Ísafold - 25.03.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 25.03.1893, Blaðsíða 1
'K.fttnur út ýmist einn sinni •el>a tvisvar i viku. ftrg. (75—80 arka) 4 kr., erleniiis 5 kr. eí)a 1^/a doll.; borgist fyrirmibjan júlímán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bundin viD Aramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgreibslustofa blaÓs- ins er í Austurstrœti 8. Reykjavík, laugardaginn 25. marz 1893. XX. árg. Landsbank’mn. Eeikningur landsbankans f'yrir árið 1892 •er nú saminn og auglýstnr hjer aptar í blaðinu. Það sjest á reikningi þessum, að rit.lán úr bankanum síðastliðið ár hafa verið ta-ls- vert minni en næsta ár þar á undan, eins og lieldur eigi er furða, þar sem banka- 'Stjórnin hefir, svo sem kunnugt er, að kalla má þvertekið fyrir öll fasteignarveðslán síðan um mitt sumar í fyrra. Til samanburðar skal þess getið, að lán- að hefir verið úr bankanuiu 1890 1891 1892 Fasteignarveðslán kr. 69436 148831 111300 • Sj á lfsku .1 (1 a rábvrgð- arlán .... — 44785 85042 60395 Handveðslá.n . . - ■12010 17980 21714 Lán gegn ábyrgð sveita og bæjar- fjelaga 0. fl. . . — 3500 9250 6709 Reikningslán . . — » 620 » Samtals kr. 129731 261723 200100 Útlánin eru þannig (þegar víxil- eða ávísanalán eigi eru talin með) frekum (iO þúsundum króna lægri nú en þau voru 1891, og er þó óhætt að gjöra ráð fyrir, að eptirspurn eptir lánum hafl engu minni# verið síðastliðið ár en árið þar á undan. Lækkunin londir aðallega á fasteignar- veðslánum, sem eru 37000 kr. lægri en 1891, svo og sjálfskuldarábyrgðar 1 ánum, er fallið hafa úr 85000 niður í 60000 kr. Eigi mun þó bankastjórninni gefandi sök álækkun sjálfskuldarábyrgðarlánanna; hún mun hafa verið fullt eins greið og áður með að veita slík lán. Hitt er sennilegra, að menn sjeu farnir að gjörast nokkuð tregari en áður að takast á hendur ábyrgð fyrir slíkum lánum, og að mönnum veiti orðið ei-fiðara að fá ábyrgðarmenn, vegna þess, hve margir eru bundnir við eldri lán. Sú er reyndar bót í máli, að ábyrgð- armenn þurfa eigi lengur að vera búsettir í Reykjavík eða í grennd við iiana. Handveðslán eru nokkru meiri árið 1892 en undanfarin ár. En eins og hjerálandi hagartil, geta lán þessi aldrei numið mjög miklu eða orðið verulega almenn. Reikningslán hafa alls engin verið veitt úr bankanum síðastliðið ár, enda mun •engin eptirspurn eptir slikum lánum. Víxla heflr bankinn keypt fyrir 139764 kr. um árið sem leið, og er það liartnær 30 þúsundum króna minna en árið 1891, en aptur nokkru meira en árin þar á und- an. Ástæðan til lækkunar á víxillánunum mun einkum vera deyfð sú, sem var í ailri verzlun árið sem leið. Keyptar ávísanir eru mjög svipaðar því, sem að undanförnu liefirverið. Þaðmunu helzt. vera ávísanir á uppbætur prestakalla, er bankinn kaupir, svo og á uppboðsfje í Reykjavík. Endurgreiðslur lána, hinna reglulegu, hafa, þótt undarlegt kunni að virðast, ver- ið talsvert hærri 1892 en undanfarin ár. Jafnvel af fasteignarveðslánum hefir verið borgað álíka mikið í fyrra og árið 1891, og mun þó bankastjórnin hafa verið óspör á að veita mönnum frest með afborganir síðastliðið haust. — Endurgreiðslur sjálf- skuldarábyrgðarlána eru 11000 kr. hærri en 1891. Eins og reikningurinn ber með sjer, er það alls og a.lls hjer um bil 70 þúsundum króna meira, er lánað heíir verið úr bankanum síðastliðið ár en endurborgað hefir verið. I árslok átti bankinn útistandandi: I víxil- og ávísanalánum rúra . 39000 kr. en í öðrum lánum rúm .... 854000 — eða samtals 893000 kr.; en í árslok 1891 voru alls konar lán sam- tals 818000 kr. eða 75000 kr. lægri en 1892. Peningaforði bankans er líkur því sem verið hefir að undanförnu um áramót. ■— En meir en nóg t'je virðist bankinn hafa haft í sjóði. siðan í haust er leið t.il þess að gjöra mönnum að minnsta kosti nokkra úrlausn með fasteignarveðslán. Innlög á hlaupareikning (contocourant) hafa aukizt mikið árið sem leið; en þess er reyndar gæta, að hækkunin mun aða.l- lega stafa af því, að landssjóður lagði síð- astliðið suinar nokkuð af peningaforða sín- um inn á hlaupareikning í bankann. Kaup- menn í Reykjavík eru að smákomast upp á lagið með að nota bankann í þessu efni. Eins ogvið er að búast, hafa sparisjóðs- innlög í bankanum nokkuð lækkað árið sem sem leið. Þau voru í ársbyrjun um 605 þúsundir króna, en í árslok eigi nema tæp 542 þús. króna og hafa þannig lækkað ura 63,000 kr. — Eins og gefur að skilja, er það óhagstætt árferði og slæmt verzlun- arástand og þar af leiðandi hin almenna peningaþröng síðastliðið ár, sem valdið hefir þessari lækkun. — Yerið getur iíka, að sumir hafi tekið nokkuð af sparisjóðs- innlögum sínum ur bankanum til þess að lána þau öðrum, er bankinn hefir synjað um fasteignarveðsián. Þeir voru því nær 2400, er f'je áttu i bank- anura með sparisjóðskjörum í árslok 1892. Er meðaleign hvers innstæðueiganda þann- um 22(5 kr. Nýr útgjaldaliður er í þessum reikningi bankans, er eigi hefir sjezt áður, sem sje vextir til landssjóðs af seðlafúlgu bankans, 4650 kr. Samkvæmt reikningnum hafa allar inn- borganir í bankann árið sem leið numið samtals rúmri miljón króna og útborganir 15. blað. öðru eins, og er þetta meira en nokkru sinni áður. Eign bankans í ríkisskuldabrjefum er mjög lík, þó lítið eitt muni, og næsta árá undan. Hinn eiginlegi varasjóðúr ba.nkans er samkvæmt reikningnum rúmar 115 þús- undir. — Sje þar við bætt fyrirfram greidd- um vöxtum, er bankinn hefir fengið, rúm- lega 19 þús. kr., svo og ógreiddum áf'ölln- um vöxtum, rúmum 3 þús. kr., og loks varasjóði sparisjóðs Reykjavíkur, tæpum 17 þús. kr., verður það alls og alls frek- lega hálft. annai) hundrað þúsund krónur, sem bankinn er biíinn að a.fia sjer til að standast það tjón, er hann kann að verða fyrir af einhverjum ástæðum. Útlendar frjettir. KaupTnannaliöfn 9. marz 1893. Veðrátta óstöðug og umhleypingafull, en frostin yfirgnæfandi t.il þess fyrir fám dögum. Hið sama. borið frá öllum norður- hluta Evrópu og lika frá Norður-Ameríku. Nú er þó sú liláka komin, sem menn ætla að vinni svo á ísinn í Eyrarsundi, að það takist að brjóta hann til farvegs upp að Helsingjaeyri. Ðanmörk. í höfuðborginni hefir harð- æris kennt með meira móti, og í matgerð- ar- og veitingaskálum hefir þúsundum manna verið matur gefinn á hverjum degi, síðan uin miðjan janúarmánuð; það mun líka leit á svo líknhuguðu fólki, sem Hafn- arbúar reynast í harðindavetrum. Fyrir skömmu brann hús Salomonsens á Konungs-Nýjatorgi, hið 6. i röðinni upp frá Breiðgðtu. Sölubúð Salomonsens í kjallaranum, en fieiri stórkostlegar búðirá öðrum stöðum og varningshirzlur. í marga daga varð að halda áfram slökkvihríðinni, en brunaskaðinn er metinn á hjer nm bil U/2 miljón króna. Fjárlögin komintil landsþingsdeildarinnar með sömu takmarkan sem að undanförnu, hvað ritgjöldin heimildarlausu snertir. Yinstri blöðin ætla, að eitthvað muni í efni um samkomulag við stjórnina og hægra liðið af hálfu miöflokksmanna. Noreg’ur. Eptir aliharða viðureign i vetur með norskum og sænskum blöðum og íúthöfundum um rjettarstöð og rjettar- kvaðir á báðar hendur virðist nú draga til nýrrar söknar á þingi Norðmanna. Sann- f'rjett jiegar kallað, að stjórnin og hennar liðar ætli að krefjast lvkta á konsi'tlamái- inu á norskum ráðherrafundi hjá konungi, og að þar verði ekkert látið til hinna kasta koma. Svíar standa enn fast á, ad þetta sje beint upphaf á sambandsslitum ríkjanna, og hjer fylgi svo krcifur um ráð, herra utanrikismála, og svo framvegis, þar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.