Ísafold - 06.07.1895, Blaðsíða 2
226
•sínum um landsins gagn og nauðsynjar.
0g fráleitt er ástæða til að draga það I
•efa, að alþýðu manna þyki betur varið
íþúsundunum til slíkrar samkomu, heldur
en ef t. d. væri tekið upp á að nota þær
til þess að brúa einhverja manndráps-
sprænuna eða gera nokkrum fátæklingum
ljettara fyrir með að fá börnum þeirra
íkennt að draga til stafs.
Og þegar benda skal á meðmæli með
■frumvarpsleiðinni, þá má heldur ekki
gleyma þeim megna ótta, sem hinni dönsku
stjórn og þjóð sjálfsagt stendur af sliku
aukaþingi, að minnsta kosti að ætlun þeirra
manna, sem fyrir hvrrn mun vilja láta
samþykkja þetta frumvarp af nýju í sumar.
t>að má svo sem geta því Dærrri, að Dönum
stendur álíka ógn af skeytum slíkrar sam-
komu eins og af því að standa frammi
fyrir gapandi fallbissukjöptum fjandmanna
sinna. Hvernig ætti líka að geta hjá því
farið, að aukaþingið okkar skjóti Dönum
skelk í bringu? Það er víst ekki ánægju-
iegt fyrir þá að hugsa til þess, hvernig
það mundi koma öllum þeirra málefnum
á ringuireið! 0g svo þessi feykikostnaður,
sem þeir hafa, af því, að íslenzku þingmenn-
irnir skeggræði saman um hitt og þetta
' hjer í Reykjavík !!
Skrítið rjettlæti.
Um veitingu brauða er svo skráð í lög-
um vorum, konungsúrskurði 30. júlí 1850,
að báskólakandídatar í eruðfræði með annári
einkunn og prestaskóiakandídatar með
fyrstu einkunn skuli jafngildir til embætta.
Lagaboð þetta, sem er ónumið úr gildi,
•virðist eigi hafa geiað skerzt af prestskosn-
ingsrlögunum frá 1886 frekara en það, að
þar sem áður kom til þeirra kasta hvenær
sem brauð var veitt og bera skyldi saman
rjett ýmissa umsækjenda, þá koma þau nú
~til greina, er ryðja skal umsækjenda hóp-
ann til undirbúnings kosningu; því eptir
það er veitingarvaldið bundið við þann
sem löglega kosningu hefir hlotið. Nú verð-
ur meö öðrum orðum að beita þessum
lagafyrirmælum við ruðninguna, í stað þess
að áður var það við veitinguna.
Við nýafstaðna ruðningu umsækjenda
Tim eitt hið bezta og álitlegasta brauð
landsins heflr þessu lagaboði alls eigi ver-
ið tkeytt, þar sem setlur_hefir verið á kjör-
skrá um brauðið óvfgður háskólakandídat
með annari einkunn, en hafnað fyrir hon-
um ekki einum, heldur mörgum mönnum,
sem fyrir 10, 20 og jafnvel allt að 30 ár-
um höfðu jafnan rjett á við hann — voru
nefnilega þá prestaskólakandídatar með
fyrstu einkunn — en hafa nú fram yfir
jafnmargra ára óaðfinnanlega og sumir ef-
laust mikið lofsamlega prestsþjónustu.
Það verður ef til vill fyrir borið til
varnar þessari aðferð, sem fieirum en þeim,
er hjer liafa orðið að sitja á hakanum,
muu þykja »skrítið rjettlæti*, að áminnzt-
um lagafyrirmælum hafi aldrei verið strang-
lega fylgt, og að þau hafi meira að segja
frá upphafi átt að skiljast öllu fremur sem
bending fyrir veitingarvaldið en lagaband
á það. En þá mun samt blandað saman
því, sein kannske œtti að vera og því sem
er. Má vel vera, að þess kyns fyrirmæli
ættu fremur við tn-eð bendingar- eða leið-
beiningarsniði, heidur en eins og skýlaust
boðorð. Má vel vera, að söfnuðunum og
þar með almenningi vaeri opt og tíðum
alls eigi hagfellt, að umsækjendur ættu
stranga rjettarkröfu til umbeðins prestsem
bættis, ef fullnægt hefðu ákveðnum próf-
skilyrðum, hefðu embættisaldur fram yfir
aðra o. s. frv. Og það er sjálfsagt af þeim
toga spunnið, hafi veitingarvaldið fyrrum
leyft sjer stundum að vikja nokkuð frá
nefndum konungsúrskurði, eptir atvikum,
og ekki verið neitt að því fundið frá al-
mennu sjónarmiði. En eptir orðanna hljóð-
an fela lögin ekJci í sjer heimild til þess.
Enda stoðar eigi, meðan þau eru í gilcli,
að virða alveg að vettugi þá hliðina, sem
að umsækjendum veit, rjettarhliðina þeim
til handa. En það er það, sem virðist gert
hafa verið í þessu dæmi, við ruðningu um
Garðaprestakall á Alptanesi, og það án
þess, að heill safnaðarins krefðist þess í
minnsta máta, með því að kostur var á
valinkunnum, ráðnum og reyndum sæmd-
armönnum, er lengi hafa prestsembætti
þjónað, og fyrir þær sakir því engin þörf
á að grípa niður á óreyndan kandídat,
hversu efnilegur sem vera kann.
Líklega hefir ruðningarvaldinu hjer geng-
ið það til að brjóta svona bág við lögin,
að vilja gera háskólamenntuninni sem hæst
undir höfði og þar með örva menn til að
kosta kapps um að öðlast bana, heldur en
að láta sjer lynda hina ófullkomnari, inn-
lendu guðfræðismenntun. En þar er samt
hins vegar þann ásteytingarstein að var-
ast, að gera eigi prestaskólamenntuninni
innlendu svo lágt undir höfði, að þangað
veljist að lokpm eingöngu hið rýrasta og
ljelegasta af hinni skólagengnu kynslóð.
Þá væri eins gott að leggja þá stofnun al-
gerlega niður; en það kemur nokkuð öf-
ugt við tíðarandann nú.
Annað er hitt, að með því að ota fram
við söfnuði í helztu brauðum landsins ung-
um og óreyndum nýgræðingum, er ýtt
undir þá út á þá braut, sem þeir hafa sýnt
sig allfúsa á síðan þeir eignuðust hlutdeild
í veitingu brauða, en það er að virða að
vettugi verðleika reyndra kennimanna og
freista heldur lukkunnar við hið óþekkta
og óreynda; en það gerir ekki prestskap-
inn fýsilegri fyrir hina efnílegri mennta
menn þjóðarinnar, að mega eiga því nær
víst að verða að hýrast alla æfi á sömu
þúfunni, sem þeir byrja á búskap og prest-
skap, hversu rýr sem vera kannoghversu
örðugt sem brauðið er.
Enn mun það verða afleiðing af þessari
miður ráðnu og að öðru leyti viðsjárverðu
ruðning kirkjustjórnarinnar, er hjer ræðir
um, að vaxa mun heldur fyrir það þjóð-
vilja-þyturinn um, að söfnuðum verði gert
frjálst að velja um alla umsækjendur um
hvert brauð. Hann hefir verið tilefnislaus,
vakinn af einstökum mönnum, ýmist af
hugsunarlausum almennum frelsisbelgingi
eða til hefnda fyrir frávísun miður mak-
legra umsækjenda, er áttu fylgi kjósenda
að þakka venslum, óprestslegum kunnings
skap eða öðrum annarlegum hvötum. En
hann verður ekki tilefnislaus, ef dæmin
taka að gerast slík sem nú um Garða-
preatakall, þar sem gengið er fram hji
nokkrum meðal heldri presta landsins, val-
inkunnum sæmdarmönnum, en tekinn á
skrá kornungur maður, óvígður, mikið efni-
legur að vísu, að ætlun manna, en óreynd-
ur og alls ekki rjetthærri að lögum en hin-
ir voru áður en þeirtóku prestvígslu, fyr-
ir jafnvel tugum ára.
Alþingi 1895.
ii.
Nefndir. Þessar nefndir hafa kosnar
verið frá því síðast:
Holdsveikisspítalamál m. m.: Þórður Thor-
oddsen, Valtýr Guðmundsson, Þórður Guð-
mundsson, Þorlákur Guðmundsson, Jón
Þórarinsson.
Ráðstafanir gegn útbreiðslu sjúkdóma:
Einar Jónsson, Þórður Thoroddsen, Kle-
mens Jónsson, Þórhallur Bjarnarson,
Skúli Thoroddsen (8 atkv).
Breyting á prestakallalögum (200 kr. árs-
tillag til Eyvindarhóla): Hallgrímur Sveins-
son, Guttormur Vigfússon, Sigurður Jens-
son.
Ný mál. Fáein frv. upp vakin frá síð-
asta þingi: eptirlaun, kjörgengi kvenna,
rýmkun á prestskosningarlögunum, breyt-
ing á jafnaðarsjóðsgjöldum, og — stjórnar-
skráin.
I»ingmálafundir.
Mýramenn. Fundur í Síðumíla 18. júni
fyrir upphreppa sýslunnar; um 20 á fuudi.
Hm sjórnarskrármál samhljóða ósk fundar-
manna, að því yrði haldið vakandi á alþingi
i sumar, en þó þannig, að ekki kæmi til auka-
þings 1896. Hlynntir góðum samgöngum á sjó
og landi, millilanda gufuskipsferðum beint til
Englands meira en áður, og óskað styrks til
gufubátsferða frá Borgarnesi upp í Hvítá.
Óskað sem ríflegast styrks tii búnaðarfjelaga;
sömul. að þingið hefði sömu umráð yfir söia
kirkjujarða og þjóðjarða, en varhugavert þó
að seJja prestssetrin. Tilvonandi dýralæknar
rannsaki bráðafárið. Með sóttvörnum, nema
ekki áfengis; með afnámi allra eptirlauna og
gjafsókna embættismanna; Ijetta á jafnaðar-
sjóðum; leyfa söfnuðum að kjósa um allaum-
sækjendur; með sameining Möðruvallaskóla við
Keyk.javíkurskóla. Lítill meiri hluti með af-
námi sykurtolls og frumvarpi um æfinlega
erfingjarentu.
Norðmýlingar. Fundur að Rangá 5. júni
at kjörnum mönnum ilr flestum hreppura sýsl-
unnar, 19 alls. Fundarstj. Árni hjeraðslæknir
Jónsson.
Um stjórnarskrármál samþ. mað 16:3 atkv.
að halda því áfram »öruggt i sömu stefnu og
á síðustu þingum».
Um tjármál samþ. að styrkja sem mest að-
alatvinnuvegi landsins, en styrkveitingar til
einstakra manna og hjeraða sparaðar; stein-
boginn í Lagarfljóti gerður skipgengur; fje
veitttil brúaráLagarfljót; væntanlegur kvenna-
skóli Austfjarða styrktur hiutfallslega á við
hina; óskað 6000 kr. til að fullgera aðalpóst-
veginn á Fjarðarheiði; hlynna að sjómanna-
skóla landsins; takmarka ölmusustyrk við
lærða skólann; óánægja yfir káupum á húsi
Stefáns kennara Stetánssonar á Möðruvöllum,
— má ekki koma fyrir optar.
Fundurinn áleit óþarft sóttvarnarfrumvarp-
ið frá síðasta þingi, en skoraði á þingið nð
gildandi lögum í því etni væri framfylgt og