Ísafold


Ísafold - 24.05.1893, Qupperneq 4

Ísafold - 24.05.1893, Qupperneq 4
124 skrúfu, 4-blaðaða; hafði haft 2-blaðaða skrúfu á leiðinui hingað, til kolasparnaðar, en farið mest fyrir seglum, enda ætlað fuilt eins mikið til þess og gufugangs. Oviðfeldið í meira lagi var það í þess- ari Akranesferð, að einum veitingamanni bæjarins hafði verið leyft að hafa dfengis- veitingar á skipinu, með venjulegum áhrif- um á vitsmuni og háttprýði margra far- þega. Slíkt er ósvinna, er útgerðarmaður hlýtur að meta drengskap sínum ósam- boðna, þegar hann íhugar það mál, enda mun það naumast reynast þokkasælt til frambúðar af almenningi, þótt hinir fáu brennivínsslánar bæjarins fagni því vitan- lega, að eiga athvarf í syndandi áfengis- krám á helgum dögum, er veitingahúsum á landi er lokað fyrir þeim. Hitt og þetta. Svefn. Látið börn um fram allt fá nægi- legan svefn. Blóöskortur, taugaveiklun, hjart- veiki og fleiri þess kyns sjúkdómar eiga opt og tíðum rót sína í oflitlum svefni. 1 Svefninn er heilsubsetir. Einstöku læknar, sem brestur nægilega reynslu, ráha mæhrunum til að vekja kornung börn til þess þau verði nærð á viss- um tímum. En þetta er alveg skökk skoðun. Börnin verða óróleg og taugarnar veiklast. Því meira, sem börn sofa, því betra er það bæði fyrir þau sjálf og aðra. Börn 4—5 ára ættu að sofa minnst 12 stundir, 7—8 ára 11 stundir, 9—10 ára 10 stundir og 12—14 ára minnst 9 stundir. (V. G.). Lítilþæg. Kvœntur maður: Því giptist þjer ekki, jómfrú Olsen ? Þjer verðið bráðum piparmey. Jómfrú Olsen: Efjeghefði verið eins lítilþæg og konan yðar, hefði jeg verið löngu gipt. 200,000 ínaniia er búizt við að koma muni á sýninguna í Chicago á dag að jafnaði, meðan hún stendur yíir. Leyndardómur. Blaðið «The Gentle- women* segir svo frá: Englendingur nokkur hitti einu sinni Hinrik Ibsen, og lagði fyrir hann þessa spurningu: Hvernig á að skilja leikrit yðar «Per Gynt*>? Ibsen svaraði: «Þegar jeg samdi ritið, voru það tveir, sem vissu það, guð og jeg; nú veit ekki nema annar það: guð*>. Proclama. Þar sem Sæmundur Sigurðsson, bóndi í Þórukoti í Njarðvíkurhreppi, hefir framselt bú sitt til opinberrar skiptameðferðar sem g’aldþrota, er hjer með skorað á þá. sem til skulda tel.ja í tjeðu búi, að gefa sig fram og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer í sýslu innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessarar. Skrifst. Kjósar-og Gullbr.sýslu 13. maí 1893. Franz Siemsen. Sundkennsla. Bæjarstjórnin útvegar ókeypis sund- kennslu í 3 vikur fyrir 18 hrausta og nokkuð stálpaða drengi, sem gengið hafa á barnaskólann i vetur. Fátækir drengir ganga fyrir. Þeir sem þetta boð vilja nota, finni skólastjóra Morten Hansen fvrir næstkomandi helgi, og mun hann koma þeim á framfæri. Kennsluna verður að nota stöðugt og dyggilega meðan hún stendur yfir. Sundpróf fer fram á eptir. Reykjavik 23. maí 1893. Skólastjórnin. Öllum þeim, sem heiðruðu jarðarför míns elskaða eiginmanns Páls Jónssonar trjesmiðs með návist sinni og annari hluttekningu, votta jeg hjer með mitt innilegt þakklæti. Sjerstak- lega þakka jeg hornleikara-f'orstjóra Helga Helgasyni og hans fjelögum fyrir þá göfug- mannlegu þakklátsemi, er þeir sýndu hinum framiiðna, sem fyrverandi meðlim þess fjeiags með því að leika á horn við jarðarför hans. Reykjavík 23 maí 1893. Helga Jónsdóttir. FJARMARK Þorsteins Guðmundssonar á, Brekkum í Hvolhreppi: Stúfrifað í hamar bæði. Brennim.: Þorst. Brúnn hestur, sem lýst er í óskilum í 2 síðustu blöðum Isafoidar, er nú kominn til skila. ITppboðsaugflýsinjg. Af þar til gefnu tilefni veröur að Fitja- koti hjer í hreppi selt við uppboð mánu- daginn 29. þ. m. kl. 1 e. m. bú þeirra hjóna Kristjáns Magnússonar og konu hans Þóru Gísladóttur. Það sem selt verður, eru búsáhöld af ýmsu tagi ásamt lifandi fjenaði: nokkrar ær og gemlingar, 1 kýr, 1 hryssa tamin og eitt tryppi. Skilmálar f fyrir uppboöinu verða birtir á staðnum | um ieið og uppboðið byrjar. Móum í Kjalarneshr. 23. maí 1893. Þ. Runólfsson. Tuskur úr ull. Tuskur úr livítu ljerepti. Hrosshár. Gamall kaðall. Gamall segl- dúkur. Kopar. Eir. Látún. Zink. Bly. Gamallt járn. Hvalskíði. Álptafjaðrir. Álptarhamir. Kattarskinn. Folaldaskinn og lambskinn eru keypt í 3. Aðalstræti 3. »LEIÐARVÍSIR TIL LÍFSÁBYRGÐAR* fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr- med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 11-12 Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl. lB/a-21/* Landsbókasafnið opið hvern rúmh. d. kl. 12—2 útlán mánud., mvd. og ld. kl. 2—8 MálþráðarsVöðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvern rúmh. dag kl. 8—9, 10—2 og 3—6 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. virkan mánud. i hverjun mánuði kl. 5—6. Veðurathuganir í Rvík, eptir Dr.J. Jónassen maí Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt A nótt. | um hd. fm. em. fm. | em. Ld. 20. + 5 + 12 754.4 751.4 0 b 0 b Sd. 21. + 9 + 13 756.9 756.9 0 b 0 b Md. 22. + 9 + 11 756.9 754.4 0 b 0 b Þd. 23. + 8 + 13 754.4 754.4 0 b 0 b Mvd.24. + 8 754.4 0 b Fegursta sumarveður með hlýindum undan- farna daga, rjett logn dag sem nótt. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar. 54 sem að þessu leyti er nauðsynlegt, við fólkið í húsinu, Verði sjúklingurinn vakinn með hávaða, svo að hann hrökkvi upp, þá þolir hann það ekki. Taugakerfi hans er svo ákaflega veiklað, að sá hávaði, sem kæmi t. d. við það, að hurð væri skellt aptur nálægt honum, mundi að öllum líkindum vinna honum bráðan bana, rjett eins og kúlu væri skotið gegnum höfuðið eða hjartað. Jeg sagði konu hans þetta greinilega. Svefninn er honum allt — allt«. Læknirinn lypti hattinum og kvaddi mig, en jeg stóð stundarkorn niðri í forstofunni og var að hugsa um þetta. Þá kom húsráðandinn á tánum ofurhægt út úr her- bergi sínu. »Hr. Kotelmann«, sagði liann með lágum róm. »Ung- frú P., er hefir verið svo óhrædd við taugaveikina, hefir snemma í morgun farið alfarin úr húsinu. Hún sagði raunar, að það væri ekki af hræðslu við sóttnæmi, held- ur af því, að hún heyrði í alla nótt veggjatrítlu tifa í veggnum í sifellu; »það þýðir, að hjer er einhver bráð- feigur«, sagði hún. Það var vitaskuld tómur fyrirsláttur, hr. Kotelmann; í veggjunum í húsinu mínu heyrist aldrei til veggjatítlu; það er ósatt. Það hefir víst miklu fremur verið einhver sláttur eða tif í höfðinu á hinni öldruðu ungfrú sjálfri*. 55 »Jeg þekki hjátrúna um veggjatrítluna*, mælti jeg. »Hvaða bull! Veggjatrítlan — hjátrú.U mælti hr. K. reiðulega. »Hún vildi komast úr húsinu, af því að hún var hrædd við veikina. Eruð þjer einnig hjátrúarfullur?* Jeg fór að hlægja. »Nú, sjáið þjer það«, mælti hr. K. glaðlega. »Jeg ætlaði annars að eins að segja yður, að nú getið þjer fengið herbergið leigt, sem ungfrúin hafði. Yður hefir allt af þótt það liggja svo skemmtilega. Úr því getið þjer sjeð út um allan Ilmdalinn, alla leið yfir til skógar- ins. Þjer skuluð fá það fyrir sömu leigu, sem þjer borg- ið nú«. »Get jeg fengið að fiytja mig inn í það?« spurði jeg glaður. »Víst getið þjer það«, svaraði hann. »Herbergið stendur mannlaust. Eptir á að hyggja«, bætti hann hik- andi við, »nú dettur mjer í hug, að herbergið liggur við hliðina á stofunni, sem sjúklingurinn liggur í. Stendur yður það ekki á sama?« Jeg brosti og hristi höfuðið. »Nú, þá er allt tilbúið. Herbergið hefir verið þveg- ið, og þjer getið því flutt inn í það, þegar þjer viljið«. Jeg þakkaði honum fyrir og gekk að stiganum. »En verð jeg að taka eitt fram«, mælti veitinga- maðurinn í hálfum hljóðum, um leið og hann kom til mín.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.