Ísafold - 23.09.1893, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.09.1893, Blaðsíða 1
Kemur út ýmÍRt emu sinni eða tvisvar i viku. Verð &rg (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. eT)a l1/* doll.í borgist fyrir mibjan júlimán. (erlend- is fyrir íram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg) bnndin vil> áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir í. októ- berm. Afgroiöslnstofa blabs- ins er í Austurstrœti 8. XX. árg. Reykjavík, laugardaginn 23. sept. 1893 65. blað. Brábapestin. Út af grein þeirri, sem stóð í ísafold í fyrra, gjörði jeg tilraunir með bólusetningu við bráðapest, og vil jeg bjer með biðja yður, herra ritstjóri, að taka i yðar heiðr- aða blað þessar línur, í því skyni að öðr- um mætti hugkvæmast að gera frekari til- raunir í þessa átt, sem og að þær gætu ■oröið til þess, að menn þeir, sem kynnu að hafa reynt að bólusetja við bráðapest- inni, ljet.u koma fyrir almenningssjónir A- rangur þann, sem orðið hefði af slíkum tilraunum. Á næstliðu hausti tók jeg nýru úr tveim- ur'kindum, sem voru nýdauðar úr bráða- pest, og voru þau þannig, að úr annan voru þau svo morkin, að þau loddu varia ■saman og voru grámorauð að lit, en úr liinni voru þau lifrauð að lit, og lít.ið eitt TOeyr að innan ; jeg tók þá af hvorutveggja nýrunum að eins lítið eitt, og kom því und- ir skinnið á innanverðum bógnum á 4 lömbum, ogverkaði þaðþannig, að á þeim tveimur sem jeg setti úr morknu nýrunum kom ekkert út á öðru, en hitt bólgnaði mjög um benin, og fekk öll einkenni braða- pestarinnar; sömuleiðis hin bæði, sem jeg setti úr rauðu nýrunum; á þriðja dægri liættu þau að jeta, og stóðu svo og lágu í tvö dægur; það leit út fyrir að þau hefðu talsverða verki, og bar enda á uppþembu í þeim, en þegar fór að grafa í benjun- um, fór þeim að smábatna, svo þau fóru -að jeta á sjötta dægri, en eptir fulla viku voru þau albata. En það sem eptir var af nýrunum skar ,jeg í þunnar flísar og þurrkaði á fjöl; svo þegar þau voru orðin vel þurr, þá setti jeg af þeim á sama stað i 4 lömb, svo lítið, að jeg gat að eins sjeð það; jeg gjörði fyrst skinnsprettu með hníf innan á bóginn •og ljet svo bóluefnið út undir skinnið. Að •6 klukkutímum liðnum fór að bólgna í kringum benið, og fór bólgan vaxandi þai til hún náði saman yflr bringuna, færðist svo fram á hálsinn, og inn í brjóstholið að framan, þar til hún gekk svoað hjartanu, að það tapaði afii sínu, og þá vitanlega voru þau sem dauð; þetta var á þriðja •dægri frá því er jeg bólusetti þau, að þau drápust öll með sama móti, og þegar þau voru flegin, var allur framparturinn útlits sem af þeim kindum, er maður kallarmjög ramsýkt, en þar á móti var allur aptar partur kindarinnar alheilbrigður, ásamt innýflunum. Jeg verð af þessum tilraunum að draga þær ályktanir : 1., að bráðapestar-»bakterían« hefir magn- azt frá því að nýrun voru nýkomin úr úr kindinni, og þangað til þau voru orðin þurr; :2., að bólusetning hljóti að fyrirbyggja pestina, þegar búið væri að finna rjetta meðferð bóluefnisins; 3., að jeg tel víst, að rækta þyrfti »bakte- ríuna« á einhvern sjerstaklegan hátt frá því hún heflr valdið dauða kindar- innar, og þangað til hún er liæf til að setjast í heilbrigða kind. Það væri víst einn vinsælasti »bitiing- ur« úr landssjóði, að veita færum manni styrk til að rannsaka þetta betur. Þórisholti í Mýrdal. 12. sept. 1893. Einar Finnbogason. „Til hvers er að vinna?“ »Gettu margar árar á borð!« »TiI hvers er að vinna?« »Sess í skála, sæng i baðstofu, kjötfat á knje þjer, könnuna á hylluna, friðan og fagran yngismann, ef þú vinnur; en ijót- an og leiðan karl, ef þú tapar«. Á þessa leið ræða börnin hvert við ann- að, er þau eru búin að borða af ýsudálk- unum; og fuilorðna fólkið brosir að, og furðar sig á, hve litlu börnin geta haft gainan af. En er jeg heyri börnin spyrja: »Til hvers er að vinna?« þá kemur mjer í hug, að fleiri en smábörnin spyrja á þessa leið. Stóru börnin, börn íslands, spyrja og á sömu leið; en sá er munurinn, að þau spyrja í fullri alvöru. »Til hvers er að vinna?« Þessi spurning lifnar hjá flestum við flestallt, sem áform að er og í er ráðizt. Að vissu leyti er það engan veginn last- vert, þó spurt sje á þessa leið; því það er eðlilegt og sjálfsagt, að hverri fyrirhöfn fylgi einhver ávinningur, annaðlivort fyrir þann, sem starfar, eða fyrir aðra. Það er ekki við því að búast, að neinn maður ráðist í nokkurn hlut án þess að gjöra sjer von um einhverja ávexti athafna sinna fyrir einn eða annan. Vonin um blessun- arríka ávexti athafna sinna er einmitt »hjartað í skákinni«, aðalhvötin til allra stórvirkja og allra loflegra fyrirtækja hjá öllum mönnum. Það er skylda hvers manns, að starfa sjer og öðrum til gagns, og er menn rækja þetta boðorð, þá er ekki nema sjálfsagt, að menn renni hug- anum fram á leið og spyrji sjálfa sig, hverra ávaxta sje von, hverrar uppskeru megi vænta af athöfnum sínum og fram- kvæmdum. En nú er það því miður miklu tiðara í heiminum, að sjálfselskan yflrgnæflr hinn almenna mannkærleika, að menn einblína á eigin hagsmuni, miða ailt við hagnaðar- vonina fyrir sjálfa sig, og spyrja, hvenær sem í eitthvað er ráðizt: »Til hvers er að vinna?« eða: »Hvað hef jeg gott af því?« Og það er þá, þegar spurning þessi er runnin af rótum sjálfselskunnar og eig- ingirninnar og öðru ekki, að hún er at- hugaverð og lastverð. Sú lúalega og smásálarlega hugsun, að geta ekki hreift höndeða fót, að vilja ekki neitt fyrir hafa eða á sig leggja þjóðfje- laginu til hagsmuna og framfara nema menn sjái álengdar á röndina á krónunum, sem von er á að verðlaunum, hún er last- verð og meira að segja ósæmandi og skað- leg fyrir börn þeirrar þjóðar, sem er að berjast fyrir frelsi sínu og vilja vera frjáls. Börn þau þykja illa innrætt og illa upp- alin, sem ekki vilja vikja hönd eða fæti fyrir foreldra sína, nema þau eigi von á kökubita eða sykurmola að launum fyrir ómakið. En vjer liinir fullorðnu erum engu betri, er vjer viljum ekki neitt fram- kvæma ættjörðinni til hagsmuna og þjóð- inni tii blessunar nema vjer spyrjum um leið: »Til hvers er að vinna? Hver verða laun mín?« Meira að segja, vjer erum börnunum þeim mun verri, sem yjer höf- um meira vit og ljósari liugmyndir um skyldur vorar. Nei! Ef vjer viljum vera góð börn fóst- urjarðarinnar, ef það er meira en glamur og froða á vörunum, að vjer viljum að landi og lýð miði áfram í öllu því, er horflr til sannra heilla og nytsemdar, þá leggjum niður smásálarskapinn, miðum ekki allt við eigin hagsmuni, látum ekki í öllu leiðast og stjórnast af eigingirni og sjálfselsku. Ekki eigingirni, heldur ætt- jarðarást, ekki sjálfselska heldur sjálfsaf- neitun eiga og þurfa að vera einkenni hvers góðs Islendings, fyrst æ og allt af, og ekki sízt nú á tímum. Hver sá maður, sem hyggst að koma einhverju góðu til leiðar, sem vill ganga á hólm við hina verstu fjendur fósturjarð- arinnar, vesalmennskuna og smásálarskap- inn, lestina og brestina, sundurlyndið og tortryggnina, framtaksleysið og ræfllsskap- inn, sem allt er í rauninni engu betra en erlent drottinvald og kaupmannaríki, og skal jeg því hvorugu hrósa, verra en hafís og eldgos, verra en sandauðnir og landbrot,— hann verður að vera vel brynjað- ur og við öllu búinn, því fyrir sjálfan sig á hann ekki á góðu von; hann þarf ekki að spyrja með eða af gróðahug: »Til hvers er að vinna«? Því er svo varið hjer á landi, að bóli á einhverjum manni, sem heflr vilja og ein- urð til að andæfa móti þeim straum, sem ósóminn flýtur í, þá »flýgur að honum« á áugabragði, sem kaliað er. Það setjast að honum stórir hópar af hröfnum, garg- andi og krunkandi, og þó að »hver syngi með sínu nefl«, þá syngja samt allir i sömu tóntegund, allir einhver ámælisorð um manninn, sem gerði tilraun til að raska »almannafriðnum« íslenzka: svefninum i margra alda aumingjaskap. Raddir róm- sterkra karlmanna bergmála í sorpblöðum og á mannfundum, og kvennfólkið »dillar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.