Ísafold - 01.04.1893, Síða 3

Ísafold - 01.04.1893, Síða 3
67 viöniót, og- einkennilega sterka tilhneigingu til að vera öðrum til ánægju. Hún hjelt heilsu sinni og giaðlyndi til dauðadags«.— Benidikt Björnsson frá Yíkingavatni i Þingeyjarsýslu andaðist 10. des., í Argyle- nýlendu, 76 ára gamail, gáfumaður, stund- aði barnakennslu bæði hjer og vestra vel og lengi. — Jón E-yvindsson (Doll) í Mikl- ey, áður á Hróksholti í Hnappadalssýslu, nær hálf söjtugur. — Helga Grímsdóttir kona Þorsteins Þorkelssonar frá Stóragerði í Óslandshlíð, ung kona, dó 1. febr. i Winnipeg, úr sullaveiki. Aflabrögð. Af Eyrarbakka skrifað 28. f. m.: »Úr Mýrdalnum frjettist fyrir nokkrum dögum, að þar voru til hlutar 250 mest. Undir Eyjafjöllum hátt á 2. hundrað; í Austur-Landeyjum nál. 20, en í Út-Landeyjum 100 og í Þykkvabænum um 50 í hlut. Fyrir austan Þjórsá er aflinn tómur þorskur. A Loptstöðum er nú komið til hlutar 2—3 hundruð og ámóta á Stokkseyri. A Eyrarbaka er afli dálítið frekari, framt að 400 hæst. í þessum þrem veiði- stöðum er lítið af þorski, nál. V5—x/6. I Þorlákshöfn hefur fiskazt langbezt; þar mun vera komið nál. 600 í hlut og þorsk- ur þar af x/4 partur. í dag er róið almennt og góður afli, 20—30 í hlut, þorskur nál. Y3 partur. Gæftir hafa verið mjög stirðar og hafa bagað stórlega, því fiskur heflr komið hjer mikill og enda gengið á grynnstu mið«. Fyrirtaksafli í Höfnum og á Miðnesi, af vænum þorski, komnir jafnvel 6—7 hundr. hlutir; sömui. mikið góður afli í Garðssjó, þótt smærri flskur sje. Hjer á Innnesjum einnig vel líklegt með afla. Með pöstskipínu»Laura», er lagði af stað hjeðan 28. þ. m. áliðnu, til útlanda, sigldi prestaskóiafórstjóri Helgi Hálfdánar- son, að leita sjer lækninga, og kona hans, frú Þórhildur Tómasdóttir, með honum; enn fremur kaupmennirnir Guðrn. Tlior- steinson og Sturla Jónsson hjeðan úr Rvík, Chr. Zirnsen og Jón Norðmann frá Hafn- arfirði, Sigfús H. Bjarnarson frá ísafirði, og ioks agentarnir eða »tr\lkarnir» vestur- heimsku, Baldvin L. Baldvinsson og Sig- urður Kristófersson, snögga ferð til Lund- úna, að þeir höfðu sagt. Þilskipaafli. Sakir þess, hve póstskip- ið kom seint og þar af leiðandi vistaskorts komust þiiskipin hjer eigi aimennt út á flskiveiðar fyr en 3 vikur af marz, en höfðu aflað prýðilega, er þau komu inn aptur nú fyrir páskana. Af 4 skipum Geirs & Co., er voru á þorskveiðum, hafði eitt, To Venner, fengið nær 10,000 (Jón Ólafs- son á part í því), annað, Margrethe, 7,000, og hin, Haraldur og Taylor, 4y2 þúsund hvort; er hákariaskipin þrjú, Geir, Gylfl og Matthildur, 50—70 tn. lifrar. — Eyþórs- skipin 3 höfðu fengið 8,OCO (Agnes), 7,000 (Einingin) og 4x/2 þús. (Hebrides). Engey- in» 6000. Af skipum Framnesinga hafði «Hjálmar» fengið 4000 og Clarina 2/4, þús. Allt vænn þorskur, og dreginn hjer í flió- anum, mikið inn á fiskimiðum opinna báta. Hitt og þetta. Herliðsafli Norðurálfiiiuiar. Franskur liðsforingi. er Molard heitir, kennari við her- mannaskólann í St. Cyr. heíir nýlega samið bækling um herlið ýmsra ríkja í Norðurálfu og hvað það heíir aukizt síðan 1869. Þá, 1869, höfðu Frakkar 1,360,000 hermanna, Þjóðverjar 1,300,000; Rússar 1,100,000; Aust- urrikismenn 750,000; ítalir 670,000; Svissar 150,000 og Belgar 95,000. En 1892 var berlið Frakka orðið 2,500,000; Þjóðverja 2,417,000; Rússa 2,451,000; Austur- ríkismanna 1,050,000; ítala 1,514.000; Svissa 212,000; og Belga 128,000. Nri eru ný herlög að komast í gang í öllum þessum rikjum, og þegar það er orðið, verður franski herinn 4,350,000, en sá þýzki 5,000,000, og sá rússneski 4,000,000; sá austurríski 1,900,000; sá italski 2,236,000; sá svissneski 489,000; og sá helgiski 258,000. í þessuin tölum öllum felst bseði leiðang- urslið og landvarnarher. Herkostnaður Rússa, Þjóðverja, ítala, Dana, 8vía, Norðmanna og Rúmena heíir meira en tvöfaldazt siðan 1869. Norðurálfan eyðir nú nær 5 miljörðum franka í herkostnað á ári hverju; það er sama sem 3,500 milj. kr. Árið 1870 höfðu öll Evrópuríki í hæsta lagi 7 miljónum hermanna á að skipa, en nú 12J/j miljón, og siðar, þegar herlögin nýju er komin í fullt gildi, fullum 22 miljónum. Molard kennir Bismarck mest um þennan óf'ögnuð allan, þetta voðalega farg, er Norð- urálfuríkin ætla að sligast undir og segir engin tiltök að hætt verði við þá taumlausu ofraun fyr en Þjóðverjar skili Frökkum aptur herfanginu frá 1871, þ. e. Elsass og Lot- bringen. Leiðarvlsir ísafoldar. 1193. Er það lögleg hjónavígsla, að prest- ur lesi yíir brúðhjónunum að eins það, sem stendur prentað í Handhókinni? Sv.: Prestur heíir eigi fyllilega gætt skyldu sinnar, en hjónavígslan erjafnlögleg fyrir því. 1194. Þarf jeg að borga presti mínum þá ræðu, sem jeg hið hann ekki um, t. d. hjóna- vígsluræðu ? Sv.: Líkræðu þarf eigi að horga Fpresti, sem eigi er um beðið, og hjónavígsluræðu ber aldrei að horga sjerstaklega. 1195. Jeg er vinnumaður um tvítugt, sem er nýlega farinn að taka kaup, en gef 'árlega um 30 kr. með móður minni, sem er gömul og örvasa. Ber mjer. að greiða gjaldjtil styrkt- arsjóðsins, eins og öðru einhleypu vinnufólki? Sv.: Nei, nema því að eins, að (spyrjandi eigi aðrar eigur. 1196. Jeg er lærisveinn í trjesmíði og er ráðinn upp á að hafa ókeypis fæði. húsnæði og kennslu. Á jég ekki heimting á svo hlýju húsi, að jeg geti verið í því á helgum dögum og á kvöldum eptir að jeg er hættur vinnu, þar sem það er hægt? Sv.: Jú sjálfsagt, ef svo er um samið, sem spyrjandinn gefur í skyn. 28 »Ætlast þú til, að jeg láti það gott heita, er hann hefir sama sem synjað mjer heimkynnis? Annars hefð- um við og barnið getað átt heima í snotrum og rúmgóð- um hýbýlum. Og nú situr hann þar einn saman og glennir sig eins og köngurló í vef sínum. Yíst er það svo! Honum er einmitt þannig háttað, því hann rakar að sjer hvað sem hann getur, en ann öðrum einkis. En látum hann eiga sig. Hann verður vonanda eigi eilífur fremur en aðrir!« »Láttu guð sjá fyrir því«, mælti Ragna í bænarróm. Henni þótti það jafnan ills viti, er Asmundur fór hörðum orðum um föður sinn; en nú, er barnið var komið, stóð henni ógn af því. Sveinninn dafnaði ágætlega vel, þótt þröngt væri um hann; faðir hans kjassaði hann og kunni sjer ekki læti, og eigi skorti hann holla fæðu og nóga, þar sem var brjóstamjólk ungrar, hraustrar móður. Frá þessu örugga, fjörgandi sjónarmiði litu þau Ás- mundur og Ragna fram á ókomna æfi sína. En þar sem hún ljet huga sinn fiögra víðsvegar og eygði hvervetna glæsilega framtíð, komst Ásmundur aldrei lengra en að búgarði föður síns. —Þar hugsaði hann sjer, er dauðinn sópaði um, að koma á nýju fjöri og nýrri starfsemi, með elju og atorku. Þau höfðu bæði fastráðið, að sveinninn skyldi heita 25 ráðinn—með því að ekki var nein ieið önn ur við hana þessa kvensu. En er kvöldið kom og eimkuggurinn lagðist úti fyrir og kaupmaður og menn hans voru í óða önn að koma póstsendingum og vörurn út í hann, þá lá við, að liði yfir hann, er hann sá, livar Ragna lagði að gufuskipinu á bát, er hún hafði leigt sjer, og steig á skipsfjöl í ferðafötum sínum og með allan farangur sinn. Hún gekk ofur-rólega til hans og kvaddi hann. Hon- um var mikið niðri fyrir og vildi ryðja úr sjer öllum ó- sköpum, en honum gafst eigi tími þar til. Hann áttaði sig í snatri og revndi að reka upp hæðnishlátur, sem honum var títt; en það tókst hvergi nærri svo sem skyldi. Hláturinn var svo þrunginn af gremju og fyrirlitningu að honum lá við köfnun. Þá hneigði hann sig afardjúpt fyrir henni, um leið og hann gekk burt, og þóttist hann gera það til spotts við hana. En Ragna bar sig svo ein- arðlega gagnvart honum, að eigi var hægt að taka hneig- ing hans öðruvlsi en makleg lotningaratlot. Svo skildu leiðir þeirra. Að hálfum mánuði liðnum var Ragna orðinjfarsæl eiginkona og Ásmundur hamingjusamur eiginmaður. Ká- etan litla á skútunni hans var að vísu þröng, en þröngt mega sáttir sitja; því að þvi meir sem ástin þróast með manninum, því litilþægari verður hann.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.