Ísafold - 27.09.1893, Síða 4

Ísafold - 27.09.1893, Síða 4
264 J>að, sem heiðvirðum mönnum er mætast og mikilsverðast, og hallmæla þeim, sem mest ber á til góðs í mannlegu fjelagi, — þau eru illgresi, sem nauðsyn ber til að uppræta. Af alþingistíðindunum eru nú fullprent- að, fram yíir skjalapaitinn: B-deild (umr. í neðri d.) 5 hepti eða 50 arkir. A-deild (umr. í efri d.) 3 hepti eða 30 arkir. Um næstu mánaðamót verður skrifstofa undirskrifaðs flutt í húsið nr. 11 í Aðal- stræti, og verður henni lokað 2 síðustu daga mánaðarins meðan á flutningnum stendur. Bæjarfógetinn í Reykjavík 27. sept. 1893. Halldór Danielsson. Til sölu eða leigu er hús hjer í Rvík með miög vægum skilmálum. Lóð og kál- garður fylgir. Ritstjóri vísar á. Síðari ársfundur búnaðarfjelags Seltjar- nesshrepps, verður haldinn í barnaskóla- húsi hreppsins, laugardaginn 14. október næstk. kl. 3 e. m. Fífuhvammi 25. september 1893. Þ. Guðmundsson. Tapast hefir úr heimahögum, síðari part sumars, rautt mertrippi 2 vetra mark: sýlt h., brennimark á framhófum HJB. Hver sem hitta kynni tjeð trippi, um- biðst að koma því til mín, eða gjöra mjer aðvart. Keflavík, 22. sept. 1893. H. J. Bartels. Brunabótafj elagið North British and Mercantile Insurance Conipany, stofnað 1809, tekur í eldsvoðaábyrgð hús. bæi, vörur, húsgögn, he/y, skepnur o. fl., hvar sem er á landinu, fyrir lægsta ábyrgðargjald. Um- boðsmaður fjelagsins á íslandi er W. G. Spence Paterson, Hafnarstræti 8, Reyk.javík. Hjá J. Jacobsen, Kirkjustræti 10,) er allt skósmiði vel af bendi leyst og með góðu verði. Til leigu 2 samhliða herbergi, fyrir ein- hleypa menn, í húsi Bergs Þorleitssonar söðla- smiðs, Skólavörðustíg nr. 10. Mjög' ódýra kennslu í ensku og undir skóla m. m. veitir Þórður Jensson, cand. phil. Þingholtsstræti 15. Undirskrifuð tekst á hendur að veita ungum stúlkum tilsögn í ýmsum kvenn- legum hannyrðum. M. Finsen. Fyrir rúmri viku tapaðist í Laugunum við Reykjavík móbrúnn hestur, gamaljárnaður, klippt B á hægri bóginn. Beðið að skil hest- inum til undirskrifaðs eða Björns kaupmanns Kristjánssonar í Reykjavík. Laugalandi við Reykjavík 26. sept. 1893. Jón Guðnason. Tapazt hetir úr Reykjavík jarpur hestur miðaldra, í meðallagi á vöxt,) vor-afrakaður í góðum holdum og með nokkrum síðutökumA aljárnaður með sexboruðum skeifum, mark: ef nokkuð er, gagnbitað vinstra; hver sem kynni að iinna hest þenna er vinsamlega beðinn að skila honum til veitingamanns Einars Zoega á Hótel Reykjavík i Reykjavík eða bónda Gtríms Gíslasonar að Óseyrarnesi í Flóa. A llir þeir sem álíta það mjöl sem hjer er -*-A- malað, betra en það, sem flytst hingað frá útlönduw, ættu nú að nota tækifærið og láta mala i vindmylnunni, þar er tekið til möl- unar rúgur og bankabygg (minnst 20 pund). Mölunarlaun kr. 1,35 á tunnuna. usr Með októberbyrjun fást skipti á rúg fyrir rúgmjöl. Þetta ættu menn að nota núna um sláturstímann. Jón Þórðarson. Tapazt heíir tjald 26. þ. m, á leið úr Hafn- aríirði að Kópavogslæk. Finnandi er beðinn að skila til faktors G. E. Briem í Hafnariirði, eða Arna Högnasonar á Görðum í Mýrdal. Et' minnst 8 eða 10 menn vilja taka kost í sama stað fyrir næstu 9 mánuði, geta þeir gegn áreiðanlegri borgun fengið alian kost fyrir 90 a. handa hverjum á dag, á hentug- um stað í bænum. Ritstjóri vísar á. Fiður til sölu. Ritstjóri visar á. Nokkr einlita fallega liesta kaupir Eyþór Felixson til 18. oktbr. þ. á. Fjárkaup. Undirskrifaður kaupir og tekur fje til slátr- unar í haust, helzt góða sauði. Reykjavík sept. 1893. Kristján Þorgrimsson. Ódýran málamat og þjónustu, geta skóla- piltar og aðrir einhleypir fengið. Ritstj. vísar á. Dugleg vinnukona getur fengið vist. Rit- stjóri vísar á. Gott fæði getur einn skólapiltur fengið, þar sem 3 aðrir piltar horða. Ritstj. vísar á. Undirskrifaður heíir ætíð nóg af bezta sauða- kjöti, mör og gærur fyrir lœgsta verð. Kristján Þorgrímsson. Uppboðsauglýsing-7 Þriðjudaginn hinn 3. októbermánaðar næstkomandi verður selt við opinbert upp- boð, er haldið verður í Hafnarflrði, ýmis- legar leyfar frá skipinu »Echo«,er strand- aði við Hafnarfjörð í júnímánuði 1891, svo sem keðjur (grófar og fínar), akkeri, járn- dælur, spil, kopar, vírvantur og margs konar skipsjárn. Söluskilmálar verða auglýstir á undan uppboðinu, sem byrjar kl. 12 á hádegi. Hafnarfirði 25. sept. 1893. Fyrir hönd eigendanna M. Th. Sigfusson Blöndahl. Veðurathuganir í Rvík, eptir Dr. J. Jónassen sept. Hiti (A Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) Veðurátt á nótt. um hd. fm. | em. fm. em. Ld. 23 — 2 + 10 764.5 764.5 0 b Sv h d Sd. 24. + 4 + 9 764.5 764.5 A h b A h d Md. 25. + 1 + 8 764.5 762.0 A h b 0 b Þd. 26. + l + 9 756.9 749.3 A hv b A h d Mvd.27. + 7 746.8 A h Bjart og tagurt veður h. 23. fram yfir hádegi er hann fór að dimma, hægur á suðvestan; austankaldi, bjartur h. 24. og 25.;nokkuð hvass á austan fyrri part dags h. 26., dimmur síðari partinn og ýrði regn úr lopti. í morgun (27.) logn, austanvari, dimmur. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiftja ísafoldar. 142 Hertoginn sat við vegginn undir glugganum og borð- ið fyrir framan hann. »Jeg breifi mig ekki hót, fyrr en taflið er búið«, mælti hann. »Að hálfri stundu liðinni sel jeg yður í hendur höfuð mitt«. »Jeg ber mikla virðingu fyrir yður, herra minn«, svaraði böðullinn ; »en jeg get eigi veitt yður þessa bæn. Jeg ber ábyrgð á lífi yðar og líf raitt liggur við«. Don Gusman gerðist óþolinmóður á svip. Hann reif af sjer demantshringana og fleygði þeim fyrir fætur böð- ulsins. »Jeg ætla mjer að ljúka við taflið«, mælti hann og brýndi röddina. Gimsteinarnir glóðu í myrkrinu, er hringirnir ultu eptir gólfinu. »Fyrir mig heflr verið lögð eindregin skipun«, kvað böðullinn, »og þjer verðið að hlýða oss, göfugi herra. Það verður að framkvæma boð konungs og lög Spánar- veldis. Hlýðið þá og fleygið eigi burt síðustu augnablik- um yðar til ónýtis. Talið þjer við hertogann, herra bisk- up, og biðjið hann að gefa sig undir íorlög sín«. Svar Ruy Lopez var bæði eindregið og skörulegt. Hann þreif öxina, sem lá á höggstokknum, og reiddi hana báðum höndum yfir höfði sjer. 143 »Það' veit trúa mín«, mælti hann, »að hertoginn skal ljúka við taflið sitt«. Yið þessi orð og svip þann, er þeim fylgdi, hopaði Calavar á hæl, svo skelkaður, að honum varð fótaskortur og fjell hann aptur á bak þangað sem fjelagar hans voru fyrir. Þeir brugðu nú sverðum og bjuggust til atlögu. En Ruv Lopez keyrði trjestól sinn, sem var ærið þungur, niður i gólfið fyrir framan sig, og mælti hátt: »Sá sem fyrstur dirfist inn fyrir þessi vebönd, skal dauður niður hníga. Veitum atgöngu, hertogi góður! Hinnstu ósk yðar skulið þjer fá, þó að það verði minn bani. Og þú, löðurmennið, varaðu þig á að leggja hönd á biskup kirkjunnar. Niður með sverðin og hlýðið Drott- ins þjóni«. Því næst þuldi Ruy Lopez á málblending af latínu og spænsku eins konar bannfæringarformála eða buslubæn, en slikum þulum stóð alþýðu mikill ótti af í þá daga. Það hreif þegar í stað. Förunautar Calavars stóðu sem steini lostnir af skelk, en honum þótti sem hann stofnaði bæði líkama og sál í glötun, ef hann gerðist bisk- upsbani, án innsiglaðrar skipunar frá konungi, og vissi eigi, hvað til bragðs skyldi taka. Að fara á fund kon- ungs og tjá honum málavexti, var að stofna sjálfum sjer í hættu, þar sem konungur beið þess óþolinmóður, að hon- um væri fært höfuð Gusmans. Að veita þeim bandingj-

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.