Ísafold - 19.10.1895, Blaðsíða 2

Ísafold - 19.10.1895, Blaðsíða 2
á34 Þótt fikówarair hafi horfið undir Fjöllun- um, hefir graslendið eigi eyðilagzt við þaðtil neinna muna. Jarðvegurinn er þar svo ó- venjulega frjóvsamur, svo sem áður er sagt, að alt grser upp eptir fá ár, þótt skriður falli einhverstaðar. Hiíðar og hrekkur undir Fjöllunum og í Vestur-Skapta- fellssýslu eru að þessu leyti ólíkar öllum öðrum fjallshlíðum hjer á landi. Það má kalla, að öll Eyjafjallasveit sje grasi vafin, og meginhluti hennar er ágætt slægjuland. Þá er á alt er litið munu fáar sveitir vera jafnágætar frá náttúrunnar hendi sem Eyja- fjallasveitin. Það mætti því þykja líklegt, að efnahagur manna væri þar með mikl- um blóma. En efnahagurinn er eigi ávalt beztur þar sem landkostirnir eru beztir. Það birtist í þessu sem mörgu öðru, að efnahagurinn fer meir eptir mönnunum sjálfum en hinu, hvernig náttúran býr í hendurnar á þeim. Varla mun í nokkurri sveit landsins vera öllu meiri og allmenn- ari fátækt en undir Fjöllunum. Fyrir nokk- rum árum var liklega enn meiri eymd og íátækt í Meðallandi í Vestur-Skaptafells- sýslu, en hagur manna hefir batnað þar stórum á síðustu árum, þótt fátæktin sje þar mikil enn. Eitt hið mesta mein þeirra Eyfellinga er þröngbýlið. Hver bóndi hef- ir venjulega ekki nema litla jarðarsneið. En ásvo litlu jarðnæði getur venjulega eigi þrifizt nema lítið bú með því búskaparlagi, er alment tíðkast. Því verður eigi neitað, að slíkt þröngbýli ber venjulega vott um skort á dugnaði og framfarahug. Þar sem dugur og manndómur liggur í landi, þar láta fáir sjer koma til hugar að stófna til búskapar á mjög litlu jarðnæði. Það er optast vottúr um vaxanda dugnað og sjálf- stæðishug, þá er nokkuð rýmkast um í þeim sveitum, þar sem þjettbýlið er mjög mikið. ÍMeðallandinuhefir þjettbýiið minkað stór- um á siðustu árum, en eigi ber á því undir Eyjafjöllunum. Búin eru þar einn- ig að sama skapi smá sem býlin. Þar eru allmargir bændur, sem ekki hafa fleiri en milli 20 og 30 sauðkindur, eina eða tvær kýr, og svo sem 4 eða 5 hross, og til eru þeir bændur, sem hafa enn minna en þetta. Og öll vinnan gengur í að heyja handa þessum skepnum og hirða þær. Það er opt, að þrent og fernt gengur að heyskap á slíkum heimilum og annast skepnurnar árið um kring. Þetta sýnir ljó3lega, að vinnan getur eigi verið mikil. Mundi stór- bændunum eigi þykja búskapurinn erfiður og kostnaðarsamur, ef þeir hefðu jafnmik- inn mannafla að tiltölu við fjenaðarfjölda sinn sem þessir bændur? Það er eigi heldur mjög óeðlilegt, að vinnunni sje þanu- ig háttað á slíkum heimilum. Bóndinn er bundinn við heimili sitt þar sem hann er einyrki, eða hefir eigi annað en unglinga sjer til aðstoðar. Hann getur eigi stundað sjóróðra í útverum eða verið í vinnu til lengdar annarstaðar. Að vísu gæti hann unnið að því að búa í haginn fyrir sig með umbótum á túni og engjum eöa mat- jurtagörðum, en svo er hugsunarhætti al- mennings varið í flestum sveitum, að fáir hyggja á slíka hluti. En þess er eigi að vænta, að nokkur maður geti lifað góðu lífi við lítið fje og litla vinnu. Um langan aldur hafa Eyfellingar átt við erfíðan hag að búa, en svo er að sjá sem efnahagurinn hafi verið þar allgóður 8tundum á fyrri öldum. Það er auðsætt, að þar hefir verið mun betri efnahagur 1709. þá er jarðabók Árna Magnússonar var gerð. Þó var þjettbýlið eigi öllu minna þá en það er nú. Kvikfjáreignin var miklu meiri, en skuldir tíðkuðust þá hvergi að neinum mun. Sjerstaklega hefir nautpeningseignin verið miklu meiri þá en nú, og svo var nálega í öllum sveít- um landsins. Til þess að m?.nn geti fengið nokkra hugmynd um, hvernig nautpenings- eigninni var varið undir Fjöllunum í þá daga, skal eg setja hjer, hvernig hún er talin á nokkrum auitustu bæjunum: í Eystri- Skógum eru taldar 10 kýr og 5 geldneyti (með kálfum). í Vestri-Skógum voru tveir búendur. Þar eru taldar 15 kýr og 7 geldneyti. Nokkur hluti jarðarinar var þó notaður af ábúanda annarar jarðar. í Drangshlíð voru 2 búendur, þar eru taldar 20 kýr og 4 geldneyti. í Skaröshlíð 2 á- bendur: 12 kýr og 5 geldneyti. Hrútafelli 3 ábúendur: 20 kýr og 18 geldneyti. í Eyvindarhólum hjá prestinum (sjera Ólafi Ólafssyni): 13 kýr og eitt naut. Baufar- felli eystra hjá 4 ábúendum: 30 kýr og 12 geldneyti. Þessu lík er nautpeningseignin á öðrum jörðum, sumstaðar meiri og sum- staðar minni. Sauðfjáreignin hefir að minsta kosti verið engu minni þá en nú. Þess verður einnig að gæta, að þá voru um garð gengin einhver hin mestu og jangvinnustu harðindi, er nokkru sinni hafa verið hjer á landi, og hafði þá verið ógurlegur fjenaðarfellir um alt land. Það má því ætla, að efnahagur manna hafl verið betri undir Fjöllunum áður en þá var orðið, svo sem í flestum öðrum sveit- um landsms. í Vestri-Skógum og Dal bjuggu opt stór- auðugir menn fyrrum, enda eru þeir bæir og Holt nafnkunnastir undir Eyjafjöllum. Skógar eru sumstaðar nefndir Fossdrskógar í fornritunum. Þar biuggu opt höfðingjar og auðmenn, svo sem Þormóður Kortsson, Lýðssonar hins danska, og Ámundi lög- rjettumaður sonur hans. Hann var föð- urbróðir Þorleifs lögmanns Kortssonar og þeirra systkyna. Sólveig kona hans var þjóðkunn fyrir skörungsskap sinn og mann- kosti. Hún var dótturdóttir Erasmusar prófasts Villadssonar á Breiðabólsstað. í Holti hafa verið margir nafnkunnir klerk- ar. í Dal hafa búið inargir göfugir menn og stórauðugir. Þar bjuggu þeir niðjar Jörundar g)ða, er Dalverjagoðorð er kent við. Þai bjó Kolskeggur auðgi, Eyjólfurlög- maður Einarsson og Einar sonur hans, er átti Hólmfríði Erlendsdóttur, systur Vigfús- ar lögmanns á Hlíðarenda. Eptir þau bjó þar Eyjólfur sonur þeirra, er átti Helgu dóttur Jóns biskups Arasonar. Þeir feðgar voru allir stórauðugir. Þótt nokkrir raenn sje vel auðugir í einhverju hjeraði, þá sýnir það að vísu eigi, hvernig hagur almennings er. Enn eru nokkrir menn vel efnaðir undir Eyja- fjöllum. Þorvaldur Bjarnarson á Þorvalds- eyri ber að þessu leyti langt af öðrum, enda er hann með mestu bændum lands- ins. Mörg merki þess má sjá á Þorvalds- eyri, en einkum eru þar meiri og risulegri hús en annarstaðar, enda er þar sannast af að segja, að svo stórfengleg húsa- gerð muni varla vera til á nokkrum bæ hjer á landi. Fleiri menn má nefna und- ir Eyjafjöllnm, sem eru allvel efnum bún- ir, og að öllu hinir beztu bændur, svo sem Jón Hjörleifsson í Eystri-Skógum, Sighvat- ur alþingismaður í Eyvindarholti, Högni Sigurðssoná Seljalandi, Jón í Syðstu Mörk, Einar í Stóru-Mörk o. fl. Svo sem áður er sagt, er Landeyjunum mikil hætta búin af ágangi vatnanna. Einna mest er þó hættan að vestan. Þar eru Rangárnar báðar og Þverá komnar saman, og eru venjulega nefndar Þykkva- bœjarvötn. Þau kvíslast ýmislega, og hafa m.1ög grunnan farveg. En landið er lágt og flatt tii beggja hliða, ogþví sækir vatn- ið upp á landið í vatnavöxtum, og getur þá unnið stórskemdir. Neðan til í Land- eyjunum vestanverðum fyllast engjar sumstaðar svo mjög af vatni, að eigi er unt að nota þær fyrir þá sök. Þetta vatn kemur úr Hólsá, austustu kvísl Þykkva- bæjarvatnanna. Auk þess leitar vatnið að ná sér farveg austur í Landeyjar, og optar en einu sinni hafa kvíslir brotizt þar austur. En þær hafa verið stiflaðar jafn- óðum, þótt eigi hafi það gengið greiðlega. Yestur-Landeyjarnar eru í mikilli hættu, ef eigi verður vel um hnútana búið. Það þarf að gera örugga garða hingað og þangað til þess að verja Landeyjarnar að vestan. Þetta mundi án efa kosta mikið, en enn hefir eigi hefir verið rannsakað hve miklar varnirnar þyrftu að vera. Land- eyinga skiptir það eigi litlu, að þessar varnir komist til framkvæmdar, því að öðrum kosti vofir mikil og bersýnileg hætta yfir sveitinni. Svo sem áður er sagt, mundi mega veita vatni um nálega allar Land- eyjarnar,|oggeraþæraðgróðursæluflæðiengi. Þessvegna væri mjög nauðsynlegt að koma slíkum vatnsveitingum á. Sumstaðar er grasvöxturinn eigi mikill í Landeyjunum, svo eem nú er, en þetta mundi breytast stórvægilega við reglubundnar vatnsveit- ingar. Alstaðar þar sem hæfilega mikið vatn fer yfir úr jökulánum á suðurlandi, verður grasvöxturinn mjög mikill, og sýnir það berlega hve geysimiklur umbætur mætti gera á sljettlendi því hinu mikla, er þessar ár falla um. í Landeyjunum er fátæktin eigi jafn- mikil sem undir Fjöllunum; þó er langt frá því, að hagur almennings sje þar með miklum blóma. Allur þorri bænda býr þar við litil efni. Þetta er þó mjög mis- jafnt, þar svo sem í öðrum sveitum. Nokkr- ir bændur eru þar vel fjáðir. Ilelztur bóndi og göfugastnr í Landeyjunum er Sig- urður Magnússon á Skúmstöðum. Hann er talinn einna auðugastur maður í Rang- árvallasýslu. Sigurður hefir búið áSkúms- stöðum síðan 1834, ef eg man rjett. Hann er nú nálega 86 ára gamall, og þó ern og ungur í anda. Skúmsstaðir voru höfuðból mikið á fyrri öldum. Aðrir nafnkunnastir bæir í Landeyj- um eru Kro3s, Voðmúlastaðír Ossabær (=Vörsabær) og Bergþórshvoll. Merkast- ur þeirra allra er Bergþórshvoll, því svo hefir Njáll gert þann »garð frægan«, að fáir bæir munu vera nafnkunnari með al- M

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.