Ísafold - 27.09.1893, Síða 1

Ísafold - 27.09.1893, Síða 1
Kemnr út ýmiat emu sinni efta tvisvar í viku. Yerð árg (75—80 arka) 4 kr., erlendis 5 kr. e5a l1/* doll.; borgist fyrir mibjan júlimán. (erlend- is fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin vib áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októ- berm. Afgroiöslustofa blaös- ins er í Austurstrœti 8. XX. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 27. sept. 1893. Aukaþing eða reglulegt þing? Það hefir verið hreift vafa um það, hvort stjórnarskrárfrumvarp það, er samþykkt var af báðum þingdeildum í sumar, muni verða lagt fyrir aukaþing að sumri eða eigi fyr en fyrir hið reglulega þing 1895. Það er með öðrum orðum: hvort háð muni verða nokkurt aukaþing að sumri eða eigi. Það halda nú orðið sumir fram þeirri kenningu, að hinu lögboðna þingrofi vegna stjórnarskrársamþykktar þurfi eigi að fyigja aukaþing næsta ár. í 61. gr. stjórnar- skrárinnar standi að eins, að ef hið ný- kosna alþingi samþykki ályktumna ó- breytta, þá o. s. frv., en ekkert um, að það skuli gert á aukaþingi, og þá hljóti að vera ætlazt til hins, að það sje gert á reglulegu þingi, eptir 2 ár. Hinn staður- inn í stjórnarskránni, 8. gr., þar sem tal- að er am aukaþing og skipað að stcfna því saman næsta ár eptir þingrof, eigi ■ekki hjer við, heldur ao eins við hitt, er þing er rofið án beinnar fyrirskipunar í stjórnarskránni. Það er með öðrum orðum, að vegna þess að stjórnarskráin íslenzka gerir ráð fyrir tvenns konar þingrofi, með ólíkum tildrögum, þá er eptir þeirra manna kenn- ingu eðlilegast að hugsa sjer afieiðing þing- rofsins einnig ólíka, að því er snertir þing- kvaðning næst. Annað þingrofið stafar eingöngu af vilja konungs eða ráðaneytis hans. Þá mælir stjórnarskráin svo fyrir (í 8. gr.), að stofn- að skuli til nýrra kosninga á tveggja mán- aða fresti og þingi stefnt saman næsta ár -eptir þingrofið. Erþað auðsjáanlega til þess gert, að stjórnin skuli eigi hafa á sinu valdi, þegar hún rýfur þing að eigin geðþótta, að stjórna þá þinglaust allt að 2 árum, þ. e. til næsta reglulegs þings. Hitt þingrofið er beinlínis lögboðið, og það í sjálfri stjórnarskránni, 61. gr. Það skal gert, hvort sem konungur vill eða -eigi, jafnskjótt og fram er komið hið lögboðna skilyrði fvrir því: að uppástunga um breytingu á stjórnarskránni liefir náð samþykki þeggja þingdeildan'na. Þá er •ekkert um það talað (í 61. gr.), að stofna skuli til nýrra kosninga á tveggja mánaða fresti, og ekki nefnt á nafn, að þingi skuli stefnt saman næsta ár eptir þingrofið. Og það er mikið eðlilegt — segja menn —, að þá þyki ekkert liggja á nýju þingi, aukaþingi; því þá er það þingið sjálft, er valdið hefir af ásettu ráði þingrofinu, með því að samþykkja stjórnarskrárbreyting- una; þá er eigi því til að dreifa, að syórn- in rjúfi þing svo sem eins og að gamni ;sínu, í því skyni, aö geta stjórnað þing- laust, og þarf þvi engan varnagla að slá við slíkum brellum. Frá þeirra sjónarmiði, er álíta aukaþing mikið böl fyrir þjóðina, fyrir kostnaðar sakir, allra helzt ef eigi hefst fram með því það sem til er ætlazt nánast, fullnað- ar-lögleiðsla stjórnarskrárbreytingarinnar, — frá þeirra sjónarmiði væri mikill feng- ur i því, ef aldrei þyrfti að ræða hana nema á reglulegum þingum. Yrði þá farið að eins og í sumar, að samþykkja frum- vai’pið sama eins orðalaust, þing eptir þing, þá þyrfti því engirm aukakostnaður að fylgja. Þá rnætti halda því áfram í 20 ár, útlátalaust fyrir þjóðina og lands- sjóð. En svo fýsilegt sem mörgum landsmönn- um mundi þykja þetta kostnaðar- eða út- látaleysi, þá í'æðuk að líkindum, að stjórn- inni sjálfri mundi þykja það öllu fýsilegra, meðan hún vill engri stjórnarskrárbreyt- ing sinna. Því það finnur hún og skilur, að vel má kenna. henni um kostnaðinn til aukaþinganna, þvergirðing hennar í mál- inu, og að sú ásökun getur verið óþægi- leg til lengdar. En detti aukaþingin úr sögunni þeirra hluta vegna, stjórnarskrár- breytinganna, þá er þeiri’i ábyi’gð af henni ljett. Þá getur hún sagt á þá leið : »Lof- um þeim að samþykkja stjórnarskrái’- breyting á hverju þingi, þ. e. reglulegu þingi; það er ekki annað en vindhögg, sem engin eptirköst hefir«. Virðist því vera fullt eins mikil freist.ing fyrir stjórnina, eins og sparsamlega hugs- andi landsmenn, að halda fram þessum nýja skilningi á þingrofsreglum stjórnar- skrárinnar. Hann er all-áheyrilegur; og hver ætti að fyrirmuna henni það, ef hún tæki það ráð ? Eldri skilningurinn, sá er fylgt var 1885, er, eins og kunnugt er, sá, að við skýring fyrirmælanna í 61. gr. beri að hafa hlið- sjón á 8. gr., er hafi að geyma hinar al- mennu þingi’ofsreglur, og sje hin greinin, sú 61., ekki nema sjei'stakleg hagnýting þeiri'a, þegar svo ber undir, að rjúfa þarf þing sakir stjórnarskrárbreytingar. Þetta er í sjálfu sjer sennilegt, og því til styrkt- ar má nefna það, að orðalagið í 61. gr. bendir á, að hafa skuli hraðann á, er þing er rofið samkvæmt henni. Eða hví skyldi vera skipað þar að rjúfa alþingi »þá þegar« (er frumvarpið hefir náð samþykki beggja þingdeilda), ef eigi ætti að stefna því sam- an aptur fyr en eptir 22—23 mánuði? í næstu málsgi’ein er svo talað um »hið ný- kosna þing«, er komi saman að afstöðn- um kosningum eptir hið taíax'laust rofna eldra þing, og er auðsjáanlega ætlazt til, að þær kosningar fari fi’am svo fljótt sem auðið er. En-eigi það þing ekki að koma saman fyr en 12—14 mánuðum eptir kosn- 66. blað. ingar, þá virðist hálf-undarlegt, að þurfa endilega að vera að kalla það liið ný- kosna þing. Nú með því að enn situr þar á ofan hinn sami maður í stjórnarábyi’gðarsessin- uin fyrir llíslands hönd sem 1885, þá eru m.iög litlar líkur til, að farið verði nú að bi’eyta út af því, sem þá var gert, og mun því mega ganga að því vísu, að þing verði rofið í haust; að almennar kosningar fari fram á vori komanda; og að aukaþing verði háð þá samsumai’s. Föðurlandsástin. Föðnrlandselska fjelaus ekki greiöir gumna ráö; viljinn vopnlaus vart um breytir rúst í blómstra-riki. Hj. Jónsson. Síðan Páll lögmaður Vídalín samdi rit- gjörð sína: »Guði, konunginum og föður- landinu«, og allt til þessa dags, hefir það verið brýnt fyi’ir íslenzkri alþýðu, að elska föðurlandið. Ungir menn af öllum stjett- um hafa lagt út á djúpið með föðurlands- ástina ýmist á vörunum, ýmist í hjörtunum. Hver er sá, er eigi hafi viljað ávinna sjer nafnbótina: föðurlandsvinur ? Nafnið er sannarleg veglegt; það er frægðarorð sem enginn vill fara á mis við, ef annars er kostur. Þeir eru margir, sem lagt hafa út á djúp- ið til að afla sjer þessa fagra frægðarorðs. Föðurlandsvinur er eitt af nöfnum ödauðleikans. Þeir, sem geta sjer það, eru teknir, ef svo mætti að orði kveða, í dýr- linga tölu. Þessi þjóð hefir átt marga þá menn, sem í sannri raun hafa elskað föðui’landið og með fyllstu alvöru og áhuga keppt um að ná heiðursnafnbót þeirri, sem er sigurmark föðui’landsástarinnar. Dæmi þessara manna höfum vjer fyrir augum. Þau hafa margan hvatt til að fara og gjöra slíkt hið sama. En sú hefir orðið raunin á, að margir hafa horfið frá því aptur. Þeim hefir þótt vegurinn þyrnum sti’áður; þeim hefir ekki þótt það ómaks- ins vei’t. Stundum hafa vei’ið ljón á veg- inum, svo sem fátækt og áhugaleysi al- mennings og margt fleira. Nú hefir ýmsum komið til hugar, hvort þeir gæti eigi orðið ódauðlegir, þótt þeir legðu eigi eins mikið í sölurnar eins og þrautrevndir föðurlandsvinir gjöra. Nú er sú tíð, að það þykir varla eiga við, að »sívilíseraðir« menn taki þátt »í þvi verki, sem fólkið gjöra skal«. Þeir þykjast eins og vera fæddir til að segja fyrir vei’kum og eru kallaðir leiðandi menn. Aðalgall- inn á þessu fyrirkomulagi er sá, að for- sagnirnar eru opt og einatt enskar, þýzk-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.