Ísafold - 01.04.1893, Page 4

Ísafold - 01.04.1893, Page 4
co Nýkomið í verzlun H. TH. A. THOMSENS í Reykjavik. Allar tegundir af Korn- og Nýienduvörum. Niðufsoðnir ávextir og sælgætisvörur. Encore Whisky Ekta Svissar-ostur og Meieri-ostur. Reykt svínslæri. Hvítkálshöfuð. Miklar birgðír af neftóbaki, Munntóbaki Keyktóbaki og Vindlum. Af vefnaðarvöru miklar birgðir, þar á meðal: “fd Karlmannskragar, Flibbar, Humbug, Slaufur, Normal-nærföt, misl. Silkiplyds, misl. Silkidúkar, Kvenn- slipsi, Silkiborðar, Hanzkar, Jersey-treyjur og Bryssel-ábreiður. Miklar birgðir af ljómandi fallegum kjólatauum, kamgarni og búkkskinnum. Baðmullardúkar og Flaneletta á 20 au. al. Sýnishorn af karla- og kvenna nærfatnaði úr íslenzkri ull, sem vert er að skoða og margt, margt fleira. Proclama. Þar sem dánarbú Gísla sál. Þormóðsson- ar verzlunarmanns í Hafnarfirði, sem and- aðist hinn 2. þ. m., er tekið til opinberrar skiptameðferðar, er hjer með samkvæmt lögum 12. april 1878 sbr. op. br. 4. janúar 1861 skorað á þá, sem kynnu að telja til skulda í tjeðu dánarbúi, að gefa sig fram og sanna kröfur sínar fyrir undirrituðum skiptaráöanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Með sama fresti er skorað á þá, sem skulda tjeðu dánarbúi, að greiða til min skuldir sinar, eða sem fyrst semja um greiðslu á þeim. Skrifst. Kjósar- og Gullbringus. 80. marz 1893. Franz Siemsen. Þabjárn at' ýmsum þykktum, þaksaum og þakkili selur fyrir Kristján Þorgríms- son. Lægsteina selur með beztu’kjörum Magnús Guðnason steinhöggvari, Skólavörðustíg nr. 4. Segldúk, færi, lóðaröngla selur fyrír bezta verð Kristján Þorgrímsson. zsr Konnsla. ‘"TftS Ódýra kennslu í ensku veitir cand. phil. Þórður Jensson. Þingholtsatrœti 15. Bezta og ódýrasta steinolíu selur Kristján Þorgrímsson. Hornamúsik Og Sjónleikir Mánudagínn 3. þ. m. (annan í páskum) kl. 8 e. m. Verður leikið á horn mörg falleg lög. Einnig leikinn sjónleikurinn Frúin sefur. Ágóðanum verður varið fyrir ný hljóðfæri. Bílætin fást keypt í Bernhöfts bakaríi sama dag frá kl. 10—5. Beztu sæti 50 aura. Almenn sæti 40 aur. Standandi og barna 30 aur. Lúðraþeytarafjelagið. (Þakkaráv.). Jeg ( undirskrifaður / votta hjer með opinbera mitt alúðarfyllsta og inni- legasta þakklæti verzlunarstjóranum á Siglu íirði, C. J. Grönvold, fyrir alla hans stórmann- legu hjálp og mannkærleiksfullu meðferð á mjer, þegar jeg, bláfátækur maður, varð fyrir því slysi í fyrravor að fótbrotna, svo jeg lá rúmfastur í 10 vikur og missti nær því alla sumarvinnu mína. Tók hann mig strax í sitt hús, fæddi mig allan þann tímaogljet hjúkra mjer hið bezta. — .Jeg bið guð að launa nefndum verzlunarstjóra góðverk hans við mig, því sjálfur get jeg það að litlu launað nema með orðum einum. Sigluíirði 1. febr. 1893. Stefán Sveinsson. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl.11-12 Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl. lÞ/s-21/* Landsbókasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12—2 útlán mánud., mvd. og ld. kl. 2—8 Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og ílafnarf. hvern rúmh. dag kl. 8—9, 10—2 og 3—6 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. virkan mánud. í hverjun mánuði kl. 5—6. Veðurathuganir í Rvík, eptir Dr.J. Jónassen marz apríl Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. Cmillimet.) V eðurátt á nótt. um hd. fm. | em. fm. em. Ld. 25. 0 + 2 769.6 769.6 0 b Sa h b Sd. 26. + 6 + 9 767.1 767.1 Sa h d Sah d Md. 27. + 6 ~b ^ 767.1 767.1 S h b 0 b Þd. 28. + 3 + 10 767.1 764.5 0 b S h b Mvd.29. + 4 + 8 759.5 756.9 A h d 0 d Fd. 80. — 1 + 2 746.8 729.0 A h d Sv h d Fsd. 81. Ld. 1. + 2 — 5 0 721.4 734.4 736.6 Sv hvd S h d Svhvd Fyrri part vikunnar bezta vorveður með miklum hlýindum; hinn 30. var hjer austan- kaldi um morguninn, síðan logn og rigning, en síðar um kveldið gekk hann í útsuður með jeljutn og fjell loptþyngdarmælir mjög mikið á stuttum tíma; að morgni h. 81. var hjer svo að kalla logn en nokkru fyrir hádegi hvessti hann mikiö á sunnan-útsunnan með miklum hroða og jeljagangi. Eldingar og þrumur um kveldið hinn 30. I nótt snjóaði mikið og snjór erm í morgun (logndrífa). Meðalhiti í marzmánuði: á nóttu H- 2,23 á hádegi -j- 0,96. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiöja ísafoldar. 26 Ungu hjónin lifðu nú sælu lífl, þó að kotið þeirra, ef svo mætti kalla, væri á floti. Eigi var ótítt, að vindur- inn ruggaði því nokkuð óþyrmilega, en Ragna var vön sjómennsku og háska á sjó—; hvað var háskinn í raun- inni, er þau áttu tvö við hann ad tefla! Leið þeirra lá og um engin meginhöf; þau fóru út og inn eptir firði, úr einni ey í aðra og fram með ströndinni—jafnan úr smáu í smátt. En arðurinn var dágóður; hann samsvar- aði því, er hægt var að gera sjer von um, og þá var nóg. Enginn maður út í frá hafði og njósn af hinni hljóð- legu sambúð þeirra. Þau voru bæði jafn-þrautseig að varðveita leyndarmálið, enda friðaði leyndin um farsæld þeirra. Alls einn maður var í vitorði með þeim; það var sveinuinn á skútunni (hásetinn). En þótt hann hefði fengið heiðursmerki fvrir eitthvert drengskaparbragð í íandsins“þarfir, hefði honum eigi þótt meira í það varið en- að vera trúað fyrir því að varðveita leyndarmál skipstjóra. Hann gerði jafnvel svo mikið að því, hann, ljet semfhann sæi aldrei Rögnu, og ef hún ávarpaði hann, þá svaraði hann upp í loptið, eins og hann hefði tengið orðsending frá skaparanum. En svo er um sambúð hjóna, hvort heldur er á sjó eða landi, að þau eiga ekki ávallt samleið—; um það kom- ust þau smátt og smátt að raun. 27 Að ári liðnu ól Ragna sveinbarn. Ekki gekk það þrautalaust eða óttalaust, en þó eptir hætti, og eptir á fór svo sem segir í vísunni: »Ljúft er að minnast lið- ins böls«. Ragna var slíku hugrekki ga'dd, að hún ljet sjer ekki í augum vaxa, og það kom henni nú að góðu haldi; því að ekki naut hún mikillar hjálpar um fram það, sem náttúran lætur sjálf í tje. Eitt vakti fyrir henni; það var æskuminning; og það hjelt henni við, eins verndar- hönd, er mest lá á. Það var mælt, að hún hefði verið alin í nausti nokkru, í illviðri, og móðir hennar hefði eng- an haft til líknar sjer og barninu, nema drottinn á himn- um. Átti þá hún, er svo vel fór um, að vera þrekminni en vesalings-móðir hennar, sem var svo fátæk og átti svo bágt? En undarlegt var það, að það var eins og móðir hennar, sem hún hafði vart þekkt, kæmi nú til hennar og styrkti hana á þungbærri stund. »Og það er þá strákur, vænn og fjelegur«, mælti Ásmundur, frá sjer numinn af fögnuði. »Þegar við kom- um suður eptir í vor, skal hann verða skirður í sömu kirkjunni, sem við vorum gefin saman í, Ragna! Hann verður kannske látinn heita i höfuðið á karlsauðnum — þó að hann eigi það ekki skilið«. »Talaðu ekki svona um hann föðurþinn, Ásmundur!* sagði Ragna. »Jeg held að guð telji þjer það til syndar«.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.