Ísafold - 08.05.1895, Blaðsíða 3
169
Töiklum ræðum og kvseðum, heiðursgjöfum m.
tn., í viðurkenningarskyni fyrir 7 ára starf
þeirra á meðal bæði sem ritstjóri »Lögbergs«
og annað.
Fjöldi kaupmanna kom með skipinu, þar
á meðal af Reykjavíkurkaupmönnum þeir kon-
súll W. Christensen. Ditl. Thomsen, Th. Thor-
steinson, W. Ó. Breiðfjörð og Jón Þórðarson.
Sömuleiðis Ásgeir Sigurðsson aptur frá Eng-
landi, orðinn forstöðumaður nýrrar verzlunar,
er kaupmenn tveir i Leith (Copland & Berrie)
eru að setja hjer á stofn. Einnig Kristján
Jónasarson verzlunarerindsreki, kom frá Fær-
eyjum, og Jón Jónsson tyrrum kaupm. í Borg-
arn. Sömuleiðis Mr. Franz Ijárkaupmaður frá
Glasgow, Mr. Betly trá Eilers & Co. stórkaup-
mönnum í Liverpool, fyrnefndur Mr. Copland
frá Leith, og Mr. Scott, frá þeim Turnbull &
'Co. i Leith. Enn fremur þessir kaupinenn
utan Reykjavíkur: Jakob Thorarensen frá
Reykjaríirði, Lárus A. Snorrason frá ísafirði,
Gram yngri frá Þingeyri, P. J. Thorsteinson
frá Bildudal, Sigurður E. Sæmundsen frá
'Ólafsvík, og ÓlafurAsbjarnarson fráKeflav., o.fl.
Xeikendurnir dönsku, þau Edv. Jensen og
frú Olga Jensen, er hjer hafa komið undan-
farin sumur, komu nú með þessari terð póst-
skipsins beint frá Khöfn, og með þeim 2 nýir
leikendur, mikið góðir að sögn, berra Carl E.
Petersen frá »Folketheatret« í Kaupmanna-
áhöfn og frk. Thora Halberg frá sNörrebro-
theaterc. Ætlar fólk þetta aö leika hjer um
tíma, og má gera ráð fyrir, að Reykvikingar
haii enn góða lyst á. að sjá það reyna íþrótt
slna, svo ólík sem hún er algengum viðvan-
ingsviðburðum manna hjer.
Hjálpræðisherinn. Tveir menn úr því
liði, hinni nafntoguðu apturhvarfs- og siðbót-
nrreglu ensku, er risið heíir upp og dreifzt
nær um allan heim á síðasta mannsaldri, eru
hingað komnir með þessari póstskipsferð, sjálf-
sagt í trúarboðserindum, annar íslenzkur,
Þorsteinn Davíðsson, húnvetnskur, >kapteinn«
í liðinu, og hinn danskur, Erichsen að nafni
«g með >adjutants«-embætti.
Kaþólska trúarboðsstofnunin hjer í
Reykjavík (Landakoti), er legið heíir í dái
langa hríð, á nú að lifna við aptur og í nýj-
um stýl að sögn. Von á 2 prestum hingað í
sumar til hennar, dönskum, og síðan 2 nunn-
um eða >miskunnarsystrum« svonefndum, er
þjóna eiga að hjúkran sjúkra m. m. við fyr-
Irhugaða spítalastofnun í sambandi við trúar-
boðið, líklega fyrst og fremst fyrir franska
sjómenn. Til þess að endurbæta húsakynni í
Landakoti og auka í þessu skyni er hingað
kominn meö þessari póstskipsferð islenzkur
smiður kaþóiskur frá Khöfn, Sveinn Eiríltsson
að nafni.
Dainn í Leith 9. t. mán. ÞorbjOrn kaupm.
•Jónasson, nýlega stiginn af skipsfjöl hjeðan,
póstskipinu, fárveikur; hafðj iengi þj4özt af
krabbameini í maganum. Hann mun hafa
verið kominn nokkuð yiir fertugt, ættaður úr
Mýrasýslu. Hann hafði lengi nokkuð fengizt
“við verzlun, hin síðari árin mest sem erind-
reki eða umboðsmaður pöntunarfjelaga hjer
syðra. Hann var vel látinn reglu- og ráðdeild-
armaður, drengur góður og áreiðanlegur.
Drukknan. Laugardaginn 4. þ. mán.
drukknuðu 4 menn af 6 af bát á Akranesi
i hrognkelsavitjan; brimgarður tók skipið
og braut í spón.
Skipströnd. Aðfaranótt föstudags 3.
þ. mán. sieit upp kaupskip á Þorlákshöfn,
JZepler (80 smál„ skipstj, Cederquist), og
<rak á grynningar, nýkomið frá Khöfn með
vörur til Jóns kauprn. Árnasonar og Christ-
ensens verzlunar á Eyrarbakka. Eptir
margar atrennur tókst að ná skipshöfninni
á iand á áttæring um kveldið eptir. við
illan leik, með formennsku Elelga Jónssonar
(kaupmanns Árnas.).
Frönsk flskiskúta strandaði i Meðallandi
18. f. mán., Jeanne. frá Dunkerque.
Mannbjörg varð. við illan leik; margt af
skipshöfninni klæðlaust eða klæðlitið. —
Annað franskt skip varð að strandi í
Vestmannaeyjum í f. mán. (sjá frjettabrjef
þaðan). Enn brann eitt á hafi úti fyrir
sunnan land, en skipshöfn bjargað af öðru
skipi samlendu. Þá sást hið 4. kollsigla
sig, úr Vestmannaeyjum, og 2—3 enn
þykjast menn vita til að farizt hafl i rúm-
sjó í stormunum nú að undanförnu.
Strandferðaskipið Thyra koni við í
Vestmannaeyjum 30. f. m. á austurleið
sunnan um land; hafði orðið að snúa apt-
ur ves.tur fyrir við Melrakkasljettu sakir
hafíss þar, og siglt þó áður 16 mílur í
norður, til þess að reyna að komast fyrir
spöngina.
Ullarverksmiðja. Með póstskipinu
kom nú Bj'órn Þorláksson trjesmiöur, frá
Munaðarnesi, eptir missirisdvöl erlendis í
því skyni að kynna sjer ullarverksmiðjur,
helzt í Norvegi; var um tíma við eina
slika í Lillehammer í Norvegi. Er áform
hans að reyna að koma sjer upp ullarverk-
smiðju nærri Reykjavík, með ábyrgðarlán-
um nsestu sýslufjelaga, og kvað sýslunefnd
Árnesinga þegar hafa heitið fyrir sitt leyti
4000 kr. ábyrgð, en 8000 ráðgert að þurfl
alls.
Vestmannaeyjum 28. april. í umliðnum
marzmánuði var veðrátta ylir höfuð fremur
hlý, hæst frost aðiaranótt þess 1. -j- 9,8°,
mestur hiti þann 6.: 8,2°; úrkoman var 135
millimetrar. I þessum mánuði var hægt frost
aðfaranótt þess 22. — 5,3°, mestur hiti þann
15.: 12°. Síðan 24. marz hefir verið mjög þur-
viðrasamt, og það má naumast heita, að snjór
hafi sjezt hjer á umliðnum vetri.
Siðan viku af góu hefir veðrátta verið á-
kaflega stormasöm, og sjógæftir þar af leið-
andi fjarska stirðar og sjaldgæfar. Fiskur
gekk mikill, einkum var um hríð mjög mikil
fiskigengd undir Landeyjasandi, en færi gafst
þangað sjaldan. Hæstur hlutur mun hjer
orðinn um 350, meðalhlutur um 250—60. —
Kaupskip er enn ókomið, vörubirgðir því að
þrotum komnar.
Frákkneskt fiskiski\> eitt frá Paimpol er
orðið hjer að strandi sakir lúa og leka; það
kom hingað 2 þ. mán. Hafðiskipshöfnin beð-
ið skipstjóra að koma sjer til næstu hafnar,
þar sem saltið r»nn óðum sakir lekans, en
það var kjölfesta skipsins. Nokkuð er búið
að selja: kartöflur, nokkuð af færum, fiskinn
(um 1000) og það lakasta af saltinu, og kornst
allt í hátt verö, nema saltið, sem bæði var
blautt og nokkuð söndugt.
Heilbrigði mjög góð.
Sláttuvjel og rakstrarvjel (hestahrífu)
hefir hr. Björn Þoriáksson frá Munaðarnesi
komið með frá Norvegi, til reynslu. Slíkar
vjelar hafa, svo sem kunnugt er, tekið
miklum framförum hin síðari árin, og hljóta
að geta orðið hjer að notum á fiæðiengjum
og sljettum túnum, en kostnaður fullkleyfur
hverjum gildum bónda (250 og 150 lu\).
Hjer með er skorað á erfingja Jóns sál.
Guðmundssonar, er andaðist í Litl-Lamb-
haga í Skilmannahreppi 2. apríl f. á., að
gefa sig fram við skiptaráðanda lijer i
sýsiu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá
siðustu birtingu þessarar auglýsingar og
sanna erfðarjett sinn.
Skrifst. Mýra- og Borgarfj.s. 27. apríl 1895.
Sigurður Þórðarson.
Hjer með er skorað á alla þá, er telja
til skulda í dánarbúi Eilífs Eilifssonar i
Mýrarhúsum á Skipaskaga, er andaðist 16-
nóvbr. 1891, að koma fram með kröfur
sínar og sanna þær fyrir skiptaráðanda hjer
i sýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá
síðustu birtingu þessarar auglýsingar.
Skrifst. Mýra- og Borgarfj.s. 27. apr. 1895.
Sigurður í»órðarson.
Hjer með er skorað.á alla þá, er telja
til skulda í dánarbúi Ásmundar Jónssonar,
sem andaðist í Geirmundarbæ á Skipaskaga
3. febr. þ. á., að koma fram með kröfur
sínar og sanna þær fyrir skiptaráðanda h.jer
í sýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá
síðustu birtingu þessar«r auglýsingar.
Skrifst. Mýra- og Borgarfj.s. 27. apr. 1895.
Sigurður Þórðarson.
Hjer með er skorað á erfingja stúlkunn-
ar Margrjetar Jónsdóttur, er andaðist á
Staðarhrauni 31. marz f. á„ að gefa ;sig
fram við skiptaráðanda hjer í sýslu áður
en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu
þessarar auglýsingar,
Skrifst. Mýra- og Borgarfj.s., 27. apr. 1895.
Sigurður Þórðarson.
Uppboðsauglýsing.
Það auglýsist hjer með samkvæmt 1. gr.
laga nr. 16, 16. september 1893, sbr. opið
brjef 22. apríl 1817, að 12 hndr. úr jörð-
inni Siðu í Engihlíðarhreppi hjer í sýslu,
sem er öll 13,6 hndr. að dýrlcika eptir
jarðabókinni frá 1861, verða eptir kröfu
stjórnar landsbankans og að undangengnu
fjárnámi hinn 8. þ. m. seld við 3 opinber
uppboð, sem haldin verða mánudagana 17.
júnímánaðar þ. á. og 2. og 15. næstkom-
andi júlímánaðar kl. 12 á hád., 2 hin fyrstu
á skrifstofu sýslunnar, en hið síðasta á Síðu.
Söluskilmálarnir verða til sýnis á skrifstof-
unni nokkrum dögum fyrir hið fyrsta upp-
boð.
Skrifstofu Húnavat.nssýslu, 13. apríl 1895.
Jóh. Jóhannesson
settur.
Vottorð.
Hr. Waldemar Petersen, Fredrikshavn.
Jeg lief í meira en 30 ár haft verki fyrir
brjósti, taugaveiklun, hjartslátt m. m. Hefl
jeg leitað ýmsra lækna og brúkað mikið
af meðulum og Brama lífs elixír, en allt
til ónýtis.
Loksins datt mjer í hug að reyna yðar
heimsfrœga Kína-lífs elixtr, og hef jeg síð-
an orðið vör við mikla breytingu til batn-
aðar; hann hefir linað verkinn og dregið
úr veikindaköstunum hvenær semjeg hefl
neytt hans. Jeg hefl eitt 16 gl. alls og er
sannfærð um, að til þess að halda við
lieilsunni hlýt jeg að halda áfram að bníka
elixírinn.
Rauðarhól pr. Stokkseyri 15/9 ’94
Madm. Guðrún Ljenarðsdóttir.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup-
mönnum á Islandi.
Til þess að vera vissir nm, að fá hinn
ekta Kína-lífs elixir, eru kaupendur beðnir
y p.
að lita vel eptir því, að -jr-1 standi á flösk-
unum í grænu lakki, og eins eptir hinu
skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kín-
verji með glas í hendi, og flnna-nafnið
Waldemar Petersen, Frederiksliavn, Dan-
mark.