Ísafold - 24.08.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.08.1895, Blaðsíða 2
282 í'yrst út af »Skurðsmálinu» og svo við- víkjandi allri embættisfærslu Sk. Th. Það hljóti fyrstu prófin að sýna; en fram hjá |>eim skjölum hafi verið gengið með öllu. Um það atriði hafi hæstirjettur ekkert sagt. Hann hafi að eins sagt, að ekki lægju i'yrir nægar sannanir til að sakfella manninn, en það sje allt annað en að ekki hafi verið ástæða tii rannsóknar og málshöf'ðunar. Gegn þessum aðfinningum gat nefndin ekki komið með neitt annað svar en það, að hún hefði ekki þótzt hafa næga þekk- ingu tií að eiga neitt við þau skjöl, sem dómstólarnir hefðu byggt á. Harð- ari dómur var ekki uppkveðinn yfir henni í deildinni af neinum, enda liggur ekki í augum uppi, hvernig unnt hefði verið að gefa henni iakari vitnisburð en hún þann ig gaf sjer sjálf — nema þá með því að bera heuni hlutdrægni og samvizkuleysi á brýn, sem ekki var gert. Hvað á nefndin að rannsaka? Ekki þarf hún að rannsaka það, af hverjum ásæðum Skúla Thoroddsen hafi verið vikið frá embætti fyrir fullt og allt. Landshöfðingi svaraði þeirri spurningu skýlaust, þegar nefndin var fyrir skömmu til orðin. Og enginn bar brigður á orð hans þá. En sá grunur virðist hafa komizt inn hjá sumum, að rannsóknin á embættis- færslu Skúla og málshöfðunin gegn honum hefði stafað af hinum sömu ástæðum sem embættisfrásetning hans. Með öðrum orð- um, að stjórnin hafí ekki haft neinar gildar ástæður til að ætla að embættis- færsla hans hafi verið neitt vítaverð, held- ur hafi hún hafið þessa rannsókn og þetta mál eingöngu vegna hinna »pólitísku« æsinga hans m. m. Auðvitað voru engar líkur til, að þessi grunur manna væri á rökum byggður — það sýndi landsyfirrjettardómurinn bezt. En samt sem áður, þetta átti nú nefndin að rannsaka. Eða, ef hún átti ekki að gera það, þá dylst oss með öllu, hvað hún heíir átt að gera. Nú eru til skjöl, sem byggja má á fuli- komna sannfæring um þetta atriði. Það eru prófin í málinu og engín önnur skjöl. Svo segir nefndin: Það er ekki okkar meðfæri að eiga við slík skjöl; við slepp- um þeim alveg! Jafn-hlægileg frammi- staða ætti að verða þinginu að varnaði, svo að það glæpist ekki á því framvegis að setja í slíkar nefndir þá menn eiugöngu, sem vitanlega eru ekki starfinu vaxnir. Það var sízt að undra, þótt hin harðorða J)ingsályktun nefndarinnar fengi litinn byr, þar sem forsendurnar voru jafn-gloppóttar. Enginn maður vildi við henni líta á fund- inum, nema Guðjón Guðlögsson. í stað hennar var samþykkt — með að eins 13 atkv. þó — rökstudda dagskráin, sem áð- ur var um getið, til þess að binda ein- hvern enda á barnaskapinn. Frammistaðan öll og niðurstaðan með öðr- tim orðum hjer um bil sama vindhöggið og reykurinn eins og hjá kærurannsóknar- nefndinni 1893. Málið endar á dagskrá, sem ekki er nema selbiti í vasann, — sem J)ví miður má segja um flestar dagskrár þingsins, vegna þess einmitt hvað helzt, að það hefir sjálft nítt úr þeim allan merg með því að vera allt af að reiða þær á lopti, hvort sem nokkurt verulegt tilefni er til eða ekki. Þær eru fyrir það orðnar að barnaglingri, — að tindáta- byssu. Embsettispróf á prestaskólanura tóku 8.— 17. þ. m. ELnk. Stig. Páll Hjaltalín Jónsson .... I. 47. Jón Stefánsson......................II. 37. Pjetur Hjálmsson . .... II. 23. Einn stúdent gekk frá prófinu. Spurningar í hinu skriflega prófi voru: Trúfræði: Að útlista og rökstyðja lærdóminn um syndleysi Jesú Krists. Siðfræði: Að lýsa eðlisyndarinnar, rót hennar og myndunura, sem hún birtist í, með samanburði við ókristilegar lífsskoð- anir á syndinni. Biflíuskýring: Jóhannesar guðspj. VIII, 30—40. Ræðutexti: 1. Jóh. V, 1—4. Liðveizla Skula Thoroddsens við ísafold. Hr. Skúla Thoroddsen hefir þótt vissara, að svara í »Þjóðólfi« tveim greinum, sem stóðu í 68. og 69. bl. ísafoldar. Hann segist að eins ætla »að leiðrjetta nokkrar allra stærstu rangfærslurnar«, sem hann man eptir í svip. Og hvað er það svo sem hann leiðrjettir? Gætum fyrst að, hvað það er, sem hann leiðrjettir ekki. Hann leiðrjettir ekJci það, að hann hafi i blaði sínu fundið landshöfðingjanum það til foráttu, með hve mikilli rangsleitni hann hefði skipt embættislaununum milli sín og Lárusar Bjarnason. Hann leiðrjettir ekki það, að hann bafi sjálfur fengið sjer borgaðar 200 kr. á ári umfram þann embættisfærslukostnað, sem Lárus Bjarnason fjekk. Hann leiðrjettir ekki það, að hann hafi fengið 2300 kr. á ári að meðaltali meðan bráðabirgðafrávikningin stóð, fyrir alls ekkert verk. Hann leiðrjettir ekki það, að þingmaður Reykvíkinga (yfirdómari Jón Jensson) hafi sagt í þingræðu. að skaðabótakrafa hafi verið gjörð fyrir hans (Skúla) hönd í hæsta- rjetti, en í stað þess að taka hana til greina hafi rjetturinn dæmt hann til að greiða part af málskostnaðinum. 0g hann leiðrjettir ekki það, að það drepandi tjón, sem hann hafi beðið af frávikningunni og ætli landssjóði að bæta, sje það, að tekjur hans hafi hœkkcið um mörg hundruð krónur á ári. Hvað er þá maðurinn að leiðrjetta? munu þeir spyrja, sem ekki lesa »Þjóðólf«. Hann »leiðrjettir« þá sögusögn ísafold- ar, að nokkrar ósannindasögur um málið hafi verið breiddar út meðal þingmanna. Það eru »allra-stærstu rangfærslurnar«, sem hann man eptir, að ísafold hafi gert sig seka í, eptir hans eigin sögusögn! Það gerir minnst til, þótt oss sje full- kunnugt um, að vjer höfuin haft á rjettu að standa einnig í því efni, sem Sk. Th. mótmælir, og þótt miklum hluta þessa bæj- ar sje líka fullkunnugt um það. Vjer tök- um grein hans með þökkum. Því að betri liðveizlu gátum vjer ekki vænzt af honurn en þeirrar, að fara að taka sig til og sam- sinna í »Þjóðólfi« ðllum helztu upplýsing- unum, sem vjer höfum lagt fram fyrir al- menning í þessu máli og byggt á dóm vorn um það. Nýtt fjárkaupafjelag enskt. Hjer kom 21. þ. m. enskt gufuskip all-stórt, Anglia, 550 smál., skipstj. Rob. Miekle, og með því f. kaupm. Georg Thordal ásamt nokkrum Englendingum, er sumir eru híuthafendur í nýju verzlunarfjelagi, stofnsettu í f. m. í Leith, sem ætlar að reka hingað ýmis konar verzlun, einkum hafa hjer fjárkaup og hrossa. Abrrnið er, að byrja í haust á því að kaupa h jer 15,000 fjár, sem gufuskip þetta á að sækja á nokkiar hafnir austanlands, norðan og snnnan. Það kom við í því skyni til und- irbúnings, nú í ferðinni, á Seyðisfirði og Akureyri. Það hefir nú meðferðis 7—800 smál. af kolum og selur hjer, en ætlar að fara aptur með hrossafarm, 300, eptir rúma viku. Stofnfjo hlutafjelagsins ernær ]/2 milj. króna., og hlutirnir fáir (5). Eimskipið. Frumvarpið það marðist fram í báðum deildum: um að leigja eða kaupa, og haldið fargæzlumönnunum, í raun rjettriámótiviija meirihlutaþingmanna, sem sýnilegt er, að þetta eru ekki annað en humbugs-bitlingar. Embættaveitingar alþingis. Endur- skoðunarmenn landsreikninganna eru kosn- ir þeir bræður Jón Jensson yflrdómari og Sigurður próf. Jensson, sinnafhvorri deild. Landsbankagæzlustjóri endurkosinn af neðri deild, sira Eiríkur Briem prestaskóla- kennari. Söínunarsjóðsgæzlustjóri endurkosinn af neðri deild adjunkt Björn Jensson. Fargæzlumenn kosnir í dag, fyrir vænt- anlegt landsgufuskip, þeir Jón Jakobsson alþm. frá Víðimýri (efri d.) og kaupmað- ur Jón Vídalín. Frjettaþráður til íslands. Englendingur nokkur, sem kom hingað um daginn með gufuskipinu Anglia, og heitir John M. Mitchell, málfærslumaður frá Lundúnum, hefir borið upp við þing- menn hjer ráðagerð nokkra um að koma á frjettaþræði (telegraf) milli Bretlands- eyjá og fslands. líann gizkar á, að það muni kosta 100,000 pd. sterl. (1,800,000 kr.) og að 10,000 pd. ársstyrk muni þurfa til þess að fvrirtækið geti þrifizt. Viljí stjórn íslands leggja til ’/4 hluta af þessum árs- styrk (45,000 kr.), hugsar hann sjer að reyna við stjórn Englands, Frakklands og Bandarikjanna í Norður-Ameríku um sinn x/4 hluta hverja, ekki í þágu verzlunar- viðskipta, heldur vegna veðurfræðinnar. Mál þetta var tekið til meðferðar á þingi í snatri og skorað á stjórnina af báðum deildum, að veita þeim manni eða mönn- um, er um það kynni að sækja, einkaleyfi um 5 ára bil til þess aðleggja frjettaþráð (telegraf) frá hinuin brezku eyjum til Reykjavikur,með þeim skilyrðum, sem henni þykir nauðsyn á, og því jafnframt lýst yflr af neðri d., að hún mundi fús á að sam- þykkja allt að 45,000 kr. fjárveiting sem

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.