Ísafold - 11.05.1895, Síða 1
Kemur útýmisteinu sinni eða
tvisv. í viku. Verð árg.(80arka
minnst)4kr.,erlendis5kr. eða
l'/a doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD
Uppsögn(skrifleg)bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir l.oktober.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8.
XXII. árg.
Reykjavík, laugardaginn 11. mai 1895.
41. btað
Gufulbátui'iiin „Elin“ fer þ. á.: frá
Reykjavík til Borgarness maí 14., 17.; júní 3.,
6., 7., 24., 26., 29 ; júli 2., 4., 5., 9., 14; ágúst 15.,
17.; sept. 4., 8., 16., 19., 23., 28.; okt. 3., 7. Og
aptur frá Borgarnesi til Reykjavikur sam-
dægurs, nema 7. júlí (í stað 5.), og 5 síðustu
ferðirnar daginn eptir (20., 24. sept. o. s. frv.).
Frá Reykjavík til Keflavikur maí 13., 24.;
júní 4., 6., 13., 18.; júlí 5., 8., 13., 16.: ágúst
9.; sept. 6., 7., 9., 18., 21., 30.; okt 5,9. Og
aptur frá Kv. til Rv. samdægurs optast nær.
(Sjá áætl.).
Fimmtíu ára afmæli alþingis í sumar.
í sumar, þegar alþingi kemur saman,
eru liðin rjett 50 ár siðan hið nýja al-
þingi kom í fyrsta sinn saman, og 20 ár
síðan það kom í fyrsta sinn saman með
fjárforræði og löggjafarvaldi.
Jafnvel þó að þetta þing sje eins og
skuggi hjá hinu forna alþingi við Öxará,
meðan þjóð vor hjelt frelsi sinu og sjálfs
forræði, þá er það vor dýrmætasti gim-
steinn, vörður vorra helgustu þjóðrjettinda
og vegur vor til meira stjórnfrelsis og
sjúlfsfon æðís. Það er þess vegjia ekkert
efamál, að hver ættjarðarsonur vill haida
hátíðlega minningu þessa hálfrar aldar af-
mælísalþingis og gjöra það á einhvern hátt
minnisstætt í nútíð og framtíð.
Vjer höfum ekki því láni að fagna, að
stjórn vor í Danmörku, sem vjer þurfum
flest til að sækja, gjöri oss veginn greiðan
til framsóknar í stjórnarmáli voru eða
ýmsum öðrum áhugamálum vorum, eink-
um þeitn sem henni þykja standa, í ein-
hverju nánara eða firnara sambandi við
það. I þess konar málum er því ekki út-
lit fyrir, að vjer í bráð getum komið
nokkru fram, sem gjöri þessi timamót
minnisstæð.
Vjer megum sannariega fagna yflr því,
að oss heflr einmitt á þessum tíma bætzt
góður liðsmaður, þar sem kvennfólkið er
farið að taka þátt í framsókninni með oss.
Það er eptirtektavert, hve eindrægnisleg
og kurteis framkoma kvennfólksins er.
Það byrjar ekki á sínum sjerstöku málum
helduráalmonnum þjóðmálum. Aukafskipta
sinna af háskólamálinu kemur það nú fram
í öðru máli og samlagar sig um að senda
áskorun til þings og stjórnar um að setja
lög
um bann gegn vínsölu.
Það fer ekki að metast um það við oss
karimennina, eða skora á oss til fylgis,
heldur sýnir þaQ kvennlega kurteisi i því,
að ganga ekki of nærri sóma vorum.
Konurnar eru saklausi parturinn; vjer
höfum ekki getað ieitt þær út í drykkju-
skapirm með oss, þótt vjer köiium þsér
veikara kynið.
í engu kemur harðýðgi vor og mann-
úðarieysi við þær sárar og hörmulegar
fram en einmitt i drykkjuskapnum. Vjer
höfum tekið upp, viðhaldið og útbreitt
þetta píslartól á þær, með því, að hafa á-
fenga drykki til að neyta þeirra og veita
þá og hafa þenna óvanda fyrir óvitabörn
unum. Vjer veitum þetta skaðvæni fáráð-
um unglingum, venjum þá með því á að
drekka og vekjum hjá þeim þorsta drykk-
feldninnar; svo höldum vjer við vínsölu-
búðum og veitingahúsum, þar sem þeir
hafa óþrjótandi uppsprettu til þess að svaia
honum á. Kvennfólkið álítur það gangi
of nærri sómatilfinningu vorri, að efast hið
allra minnsta um, að vjer flnnum, hver
skylda vor er, að vjer leysum það undan
þessari hörmung, þvoum af' oss þenna svi-
virðilega blett, sem drykkjuskapurinn set-
ur á oss.
Ef vaninn hefði ekki blindað oss og
gjört oss tilfinningarlausa, þá mundum vjer
sjá svo glöggt og finna svo sárt til eymd-
ar og hörmungaæfi konu drykkjumanns-
ins, angist og hugarkvöl móðurinnar yfir
sonum sínum, sem villtir eru út í forar
fen drykkiuskaparins, og kvíða meyjarinn-
ar, sem varla nokkurn tíma getur bundið
tryggðir við ástfólginn unnusta óhult fyrir
að hann kunui að villast út í þetta voða-
lega fen.
En það er ekld einungis kvennfólkið,
sem sárt er leikið af drykkjuskaparfarg-
aninu.
Hvað eigum vjer að hugsa og segja um
það, þegar drykkjuskapurinn sviptir menn
öllu viti, allri blygðun, allri stjórn á sjálf
um sjer og klæðir þá í geríi ógeðslegustu
villudýra, svo að þeir liggja í saur og sví-
virðing viii firrtir og ósjálfbjarga ?
Hvað eigum vjer að hugsa og segja um
það, þegar hin efnilegustu blómin, hinir
mannvænlegustu unglingarnir, þeir sem
menn gjörðu sjer beztar vonir um, að verða
mundu gagn og sómi sjálfum sjer, ætt-
mönnum og fósturjörðu, verða yfirfallna af
hinum háskalega sjúkdómi drykkfeldninn
ar, kvalræðisbyrði sjálfum sjer og öðrum,
eyðilagðir á sál og líkama og liggja í
glötunardíki drykkjuskaparins ?
Hvað eigum vjer að hugsa og segja um
það, þegar liúsfeðurnir, sem eiga að vera
vernd, unaður og sómi heimiium sinum,
verða eyðileggendur, kvalarar og svivirð
ing þeirra vegna drykkjuskapar síns ?
Ofan á þetta bætist svo siðaspillingin tii
orða og verka, lestirnir og glæpirnir, sem
drykkjuskapnum fylgja, slysin, meiðslin,
mannskaðarnir, heilsubilunin, sjúkdómarn-
ir og mannalátin, sem af honum leiðir.
Menn mundu sjá þetta allt svo glöggt; það
mundi taka menn svo sárt, aðþeir mundu
ekkert augabragð hika sig við að hefja
herskjöid móti þessum þjóðíjanda, ef van-
inn og tiðskan hefði ekki blindað þá og
deyft tilflnningu þeirra. Menn finna til
þess, hversu mikil plága drepsóttirnar eru
fyrir þjóðina, og þegar menn haida að það
muni koma að nokkru liði, til þess að
verja þeim að breiðast út, setja menn lög
um sóttvarnir og hika ekki við að gjöra ráð-
stafanir, t. d. leggja menn og varning i
sóttvarnarhald, þótt það valdi einstökum
mönnum mikilla óþæginda. Engum kem-
ur til hugar að kvarta undan slíkum lög-
um og ráðstöfunum, sem eru til þess að
vernda almenningsheill.
Drykkjuskapurinn er meiri plága og
gjörir meira tjón en allar drepsóttir til
samans, en vaninn, tíðskan og hleypidóm-
arnir hafa gjört menn svo tilfinningarlausa
fyrir skaðsemi þessarar plágu, að undir
eins þegar farið er að hreifa við því að
útrýma henni með lögum, sem engum eru
bagaleg, heidur öllum til heilia og sóma,
þá rísa nokkrir menn upp og fara að tala
um, að þessi lög leggi á menn ófrelsi, rjett
eins og þegar kláðugir og lúsugir strák-
ar kalla að lagt sje á sig ófreisi, þegar
farið er að verka þenna óþverra af þeim.
Svo koma aðrir með tekjumissi lands-
sjóðs af tollinum, að hann muni öldungis
ekki fá risið undir honum. Sannarlega
væri þjóð vor illa farin, ef hún þyrfti um
aldur og æfi að merjast og meiðast, kvelj-
ast og plágast með hinni verstu meinsemd,
drykkfeldnis-sýkinni, af því að þing og
stjórn fundu engin ráð til þess að útvega
landssjóði nauðsynlegar tekjur til almenn-
ingsþarfa, nema með því að fleyta ofau
af' vessanum, sem pressast út úr henni.
Það væri sannarlega hörmulegt, ef þjóðin
yrði endilega að kasta út hátt á fjórða
hundrað þúsund krónum fyrir áfenga
dryklci og búa undir öllum drykkjuskap-
arófögnuðinum, til þess að útvega Iands-
sjóði 100,000 króna tekjur. Hvað er blindni
ef þetta er það ekki? Hvað er að sjá
allt öfugt og andbælis, ef það er ekki
þetta ?
Kvennfólkið vill nú opna augu vor; það
viil vekja oss upp af tilfinningarleysis-
doðanum, svo að við sjáum og finnum,
hver skylda vor er i þessu máli. Það
Iiefur iagt: árina út af öðru borðinu og
ætlast til þess að vjer leggjum hana út af
hiuu og verðum sjer samtaka, að frelsa þjóð-
bátinn undan voðasjóum drykkjuskaparins.
Vjer höfum nú stuttlega drepið á,
hvaðan drykkjuskapurinn er kominn,
hvernig hann er til orðinn og hvílíkt
vpðalegt skaðræði hann er, svo að af þvi
verður auðráðið, hve mikill ávinningur og
hagsæld í því liggur, að fá honum algjör-
lega útrýmt úr landinu.
Það er áreiðanlega víst, að vjer höfum
ekkert annað eða betra ráð til þess að
afla oss fjár og krapta, sem vjer þurfum