Ísafold - 13.06.1894, Blaðsíða 2

Ísafold - 13.06.1894, Blaðsíða 2
138 gamli hætti við þingmannsstörf, jafnvel þó því verði ekki neitað, að hæði Eosebery og Harconrt sjeu dugnaðarmenn. Harcourt lagði fyrir þingið fjárlagafrumvarp, sem yfir böfuð að tala þótti mjög vel úr garði gjört. Helztu nýmæii í því voru: skattur á öli og brennivíni, og hækkun á tekju- skatti, sem mælist einkarvel fyrir. Þó að lítið væri hægt að setja út á frumvarp- ið, veittu Torýar því þó talsverða mótstöðu, og urðu fjárlögin samþykkt við aðra um- ræðu með að eins 14 atkvæða mun. Morley kom með lagafrumvarp um að írskir leiguliðar, er reknir hafa verið af jörðum sínum, geti vísað máli sínu til þriggja manna nefndar, sem svo á að rann- saka kröfur þeirra. Frumvarpið hefir sætt mikilli mótspyrnu. Af öðrum lögum, sem ráðaneytið og flokkur þess hefir stungið upp á, eru helzt lög um aðskilnað ríkis og kirkju í Wales, sem klerkar hafa mælt ákaflega á móti, og ennfremur lög um sveitarstjórn á Skotlandi. Rosebery ráðaneytisforseti hefir nýlega haldið ræðu, sem bendir á að honum þyki líklegt til sátta milli Gladstoninga og Chamberlains liða. Mundella verzlunarráðgjafi er farinn úr ráðaneytinu. Hann var flæktur í stórt bankamál og sagði því af sjer. Gladstone situr í næði, laus við þingdeilurnar og skarkalann. Hann hefir gefið út nýtt rit eptir sig, þýðingu á ýmsum kvæðum Hór- azar, sem hann hefir samið á þessum sein- ustu árum. Hann ann mjög mikið bók menntum Grikkja og Rómverja og hefir ritað ýmislegt í þá stefnu. Nýlega hefir verið gjörður skurður á auga hans, gekk það ágætlega 6g öll líkindi til að »hinn mikli, gamli maður« fái fulla sjón aptur. Englendingar eru farnir að ganga hart fram móti stjórnieysingjum, sem alit of lengi hafa haft griðastað þar í landi. Hafa margir verið handteknir og sumir dregnir fyrir dómstólana. Serbía. Þegar Mílaú konungur fyrir fáum árum siðan afsalaði sjer konungstign, afsalaði hann sjer lika öllum rjettindum sem faðir konungs Serba og meðlimur kon- ungsættarinnar. Slíkt hið sama gerði Na- talía drottning. Nú þegar Mílan kom apt- ur til Serbíu sem valdalaus maður, án allra konunglegra rjettinda, veittu blöð honum vægðarlausar árásir og nefndu hann hin- um verstu nöfnum. Allt var til tínt, sem mátti, af illu, bæði um hann sem ónýtan stjórnara, ragan og duglausan hershöfð- ingja, sællífan svallara og samvizkulausan glæpamann. Eins og nærri má geta, lík- aði Alexander konungi ekki þessi ummæli blaðanna. Tók hann þá til þess ráðs, að hann ijet það boð út ganga, að Mílan og Natalía skyldu framvegis teljast sem með- limir konungsættarinnar og þeim sýnd virð ing eptir því. Blöðin urðu að þagna, þó hvorki Mílan eða Natalía þætti eiga þenna heiður skilið—að minnsta kosti eigi Mílan. Lög þau og ákvarðanir, sem þingið áður hafði út gefið viðvíkjandi þeim hjónum, lýsti konungur Jögleysu eina. Iliur rómur var að þessu gerður og spáðu margir upp- reisn. Ætt sú, er áður hefir ráðið löndum I Serbíu, Karageorgovicarnir, hefir nú farið að gera vart við sig og krefjast valda í stað Alexanders konungs og Obrenovicanna, ættmanna hans. Einn af þessari gömlu ætt, Pjetur Karageorgovic, er mjög grunað ur um æsingar milli sveitabúa og iýðsins í höfuðstaðnum. Nú sem stendur er öll þessi ætt landflótta og má eigi koma inn fyrir landamæri Serbíu. Æðsti dómstóll Serbaríkis gekk einnig í lið fjandmanna konungs og kvað gjörðir hans viðvikjandi foreldrum sínum vera á móti stjórnar- skránni. Alexander konungur svaraði dómurunum svo, að hann ijet handtaka suma og varpa í fangelsi, og reka aðra úr embætti. Og ekki var látið þar við lenda. Rjett á eptir gefur konungur út boð, sem hann einn, en enginn ráðgjafanna, hafði skrifað undir, um, að hin frjálslega stjórnarskrá, er Serbar ferigu 1888, sje úr gildi numin, en í stað hennar endurnýjuð stjórnarskráin frá 1869, sem takmarkar kosningarrjett og prentfrelsi. Auk þess hefir konungur numið úr gildi ýms lög, er honum þóttu of frjálsleg. Misjafnlega er látið yfir þessum tiltekt- um konungs. Þó halda menn að ekkert verði af' uppreisn, því almennt er Alexander konungur mjög vel þokkaður, þó hann sje allt of ráðríkur, en Milan hata eða fyrir- líta flestir og heimta að hann sje rekinn úr landi. Þótt undarlegt megi þykja er Mílan vel þokkaður af herliðinu, og þó hefur það forðum daga beðið hvern ósig- urinn öðrum verri undir hans forustu, bæði móti Bolgurum og Tyrkjum. Miðl- unarflokkurinn, sem nú er ofan á í Serbíu, er hlynntur Austurríkismönnum, freisis- flokkurinn Rússum. Bolgaraland. Auðsjeð er það, að Bolgarar vilja fá góðan styrk hjá Tyrkj- um móti Rússum og þeirra ofríki. Nýlega stóð í einhverju helzta blaði Bolgaralands grein þess efnis, að ráðlegast mundi vera fyrir Tyrki og Bolgara að mynda varnar- samband sin á milli. Blaðið sagði að bæði Ferdinand fursti og Stámbúlof væru þessu meðmæltir. Nýlega fiuttust þær f'rjettir frá Bolgara- landi, er stórtíðindum þótti gegna. »Bis- marck Bolgaralands«, hinn ötuli og stjórn kæni ráðaneytísforseti Stambúlof, hef'ur vikið úr ráðherrasessi, af hverju er óvíst. Sumir ætla að sundurþykkja . sje milli Ferdínands fursta og hans, aðrir telja það ólíklegt, en ætla, að Stambúlof'ætli einungis að hvíla sig frá stjórnarstörfum fyrst um sinn. Róstur miklar eru þegar byrjaðar í landinu. Grikkland. Þar hafa gengið mjög á- kafir landskjálftar og valdið afarmiklu tjóni. Borgin Þeba hrundi öll niður, Atalante sömuleiðis, og klofnaði jörðin ; er þar eptir gjá ein mikil, rúm míla að lengd. í þremur þorpum í Lokrisfylki fórust 129 menn. Hjer um bil 20,000 manna eru nú húsnæðislausir, og fjöldi fólks býr úti á víðavangi í tjöldum eða sefur undir berum himni. Konungur og innanríkis- ráðgjafinn fóru til staða þessara og liðsinntu þurfamönnum eptir megni. Stór samskot hafa verið gerð í útlöndum, einkum á Englandi, til að hjálpa þeim. í höfuðborg- inni Aþenu urðu menn líka varir við landskjálpta, einstöku hús sködduðust, en annars ekki. »Samkundan helga* sem hefur æðst vald í kirkjumálum Grikklands hefur boðið að ayngja tíðir fyrst um sinn undir berum himni. Ítalía. Róstur á þingi eigi all-litlar út af fjárlögunum, einkum þó kostnaðinum til hers og flota. Crispi hefur þó loks- fengiðj allflesta þingmenn á sitt mál um, að ekki megi draga meira en gjört hefur verið af fje því, sem ætlað er til hernað- arkostnaðar. Spánn. Hinn nafntogaði spánverski mælsku- og stjórnmálamaður, Don Emilia Castelar, sem einu sinni var forseti hin& spænska þjóðveldis, meðan það var við lýði, hefur nú skipt um skoðanir á stjórn- málum og er genginn i lið einvaldssinna. Þykja það allmikil tíðindi. Belgía. Sýningin í Antwerpen hófst 5. maí. Leopold, Belgíukonungur, ræður líka löndum í hinu víðlenda Kongóríki suður í Afríku. Kongórikið lenti í landaþrætum við Frakka, " sem eiga mikil "lönd suður þar. Frakkar sendu menn til Leopolds konungs til að koma á samningum. Kon- ungur vildi leggja málið í gerð, en Frakkar ekki; fóru Frakkar burtu úr Belgíu við svo búið og ekkert varð úr samningum. Þá fóru Englendingar að skerast í leikinn og loks komst samningur á milli Leopolds konungs og þeirra. Lætur Leopold kon- ungur Englendinga fá til leigu lönd nokk- ur í Suður-Súdan og við Tanganika-vatn, en Englendingar leigðu Léopold konungi og Kongóríkinu lönd nokkurviðuppsprettur Nílar. Geta nú Englendingar lagt málþráð yfir endilanga Afríku norðan frá Egypta- landi og suður til Kaplands. Frakkar eru ákaflega reiðir við Ænglendinga út úr þessum samningum og neita að Leopold konungur hafi fullan rjett til að gjöra slíka leigumála. Þjóðverjar, sem eiga stórar nýlendur þar syðra,eru líka mjög óánægðir; einkum fara blöð apturhaldsmanna og nýlenduflokksins mjög hörðum orðum um það. Portúgal. Megn sirndurþykkja kom upp milli Portúgalsmanna og Brasilíumanna. Uppiæisnarmenn nokkrir í Brasilíu höfðu, er þeir biðu ósigur, leitað hælis á her- skipum f'rá Portúgal, sem voru þar við land, og er Brasiliumenn heimtuöu þá framselda, neituðu Portúgalsmenn því. Nokkru seinna struku nokkrir uppreisnar- menn af skipum Portúgalsmanna og fóru sumir til Argentina, aðrir til Montevideo, en sumir reyndu að hefja aptur ófrið gegn Peixoto Brasilíuforseta. Út af öllu þessu urðu Brasilíumenn reiðir, kvöddu burt sendiherra sinn frá Lissabon og hótuðu öllu iilu. Um tima horfði jafnvel til ófriðar, en nú eru þeir þó sáttir að kalla á, fyrir milligöngu sendiherra Portúgalsmanna. Brasilía. Peixoto forseti og hans flokk- ur haf'a unnið algjörðan sigur. Mello hershöföingi hefur fiúið til Buenos Ayres á náöir Argentínumanna. Skellir hann skuldinni fyrir ósigurinn á þá hershöfð- ingjana Laurentino og Salgado, er hann segir hafa brugðizt, er mest á reið. Hann segist þó vona, að barátta sín hafi heilla- rikar afleiðingar fyrir Brasilíu. Enn þótt Peixoto hafði unnið sigur á Mello varð hann þó undir við forsetakosningu. Til forseta var valinn Prudente de Moraes. Uppreisnin er nú að kalla undir lok liðin, einstöku flokkar uppreisnarmanna halda

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.