., og samdi vörnina eptir henni. — Það tjair þvi eigi lengur fyrir Sk. Th. að bera það fram, að j)rófseptirritið hafi glatazt, þegar hann skilaði af sjer skjalasafni sýsl- unnar. Þá sný jeg mjer til Rögnvaldarrnálsins. Mál þetta var á döfinni haustið 1891, og nefndi Skúli við mig munnlega að halda uppi svörum fyrir Rögnvald Guðmundsson, bónda á Svarfhóli í Súðavíkurhreppi, og lofaði jeg því, en svo leið og beið. að aldrei ljet Sk. Th. mig vita, hvenær jeg ætti að mæta, og aldrei fjekk jeg nein skjöl málsins ljeð, þangað til síðast í október eða fyrst í nóvember firmur Skúli raig að máli. og athendir mjer uppkast að varnarskjali, er hann kveðst hafa samib til að flýta fyrir, og biður mig að hreinskrifa það ; jeg gjöri það, set nafn mitt undir skjalib, og afhendi Sk. Th. það síðan utan rjettar á skrifstofu hans. Sagði þá Sk. Th., að 1 óef'ni væri komið með mál Rögnvaldar; það væri búið að dragast of lengi, harm f'engi sjálfsagt sekt fyrir dráttinn, og bað mig jafnframt, að geta eigi um veitt af þessu. Uppkast Sk. Th. til varnarinnar geymdi jeg svo heima hjá mjer. Jeg bjóst nú allt af við, að jeg yrði kvaddurtil að mæta til að leggja skjalið formlega fram fyrir rjetti í viðurvist dómar- ans og rjettarvotta; en þab varð aldrei úr því; skipti jeg mjer svo ekki meira af þessu. Þó að þessu sje nú svo varið, sem jeg nú heíi skýrt frá eins, og jeg bezt veit, þá hefir þó Sk. Th. bókað tvö rjettarhöld í dómsmála- hók sýslunnar; annað rjettarhaldið er dagsett 19. sept. 1891 með vottunum Ólafi Ólafssyni og Þórsteini Stefánssyni, húsmönnum á Isa- firði, og er jeg þar látinn biðja urn frest í máli Rögnvaldar og skjöl málsins ljeð; hitt, rjettarhaldiö er dagsett 8. október 1891 meb sömu vottum; er jeg þá látinn skila aptur málsskjölunum og leggja fram varnarskjal, dags. 3. oktbr.; svo er og bókað, að Rögn- valdur sjálfur sje þá mættur í rjettinum. Með því að sýslumanni Lárusi Bjarnason þóttu undirskriptir vottanna eða rjettara sagt höndin á undirskriptum vottanna undir tjeb rjettarhöld ískyggileg, hóf hann rannsókn út af þessu efni, og kallaði mig fyrir rjett 3.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.