Ísafold - 29.06.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 29.06.1895, Blaðsíða 2
218 auk þess sem miklu meiri trygging væri fyrir góðri í'orstöðu. Ymislegtværi óneitanlega við það unnið, að iandið ætti einhvern part af höfuðstóln um. Þá væri tiltölulegur hluti af styrkn- um veittur landinu sjálfu. Þá gæti og þingið stöðugt haft fulla vissu fyrir hag fjelagsins, og þar af leiðandi gæti það gert sjer rökstudda grein fyrir því, hvenær draga mætti úr styrkveitingunni eða hætta henni með öllu, enda ætti það að vera samningum bundið, að hvenær sem höfuð- stóllinn færi að bera einhverja ákveðna leigu upphæð, skyldi styrkurinn minnka eða falla burt, svo að ekki verði ausið út fje til útlendra manna að óþörfu. Og jafnframt mundi það mjög bæta fyrir fyrirtækinu erlendis, ýta undir menn til fjárframlaga, ef íslendingar sýndu sjálfir þá trú á fyrirtækinu, að eiga nokkuð af höfuðstólnum. Það er naumast við því að búast, að allt sje gert fyrir oss í þessu efni af útlendum mönnum, og að vjer þurfum ekki að sýna það á neinn hátt, að vjer höfum trú á því, að fyrirtækið verði arðberandi. Þá trú getum vjer ekki sýnt ijósara á annan hátt en þann, að tryggja oss með fjárframlögum þátt í væntanlegum ágóða. Og með því að eng- in von er til fjárframlaga, sem nokkru nema, frá einstökum mönnum hjer á landi, þá virðist ekki annað hendi nær, en að landsjóður sjálfur leggi fram það fje. VIII. Að því er snertir líkindin fyrir því, að þessu máli megi framgengt verða, skulum vjer að endingu láta þess getið, að vjer höfum fulla ástæðu til að ætla, að tilboð í þá átt, sem hjer hefir stuttlega verið gerð grein fyrir, verði lögð fyrir þingið i sum- ar. Vjer vonum að þingmenn íhugi hana með stílling og gætni, gangi vitaskuld ekki að henni, ef nokkuð ákjósanlegra býðst, «n sitji sig nú ekki úr færi með að hpinda samgöngumálum vorum áfram í menning- aráttina. Því að aldrei verður það of opt tekið fram, að hið núverandi ástand er ó hafandi og með öllu ósamboðið þjóð vorri í lok 19. aldarinnar. Þingvallarfundur. Honum var smellt á, svo stórgloppóttar sem kosningar höfðu orðið til hans og óreglulegar. Hann stóð í gær kl. 12—lU/g. Aðalfundarboðandinn, Benid. sýslum. Sveinsson, setti fundinn. Fulltrúarnir 18, frá 12 kjördæmum, sem fyr hefir verið frá skýrt, og hinn 19. vara fulltrúi fyrir Barðastrandarsýslu, sjálfur alþingismaður sýslunnar, Sigurður prófast- ur Jensson; urðu fyrir það á endanum þó ekki nema 8 kjördæmi fulltrúalaus. Og svo gerði fundurinn sjálfur, af »frjálsu fullveldi« sínu, erindreka frá Kvennfjelag inu íslenzka, fröken Ólavíu Jóhannsdóttur, að 20. fulltrúanum. Fundarstjóri var kosinn fulltrúinn frá Beykjavík, præp. hon. Benidikt Kristjáns- son, og varafundarstjóri Indriði Einarsson revisor, er Norðmýlingar höfðu kjörið á Þingv.fund. Um 20 mál rædd og afgreidd. Stjórnar- skrármálið vitanlega efst á dagskrá og afgreitt nákvæmlega eins og fyrirvarhugað: með áskorun til alþingis um hiklaust fram- hald þess í sumar í frumvarpsformi óbreyttu. Ennfremur samþ. meðal annars: afnám eptirlauna eða niðurfærsla til helmings, af nám gjafsókna embættismanna, rífkun á styrk til búnaðarfjelaga, kvennfrelsi jafnt við karlmenn, þilskipakaupalán og styrk- veitingtil sjávarútvegs að tiltölu við land- búnaðinn, innlent brunabótafjelag, styrkur til að rannsaka hvað kosta mundi járn- braut frá Reykjavík austur að Þjórsá, áfengisbanns hjeraðasamþykktir samkv.frv. síðasta alþingis, lagaskóli, tíðari gufuskips- samgöngur milli Englands eða Skotlands og höfuðkauptúna landsins, ásamt fjölgun gufubáta í samvinnu við þær. Tillaga um að segja skilið við Dani (á löglegan hátt) tekin út af dagskrá! Skúlamál: samþ. óánægja með aðferð lands- stjórnarinnar, áskorun til þings um að rann- saka, hvort landsstjórnin hafi ekki gert sig seka í stjórnarskrárbroti og hvort eigi verði komið fram peninga-ábyrgð á hendur henni, — að öðrnm kosti skuli landssjóður bæta manninum embættismissistjónið, — þetta allt samþ. með flestöllum atkv. gegn 1 (Sig. Jenss ). Iieið beirting fyrir þá, sem senda íslenzkar vörur tii að selja erlendis. 1. Það er áríðandi, að varan sje vel að skilin, betri varan út af fyrir sig, og hin lakari sjer; þá njóta menn verðmunar þess, sem er á betri og lakari vöru, en ekki, ef góðri vöru er blandað saman við Ijelega. Það mætti t. d. merkja betri vöruna prima og þá lakari secunda eða eitthvað því um líkt. 2. Þá er og nauðsynlegt, að merkja vöruna bæði með fangamarki viðtakanda og eins með fangamarki þess, sem sendir vöruna. 3. Saltfisk, sem sendur er með gufu skipunum, er hagur fyrir eigandann að aðskilja vel og pakka þrjár tegundir, hverja fyrir sig eptir stærð fisksins; stærsta fisk inn, sem er yfir 18 þuml., út af fyrir sig, þar næst miðlungsfiskinn, þ. e. fisk, sem er 15—18 þuml. og þar fyrir neðan. Fisk- urinn mældur eins og venjulega gjörist frá sljettum hnakka í spyrðustæði. Það fæst opt hærra verð fyrir miðlungsfisk en smá fisk, ef hann er aðskilinn, en ekki ef bland- að er saman í einum pakka bæði smáfiski og miðlungsfiski. Það bætir útlit á salt fiski yfir höfuð, ef hnakkarnir eru skornir af, einkum ef þelr eru Ijótir eða ósljettir, enda er eigi mjög mikil fyrirhöfn að gjöra það á fiskinum þurrum. Sjálfsagt er að hnakkakýla (»afhnakka«) allan stóran fal legan jagtafisk. Það ætti ekki að þurfa að taka fram, að það borgar sig bezt fyrir alla, sem selja íslenzka vöru, að vanda haúa sem bezt, því þegar varan er góð og vönduð, selst hún betur en óvönduð vara, og er mjög mikið í það varið, að geta komið einhverri vörutegund i álit. Þetta vita reyndar flestir, en þó er töluvert ábóta- vant enn með vöruvöndunina yfir höfuð, og verður það aldrei brýnt of opt fyrir almenningi, hve mikla þýðingu það hefir, að vanda hverja vöru sem er svo vel sem unnt er, til þess að koma henni í álit og betra verð. Fyrir grænlenzkan æðardún fæst t. d. 2—4 kr. meira fyrir pundið en íslenzkan, sem beinlínis stafar af hetri hreinsun og meðferð á honum; því þeir, sem mest fást við æðardúnsverzlun, segja, að íslenzki dúnninn sje í sjálfu sjer jafn- vel betri en sá grænlenzki. Sá dúnn þykir beztur, sem, auk þess aö vera laus við fis, og einkum fjaðrir, hefir bláleitan blæ og er lífmikill og lyktarlaus og loðir vel saman. Fleira mætti segja um hverja vöruteg- und út af fyrir sig, en hjer verður látið staðar nema að sinni, en fús er jeg til að svara fyrirspurnum, sem til mín kynnu að koma. Kanpmannahöfn í júní 1895, Nansensgade 46. A. Jakob Gunnlðgsson, kanpma'ðnr. Óveitt prestakall. /fstga.s-líadaprostakall í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi (Einarsstaða- og Þverársóknir). Metið kr. 912,73. Auglýst 28. júni. Málalok. Meiðyrðamálum þeim 4, er ritstj. ísafoldar ljet höfða í fyrra haust gegn ísfirzku þjóðhetjunni fyrir illan munu- söfnuð í málgagninu hans, »Þjóðv. unga«, lauk þannig i hjeraði í fyrra sumar, að þjóðhetjan (Sk. Th.) var dæmd i samtals 100 kr. sekt til landssjóðs (eða að öðrum kosti 30 daga einfalt fangelsi) og samtals 40 kr. málskostnað. Auk þess var þjóð- hetjan dæmd í 3 málum í sekt og máls- kostnað fyrir að þrjózkast við að taka í blað sitt yfirlýsingu um þessar málshöfð- anir. Þeim 3 dómum sá dæmdi sjer eigi neitt undanfæri frá að hlýðnast, en áfrýj- aði hinum öllum 4 til landsyfirrjettar. Dómur fjell í þeim þar í vor, og mun dilk- ur þjóðhetjunnar hjer, »Þjóðólfur«, hafa sagt svo frá, að útgefandi ísafoldar hafi tapað þeim málum þar. En það erekki nema »Þjóðólfskur« sann- leiki, það. Málin eru öll ódæmd að efni til enn í yfirrjetti. Yflrrjettur átti ekkert við það. Hann úrskurðaði að eins, að hjeraðsdómarinn (Lárus Bjarnason) hefði sýnt sigísvo mikilli óvild við dæmda (Sk. Sh.), að hann hefði ekki átt að dæma i þeim; en það er atriði, sem útgefanda ísa- foldar var nokkurn veginn ómögulegt við að ráða eöa að varast. Það er með öðr- um orðum, að málin verða að dæmast upp aptur í hjeraði, af einhverjum þeim dóm- ara, sem landsyfirrjettur ekki metur óvild- armann dæmda (Sk. Th.). Það er allt og sumt. Til hefnda fyrir ófarirnar í þessum 7 málum í fyrra fitjaði þjóðhetjan npp á, 3 málum gegn ritstjóra ísafoldar, og er hjer- aðsdómur fallinn í þeim öllum. Eitt þeirra tapaðist alveg, þannig, að ritstjóri Isafold- ar var algerlega sýknaður, en 2 lauk svo, sem sækjandi auglýsti hjer í síðasta bl.,— með lítils háttar sekt o. s. frv. Svona er þá sagan rjett sögð af þessuiu viðskiptum. Holdsveikisrannsóknir. Dr. med. Ehlers ætlar að koma hingað aptur í sum- ar, væntanlegur með næsta póstskipi, um 16. júlí, og rneð honum 3 læknar aðrir: dr. med. Grossmann frá Liverpool (augna- læknir), dr. med. Cahnheim frá Dresden, og dr. Eichmuller frá Paris. Þeir ætla að ferðast fyrst um austursýslurnar (Eyrar- bakka 19.—20. júli, Stórólfshvoli 21.—22. ágúst), og siðan norður í land (Kalmans-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.