Ísafold - 11.05.1895, Side 2
162
svo mjög á að halda, til þess að bæta úr
vorum brýnustu þörfum, til þess að koma
fram vorum mestu áhugamálum, heldur en
að verja vorum mesta óvin, drykkjuskapn-
um, að ræna oss því, sem oss er af guði
geflð oss til heilla og farsældar, með því
að gjöra hann útlagan úr landinu. Með
því munu oss aukast ekki að eins fjármun-
ir og líkamlegir kraptar, heldur einnig
andlegir og siðferðislegir kraptar; vjer mun-
um fá meira traust á sjálfum oss, meira
áræði og dugnað til þarflegra framkvæmda;
vjer munum ávinna oss meira álit og vin
sældir allra góðra manna meðal erlendra
þjóða, þegar þeir sjá, að vjer getum brot-
ið af oss fjötra hugsunarlauss vana, háska-
legrar tízku og hjegómlegra hleypidóma,
getum haft hreina, sjálfstæða og frjálsa
hugsun, og krapt og samheldni til þess að
framfylgja henni í verki; þeir munu þá
viðurkenna, að vjer sjeum sannir niðjar
vorra frægu forfeðra, frelsishetjanna, sem
ekki ljetu berast fyrir straumi tímans og
tíðskunnar, ekki »reistu sjer að eins bygð-
ir og bú« á frjálsri lóð »í blómguðu dal-
anna skauti«, heldur reistu sjer einnig
þing, stjórn og bókmentir á alfrjálsum og
sjálfstæðum grundvelli, svo að þeir gátu
vaxið að iþrótt og frægð, og notið síns í
friði; þeir munu þá veita oss hluttekningu
í orði og ef til vill einnig í verki, og
styrkja oss með því til þess að koma fram
áhugamálum vorum, svo sem að öðlast
innlenda löggjöf og stjórn, innlenda verzl-
un o. fl. Danastjórn mun ekki áræða, að
neita samþykkis eindregnum vilja vorum
í þessu mikilsvarðandi velferfTarmáli voru,
og einnig síður hafa áræði til þess að
bjóða 088 margt af því, sem vjer höfum
hingað til orðið undir að búa frá bennar
hálfu. Framsókn vor á vegi framfaranna
mun þá fá nýtt líf, fjör og krapt, og þetta
hálfrar aldar afmæli alþingis í sumar mun
verða minnisstætt öldum og óbornum, nær
og fjær, í bráð og lengd.
Það er hrein og bein skylda vor allra
við kvennfóikið, við sjálfa oss, við þjóð
ina, að vera kvennfólkinu samtaka í því,
að skora á þing og stjórn að setja lög um
bann gegn tilbúningi, innflutningi og s'ölu
á öllum áfengum drykkjum, nema eptir
reglum, sem settar verða í lögunum, eða
landstjórninni verður í þeim gefin heimild
til þess að setja.
Ráðið er mjög einfalt og hefur engin
útgjöld í för með sjer. Verkið er mjög
auðunnið, veglegt og heillavænlegt. Það
heimtar að eins frjálsa og sjálfstæða hugs
un, kærleiksríkt og meðaumkvunarsamt
hjarta, einbeittan og ötulan vilja, og góða
samheldni hjá þeim, sem gjörast forgöngu-
menn þessa máls í hverju hjeraði, og að
almenningur sje einhuga, einbeittur og
eindreginn í því, að fylgja þeim. Þá er
sigurinn vís og launin verða mikil.
Hjarðarholti í marzm. 1895.
J. Guttormsson.
Jarðarför Þórarins prófasts Böðvarsson-
ar er ákveðið að framfari miðvikudag 22.
þ. m. að forfallalausu.
Dr. med. Ehlers, sem njóta má þess
sannmælis, að hann lætur sjer mjög annt
um að hjer komist upp góður holdsveikra-
spitali, hefir látið sjer hugkvæmast það
ráð til þess að útvega með hægu móti fje
til að reisa fyrir spítalann, að landið breyti
til um frímerki og færi sjer i nyt frímerkja
fiknina, sem geysar nú um allan heim, til
þess að græða á því ef til vill einar 100,000
kr. — Mun greinilegar skýrt frá tillögu
hans næst.
Útgáfa Fornbrjefasafnsins. Nú er
lyktað stímabraki þvi, er Hafnardeild Bók-
menntaijelagsins heflr staðið í við útgef-
anda Fornbrjefasafnsins íslenzka, dr. phil.
Jón Þorkelsson í Kaupmannahöfn, og tafið
hefir mikið fyrir útgáfu þess, komizt jafn-
vel til umræðu á alþingi og orðið þar til-
efni til þingsályktunar. Hann hafði heimt-
að sjerstaklegt endurgjald fyrir prófarka-
lestur; neitað að lesa prófarkir af ritinu
framar að öðrum kosti; og fór enda fram
á, að fá slíka borgun frá fjelaginu einnig
fyrir undanfarin ár, þótt það hefði verið
aftekið fyrir löngu. Hafði fjelagið (Hafn-
ardeildin) haldið þvi fast fram gagnvart
honum, að »þar sem hjer væri einkum um
það að ræða, að sýna á prenti forn skjöl
og skrár, væri prófarkalesturinn að sjálf-
sögðu einn, og það verulegur hluti, af
vinnu þeirri, er hann hefði tekizt á hend-
ur og þegið styrk fyrir, þar sem afskrif-
ari þessara skjala mætti eigi á nokkurn
hátt treysta til fulls afskriptum sínum,
heldur yrði að bera prófarkirnar, einn eða
fleiri, saman við sjálf skjölin, svo að trygg-
ing væri fyrir, aö rjett yrði prentað og
útgáfan viðunandi, og væri fráleitt, að vilja
koma þessum hluta verksins á aðra, en
njóta sjálfur allra ritlaunanna«.
Hafa nú í vetur komizt á skriflegir samn-
ingar milli Hafnardeildarinna-r og dr. Jóns,
þar sem hann játaðist uædir þær skuld-
bindingar gagnvart deildinni, er hún hafði
farið fram á: »að láta í tje til prentunar
handritið að Fornbrjefasafninu, án alls end-
urgjalds af fjelagsfje, að tekstanum svo
ótt sem þörf er á, og að registri við hvert
bindi svo fljótt sem verða má, og í siðasta
lagi 9 mánuðum eptir að tekstinn er full-
prentaður, og sje handritið allt svo úr garði
gert, að prentari geti ekki reiknað sjer
neina uppbót fyrir breytingar á handriti í
prentun, er hjá hefði mátt komast, nema
sjerstök ástæða sje til; að lesa prófarkir
án alls endurgjalds af fjelagsdeildinni og
bera alla ábyrgð á því, gagnvart deildinni
sjerstaklega, að ritið verði samkvæmt frum
skjölum þeim, brjefum og öðru, er það er
prentað eptir, — en forseti hefir tilsjón með
útgáfunni og áskilur sjer því eða öðrum
í stjórn deildarinnar, að lesa yfir eina próf-
örk af hverri örk áður hreinprentuð sje«.
Er þannig kominn aptur góður rekspöl-
ur á útgáfu rits þessa, og á nú að prenta
af þvi 48 arkir á þessu ári, til þess að bæta
úr því, að ekkert kom út í fyrra.
Handritasafnssalan. Hafnardeild
Bókmenntafjelagsins heflr á ársf'undi sínum
19. f. mán., eptir tillögu stjórnarinnar þar,
samþykkt í einu hljóði samhljóða ályktun
þeirri, er hjer var gerð á fundi 18. marz
þ. á.:
»Fundurinn veitir stjórninni heimild til í
samkomulagi við stjórn Reykjavikurdeild-
arinnar, að semja við Landsbókasafnið um
sölu á handritasafni fjelagsins«.
Ráðgerir stjórn Hafnardeildarinnar, að
gefa dr. Valtý Guðmundssyni, er hingað
kemur til alþingis í sumar, umboð til að
semja fyrir hennar hönd við stjórn deild-
arinnar hjer og koma fram af hennar hálfu
gagnvart stjórn Landsbókasafnsins.
Sjónleiklrnir dönsku. Af þrennu nýju,
sem leikið var í gærkveldi, þótti mest varib í
*Den lille Zouav>, þar sem frk. Thora Hal-
berg ljek aðalpersónuna, «Svafann», mikið fjör-
lega og skemmtilega, svo að mesti rómur var
gerður að. Hinn nýi leikari Carl E. Petersen,
sem ljek höfuðpersónuna í >Skuespilleren i-
mod sin Villie eller en Komedie i det Grönne*,
eptir H. C. Andersen, og kemur þar fram í
sexföldu gervi — ljek sex persónur —, virð-
ist hafa mikið góða leikarahæfileika,bæði and-
lega og líkamlega, og sæmilega æfingu.
Það var harla fámennt í leikhúsinu þetta
fyrsta kveld, og mun stafa mest afpóstskips-
annríki, sjer í lagi mebal verzlunarstjettarinn-
ar, sem 4 drjúgastan þátt í að sækja hina
dönsku leiki.
Veitingasalinn — kaffiveitinga o. þ. h. —
við hliðina á áhorfendasalnum hefir húseig-
andinn, hr. W. O. Breiðfjörð, enn endurbætt
mikið af húsgögnura, þar á mebal fjölda af
mikið vönduðum marmaraborðum.
Ahorfendurnir ættu ab gera sjer að reglu
að koma á rjettum tíma; hitt er mikið óþægi-
legt bæði fyrir leikendutna og þá áhorfend-
ur, sem ekki láta standa á sjer.
Sáluhjálparherinn. Hingað komnirsálu-
hjálparherforingjar tveir, sem getið var um
slðast, halda sína fyrstu almenna samkomu 4
morgun 12. maí kl. 61/2 e- h. í Good Templara-
húsinu, og er umtalsefnið : iHvað er Sálu-
hjálparherinn ?*
ísliús á Austfjörðum. Hr. ísak Jónsson,
sá er hjer var á ferð í haust, heim kominn
vestan frá Winnipeg í likum erindum og hr.
Jóhannes G. Nordal, sem hjer er nú ráðsmað-
ur við íshúsið (í Rvík), ekrit'ar Isafold núna
í vetur seint að austan um framkvæmdirnar
þar i vetur :
«Þegar eg kom aptur hingað austur i haust,
var ekkert farib að eiga við máliö (íshúsmál-
ið) á Seyðisíirði frekar en þetta sem jeg hafði
hreift þvi áður en jeg fór suður. En í Mjóa-
íirði hötðu þeir bræbur á Brekku, Vilhjálmur
hreppstjóri og Konráb borgari, Hjálmarssynir,
þegar hlaðið tótt að ishúsi; ætla sjer síban að
koma upp frystihúsum i vor. A Seyðisfirði
tók síra Björn Þorláksson að sjer að boða til
tundar í því skyni að heyra undirtektir bænda
og útvegsmanna. Það varð niðurstaðan á
fundinum, að þegar skyldi byrja á íshúsbygg-
ingu á Brimnesi, heitið fjárframlögum og
dagsverkum, nef'nd kosin til að sjá um pant-
anir á efnivið í húsin (íshús og frystihús,
semja reglugjörð o. fl.). Kaupmenn á Seyðis-
firði voru málinu vel hlynntir. Síðan var
byrjað á íshúsbyggingunni 31. okt.
Við Seyðisfjörð og Mjóafjörð dvaldi jeg
fram yfir nýárið. Þá fór eg suður í Norð-
fjörð. Var þá veðrátta farin talsvert að harbna.
Þó byrjubu þeir þar undir eins á sama hátt;
og Seyðfirbingar. Eptir hálfan mánuð höfðu
þeir barið upp úr frosinni jörðinni og stór-
grýttu hlaupi tótt, sem er 11 álnir á lengd og
9 á breidd og 4‘/a áln. á dýpt, búnir að hleypa
þar í vatni til að láta frjósa, fengið 1850 kr.
loforð til byggingarinnar, sent pantanir eptir
efnivið í húsin frá Noregi, og er hans von
með fyrstu skipum. Mó til þess að hafa
milli þilja útti að fara að taka upp, aka hon-
um á þann staö, er hann gæti þornað, svo
að alit væri til sem fyrst með vorinu. Helztu
forgöngumenn eru Gísli Hjálmarsson ogSveinn
Sigfússon, báðir borgarar í Narðfirði, síraJón
Guðmundsson, Ólafur Ásgeirsson snikkari
o. fl.
Þess skal getið, ab stærö fryst ihúsanna á