Ísafold - 29.05.1895, Side 1
Kemurútýmisteinu sinni eða
tvisv.i viku. Yerb árg.(80arka
minnst)4kr.,erlendis5kr. eða
l‘/a doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis íyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn(skrifieg)bundin við
áramót,ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir l.oktober.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
Austurstrœti 8.
XXII. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn
89. mai 1895.
46. blaö.
Um sveitarþyngsli, sveitfestu, fátækra-
flutning og amtsfátækrasjóði.
Eptir Þorkel Bjarnason.
II.
(Niðurl.).
Fálækraframfærslan mun hjerálandiskoð
nðnálega eingöngu sem hreppamál, málefni
einstakra sveita. Af þessari skoðun ersprott
in hin harða barátta, sem stundum geng-
ur lengra en mannúðlegt er og jafnvel
lengra en rjett er, hinna einstöku sveitar
fjeiaga til þess að losna við fátæklinga.
En fátækraframfærslan þarf, jafnframt þvi
sem hún er skoöuð sem sjerstakt málefi.i
hverrar sveitar, einnig að skoðast sera
landsmál. Þess þarf að gæta, að þurfa
maðurinn er byrði landsins, hvar sem hann
er fæddur og kJæddur, og því þyngri byrði
sem fleiri þröskuldir eru settir i veginn íyrir
hann að bjargast, eins og einatt kemur
fyrir í þessari baráttu.
Ráðlegt mundi vera, aö lögleiða, að hver
maður ætti þar framfærslurjett, er hann
ætti heimili, þá er hann yrði þurfamaður,
en nema úr lögum 10 ára sveitfestuna. Af
breytingu þeirri leiddi það gött, að þá
væri hver maður orðinn þar um leið sveit'
fastur, sem hann fengi heimili. Þá hyrfu
tilraunir eða aö minnsta kosti geta hjá
sveitarstjórnunum, að koma af sjer fátækl-
ingum, og þeir fengju þá miklu fremur aö
vera þar kyrrir, sem þeir einu sinni væru
búnir að koma sjer fyrir. Þá væri engin
önnur sveit, sem hægt væri aðhfitlda þeitn
á. Þá hyrfl og sjerhver ástæða til að veita
þeim fram yflr bi ýna nauðsyn sveitarstyrk.
En í þess tað yrði það augnamið hverrargóðr-
ar sveitarstjórnar. að styöja sjerhvern fá-
tækling sveitar sinnar i lengstu lögtilsjálf-
stæðis, með því að það væri sveitarfjelag-
inu í heild fyrir beztu.
Við þetta mundu og, þö ekkert væri ann
að g.jört til þe.ss, minnka mjög þurfamanna
flutningar, þó þeir auðvitað gætu nokkuð
átt sjer stað, væru þeir eigi úr lögum
numdir, svo sem þá er kaupafóik, sjófólk,
ferðamenn og þeir sem heimilislausir væri,
yrðu þui famenn. Þá minnkaði og nálega
algjört eða að minnsta kosti mjög hinn
núverandi fyrirhafnarsami rekstur um sveit
festi manna og að þvi leyti störf hrepps
nefnda, sýslumanna og amtmanna, sem
enginn getur talið annað en æskilegt, er
um slik störf er að ræða.
En þurfamannaflutningurinn ætti gjör-
samlega að hverfa sem lögskipaður. Hann
er, eins og sýnt hefir verið, óeðiilegur og
ómannúðlegur gagnvart þurfamanninum,
ósanngjarn kostnaður sýslum þeim, er hann
í'er um, og ætti að vera gjörsamlega óþarf-
ur Hreppsfjelag það, er þurfamaður ann
arar sveitar er staddur í, er hann þarf
hjálpar, ætti að annast og sjá um fram-
færslu hans, með sömu kjörurn sem sína
eigin þurfamenn, gegn skilvísu endurgjaldi
frá sveit hans. Vildi hlutaðeigandi sveit
heldur fá þurfalinginn til sin, ætti henni
að vera það heimilt, ef hann væri flutn-
ingsfær, en þó á hennar eigin kostnað.
Mundi flutnings þá eigi óskað nema brýna
nauðsyn bæri til.
En menn kunna nú að segja: Það er
ófært að binda sveitfestina við dvalarsveit-
ina. Við það aukast sveitarþyngslin svo
mjög á sumum stöðum, þar sem fólkið
streymir að, t. d. við sjó og í kaupstöðum,
að þau verða með öllu ókleyf. Að sumu
leyti ætla jeg að menn óttist það um of.
Þó svo væri, sem vera bæri, en ekki er
þó, t. d, um þurrabúðarmenn, að hver
sjálfstæður maður mætti setjast að, hvar
sem vildi, án leyfls sveitarstjórnar, þá
mundu húsbændur, landeigendur og hús-
ráðendur, ætti hver maður sveit í heimilis-
hreppnum, eigi hleypa fólki eins gegndar-
laust á vegu sína, eins og nú tiðkast opt
við sjó og í kaupstöðum. Auk þess færist
vinnukaup aö sjálfsögöu niður, þar sem
fólkið fjölgar, og hækkuð ómagaframfærsla
kynni því nokkuð að bætast efnamönnum
að minnsta kosti, sein hún lendir mest á,
í ódýrari vinnu.
En svo ætti að stofna amtsfátækrasjóði,
sem amtsráðin gætu veitt úr styrk þeim
sveitum, sem ofþyngdust af fólksfjölda og
þurfamönnum. Væri i þessa sjóði lagt allt
það fje. er nú fer til þurfamannaflutninga,
mætti hjálpa nokkrum sveitum um rifleg-
an styrk, þó ekki væri nema hálfu því fje
varið í því augnamiði. Væri fjenu sann
arlega betur varið á þennan hátt, en að
hafa það til að flakj.i aumingjum lands-
hornanna á milli. Sjóði þessa mætti stofna
á þann hátt, að amtsráöin hefðu heimild
til að jafna gjaldi niður á sýslurnar eptir
tölu verkmanna. Mætti setja takmark fyr-
ir þvi, hvað gjaldið mætti hæst vera, t. d.
Vio af upphæð þeirri, er sveitarútsvörin
í amtinu hefðu nuinið undanfarandi ár.
Þessar breytingar. er jeg hert bent á,
mundu til bóta, og miða i þá áttina, að
skoða sveitarþyngslin sem sameiginlega
landsbyrði, er allar sveitarstjórnir ættu að
leggjast á eitt til að minnka, án þess þó
að skerða um of rjett þeirra og sjálfstæði,
að hugsa sjerstaklega um hagsmuni eigin
sveitar.
Hvalleifalögin.
Ur Isafjarðarsýslu er ísafold skrifað
með siðasta pósti á þessa leið:
»Hvalleifalögin, er samþykkt voru á síð
asta þingi, voru svo heimskulega harðýðgis-
leg og ófrjálsleg, að vonandi er, að þeirra
líkar verði sem fæstir í þingsögu íslands.
Þingið í sumar hefði án efa viðstöðulaust
numið þau úr gildi, eptir að það hefði
fengið að lieyra alla málavöxtu, ef lands-
stjórn hefði eigi frestað staðfestingu þeirra
og leitað álits manna um þau, fyrir bæna-
stað margra, er beðið hefðu eigna- og at-
vinnutjón sökum þeirra.
Eins og við var að búast, heflr sýslu-
nefnd Isfirðinga, sem landsstjórnin leitaði
álits hjá, í einu hljóði lagt það til, að lög-
um þessum væri algjörlega breytt. Þessi
tillaga sýslunefndarinnar, ásamt ótvíræðri
yfirlýsing 1. þingm. ísfirðinga, Sig. prests
Stefánssonar, sem sæti átti í sýslunefndinni,
um að hann mundi róa þar að öllum ár-
um, að engin óþörf bönd frá löggjafar-
valdsins hálfu verði framvegis lögð á hina
heiðruðu meðborgara sína, hvalveiðamenn-
ina, gefur mönnum örugga von um, að
eigi þurfl að óttast önnur eins lög og hval-
leifalögin fyrst um sinn, nje að ný bönd
verði lögð á atvinnugrein þeirra, án þess
þingið hafi í höndum sannari skýrslur en
þær sem það bygði hvalleifalögin á.
Þess er til getandi, að þingmaður þessi
fnuni, ef ný hvalleifaf'rumvörp verða lögð
fyrir þingið, skýra því frá því, að það er
að eins einn hreppur af 5 hreppum sýslu
þessarar, þar sem hvalveiði er rekin, sem
skeð getur, að óski laga í þessu efni, og
að i þeim lireppi eru að eins 3 hvalabátar
af 16, sem nú reka atvinnu hjer. í hinum
hreppum hj'eraðs þessa, þar sem hvalveiði
er rekin,vita menn,að þótt öllum hvalskrokk-
um þeim væri sleppt, sem nú veiðast við
ísland, og þeir rækju á fjörur manna og
rotnuðu þar, þá yrðu þeir að eins hverf-
andi hluti á móti öllum þeim urmul af
smádýrum og þangleifum, er hvert sjávar-
fall skilur eptir í fjörunni og rotnar þar
nú. Þeir vita lika, að um minni óþrif er
að ræða frá hvalveiðastöðvum, en frá
mörgum hinna stærri fiskiveiðastöðva, með
öðrum orðum, að almenningi hjer, sem
mest hefir af hvalveiðum að segja, þykir
þingið sýna hinum litlu hvalleifum allt of
mikla virðingu með því að útbúa lög handa
þeim sjerstaklega.
Að ekki sje minnsti flugufótur fyrir því,
að skepnur í Álptafirði hafi drepizt af hval-
leifaáti, mun þingmanni þessum auðvelt
að sannfæra samþingismenn sína um; þeg-
ar hann bendir þeim á, að hver^i eru
skepnur fóðraðar meira á hvalleifúm en
einmitt við hlið hans og í hans eigin sókn,
og að 12 ára reynsla í því efni sýnir, að
ekkert er að óttast.
Ekki mun honum heldur örðugt að sann-
færa þingið um, að með skepnuhöld í nánd
við hvalveiðastöðvar fer eins og með fiski-
veiðarnar: Að hvorttveggja sökum hval-
veiðanna tekur hinum skjótustu og beztu
framförum, þar sem þær ná til.