Ísafold - 15.03.1893, Blaðsíða 3
51
október 1892 (síðastliðið haust.); var fram-
burður minn sá, að Sk. Th. hefði samið fyrir
mig varnarskjaiið í máli Rögnvaldar og að
jeg hefði hreinskrifað uppkast Sk. Th., sett
síðan nafn mitt undir hið hreinskrifaða skjal
og afhent Sk. Th. það síðan utan rjettar.
Enn fremur neitaði jeg þvi, að jeg hefði mætt
í máli Rögnvaldar 3. okt. 1891, og sagðist jeg
að minnsta kosti eigi heldur muna, að jeg
hefði mætt 19. sept. s. á., eins og jeg einnig
neitaði því, að jeg hefði fengið nein skjöl
málsins Ijeð. Jafnframt afhenti jeg dómaran-
um Lárusi Bjarnason uppkast Sk. Th. til
varnarinnar.
Daginn eptir (4. okt. f. á.) var annað rjett-
arvitnið í Rögnvaldarmálinu Ólaiur Olafsson,
yíirbeyrður, og bar bann þá, að hann myndi
eigi eptir því, að jeg að minnsta kosti hefði
nokkurn tíma mætt í Rögnvaldarmálinu, og
jafnframt sagði Ólafur, að hann gæti eigi
kannazt við nöfn sín undir rjettarhöldunum
19. sept. og 3. oktbr. 1891, en á hinn bóginn
þyrði hann eigi beinlinis að ganga frá
þeim, með því að hann hefði svo opt verið
rjettarvottur hjá Sk. Th.
Hinn votturinn, Þorsteinn Stefánsson, var
yfirheyrður 12. okt, f. á., og bar bann, að
hann myndi eigi jtil þess, að hann hetði verið
rjettarvitni, eptir að málið var höfðað gegn
Rögnvaldi, og að hann myndi alls eigi til
þess, að jeg hefði nokkurn tima, mætt undir
málinu gegn Rögnvaldi, e i g! myndi hann
heldur eptir því, að Rögnvaldur hefði mætt,
eptir að rannsókninni gegn honum var lokið
sömuleiðis neitaði Þorsteinn þvi, að hönd sín
væri á nafni sínu undir rjettarhaldinu 3. okt.
1891, og kvaðst eigi heldui muna til þess, að
hann hefði handsalað neinum nafn sitt undir
rjettarhaldið 19. sept. 1891 (nafnið er skrifað
með hendi Sk. Th.). Hinn 24. okt. f. á. var
Þorsteinn aptur yfirheyrður, og fitóð hann þá
enn á því, að hann myndi ekkert til þess, að^
jeg, Rögnvaldur eða sjálfur hann hefðum
mætt 3. okt. 1891. Sama dag var Ólafur Ó-
lafsson yfírheyrður, og sagði hann þá, að
hann hefði hvorki sjeð mig nje Rögnvald
mæta í málinu, eptir að rannsókninni gegn
Rögnvaldi var lokið. Vorum við síðan hornir
saman, Ólatur, Þorsteinn, Rögnvaldur og jeg,
um það atriði, bvort við Rögnvaldur hefðum
mætt 3. okt. 1891, og var framburður þeirra
Ólafs og Þorsteins enn hinn sami og Aðnr.
Jeg skal um leið geta þess, að Rögnvaldur
Guðmundsson var sjálfur yfirbeyrður 6. okt.
f. á., og neitaði hann því í kröptugasta máta.
að hann hefði mætt í máli sínu í oktb. 1891,
kvaðst hann aldrei hat'a mætt síðan í júní-
mánuði 1891, áður en Sk. Tb. tdr á þing.
Þennan framburð sinn endurtók Rögnvaldur
tvívegis f'yrir rjetti 24. okt. f. á„, og bætti því
jafnf'ramt við, að hann aidrei hefði sjeð mig
mæta. hvorki meðan á rannsókninni yfir hon-
um stóð nje eptir að málið var höfðað gegn
honum.
Samdægurs (24. okt.) unnum við Rögnvald-
ur eið að framburði okkar; aptur á móti voru
þeir Þorsteinn og Ólafur eigi eiðfestir.
En nóttina milli 24. og 25. oktbr. f. á. hafa
þeir Þorsteinn og Óiaf'ur að öllum likindum
fengið vitrun, þvi að snemma morguns hins
25. oktbr. sendu þeir bæjarfógeta Lárusi
Bjarnason skjal, og segja meðal annars í því
skjali, að þeirmuni, að við Rögnvaldur höfum
mœtt báðir fyrir rjetti snemma í oktbr. 1891,
en að jeg bafi verið genginn rít, þegar Rögn-
valdur kom á kontórinn. Þessi nýja skýrsla
þeirra Þorsteins og Ólafs virtist nú eigi geta
rýmzt vel við það, er bæði þeir sjálfir hötðu
borið áður og við Rögnvaldur höfðum svarið.
Pór því Lárus Bjarnason 27. okt. f. á. inn í
Súðavíkurhrepp og yfirheyrði 6 vitni, og sann-
aðist þá, að Rögnvaldur Guðmundsson hafði
alls einu sinni farið út á Isafjörð í október-
mánuði 1891, sem sje 8. október, og kom
þessi framburður vitnanna heim við það, er
faktorarnir á Isafirði seinna báru fyrir rjetti
samkvæmt verzlunarbókum sínum. Svona
áreiðanlegt reyndist nú skjal þeirra Þorsteins
og Ólafs.
Jeg skal um leið geta þess, i að þetta er
eigi i fyrsta sinn, sem þeir Þorsteinn og
Ólafur hafa söðlað um og breytt framburði
sinum. j Þegar rannsóknin var baldin síðast
liðið sumar út. af meðferð Sk. Th. á Sigurði
Jóhannssyni, voru þeir Ólafur og Þorsteinn
fyrstir manna yfirheyrðir sem vitni, en daginn
eptir mætti Sk. Th. fyrir rjetti, og hafði þá
í fórum sínum skjal, er hann lagði fram.
Skjal þetta var nú reyndar með hendi Sk. Th.
sjálfs, en Þorsteinn og Ólaf'ur höfðu ritað
nafn sitt undir það, og fór skjal þetta í
gagnstæða átt við það, er þeir höfðu borið
daginn áður.
Þegar nú þess er gætt:
1, að jeg befi lagt fram í rjetti 3. okt. 1892
uppkast með hendi Sk Th. til varnar í
máli Rögnvaldar Guðmundssonar;
2, að nafn mitt er eigi skrifað undir rjettar-
höldin 19. sept. og 3. oktbr. 1891, sem jeg
þó ávallt hefi verið vanur að gjöra, þegar
jeg hefi verið verjandi;
3, að Þorsteinn þrisvar hefir borið það, að
hann muni alls eigi til þess, að jeg nokkru
sinni hafi mætt í máli Rögnvaldar;
4, að Ólafur hefir borið, að hann muni eigi
til, að jeg hafi mætt, og svo seinna ský-
laust sagt, að hann hafi eigi sjeð mig
mæta í tjeðu máli;
5, að Ólafur hefir eigi þorað að ganga við
nafni sínu undir rjettarhöldunum 19. sept.
og 3. okt. 1891;
6, að Þorsteinn kannaðist eigi við, að sín
hönd væri á nöfnum sínum undir tjeðum
rjettarhöldum;
7, að það er sannað, að Rögnvaldur Guð-
mundsson eigi hefir mætt í máli sínu 3.
okt. 1891;
8, að Sk. Th. heíir í rjettarhaldi, dags. 19.
sept. 1891, bókað, að hegningarvottorð
Rögnvaldar frá sýslumanninum í Stranda-
sýslu sje þá ókomið, en hefir þó sjálfur
innfært í dagbók ísafjarðarsýslu, að tjeð
hegningarvottorð sje meðtekið 14. sept.
1891 (5 dögum áður);
9, að Sk. Th. með brjefi, dags. 5. jan. 1892,
skrifað amtmanninum i Vesturamtinu, að
birting dómsins fyrir Rögnvaldi hafi
dregizt svo lengi, af því að annar stefnu-
vottanna í Súðavikurhreppi haíi verið I
veikur, en báðir stef'nuvottarnir hafa borið
þó fyrir rjetti 5. okt. f. á., að þeir hafi
verið hraustir og heilbrigðir allt árið 1891,—
þá get jeg eigi annað ímyndað mjer, en að
allir skynberandi menn hljóti að sjá, að skýrsla
Sk. Th. í »Þjóðv. unga« um þetta Rögnvald
armál sje ýmist ósönn eða villandi, og gangi
úr skugga, um, að hjer sje eigi allt með felldu,
og allir óhlutdrægir og samvizkusamir menn
hljóti að játa, að sterkar líkur sje að minnsta
kosti fyrir því, lað eitthvað sje rotið oggrugg-
ugt við þetta Rögnvaldarmál. j
Þar sem Sk. Th. segir, að rjettarvottarnir
(Þorsteinn og Ólafur) bjóðist til að sverja,
að jeg hafi mætt fyrir rjetti 3. oktbr. 1891
eigi alls gáður, þá hafa þeir að minnsta kosti
eigi borið það fyrir rjetti; hvað þeir kunna
að tala við Sk. Th.,' er mjer ókunnugt um,
eins og jeg á hinn bóginn eigi get fortekið,
hverjar vitranir tjeðir herrar kunna að fá eða
þegar hafa fengið. Hitt er víst, að fyrst að
jeg alls eigi mætti fyrir rjettinum 3. okt. 1891,
þá hefi jeg bvorki mætt þar alls gáður nje
eigi alls gáður.
Að jeg hafi tekið við mjer dæmdum máls-
varnarlaunum, mun engan hneyksla, eða þyk-
ist Sk. Th. hafa átt heimting á þeim fyrir
uppkastið, sem hann gaf mjer, til málsvarn-
arinnar, án þess að hann þó áskildi sjer
málsvarnarlaunin eða nokkurn hluta þeirra ?
Þar sem Sk. Th. segir, að jeg hafi risið á
móti sjer, af því að eigi hafi verið atvinnu-
von hjá sjer lengur, óþá lýsi jeg slíkt alveg
tilhæfulausar gersakir,/og læt mjer nægja, að
lýsa því yfir, að jeg bæði fyrir rjetti og utan
rjettar hefi borið og mun bera um mál Sk. Th.
allt sem jeg veit rjettast og sannast, hvort
sem það kemur Sk. Th. vel eða illa.
Ísaíirði 25. dag tebrúarmánaðar 1893.
Grímur Jónsson.
Hitt og þetta.
Fyrsta líkbrenna í Danmörku fór fram
12. jan. þ. á. Það var nafnkenndur maður,
sem brenndur var, Dessau, hraðritara-skrif-
stofustjóri við ríkisþingið, gamall maður,
dáinn 9. jan. Hafði hann sjáli'ur gert þá ráð-
stöfun fyrir útf'ör sinni, að brenna skyldi
líkið.
Höfdingleg nýjársgjöf. Eina miljón
franka eða 700,000 kr. gaf Rothschild í París
bæjarstjórninni þar núna á nýárinu, sem vísi
til sjóðs, er verja skyldi vöxfunum af til
styrktar fátækum sængurkonum eptir að þær
væru farnar af f'æðingarstofnunum borgar-
innar.
Fjörutíu stiga frost var í bænum Röraas
í Norvegi um hádegi á annan í nýári í vetur.
Bærinn liggur hátt nokkuð, meira en 2000
fet yfir sjávarmál, en líka talsvert sunnar en
Vestmanneyjar. í Tönset í Eystridal, enn
þá sunnar en Röraas, en nokkuð hærra mun
vera, var 47 stiga frost á C. Kalt þætti það
á íslandi !
Með því að þessar viðskiptabækur
fyrir sparisjóðsinnlögum eru sagðar
glataðar;
Nr. 124: Jón Ólafsson (C. 305)
— 1920: Grímur Einarsson (F. 344),
er handhöfum tjeðra viðskiptabóka sam-
kvæmt 10. gr. laga um stofnun lands-
banka 18. sept. 1885 hjermeð stefnt til
að segja til sín innan 6 mánaða frá
síðustu birtingu þessarar auglýsingar.
Landsbankinn, Reykjavík 14. marz 1893.
L. E. Sveinbjörnsson.
Proclama.
Samkvæmt lögum 12. apríl 1878, sbr. op
br. 4. janúar 1861, er lijer með skorað á
alla þá, sem til skulda eiga að telja í dán-
ardúi Hannibals sál. Jóhannessonar frá
Tungu í Nauteyrarhreppi hjer í sýslu, er
andaðist síðastliðið sumar, að lýsa kröfum
sinum í tjeðu dánarbúi innan 6 mánaða
frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar.
Skiptaráðandinn í ísafjarðars., 10. jan. 1893.
Lárus Bjarnason
settur.
Stjórnarnefnd Gránufjelagsins á Akureyri
kunngjörir, að henni hafi verið tilkynnt,
að hlutabrjef tjeðs fjelags nr. 489 og 1978
sje glötuð.
Fyrir þvi innkallar tjeð stjórnarnefnd
samkv. 6. gr. í lögum fjelagsins hvern
þann, er hafa kynni í höndum greind
hlutabrjef, til þess að gefa sig fram við
liana, áður en 6 mánuðir sjeu liðnir, frá
síðustu birtingu þessarar auglýsingar, því
ella fá eigendur hinna glötuðu brjefa ný
brjef, og geta engir aðrir síðar gjört fjár-
kröfu á hendur fjelaginu út af hlutabrjef-
um með ofangreindum tölum.
í stjórnarnefnd Gránufjelags, 17. febr. 1893.
Davíð Guðmundsson. Frb. Steinsson.
J. Gunnlögsson.