Ísafold - 27.09.1893, Side 3

Ísafold - 27.09.1893, Side 3
263 kaupa(!) á einhvern bátt hvort heldur þetta hlað (ísafold) eða önnur til |iess, að tala vel um sig, lasta sig aldrei, heldur !ofa á hvert reipi, hver greiddi þá kostnaðinn? Kannske þingið, þingmenn s]álfir úr sín- um vasa? Nei — nei. Það eru gjaldend- urnir, alþýða, sem það gerði, þjóðin, sem á þá skyldukvöð að hlöðum þeim, er hún heldur uppi með því að kaupa þau, að þau segi satt og rjett frá gjörðum þeirra, er með mál hennar fara, hvort heldur eru þingmenn eða aðrir, og leggi á þessar gjörðir þann dóm, er við á í hvert sinn, eptir heztu vitund og samvizku, hvort sem hlutaðeigendum likar hetur eða ver. Eða mundi það hins vegar vel fallið til að halda uppi virðingu þingsins, að gefa í skyn, að það þurfi og eigi að beita hálf- gildingsmútum, til þess að fá vel um sig talað ? Nei. Mútu-fylgi þekkir engin heiðvirð löggjafarsamkoma, enginn heiðvirður mað- ur, ekkert heiðvirt blað. Ekki öðru vísi en af afspurn. Það eru sorpblöðin, sem þekkja það. Það eru þau, sem lifa á því að selja sig hverjum sem haía vill til þess »að ausa auri alsýkna menn«, til þess að gera svart að hvítu og hvítt að svörtu, til þess að rægja ogníðahvern þann, er þeim stendur ótti af eða liggur öfund til og ekki vilja þýðast þeirra lúalag, ekki styðja ó- knytti þeirra og vammir heinlínis nje ó- heinlínis, hvorki með berum orðum nje með þögn, sem er margir kalla sama og samþykki. Er það þingmannlegt, að halda uppi vörn fyrir þingið með annari eins grein og þeirri í »Fj.konunni«? Nei. Út af slíkri frammistöðu mundi öllum heiðvirðum þingmönnum næst skapi máltækið: »Guð forði mjer fyrir vinum minum ; fyrir óvinum mínum mun jeg verja mig sjálfur«. Það má ganga að því hjer um hil vísu, að tuddi sá, er ritað liefir þá grein, sje alls eigi í þingmanna tölu, heldur hafi stolið undir hana þingmannsnaf'ninu. Til þess þyrftu síðustu þingkosningar að hafa mistekizt svo hraparlega, að þar hefði slæðzt eða slysazt með eitthvert afstyrmi.ein- hver fyrirtaks-skussi, er jafnvel aumustu kotungar hefði skömm eða óvirðingu á, en kjósendur hefði verið svo nauða-mis- vitrir, að halda liðgengan á þing fyrir það eitt, að hann hefði kámugan munn og ó- svífinn. En slíkt slys er ekki ráð fyrir gerandi að þinginu hafi nokkurn tíma viljað til nje muni nokkurn tíma vilja til. Gufuskipið Alpha, frá Hamborg, 300 smálestir, kom hingað þaðan í morgun og með því kaupm. Björn Kristjánsson, er skipið hefir útvegað og fermt hingað salti og fleiri nauðsynjavörum, öllum pöntuðum af Borgfirðingum og öðrum, en tekur apt- ur í skipið fjárfarm, um 1300, til sölu á Skotlandi. Skipið var 11 daga á leiðinni, hreppti norðanveðrið mikla við Skotland norðanvert, komst til Þórshafnar á 4. degi þaðan frá, nú á föstudaginn var (22. þ. m.) og var þá alsnjóa ofan í sjó á Færeyjum. Fjársala líklegri talsvert en í fyrra var á Skotlandi og Englandi. Fóðurafli hænda þar góður og því ábatavænlegt fyrir þá að kaupa fje að og ala það til skurðar. Ekkert þó ákveðið um fjárverð, enda á farmurinn með »Alpha« að sendast upp á óvissu hvað það snertir. Hvalveiðabátur norskur kom í dag af Vestfjörðum, gufuhátur, og með honum Dr. Björn M. Olsen, síra Bjarni Þorsteins- son frá Sigluf. og hinn setti sýslumaður ísfirðinga, eand. juris Lárus Bjarnason. Strandferðaskipið Thyra er væntan- legt hingað annað kvöld, að sögn þeirra er komu með hvalabátnum að vestan; var þangað komin, til Isafjarðar, eptir tals- verðar tafir að veðrinu. Hvað það er, sem heldur sorpblöðum við. Þaí) er lydduskapur manna, í fljótu máli sagt. Það er ekki þah, að þeir sjái ekki, ah þau eru ófagnaður og ósómi fyrir hverja þjóð. Þeir sjá mikið vel, eða hljóta að sjá, ef þeir nenna að hafa opin augun, að þeirra iðja er að sá eitri og ólyfjani í akur þjóðlífsins, eitri siðleysis, trúleysis, rógs og lyga, ýmist blátt áfram og yfirdrepslaust, til þess að þjóna ó- náttúru sinni eða annara, eða klædd grímu frjálslyndis og framfarahugs. Þeir sjá, að landhreinsun væri að slíkum málgögnum. Og þó að þeim komi, ef til vill, stundum til hugar, að gera það sem við á og gera þarf til að losna við þau: að hætta al- mennt að kaupa þau, þá verður vanalega lítið sem ekkert úr slikum framkvæmdum. Til þess þarf og sjálfsagt nokkuð almenn samtök; en til þeirra hrestur menn framtak og stund- um áræði lika. Því það er eitt lúalagið, sem sorpblöð heita ótæpt, að halda mönnum hræddum við sig, þeim, sem svo eru kjarklausir, að slíkt stoðar við, en þeir eru vanalega miklu fleiri eir hinir. Það lifa margir óknyttir og blómgast á þessu vesalmennsku-heilræði: sHeiðraðu skáik- inn, svo hann skaði þig ekkic. Þeir, sem þeirri meginreglu fylgja. hugsa þannig hver um sig: dlann lætur mig í friði, meðan jeg hægist ekkert til við hann. Ekki fer jeg að ganga í berhögg við eða amast neitt við hon- um, meðan hann gerir ekkert á hluta minn«. En það er til annar málsháttur, svo hljóðandi: »Þegar nábúans veggur hrennur, þá er þínum hætt«. Eriðsemin, værðin, meinleysið getur orðið dyrkeypt. Það getur komið mönnum í koll fyr eða síðar, ef eigi beinlínis, þá óbein- linis. Að þyrma flugunaanni er að ala upp aðra slíka á hendur sjer. Blöð, sem aldrei styðja nokkurn góðan mál- stað og drengilegan, meðan hann þarf stuðn- ings við, en fljóta þá fyrst með, er sigurinn er fenginn eða því sem næst; sem aldrei sitja sig úr færi um, að svívirða einstaka menn f'yrir engar sakir, hvaða óþokki sem nýta vill þau til þess; sem gera sjer far um að ala upp skríl og skemmta skríl með því að smán a 144 anura og biskupi atgöngu var og eigi árennilegt; því Ruy Lopez var heljarmenni að burðum. Hjer var úr vöndu að ráða. Loks kaus hann það, er hægast var,— að bíða. »Viljið þjer lieita mjer því, að gefast upp að hálfri stundu liðinni?« spurði hann Don Gusman. »Því heiti jeg«, svaraði hertoginn. »Haldið þá áf'ram að tefia«, mælti böðullinn. Þeir fjelagar settust og tóku til að tefla aptur, en Calavar og förunautar hans skipuðu sjer umhverfis borð- ið. Calavar var sjálfur góður skákmaður og hafði því gaman af að horfa á, og veitti glögga eptirtekt hverjum leik, sem þeir ljeku. Don Gusman virti fyrir sjer snöggvast andlitin í kring- um sig; en enginn sá honum bregða. »Aldrei hefi jeg teflt í jafngöfugu samkvæmi«, mælti hann. »Verið vottar að þvi, þorparar, að jeg hefi þó einu sinni á æfinni unnið Don Lopez«. Síðan sneri hann sjer að taflinu og ljek honum bros um varir. III. Seint liðu þessar þrjár stundir í klefa bandingjans, en eigi liðu þær fljótara 1 hallarsal Filipps konungs. Konungur hafði lokið við taflið við Don Ramirez af Biscaya, og aðalsmennirnir, sem urðu að standa 1 sömu 141 Loks var tíminn liðinn. Það heyrðist eitthvert hljóð álengdar. Það færðist nær. Hurðin laukst upp og inn kom Calavar og aðstoðarmenn hans. Þeir báru sverð við hlið, og tveir þeirra hjeldu á í milli sín höggstokk með svörtum dúk yfir og lá öxi ofan á. Þegar Calavar kom inn, varp Ruy Lopez sjer ótta- sleginn fyrir fætur honum. En hertoginn ljet ekkert á sjer bera. Hann hafði augun á taflborðinu. Hann átti að leika. Calavar gekk að hertoganum og lagði hendina á herð- ar honum. »Komið!« mælti hann. Það fór hrollur um bandingjann, eins og hann hefði stigið ofan á höggorm. »Jeg verð að ljúka við taflið«, mælti hann byrstur. »Það er ómögulegt«, svaraði Calavar. »En það er jeg, sem á að leika, maður! Láttu mig halda áfram !« »Það get jeg ekki. Það er ómögulegt«, svaraði böð- ullinn. »Eru þær liðnar, þessar 3 stundir ?« »Já. Við verðum að hlýða konunginum«. Aðstoðarmenn böðulsins gengu nú fram; þeir höfðu staðið í sömu sporum og stuðzt við sverð sín.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.