Ísafold - 06.05.1893, Qupperneq 2
102
Skipið er á lengd um 70 feta, 15 á breidd
um miðjn, en vart meir en 5 fet milli
þilja og kjalar. Annars ætla menn haug-
skipið heldur hafa verið lystiskútu en
víkingaskip.
Frakkland. Kalla má, að það reyni
á þolrifin að hyggja lengur eptir þvi, sem
gerist í Panamamálinu, þar sem svo margt
er enn á huidu, en tveir sökudólgar hafa
komizt hjá öllum rannsóknum, annar á
strokleiðum, Arton að nafni, en hinn sjúk-
ur í Lundúnum, sem Hertz heitir, eitt höf-
uðverktól fjárvjelanna og mútnanna. En
þess skal þó geta, að nú er dómur upp
kveðinn á mútnasökunum. Hann hefir bætt
1 ári við varðhaldsvist Charles Lesseps (sjá
15. blað ísafoldar), Blondin 2 árafangeisi
(einn af forstöðumönnunum), en Bai'haut,
fyrrum fjármálaráðherra, 5 ára, og bætur
750,000 franka, en missi allra þegnrjett-
inda. Það var þessi maður. sem iðraðist
of seint, er hann játaði í táraflóði afbrot
sin í dóminum.
Öldungadeildina greindi svo á fyrir
skömmu við fulltrúana um sumar greinir
íjárlaganna, að Bibot og liðum hans tókst
ekki að koma á sáttum. Nú heitir sá Du-
puy, sem stendur fyrír stjórnínni, sagður
góður skörungur, en af tollverndaflokki,
og því þykja minni líkur til, að hann sitji
lengi við stjórn. Sum blöð hafa orð á,
að Carnot sneiðir' hjá öðrum eins kjark-
manni og Constans er, þegar honum verð-
ur skörunga vant, en benda á um leið, að
Constans þokaðist þá nær forsetaöndveginu,
ef hann kæmist í ráðherrasæti, eðanæren
Carnot kynni að líka að svo stöddu.
Þess ber að minnast, að eptir framburð
Andrieux fyrir skömmu leggur enginn
fremur trúnað á, að Carnot sje nokkurn
mun við Panamahneyxlin riðinn.
Þýzkaland. Heraukalögin urðu undir
í nefndinni og um þau er enn mikið þjark
á þinginu. Ymsu lengi spáð um lyktirn-
ar, en nú er þó ætlað, að heldur gangi
saman um einhver miðlunaratriði, enmenn
láti til nýrra kosninga koma.
Keisarinn og drottning hans eru á ferð
til Rómaborgar í silfurbrúðkaupið, sem fyr
var neft. Sagt að þau gisti Vín á heim-
ferðinni.
Skraddari, Dawe að nafni, í Mannheim,
hefir fundið þá hlíf eða brynsverk, sem
engin byssuskeyti vinna á, eða svo eiga
prófin að hafa sýnt. Að meistaranummuni
arðs von af slíku metfje, má nærri geta.
Belgía. Eptir iangar deilur á þinginu,
margtekið fundarrifrildi um allt land) yerka-
föll og óeirðir, þar sem margir fengu mein-
lega áverka, hafa kosningarlögin náð fram-
göngu á þinginu. Kosningarrjett fær hver
sá maður, sem er 25 ára að aldri, en þeir
sem standa öðrum skör ofar að auði eða
menntun, neyta tveggja atkvæða eðaþriggja
Kjósendatalan kemst upp í 1,200,000, þar
af 700,000 með einu atkvæði, 500,000 með
tveimur. Við jtetta kom aptur kyrrð og
friður.
Grikkland. Nýir landskjálftavoðar á
Zante, og fyrir skömmu urðu þeir 50
mönnum að bana, en lemstruðu 100.
Bolgaraland. Ef glöggt er unnað, mun
Ferdínand fursti sitja brúðkaup sitt í dag
suður á Ítalíu. Með honum á brúðkaups-
ferðinni eru þeir Stambuloíf, stjórnarforset"
inn, og Grekoíf, ráðherra utanríkismála
A leiðinni suður kom furstinn við í Vín-
arborg, og áttu þeir Stambuloff tal við
keisarann. Margt um það hjalað í blöð-
um, og um borginmæli Stambuloffs við
suma blaðamenn, er sóttu hann að máli.
Við einn á hann að hafa sagt: »Við Bolg-
arar kvíðum engu, þó við eigum volduga
fjandmenn (Rússa), því það verður að vera
Evrópumönnum ijóst, að við erum þeir
einu þar eystra, sem í alvöru sækjum nýj-
ar leiðir til framfara, frelsis og menning-
ar«.
Póstvanskil. Þah heíir opt heyrzt 'kvart-
að yfir vanskilum á póstsendingum, einkum
krossbandssendingum, í blöðunum; þó er þah
vissulega mikið optar, að vanskil á þeim send-
ingum á sjer stað, beldur en opinberlega sjest
kvartað yfir. Jeg heíi nú gegnt brjefbirðing-
arstörfum síðan 1887, að brjefhirðingin var
flutt hingað að Fagurhólsmýri, og befi opt
tekið á móti talsverðum sendingum, einkum
krossbandssendingum sem stundum, hafa verið
nokkuð skemmdar; og því liðið mikinn skaða
af slíku. I sumar síðastliðið var mjer sent
frá Reykjavík — meðal annars — 2 eintök af
nýju sálmabókinni í bandi á 3 kr. — 6 kr. sem
ekki er komið til skila. I vetur var mjer
einnig sent frá Reykjavík 8 eintök af Barna-
lærdómi H. Hálf'dánarsonar i bandi, hvert á
60 aura = 4 kr. 80 aur. og 3 eint. Almanak
Þjóðvinafjel. bvert á 65 aur. = 1,95 aur. Það
er alls 12 kr. 75 aur. fyrir utan burðargjald,
sem átsölumenn Bóksalafjelagsins í Reykjavík
verða að borga. Jeg skýrði strax póstaf-
greiðslumanninum á Prestsbakka frá þessu
sem mig vantaði — því brjefhirðingin hjer
liggur undir Prestsbakka —, og sendi bann
mjer orð aptur svo látandi, að hann vissi
ekkert urn, hvað gæti komið til að þetta vant-
aði. Þessum bókum hef' jeg algjört tapað á
þessum tíma, og verð að líða það bótalaust.
Sama er að segja um skemmdir á bókum í
krossbandi, sem jeg hef opt beðið nokkurt
tjón af. Ser.dingar, sem til mín ganga frá
Reykjavík, ganga — sem kunnugt er — fyrst á
póststof'una í Rvík, þaðan að Odda, frá Odda
að Prestsbakka, frá Prestsbakka og hingað;
því hjer er næsta brjefhirðing austan við
Prestsbakka. Það væri ekki mörgum biöðum
að fletta, ef allur póstflutningur væri flutt-
ur í lokuðum hirzlum o: læstum. En það mun
ekki allt af vera; því heyrt heíi jeg að póst-
flutningur haíi stundum verið fluttur utan af
Rangárvöllum og að Prestsbakka í belgjum
eða skjóðum, sem ekki munu haf'a verið læst-
ar. Varla er hugsanlegt, að þessar sendingar
hafi týnzt úr læstum hirzlum, og er því bálf
leiðinlegt að leiða grun i, hvað veldur tapi
þeirra.
Mjer virðist full þörf á að krossbandssend-
ingar væru betur tryggðar f'yrir vanskilumj
heldur en þegar gjört er, þar sem meiri
hluti póstflutnings hjer á landi mun vera
prentað mál í krossbandi. Nokauð mundi það
lagast, ef' einum dálki væri bætt í póstsend-
ingaskránnar, sem rituð sje i tala krossbands-
sendinga; þá gæti bver brjefbirðinga- og
póstafgreiðslumaður gjört athugasemd til baka,
ef sendingu vantar upp á tölu þá, sem stend-
ur á skránni, og ætti þá að vera hægra að
komast eptir, hvar sendingin hefir tapazt. Það
er mjög ósanngjarnt, að krossbands-sendingar
skuli ekki haf'a annan eins rjett eins og á-
byrgðarlaus sendibrjef'; en það er kunnugt, að
allt af er skrif'uð tala þeirra á póstsendinga-
skrárnar. Það væri æskilegt að póststjórnin
gæti að — minnsta kosti — komiö því til leiðar,
að allur póstflutningur væri fluttur í læstum
hirzlum; en ef nokkuð er flutt í belgjum eða
þess háttar, þá sje póstafgreiðsluinnsigli sett
á bandið, sem bundið er fyrir hvern belg.
Jeg álít mestu þörf' á að endurnýja póst-
lögin, því þau eru hvert sem er orðin eins
og gamalt fat, sem allt af er verið að sletta
á nýjum bótum; og væri því æskilegt, að þeir
sem lengi hafa haft á hendi póststörf, og hafa
gott vit á öllu, sem þar að iítur, vildu rita
um þetta mál sem ýtarlegast í blöðin. Meb
því yrði málinu, eins og hverju öðru nauð-
synjamáli, komið í sem bezt horf'.
Fagurhóismýri 8. apríl 1893.
Ari Ilálfdánarson.
Flensborgarskóli. Burtfararprófi iuku
þar síðast í marz í vetur, frá gagnfræða-
deildinni, þessir piltar:
1. Sigurður Jánsson, hónda Árnasonar í
Lækjarkoti í Mosfellssveit, f. 6. maí
1872; aðaleinkunn dável -)-
2. Þorlákur Magnús Þorláksson, bónda
Þorlákssonar Yesturhópshólum íHúna-
vatnssýslu f. 19. nóv. 1875; dável -f-
3. Agúst Árnason, bónda Árnasonar Mið-
mörk Árnessýslu. f. 18. ágúst 1871;
dável.
4. Einar Guðmundsson, bónda Einarsson-
ar í Miðdal í Kjósars., f. 24. júni 1870;
dável.
5. Kristján Linnet, sonur verzlunarmanns
H. Linnets í Hafnarfirði, f. 1. febr.
1881; dável.
6. Steinn Sigurðsson, bónda Einarssonar
á Fagurhól í Rangárvallasýslu, f. 24.
apríl 1»72; dável.
7. Guðmundur Verðharðsson, bónda Jóns-
sonar á Ásgautsstöðum í Árnessýslu, f.
I. nóv. 1875; dável -p
8. Kristinn S. Einarsson. Ingimundarson-
ar frá Rvík, f. 27. júní 1871; dável-ý
9. Carl O. Steinsen, scnur sjera Steinssál.
Steinsens, seinast prests að Árnesi, f.
2. ágúst. 1879; vel.
Vestmannaeyjum 13. apríl: Síðan jeg
skrifaði ísalold 11. f'. m.. hefir veðrátta verið
mjög stormasöm. Aðeins 8 góðir sjóveðurs-
dagar voru allan marzmánuð, sem sje 13., 25.
og 28.; en svo var eigi á sjó komið f'yrir sí-
felldum stormum frá 28. marz til 11. þ. mán.
Fiskur hefur optast verið nægur fyrir, og fyr-
ir þá sök er með mesta harðfylgi búið að
berja upp bjarglega bluti, þrátt fyrir hin sjald-
gæfu og mjög slæmu sjóveður. Meðalhlutur
mun nú vera nokkuð á fjórða hundrað, hæst-
ur nær 500. Frostkast gjörði frá 13.—19. f.
mán , og var þá mesta frost á vetrinum að-
faranótt þess 18. -f- 12,3°. Þvínæst voru si-
felldar rigningar og hitamollur til mánaðar-
loka með um 8—9° dagshita; mestur var hit-
inn 28. + 10,5°. Úrkoman í mánuðinum 133
millimetrar. Um páskana snjóaði talsvert, en
þann snjó tók fljótt upp, og síðan hafa geng-
ið sífelldar rigningar með suðvestan stormum ;
í gær og í dag er fyrst spakt veður og sjór
nú orðinn brimlaus að mestu. Fiskur er nú
oiðinn bæði tregur og magur undir Sandi.
Hinn 15. febrúar varð hjer fyrst vart við
talsveröan planlcareka, og mun hafa rekið og
verið róið i land á liðugri viku 6—700 plank-
ar og plankabrot (vindstaðan var þá stöðugt
austlæg). Plankar sáust nálega í breiðum um
sjóinn, en þar sem menn höfðu mestan hug-
ann á fiskveiöi, gáfu þeir sjer eigi tíma til
að hirða mikið af þeim. Einnig varð um
sama tíma vart við brot úr skipi. Svo tók
algjörlega fyrir þennan reka. En undir lok
f. mán. fór aptur að verða vart við planka, og