Ísafold - 23.11.1895, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.11.1895, Blaðsíða 1
Kenrar útýmísteinu sitmi eða tvisv.iviku. Verð árg.(80arka aainnst) 4 kr., erlendis 6 kr. eða ls/a doli.; borgist fyrir mxðjan. jáii (eriendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Öppsögn(skrifieg)bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIÍ. árg. Reykjavik, laugardaginn 23. nóvember 1886. 89. „Aldamót“. Fimmta ár. 1895. Ritdómur eptir prestaskólakennara síra Jón Helgason. n. (NiDurlag). Síðar í heptinu minnist síra Friðrik á annað teikn tímanna, í grein með fyrir- sögninni: »Ný búsiestrabók«, og er það teiknið sorglegra hinu fyrra. Þetta sorg- lega teikn eru ræöur sira Páls heit. Sig- urðssonar.—Það er lika sorglegt teikn, því að slík húslestra-'bók hefir ekki út komið á Norðurlöndum á siðastliðnum 30—40 ár- nm. En hins vegar held jeg ekki, að menn þurfi að hræðast hana. Jeg held ekki, að hún »prjediki kristindóminn út úr hjörtum manna«, til þess er hún allt of kostasnauð, enda varast hún eins og heitan eld að koma nálægt hfarta lesandans — það má gjarnan kalla það lán í óláni! — en það er reynsla fyrir þvi, að prjedikanir, sem ekkert erindi eiga til hjartans, hafa aidrei orðið langlifar. Trúaðir lesendur munu brátt sjá, að hjer eru manni boðnir stein- ar fyrir brauð, og munu því fljótt leggja hana upp á hilluna. »Hitt er óneitanlega enn þá raunalegra teikn tímanna*, segir síra Friðrik, *að engin mótmæla- eða að- vörunarrödd frá islenzku kirkjunni skuli hafa látið til sln heyra. Ekkert annað en hrós!«. Þetta gæti þó verið viliandi teikn, því að þótt þögn prestanna ef til vill gæti sýnzt bera vott um hið gagnstæða, þá mun þó mega fullyrða, að allur meginþorri ís lenzkra presta sje allt annarar skoðunar, að því er ræðurnar snertir, en skáldin góðu, sem í fyrra vetur báru þær til skýja á lofsorðavængjum. Jeg skal ekki verja þögnina; en hins má þó geta, að það vill opt svo verða, að smáu spámennirnir þegja, þegar þeir stóru hafa talað; og enn má ganga að því vísu, að það hafi hindrað margan manninn frá því að ráðast á ræð nrnar opinberlega, að hjer var um verk látins manns að ræða, sem ekki get ur svarað fyrir sig eða borið hönd fyrir höfuð sjer, þegar á hann er ráðizt. En hvað sem því líður, húslestrabókin er sorg- legt teikn tímanna, sem æskilegt hefði verið að aldrei hefði sjezt á himni vorra íslenzku kirkjulegu bókmennta. Þá komum vjer að þeim kafla Aldamóta, sem vjer hljótum að álíta hið langbezta, sem þau flytja oss á þessu ári. Það er fyrirlestur sira Jóns Bjarnasonar » Um for- lög«, mjög svo einkennileg og eptirtektar- verð ritgjörð. Sira Jón kemur þar til dyra sjálfum sjer líkur, býsna-stórskorinn í hugs- nnum sínum og hrikalegur i samlíkingum sinum. Hann segir, að íslendingar hafi á- vallt verið forlagatrúarmenn og tilfærir ýmsar orsakir að því. En þar eð þessi forlagatrú þeirra sje skökk og hafi bælt niður frjáisræðishugmyndina, sem annars gjöri vart við sig í hvers manns brjósti, hafi hún stórvægilega lamað allt fram- kvæmdalif og hept allar framfarir. Eins og forlagatrúin komi fram bjá íslending- um, virðist hún helzt bera vott um, að menn ætli, að tilveran stjórnist af einhverju óskynsömu gjörræðisvaldi, er láti hending- ar ráða og tilviljanir einar, i stað þess að hún stjórnast af guðdómlegu vísdómsvaldi, er fylgir fastákveðnu allsherjar lögmáli. Þetta er hin sanna og kristilega forlagatrú, og í þeim skilningi kveðst síra Jón sjálf- ur vera forlagatrúarmaður; hann trúir á þetta allsherjar-lögmál og hlýtur sem krist- inn maður að trúa á það. En þessi íor- lagatrú heptir ekki frjálsræði mannsins, hún lamar ekki framkvæmdir vorar og framfarir, miklu fremur á hún að geta styrkt alla vora viðleitni í framfaraáttina, því hver, sem trúir á þetta allsherjar lög- mál á bak við tilveruna, hann veit hart- nær með óyggjandi vissu, að þar sem bless- unarskilyrði eru fyrir hendi, þar má segja það fyrir, að farsæld muni af þeim leiða, eins og hann lika getur gengið að því vfsu, að af gagnstæðum skilyrðnm leiði ó- heill fyrir mannlifið á komanda tíð. En íslendinga skortir einmitt þessa forlaga- trú. Þess vegna vildu Seyðfirðingar helzt halda áfram að byggja barnaskólahús sitt á Öldunni, undir Bjólfstindinum, þótt þeir vissu, að snjóflóð hefði fallið úr fjallinu niður yfir grunninn, sem búið var að leggja, í stuð þess að þeír hefðu mátt ganga að því vísu, að húsinu væri hætta búin þarna framvegis; og svo var hin ranga forlaga- trú þeirra sterk, að það var afráðið með að eins eins atkvæðis mun, að velja nýtt skóla- stæði. En til er annar, andlegur Bjóifstind- ur, miklu voðalegri hinum, segir síra Jón, sem ógnar Seyðisfjarðaröldunni; það er Kaup- mannahaírar-menntun íslendinga. Úrþess- um andlega Bjólfstindi hafa vantrúar-snjó- flóð komið yfir hið islenzka þjóðlíf, sem hver maður hlýtur að hafa sjeð, og má ganga að því vísu, að þau muni halda áfram að koma þaðan. En samt halda ís- lendingar áfram að senda sonu sína þang- að. íslendingar ættu að flýja þennan Bjólfstind, eins og Seyðfirðingar flýðu sinn, og koma sjer upp menntastofnun heima bjá sjer, sem vitanlega mætti ekki vera inn- blásinn af Kaupmannahafnarmenntuninni. Með slíkri stofnun sje þessum voðalega andlega Bjólfstindi varpað í hafið, hvað íslendinga snertir. Vestur-íslendingum standi einnig voði af þessu fjalli; þessvegna beri þeim (úr því Austur-íslendingar geri ekkert í þá átt), að leggja fram alla sína kraptatil að »realísera« bina vestur-íslenzku skólahugmynd, því að fyr en sá skóli sje fenginn, verði ekki hægt að verja Vestur- íslendinga fyrir voða þeim, er stendur af vantrúar snjóflóðunum úr hinum danska Bjólfstindi, þessum bakjarli hinnar íslenzku menntunar.— Þetta er mergur málsins hjá síra Jóni. Því verður með engu móti neitað, að þetta er stórlega eptirtektarverð ritgjörð, og er lítt hugsandi, að nokkur lesi hana öðruvísi en með athygli. Vitanlega munu skoðanir manna geta orðið mjög skiptar um ýms atriði, en það yrði oflangt mál að fara út í þá sáima hjer. Jeg skal að eins geta þess, að jeg hefði mikillega ósk- að þess, að síra Jón hefði bent mönnum á það, hvernig hann hugsar sjer að verja megi þennan skóla í landinu fyrir því, að verða að nýjum andlegum Bjólfstindi fyrir þjóðJíf vort. En það hefir sira Jón ekki gjört í fyrirlestri sínum. Verði engar skorður við því reistar, að þessi skóli verði að andlegum Bjólfstindi fyrir hið íslenzka þjóðlíf, fæ jeg ekki sjeð, að vinningurinn verði mikill, hvað það atriði snertir, sem sira Jóni liggur í’íkast á hjarta, nefnilega kristindóminn. Enn hafa Aldamót að flytja tvö styttri erindi, ræðu eptir síra Steingr. Þorláksson, »Komið og sjáið«, mjög svo vandaða að efni og sniði, og trúfræðilega ritgjörð: »Um eðli og ávexti trúarinnar« eptir síra Björn B. Jónsson, laglega samda og vel úr garði gerða. Seinast í heptinu hittum vjer síra Friðrik »Undir linditrjánum«, leggjandi dóm á ýmsar ísl. bækur, er út hafa kom- ið í seinni tíð. Við þennan kafia vildijeg gera þá litlu athugasemd, að síðustu sjö línurnar — niðurlag bókarinnar — hefðu gjarnan mátt missa sín, því þær Jýsa því berlega, að höfundur dæmir um það, sem hann ekki þekkir. — Þegar jeg svo lít yfir þetta 5. hepti Aldamóta, sem heild skoðað, er mjer ijúft að játa, að vonir þær hafa ekki brugðizt, sem jeg^gjörði mjerum næsta árgangtímarits- ins, er jeg i fyrra vetur hafði lesið 4. ár- gang þess. 0g eins og jeg þá hlakkaði til að sjá næsta heptið, þannig legg jegnú frá mjer 5. heptið, hlakkandi til að sjá hið 6. á næsta ári, og óskandi þess, að það verði ekki að neinu leyti lakara þessu og því, sem á undan er komið. En alla þá, sem unna kristindómi og kirkju meðal vor, vildi jeg með þessum línum hvetja til að eign- ast þetta tímarit. Tvær aðalritgjörðirnar, sem Aldamót flytja í þetta skipti, eru fyrirlestrar, fluttir á kirkjuþingi Vestur-íslendinga í sumar; — hvenær skyldum vjer Austur-íslendingar geta átt von á að heyra slikt flutt á voru kirkjuþingi — á þeirri íslenzku synodus?

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.