Ísafold - 23.05.1894, Síða 3

Ísafold - 23.05.1894, Síða 3
115 Leiðarvisir ísafoldar. 1571. Lífsábyrgílarskjal (Police) er veðsett fyrir ákveðim.i skuld. Abyrgðareigandi vill eigi eða getur eigi haldið henni við lengur.'J Getur skuldheirrtumaður, þegár lánið er fallið gjalddaga, selt áhyrgðarskýrteinið eins og ann- að veðV Pipe eihrgjar hins uppbaflega á byrgðareiganda heinatingu á því, er ábyrgðin j kann að seljast meira en svarar skuldarupp- hæðinni ? Sv. Hljóði ábyrgðarskýrteinið á löglegan handhafa virðist vel mega selja það, ef á- hyrgðareigandi samþykkir eða aíbendir skýr- teinið á lögmætan hátt til veðhafanda. En ef ábyrgðarupphæðin að eins á að borgast á- byrgðareiganda sjálfum eða dánarbúi hans, verður hún eigi seld öðrum, nema gjörður sje nýr samningur við ábyrgðarveitanda. Ábyrgð- areigandi eða eríingjar hans eiga eflaust til- kall til þess, er umfram verður skuld skuld- heimtumanns, viðhald ábyrgðarinnar með vöxt- um og kostnað allan. 1372. Jeg hef keypt leyfisbrjef til að láta hvern prest, sem jeg vil, gefa mig í hjónabandi þarf jeg þá að horga sóknarpresti mínum pdssnnartoll? og hve háan, ef borga ber ? Sv. Hafi spyrjandi eigi leyst sóknarband er það sóknarprestur brúðurinnar. sem rjett á til að gefa hann í hjónaband, og hera honum því að minnsta kosti 6 álnir í pussunartoll, enda þótt spytjandi láti annan prest vígja sig. 1373. Er jeg skyldur að f'óðra hrútlamb fyrir prestinn? og á jeg að ábyrgjast það, ef það hrapar eða dýrbízt eptir eldaskildaga ? Sv. Já við fyrri spurningunni; nei við hinni síðari. 1374. Jeg átti samkvsemtupphoðsskilmálum, að greiða uppboðsskuld mína að hálfu í pen- ingum að og hálfu í innskript eða gjaldgengri landvöru. Jeg galt peningana á rjettum tíma og hafði áður tvívegis boðið innheimtumanni ull og kjöt í hinn helming skuldarinnar, en hann neitaði að taka við því. Getur hann heimtað þetta í innskript? Sv. Já, eða í gjaidgengri landvöru, ef svo er áskilið í skilmálunum. 1375. Manni, sem þegið hefur talsvert lán af sveitarsjóði en er farinn til Vesturheims, hefur tæmzt arfur hjer á iandi. Getur hlut- aðeigandi hreppsnefnd ekki heimtað sjer end- urgoldið sveitarlánið af arfinum ? Sv. f>að virðist liggja næst, þar eð eigi verður höfðað mál gegn skuldunaut til borg- unar á láninu, að snúa sjer til hlutaðeigandi yfirvalda og fá kyrrsett svo mikið af arfinum, sem nægir til lúkningar skuidariunar. 1376. Ber mjer eigi arfur eptir albróður minn óskilgetinn? Sv. Jú, ef móðir spyrjanda er látin. 1377. Hafa óskilgetin hálfsystkin samfeðra nokkurt tilkall til arfs hvort eptir annað ? Sv. Nei. 1378. Er það fuligild trygging fyrir skuld að veðbrjefið sje þinglesið að lántakanda látn- um og eptir að uppskript og virðing hefir farið fram og búið er þrotabú, en skuldin staðið óþinglesin í fleiri ár? Sv. Veðbandið er ekki bindandi gagnvart skuldheimtumönnum búsins og skuldin hefir því eigi forgangsrjett í dúinu. 1379. Hvaða skilríki þarf til þess að mað- ur geti selt jörð annars manns svo lögmætt sje ? Sv.: Lögmætt umboð frá eiganda, gefið í votta viðurvist, eða að við stöddum notarius publicus. Barnavagn fæst keyptur mjög ódýrt í verzlun G. Zocga & Co. Hvað segið þið piltar ? Vindlar góðir á 4-5-6-7-8-9-10-12 aura stykkið! Odýrara í kössum. Verzlunin í Vesturgötu 12 selur þá. Fyrir nokkrum árum var jeg mikið heilsubiluð orðin innvortis af magaveiki, með sárum þrýstingi fyrir brjóstinu, og gat ekki gengið að vinnu nema með höpp- um og glöppum. Jeg reyndi ýms meðul, bæði stór-skamta og smá-skamtameðul, að ráðum lækna, en það dugði ekki hót. Þá var jeg eggjuð á að reyna Kina-Ufs-elixir frá hr. Waldemar Petersen í Friðrikshöfn, og undir eins eptir fyrsta glasið, sem jeg keypti, fann jeg, að það var meðal, sem átti við veiki mína. Síðan hefi jeg keypt fleiri glös, og ætíð fundið góðan bata á eptir, og hafa þjáningarnar jafnan sefazt, þegar jeg hefl tekið Elixirinn inn; en því veldur fátækt mín, að jeg get ekki haft þetta ágæta heilsumeðal til að staðaldri. Samt er jeg orðin mikið betri, og er jeg viss um, að mjer batnar alveg, haldi jeg áfram að brúka þetta ágæta meðal. Jeg ræð því öllum, er líkt gengur að og mjer, að brúka þetta blessaða meðal. Litla-Dunhaga, 30. júní 1893. Vitundarvottar: Sigurbjörg Magnúsdóttir. Ólafur Jónsson. Jón Arnfinnsson. Kína-lífs-elixirinn fæst hjá flestum kaupmönnum á íslandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel eptir því, að -^r standi á flösk- unum í grænu lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kín- verji með glas í hendi, og firmanafnið Waldemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark. Prjónayjelar, með beztu og nýjustu gerð, seljast með verksmiðjuverði hjá Simon Olsen, Kjöbmagergade Nr. 50, Kjöbenhavn. Eptir vjelum þessum er mikil eptirspurn, af því, hve traustar og nákvæmar þær eru, og að þær prjóna alls konar prjónles jafnt úr smáu sem grófu bandi. Vjela- þessar má panta þjá P. Nielsen á Eyrarbakka, sem sýnir, hvernig þær fara að prjóna og veitir ókeypis tilsögn til að brúka þær. Hjer á Islandi eru einkar hentugar vjeiar með 124 nálum, sem kosta 192 kr. do. — 142 — — — 230 -- do. — 164 — — — 244 — do. — 166 — — — 280 - Verðlistar sendast þeim, er þess æskja. »LEIÐARVÍSER TIL LÍFSÁBYRGÐAR« fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr- med. J. Jónassen, sem einnig gefur þeim sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynleg ar upplýsingar. 52 »Þú vilt kannske hafa marmaragólf«. »Ja nei-nei; jeg er ánægð með nýtt trjególf*. »Veggjapappírinn, sem er allur útreyktur, verður að fara líka, og sömuleiðis þessi úreltu gluggatjöld. Hefir nokkur maður svona gluggatjöld nú orðið? Það mætti reyna að hafa »jute« í þau, ef þjer er ekki um hvít glugga- tjöld«. »Og svo eigum við líklegast að útvega okkur ný stofugögn?« »Ekki nema í daglegu stofuna. Gömlu stoíugögnin látum við þá í herbergið við hliðina á henni. Þessum áhöld- um, sem standa þar inni, er hægt að koma annarstaðar fyrir, og þannig fáum við dálítið snoturt íbúðarherbergi til við- bótar«. »Og peningana til allra þessara fyrirætlana ?« »Vertu nú sanngjarn, góði minn«, mælti húsfreyja og klappaði manni sínum á kinnina. »Þó að þú læknir reyndar hálfan bæinn íyrir ekki neitt, þá veit jeg samt, að þú leggur ekki svo litiðfyrir á hverju ári. En handa hverjum erum við að draga saman? Börn eigum við engin« — hjer andvarpaði húsfreyja lítið eitt—, »og ekki heldur neina nákomna ættingja. Mjer finnst við gætum því unnt okkur sjálfum að njóta góðs af reitunum okkar*. Læknirinn tók sjer langan teyg úr pipunni sinni og mælti: 49 Læknirinn þrýsti hægt aptur á henni augunum. Gerði síðan grannkonunni bendingu — hún kom inn í þeirri svipan — og mælti: »Farið með börnin burtu og anniztþau til morguns. Móðir þeirra er nú loks búin að fá hvild«. — — »Það var helgidagur daginn eptir. Þau læknirinn og kona hans sátu að miðdegisverði. Hún var smá vexti, en hnellin og blómleg, og dáfríð sýnum, þótt komin væri yfir fertugt. Hún var mjög móðurleg í sjer, og er það eigi óalgengt um barnlausar konur. Engum, sem þekkti hana, gat dulizt, að hún bar eitt- hvað annað fyrir brjósti en hún átti vanda til. Hún var að visu vel búin jafnan og snyrtilega, en hitt leyndi sjer ekki, að hún gerði sjer venju fremur far um að halda sjer til þenna dag og láta lítast á sig. Hún var jafnan alúðleg við mann sinn og nákvæm, þvi hún unni honum hugást- um, þóttþurr væri hann á manninn, en jafnstimamjúk og ástúðleg við hann eins og hún var nú yfir borðum átti hún þó ekki að sjer að vera. Það var eins og læknirinn, maður hennar, veitti því enga eptirtekt. Hann var tiltakanlega alvarlegur og fá- látur, og sat hljóður yfir krásunum, er valdar voru þann dag eins og honum gazt bezt að. Það var fyrst þegar eptirmaturinn kom og hann sá, að það var hið mesta hnossgæti, er kona hans var mjög sjaldan vön að gæða

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.