Ísafold - 24.05.1893, Page 2

Ísafold - 24.05.1893, Page 2
varð að þjóðhátíð nm allt land og í öllum borgum (22. apríl), en stóð í 3 daga í Eómaborg með fágætri viðhöfn og fögnuði. Var þar líka meðal gesta Vilhjálmur keis- ari og drottning hans. Sem vita mátti, mælti keisarinn í veizlunni sem mjúkleg- ast fyrir minni brúðhjónanna, talaði um gipturíka þjóðhylli þeirra, og minntist um leið/" svo sem sjálfsagt var, á rótfesta vin- áttu með Italíu og Þýzkalandi. Úmbertó konungur þakkaði með mestu alúð og virkt- um fyrir rœðuna og um leið fyrir öll ijúf boð og kveðjur frá höfðingjum Evrópu- ríkja. Meðal hátiðarskemmtana þá daga, má nefna burtreiðir að brag fyrri tíma, þar sem tignarmenn af ætt konungs báru ridd- arabúninga Savajuhöfðingja. Bróðurson konungs, hertoginn af Aosta, reið t. d. í skrúði Húmbjarts, ættföður Savajinga. Ama- deus annan, fyrsta Savajukonung, Ijek her- toginn af' Turin, annar bróðurson kon- ungs. Daginn eptir sóttu þau keisari og drottn- ing hans á f'und Leós páfa og dvöldu þrjár stundir í böll hans. Flest biöð telja sjálf- sagt, að sum vandamál (t. d. sjálft páfa- ríkismálið) hafi borizt í tal þeirra keisara og páfa, og geturnar um það hafa ekki verið sparaðar, en fram hjá þeim er bezt að sneiða að svo stöddu. Hins má geta, að þeir skildust með mestu blíðu, og að Leó fylgdi Vilhjálmi um fleiri en einn sal að dyrum, en það er með frábrigðum talið við páfahirðina. Bolgaraland. Nú er Ferdinand fursti kvongaður og kominn heim aptur með konu sína. Meðal tignarfólksins, sem sendi brúðhjónagjafir, var Viktoría drottning á Englandi. Frá Norður-Ameríku. Árið er og verður sem sýningarár Ameríku að nokkru leyti áframhald ársins í fyrra, er minnzt var Kólumbustímanna, en nú skal sýnt, hver nýjungaundur aldirnar hafa síðan framleitt þar vestra í þarfir mannkynsins og því til framfara. En er álfurnar gömlu koma hjer líka til stefnu, verður hún sann- kölluð heimsstefna þjóðmenntunarinnar. Byrjun sýninga má það kalla, er flota- sýningin var haldin á höfninn í fyrir utan New-York og Brooklyn 27. f. mán. (apríl). í>ar komu rúmlega 40 bryndrekar f'rá Ev- rópu og Ameríku, og var þriðjungurinn frá Bandaríkjunum, 13 eða 14. Drekar Bandaríkjanna bæði nýir og nýstárlegir að mörgu, leyti, og af hraða þeirra mikið lát- ið. Einn drekinn haf'ði þau tundurskeyta- hylki, að eitt skot þeirra vinnur á og eyð- ir gjörsamlega því herskipi, sem fyrir verð- ur. Einn bryndreki sunnan frá Argent- ína bandaríkjunum í Suður-Ameríku var í fremstu röð talinn bæði að hraða og öðr- um kostum. Cleveland forseti sigldi fram hjá dreka- röðinni á skráðskipi, sem Dolphin heitir,] meðan skotkveðjurnar drundu og önnur kurteisistákn voru tjáð frá öilum drekun- unum og öðrum skipum. En þegar Dol- phin hafði lagzt við akkeri, komu foringj- ar Evrópuherskipanna á fund hans upp á skrúðskipið. Chicagosýningin. Frá hátíðinni 1. maí í Chicago er svo stytzt að segja: Mörg hundruð þúsunda aðkomumanna þar fyrir. Cleveland forseta fagnað með miklum hljóm og ópura á öllum strætum, er hann ók til sýningarsvæðisins. Þar um 300,000 manna fyrir til áhorfs og áheyrnar. í fylgd forseta var spænskur hertogi af niðjum Kolumbusar, sem nefnist hertoginn afVer- agna útil hans og konu hans voru kveðju- ópin ekki spöruð. Á setpalli forsetans voru, auk’bjónanna spænsku, erindrekar útlendra ríkja, ráðherrar og landstjórar Bandaríkj- anna, 300 frjettaritarar frá öðrum löndum og 600 hijóðfæraslagar. Eptir bæn og há- tíðarsöng fiutti Cleveland skorinorða og fagra tölu, þar sem hann sagði meðal ann- ara orða, að hin tmga þjóð hefði hjer fyrir augum »hins gamla heims« framið mikið stórvirki, sem væri vígt fræðsluauka mann- kynsins. Hann kvaðst treysta á, að ávext ir fyrirtækisins mundu birtast í vaxandi bróðernisanda meðal allra þjóða mann- kynsins. Eptir þetta drap forsetinn fingri á hreif- ingarhnapp allra sýningarvjelanna, en þær tóku þegar að flytja þulur sínar og snúast í gríð, eins [og lostnar hefðu verið töfra- sprota, og gosbrunnarnir að spreyta sig, meðan allt glumdi Undir af skotum og fagnaðarópum. Skotspónafregn segir, að Gladstone hafi verið veitt banatilræði með skoti, en ekk- ert sakað. Skagílrzka fregnbrjefið í »Þjóðólfi«. í nr. 4 af cÞjóhólíi þ. á. er fregnbrjef úr Skagaíirði, dags. 3. jan. þ. á. Er skýrt frá ýmsu í því ónákvæmt, rangt og villandi. Um umgangskennarana er þar undantekningarlaust sagt: »Þeir eru sjálíir bjátrúari'ullir, trúa á galdra, drauga og drauma, og alls konar yfir- náttúrlega atburði, jafnvel í hinu daglega lífi; um reglubundið, ófrávíkjanlegt lögmál í nátt- úrunni (Lovmæssighed) hafa þeir enga hug- mynd». I samhandi við barnakennarana er sagt um hjeraðsbúa: «nm lipurð og gott sið- ferði spyrja f'áiri. Ymislegt fleira er sagtum’ hjeraðsmenn, sem rýrir álit þeirra út í frá að óverðugu, og sem því þyrfti leiðrjettingar við. Út af þessum ósæmilegu ummælum sendu 4 barnakennarar: Guðvarður Guðvarðarson, Benedikt Sigmundsson, Benedikt Hannesson og Sigrún Daníelsdóttir, sem voru í fyrra og eru enn í vetur umgangskennarar í prestakaili mínu. og víðar, mjer áskorun hinn 12. marz þ. á. um það, að jeg opinberlega á prenti í «Þjóð- ólíi« beri þeim sem sannast vitni um fyrnefnd atriði. Jeg ritaði svo grein út af' þessu, og sendi hana þegar ásamt áskorun þeirratii rit- stjóra »Þjóðólfs», og bað hann brjefl., að taka hvorttveggja 1 blaðið, og f'annst mjer það vera siðferðisleg skylda hans, að leyf'a mjer að leið- rjetta ósanna og órökstudda nafnlausa sleggju- dóma, sem blað hans hafði flutt. En ritstjór- inn skrif'ar mjer, að «hann þykist hafa leyst hendur sinar» með því að taka »andmæli» B. Bergvinssonar, umgangskennara, og með því að setja athugasemd neðan við þau, og segist hann því ekki taka meira f blaðið um þetta mál. En mjer virðist, að þetta mál þuríimiklu frekari leiðrjettinga við; »andmælin« ná skammt, og athugasemd ritstjórans tekur nú fyrst og f'remst að eins til umgangskennaranna, ogþar næst segir þar, að Gýsingin eigi við suma«, og «að misjafn sauður sje í mörgu fje», og i þriðja lagi er ritstjórinn vitanlega öldungis ó- kunnugur hjer í Skagaiirði, og getur því alls eigi dæmt um þetta mál. Jeg bið yður þvf herra ritstjóri! að leyf'a mjer að fara fám orð- um um þetta mál [ yðar heiðraða blaði «Isa- f'old«. Skal jeg reyna að vera fáorður. Jeg vil þá lýsa því yíir hiklaust og hreint, að lýsing fregnritarans getur alls ekki átt vií> þá 4 umgangskennara, sem eru í mínu presta- kalli, og f'yr eru nefndir. Þeir eru allir sið- prúðir og alúðaríullir og heiðvirðir barna- kennarar, og hafa allir áunnið sjer bylli, þar sem þeir haf'a verið að kenna. Þeir haf'a all- ir meir en næga menntun til barnakennslu- starf'a. I stöðu sinni hafa þeir komið eins miklu góðu til leiðar að mínu áliti, eins og í valdi þeirra hefir staðið eptir ástæðum, þeg- ar litið er á, hversu þeir hljóta að margskipta sjer milli barna á ólikum aldri með ólíkri greind, stutt í stað og optast i óþægilegumhúsa- kynnum. Benediktarnir eru báðir útskrifaðir búfræðingar, Sigrún hefir menntazt bæði f Reykjavík og á Akureyri. Guðvarður er og orðinn vel að sjer; hann er húinn að vera 7 ár við barnakennslu í mínu prestakalli. og hefir hann með góðmennsku, siðprýði og lip- urð áunnið sjer hylli og lot'. Allir þessir 4 barnakennarar kenna meira og minna söng. Guðvarður leikur á orgel og fíólín. Þeir Guð- varður og Benedikt Sigmundsson hafa stotn- að bindindisfjelag í sveit sinni, sem er Hof's- hreppur, og eru sjálfir bindindismenn. Einnig •halda þeir þar úti sveitablaði, ásamt 3.manni, borgunarlaust, í þeim lofsverða tilgangi, að fræða menn, og vekja menningaráhuga. Að því er snertir aðra umgangskennara í prófastsdæminu, þá er jeg þeim að vfsumikiu ókunnugri, og sumum persónulega ókunnug- ur. Sumir þeirra eru þó útskrifaðir búf'ræð- ingar frá Hólum, og þekkti jeg þá þar, og 1 er realstúdent f'rá Möðruvöllum, og gefur að skilja, að allir þeir «hafi hugmynd um reglubundið lögmál í náttúrunni«; og elcki hefi jeg fyr en nú 1 »Þjóðólíi« heyrt neinum harna- kennaranna hjer borið d brf/n siðleysi oq hjátrú, og er það sannfæring mín nú, aðslík- ar sakargiptir sjeu ástæðulausar, nema ef að eins einn barnakennari hefði eigi verið eins mikill reglumaður, eins og æskilegt hefði ver- ið. sje það satt, sem heyrzt heíir um hannf sem jeg læt ósagt. En þótt nú þessi eini maður hefði geíið tilefni til lastmæla — sem er þó óvist —, þá legg jeg það undir dóm al- mennings, hve sanngjarn það er, að dæma heilan hóp saklausra manna með sama dómi undantekningarlaust. Einn er þó aldrei nema einn. Þó að einhverjir hefðu slikan mann fyrir barnakennara, sem væri fremur öðrum breyskur, þá er öldungis rangt, að draga af því þá ályktun um foreldr harnanna, að «fáir spyrji um lipurð og siðgæðia. Það er ekki til sá fjöldi af barnakennurum, að menn geti gengið í valið. Einnig er opt miklirkost- ir samfara breyskleikanum. Jeg álít þessi ummæii: .f'áir spyrja um lip- urð og gott siðferði« voðaleg. Er það furða þótt menn uni illa þessum þunga dómi, sem þeir eru að ósekju svertir með i augum allra, sem þetta heyra eða lesa? Hvaða ástæða er til þess, að prenta þetta um Skagfirðinga og að láta það standa ómótmælt, rjett eins og þeir sjeu öllum landsmönnum verri ? Sýnið oss rök og ástæður. Það er siðferðisleg skylda bæði fregnritarans og »Þjóðólfs», sem heíir enga afsökun komið með, og sem neitar mjer um að leiðrjetta þau. Jeg lýsi því hjer yíir að þessi ummæli eru hrein og hein ósannindi um alla þá, sem jeg þekki, og í Yiðvíkur- og Goðdalaprestaköllum, þar sem jeg vitanlega þekki f'ólkið allra bezt, er mjer óhætt að full- yrða, að allir foreldrar vilja, að börnin verði nýtir og góðir menn. Sama vilja er jeg viss um aðrir hafa út í frá, er jeg þekki eigi. En

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.