Ísafold - 02.02.1895, Blaðsíða 2
18
þar að sjer miðað, en mörgum öðrum þyk.
ir að ýmsar greinir nymælanna gangi of
nær almennu þegnfrelsi, eða því frelsi,
sem illa sæti á þingi Þjóðverja að rýra.
Málið er nú í nefnd komið, en hver for-
lög þess verða er ekki enn að vita. Þó
sósíaiistar sje komnir í tvo flokka, þá halda
þeir saman á þinginu, en spilltu beldur
fyrir sjer og gerðu þinghneyksli, þegar
forsetinn (6. des.) bað menn velkomna í
þinghöllina nýju, mælti þakkarorð til yflr-
smiðsins í föðurlandsins og keisarans nafni
og brýndi svo röddina tii orðanna: »keis-
arinn iifi!«. Hjer stóðu allir upp og tóku
undir, sem lög gera ráð fvrir, .riema þeir
sósíaiistar, er í salnum voru; þeir sátu
kyrrir og þögðu. Hinir atyrtu þá, en af
því leiddi hávaða og ryskingar. Til sakar
móti þeim kvatt á þinginu, en ekki víst,
að samþykki þess fáist.
Þann 8. þ. m. bauð keisarinn þingmönn-
um til sín í kveldgildi í Potsdam, en það
kom þeim öldungis á óvart, er hinn ötuli
og fjörugi höfðingi bauð þeim fyrst inn í
sal, þar sem uppdrættir hjengu — landa,
hafa og flóa —, og tók sjálfur til fyrirlest-
urs fyrir þeim um flota og vígmegin land-
anna á hafinu, um orrustu Sínverja og
Japansmanna við Yalu, en tjáði fyrir þeim
sem rækilegast þörf Þýzkalands á meiri
og öflugri flota, allt í lipurlegu og skýru
máli. Eptir nær því tvær stundir lauk
hann tölu sinni með áskoran til þingmanna
að styðja af alefii framlögurnar til sjó-
hersins og flotaaukans, og með engu gætu
þeir búið Bismarck fursta, stofnanda keis-
araveldisins, betri 80 ára afmælisfögnuð,
en því, að verða svo við þeásari áskorun
sinni, að hrifi.
Þess kennir opt, að Bismarck er nú
heldur farinn að heilsu og kröptum, en
hann átti í lok nóvembermánaðar þeim
harmi að sæta, að missa konu sína, dóttur
Puttkamers greifa, mesta kvennskörung og
valkvendi, en þau hafa ávallt hvort öðru
hugástum unnað. í gær mun hann hafa
haft heimsókn af vini sínum Hohenlohe
greifa, ríkiskansellaranum nýja.
Frukkland. Streitan við frekjuflokk-
ana vill opt verða strið, en til þessa hefir
stjórninni tekizt að halda þeim í skefjum
og vonir til að svo haldist, enda nýtur
Casimir-Perier óveiklaðs trausts allra vel-
hyggjandi og þjóðrækinna manna. Að
vísu er þar ágætisskörungur iátinn og hinn
vandaðasti maður (í nóvember), er Bour-
dau var, forseti failtrúadeildarinnar, en í
hans stað kominn Brissot, atgerfismaður
að vísu, en talinn með hinum viðsjáili
vinstra megin. Menn ugga iíka miður en
fyr sundrungatíðindi frá Erökkum, en hreif-
ingshyggja og afrekavonir eru bezta lím
til að balda þeim saman. Trúin á banda-
lag við Rússa giæddist við viðtöku Ger-
vais aðmírals hinar síðustu í Pjetursborg
«n hann sendi stjórnin til útfarar keisar-
ans, og svo eiga Prakkar frægðarför fyrir
höndum með vorinu til Madagaskar, en
ætla þar að segja hinni þveriyndu drottn.
ingu Hóvafólksins til siðanna, og koma
þeim drottnunartengslum á hið mikla ey
land, sem þeim þykir við sæmandi.
Dáinn er að segja Ferdínand de Lesseps
(7. des.), hinn fræga mannvirkjameistara,
höfund leiðarskurðsins við Suez, og þess,
sem að Panamaskurðinum er unnið. Hann
var kominn á 90. árið, hafði verið mjög ör-
vasa og nær því svo utan við sig og heim-
inn hin síðustu árin, að hann fjekk ekkert
að skynjaum afdrif fyrirtækisins á Panama.
Ítalía. »Tarna er ljóta ástandið!* verð-
ur oss að orði, er svo ber undir. Svo er
nú Jíka að kveðið í flestum Evrópub öð
um, sem hafa hreift við þing- og stjórnar-
tíðindum Itala nú i meir en mánaðartíma.
Arið undanfarna heíir Crispi, stjórnarfor-
setinn, átt í afar-ströngu að stríða, en á-
vallt verið hinn harðasti í horn að taka.
Minnast má á forboðan sósíalistafjelaganna
og hergæzluna á Sikiley, sem bakaði hon-
um óvild manna og hatur, og öfundarmenn
hans mundu færa sjer í nyt, er færi gæflst.
Hann hvarf reyndar frá alræðisatgjörðum
í fjárhagsmálinu, og hjer heflr líka lítið í
betra horf þokað, en öfundarmenn hans og
keppinautar til vaJdanna náðu nýju vopni
í hendur, og það var sýknudómurinn gagn-
vart þeim, er kærðir voru um fjárpretti,
mútur og ýmsa óráðvendni í Rómsbanka-
málinu. Meðal þeirra voru ekki fáir af
óvinum Crispis, og eptir þinggönguna (5.
des.) var á ný tekið til að hreifa við banka-
málinu. Þar varð Gíólittí, fyrrum stjórn-
arforseti, í broddi fyJkingar, og nú eru
skjöl Jögð fram, sem áttu að sanna, að
einmitt Crispi sjálfur hefði átt að hafa í
mörg ár bankann fyrir fjeþúfu. Nú risu
þær hávaðadeilur og rifrildi á þingi, að
engu varð sinnt öðru; en Crispi sá, að þing
og þjóð varð hjer að hneyksli í augum
annara þjóða. Hann tók því það til úiv
ræðis (15. des.) að biðja konung að fresta
þingsetunni um ótiltekinn tíma, en um leið
höfðaði hann mál gegn Gíólittí og hans
bandamönnum. — Hjer við stendur að svo
stöddu, en fullyrða má, að fleiri trúa skýrsl-
um Crispis en hinna, og hafa betra traust
á máJstað hans til lykta. Konungur treystir
honum til fuJls, s<*m fyr.
Rússland. Eptir nokkra viðstöðu á
ferðinni frá Lívadíu í Móskófu og hátíð-
legar viðtökur þar af kJerkdómsins, stór-
mennisins og lýðsins háJfu, kom lík keis-
arans tii Pjetursborgar 13. nóvember. Við-
takan þar hin stórkostlegasta, sem nærri
má geta og Jíkfylgdin til kirkjunnar —
Kasankirkju eða ísakskirkju — ein míla á
á lengd, en á eptir kistunni 7 vagnar með
tignum ættingjum og venzlamönnum. Út
förin fór fram 19. nóv., en dagana sem
kistan stóð á Jíkstalianum, var straumur-
inn til kirkjunnar óþrjótandi af öllum stjett-
um, að sjá hinn framJiðna í skini þúsunda
af kertum, og alJan urnbúnaðinn, ríkis-
djásnin dýrðlegu og kórónuna, og svo að
kyssa hönd keisarans eða dýrðlingsmynd-
ina á brjósti hans. Dýrindasveigarnir af
guJJi og silfri, og margir gimsteinum sett-
ir, sem þangað voru sendir frá Rússlandi
og öðrum löndum, metnir á 6 milj. króna.
Sveigurinn frá Danmörku á 20 þús. kr.
Brúðkaup keisarans unga, Nikulásar II.,
og heitmeyjar hans, Alix prinzessu frá
Hessen, stóð 26. nóv. Voru 3000 stór
mennis í Vetrarhöllinni og þar fór vígsl-
an fram. Henni Jokið um miðmunda og
þá kynntu 301 fallbyssuskota lýðnum fagn-
aðarboðskap dagsins. Þá var ekið tit
Kasankirkjunnar og þar messa sungin, en
síðan til bústaðar keisaraekkjunnar, Dag-
marar drottningar, í Antitskofhöllinni. —
Dagurinn færði mörgum þúsundum manna
fagnaðar- og Jíknartíðindi, uppgjafir saka^
sekta og skattskuJda, og ýmsa Jinkind aðra.
Bæði þann dag, útfarardaginn pg dagana
á undan var fátæku fólki borgarinnar mat-
ur geflnn, 40—50 þúsundum á dag, og
mátti hver taka heim með sjer ker og
diska, sem fyrir hann voru settir.
Annars vænta aJlir góðs og margra um-
bóta í stjórnarfarinu af hinum unga keis-
ara. Menn segja hann alls óhræddan um
lif sitt og að hann hirði ekki um varð-
fylgd á strætum. Hann kvað taka vel
eptir öllu og grennslast vandlega um mis-
ferli embættismannanna, sem svo hræðileg-
ar sögur hafa af borizt á Rússlandi. Á gott
eitt veit það, að keisarinn svaraði svo holl-
ustukveðjum Finna, að þeir kenna hvorki
uggs nje ótta um hagi sína framvegis.
Enn fremur hafa betri vonir vaknað hjá
Póllendingum og Litáensmönnum, er hann
heflr vikið Gúrkó hershöfðingja frá Jands-
stjórn í Varsjöfu, en vísað Orszevski úr
sama embætti í ViJna. Báðir hafa að eins
beitt harðúð og vægðarleysi, og Póllend-
ingar hyggja vel til, að þeir fá Schuvalow
í stað Gurkós; en hann var sendiherra
Rússa í Berlín, rjettsýnn og vitur maður-
kallaður.
Frá Tyrkjaveldi. Armenia er eitt af'
skattlöndum soldáns. Þaðan bárust ínóv-
ember illar frjettir, er hersveitir Tyrkja út
af mótþróa, landsbúa í skattagreiðslu hefðn
átt að beita þá vopnum og komizt í þann
blóðvargamóð, að þeir bönuðu 6—10 þús-
undum manna, eyddu bæjum og byggð-
um, o. s. frv. Móti öllum kærum borið
í Miklagarði, en nú eru konsúlar Rússa,
Frakka og Englendinga í Erzerum settir
til rannsókna málsins.
Frá stríðinu i Austur-Asíu. Nú
verður stutt yflr sögu að fara, og herma
það helzta. Port Arthur unnu Japansmenn
21. nóvember og náðu þar miklu herfangi,
80 fallbyssna, 15 þúsund smálestum af kol-
utn og öðrum herliðsforða á 10 milj. króna.
Mannfallið mikið af Sínverjum, en sagt,
að hinum hafl brugðið til grimmdaratgöngu
við bæjarbúa, er þeir skutu á Japansher-
inn úr dyrum og gluggum, og það sást,
hvernig Sínverjar höíðu saxað sundur her-
telcna menn og særða. Var þvi mannamissir
SínJendinga í Port Arthur talinn ti! 5 þús-
unda. í Mantsjúríinu halda Japansmenn
áfram, þó erfltt veiti sökum frosta og fann-
fergju. Þeir hafa haft þar sigur í tveimur
hörðum bardögum, og eiga nú háJfa leið
eptir til Mukden, ef þangað er ferðinni
heitið heJdur en (að eins) til Peking. —
»Þangað er erindið, og þar setjum vjer
friðarkostina«, segir í blöðum Japans-
manna. Nú er sagt, að bráðum skuli sátta
leitað í Tokíó eða Hírósúna fyrir meðal-
göngu Bandaríkjanna í Norður Ameriku
eða sendiherra þeirra hjá hvorumtveggju.
Efasamt þykir þó, að þetta leiði til friðar.
Frá Bandaríkjunum (norður). Með
því að samveldisinenn eru á leið aptur til
valdanna, en um ógurlegt tekjufall kunn-