Ísafold - 08.10.1894, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.10.1894, Blaðsíða 3
267 þá leið áfram ferð sinni 6. þ. mán. að morgni. Ætlar síðan heimleiðis tii Khafn- ar aptur. Póstskipið Laura (Chrístiansen) kom hingað 7. þ. m., að morgni, frá Khöfn og með henni talsvert af farþegum, sumir af Austfjörðum; hún kom við í Færeyjum. Frá Khöfn kom með skipinu alþm. Skuli Thorbddsen, stúdeútarnir Einar Stefánsson óg Ölafur Thorlacius, tannlæknir Nicholin o. fl. Vestanfarir. Með póstgufuskipunum komu nú hingað til iandsins 17 landar vestan frá Ameriku flestir eða allir alfarnir, sumir flúnir undan atvinnuleysinu og harð- ærinu þar; komast líklega færri en vilja. Ein- hver strjálingur mun hafa komið áður í sumar vestan um haf, en svona hópur aldrei fyr. Amtmannsembættið nyrðra er veitt 13. f. m. sýslumanhiRangvellingaPdZiiMewi. Stykkishólmslæknishjerað s. d. veitt hjeraðslækni Davíð Sch. Thorsteinson á Brjámslæk. yið landsyflrrjettinn hefir ráðgjafinn skipað cand. juris Magnús Torfason mál- færslumann 18. f. mán. Heiðursmerki. ÞeirA. Dybdal stjórn- ardeildarforstöðumaður og Jul. Havstein amtmaður hafa hlotið heiðursmerki danne- brogsmanna 13. t. mán., og Ólafui Hall- dórsson skrifstofustjóri riddarakross danne- brogsmanna s. d, Tiðarfar. En haldast stórrigningar og rosar hjer syðra, en beztu tíð að frjetta úr öðrum landsfjórðungum. Af Eyjafirði skrifað 25. sept.: »Tíðarfar frá því i júni- byrjun eitt hið bezta allt til þessa dags: sólskin, heiðrikjá og logn. Heyskapur á- gætur, sakir afbragðsnýtingar; grasvöxtur tepptist nokkuð framan af sakir of mikilla þurrka þá. Kartöflu-uppskera ágæt hjer; tunnan seld á 7-—8 kr«. Aflabrögð. Góður afli á Vestfjörðum, þar sem smokkur fæst. Hlaðafli á Eyja- firði, af stórri og feitri ýsu. Á Austfjörð- um tregt um afla sakir síldarbeituleysis. Verzlunar- og kveldskólinn hjer i Reykjavik, er hr. cand. philol. Þorleifur Bjarnason stendur fyrir og heflr staðið fyrir 2 vetur undanfarna, er mikið nyt- samleg og nauðsynleg stofnun, sem ætti að vera sótt mikið betur en er. Þar er kennt IV stundir á viku, kl. 7y2—10 ú kveldin, og kostar ekki nema 4 kr. á mán- uði. Auk fyrnefnds forstöðumanns og tungumálakennara Þorgr. Gudmundsens hefir nú skólinn fengið 2 nýja kennara, mikið álitlega báða tvo, þá kandídatana Bjarna Jónsson og Bjarna Sæmundsson. Kennt er þar : reikningur, bókfærsia, enska, danska, islenzka, landafræði og náttúru- fræði. Ýmsir*, sem gengið hafa í skóla þennan undanfarið, hafa haft mikiö gott af því, — orðið betur til en öðrum um at- vinnu við verzlun m. m. Gufuskipin. »Laura« getur varla neinu komið frá sjer af vörum hjer í dag. sakir ill- viðris, og sPrincess Alexandra* ekki gengið vel ah ná fjenu. Kemst því hvorug af stað fyr en ef það verður síðara hluta dags á morgun — Laura til Vestfiarða. „Elínar“-málið. Gufubáturinn tElin* heíir nú gengið tvö sumur hjer um Faxaflóa og að flestra óvilhallra, skynsamra manna dómi »rekið vel og vask- lega sín erindi«, og fullnægt hinni settu lerða- áætlun alloptast. í fyrra sumar heyrðist engin veruleg um- kvörtun yfir bátnum. Þá var hann lika »nyr af nálinni*. 1 Nú kveður við önnur bjalla, eink- anlega i Reykjakotij enda hefir nú báturinn ferðazt hjer um flóann belmingi lengri tíma og að líkindum unnið Faxaflóabúum helmingi meira gagn en þingseta sumra þingmanna vorra, sem kosnir hafa verið á seinni árum. Jeg ætla mjer alls ekki að fara í neina rit- deilu um gufuhát þennan við nokkurn ein- stakan mann. IJm hann má hver haía þá skoðun, sem hann vill. En mjer virðist það ekki rjett af þeim, sem um hann rita, að tala að eins um gallana, og þar á meðal þá galla, sem ekki eiga sjer stað (eins og salernisvönt- un m. fl.), en þegja yfir kostunum. Af eigin reynslu get jeg um það dæmt, að báturinn tekur mörgum þeim gufuskipum fram, sem jeg hefi ferðazt með, ekki að eins þeim, sem ætluð voru til strandíerða, heldur og sumum hinna, sem fluttu farþega landa í milli. Þó langt sje um liðið man jeg það vel, að sumu af okkar »fina. fólki hefði þótt allt annað en notaleg vist á gufuskipi, sem flutti vörur og farþega frá Hull yfir Englandshaf til Bergen í Noregi; enda furðuðu læknar sig á því, sem komu út á skipið til vor, að farþegar allir skyldu hafa haldið lífi og heilsu í svo óhollu og ónógu lopti. Þökkuðum vjer það þvi, að vjer alloptast höfðumst við á þiljum uppi, þó oss væri selt far í skýli fyrir 45 kr. í tvo sól- arhringa. — Það hefði þótt dýrt far með Elínu. A strandferðaskipi, sem gekk með Norvegs- ströndum, fengu allir, sem vildu, keypt »pláss. í farþegarúmi undir þiljum niðri. Menn fengu þar að vísu góð sæti, en ekkert legurúm, þó áfram væri haldið um nótt. Þeir, sem það gátu, urðu að sofa þar sem þeir sátu. Þar var öllum farþegum raðað niður í eina holu, kvennfólki og karlmönnum; nu foru sumir farþegar að fá sjósótt og selja upp; urðu þá hinir heilbrigðu fegnir að flýja upp á þilfarið til að sækja sjer hreinna og heilnæmara lopt, og sumir hinna sjúku stauluðust þangað lika sjer til hressingar. Jeg skal fúslega játa það, að »Elín« er ekki hentug, ekki nógu »fín. fyrir þá farþega, sem hvorki þola sólskin nje vætu; en vjer höfum lengst af mátt venjast þvi, Islendingar, að búa oss svo út í ferðalög, að vjer gætum varizt vætu, hvort sem vjer höfum ferðazt á sjó eða landi, ekki að eins fáar klukkustundir, heldur marga daga í röð, já, og opt í ofanálag hafa marga hesta með þungum klyfjum í eptirdragi, eða taka þungan andróður á hlöðnu skipi. En fæstir af oss eru enn komnir svo langt í »hinni æðri og betri þekkingu., að vjer höf- um varið oss fyrir sólargeislunum, og geta þeir þó haft skaðleg áhrif á hörundið, eptir því sem læknar kenna. »Elín« helir þann aðalkost fram yfir mörg önnur miklu stærri gufuskip, að hún er svo hraðslcreið, að farþegar, sem sjóveikir eru, þurfa sjaldan að kvíða löngum kvalatíma; hún er venjulega 4 kl.stundir frá Borgarnesi til Reykjavíkur, með viðdvöl á Akranesi, og frá Reykjavik til Keflavíkur rúmar2 kl.stund- ir, ef beint er farið. Jeg hefi tvívegis ferðazt með »Elínu« fram og aptur til Borgarness og eru það einhverjar hinar skemmtilegustu ferðir, sem jeg hefi farið hjer innanlands. I fyrra sumar var veður svo gott báðar leiðir, að ekki var unnt að sjá, hvernig sjóskip báturinn mundi vera í mis- jöfnuJ [l sumar var ýmist vestan-brimalda, þegar suður var farið, eða stórviðri á sunnan,) heint á móti. Mig furðaði á tvennu: hvað dug- lega báturinn reif sig áfram móti stormi og stórsjó, og hversu vel hann varðist sjógangi, svo lítill. Vitanlega valt hann nokkuð, á með- an brimaldan kom á hann flatan; en jeg hefi enn á engu þvi gufuskipi verið, sem ekki hefir oltið til beggja hliða, þegar á það hafa komið hliðarsjóir. í siðara skiptið var fjöldi farþega með »Elínu« suður, svo margir, að ekki var unnt að rúma fleiri á þilfari; margir fengu sjósótt; sumir fengu hana áður en bát- urinn ljetti akkerum í Borgarnesi, en allir gátu notið hins hreina og heilnæma sjávarl- opts. Hinum, sem þess óskuðu heldur, var og leyfílegt að njóta svetns og hlýinda undir þilj- um niðri, og það notuðu sjer margir hinna heilbrigðu; þeir veiku völdu sjer heldur þil- farsvistina. Ekki varð jeg annars var en að allir gætu haft sæti, sem þess óskuðu. Með fáum útlendingum hefi jeg verið, sem hafa komið jafn-alúðlega og nærgætnislega fram við farþega, eins og skipverjar »Elinar<, jafnt æðri sem lægri, og það munu fleiri en jeg hafa orðið varir við. Jeg vil segja, að það gæti verið vandfundnir meðal landa vorra eins samanvaldir 6 menn, sem sýni löndum sínum jafn-mikla nærgætni, alúð, umburðar- lyndi og kurteisi, eins og þessi skipshöfn »Elínar«, þó útlend sje. Jeg get einkum dázt að þvi, að á leið frá Akranesi til Reykjavik- ur veitti einn skipverja (sem ávallt hatði nógum störfum að gegna) því eptirtekt, að stúlka nokkur af farþegaflokki hjelt hendinni um fótinn og var að forðast að við hann væri komið, þegar um var gengið. Þegar þessi útlend- ingur vakti athygli okkar, hinna farþeganna, og spurði oss hvernig á þessu mundi standa, þá fyrst var stúlkan spurð, hvort henni væri illt í fæti. Jú, hún hafði slasað sig áður en hún fór úr Borgarnesi; en engum af oss, samlönd- um hennar kom til hugar að veita því eptir- tekt, fyrri en útlendingurinn minnti oss á það Hvort útgerðarmaður »Elínar« græðir eða' tapar á útgerð hennar, er jeg ekki fær um að dæma, en svo mikið er víst, að útgerðin hlýt- ur að vera kostnaðarsöm íyrir margra hluta sakir. Eitt er það t. d., að hjer verður að vera maður allan veturinn til að hirða um bátinn og gufuvjelina, þó hvorttveggja sje arðlaust yfir veturinn, En mjer virðist, að vjer ættum að geta vel þolað það, þó svo væri, — sem jeg skal ekk- ert um segja — að útgerðarmaðurinn græddi á ferðum »Elínar«, ef vjer samt sjáum oss hag af að nota þær. Sje oss enginn hagur að þeim, þá látum þær ónotaðar, og ferðumst og flytjum allt upp á forna móðinn, á okkar eigin skipum eða hestabökunum. Þó að Norðmenn eða aðrar þjóðir fari að bjóða oss strandferðaskip um flóann, þá er jeg á sömu skoðun og Guðm. í Nesi, að vjer ættum vel að skoða huga vorn áður en vjer höfnuðum »Elínu« og tækjum annað óþekkt. »Vjer vitum hverju vjer sleppum, en ekki hvað vjer hreppum«. Það gæti farið eins og Randúlffs-boðið með strandferðirnar kringum landið, ogorðið tilþess, að vjer engar gufubáts- ferðir fengjum hjer um flóann fyrst um sinn, eitt eða fleiri ár. Skipshöfn »Elínar« er kunn- ug orðin landsmönnum og margir skipverja skilja málið furðuvel, þó þeir tali það ekki; enn fremur er skipshöfnin (skipstjóri og stýri- maður) nákunnug leiðuro um flóann og inn- siglingu á alla helztu viðkomustaði, enda má það merkilegt heita, að í þau 2 sumur, sem »Elín« hefir haldið hjer uppi ferðum, hefir ekkert slys nje óhapp viljað til, hvorki á mönnum,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.