Ísafold - 08.02.1896, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.02.1896, Blaðsíða 2
26 fyrr en eptir 14 ára landsvist. Út af þessu mikill kurr risinn á seinustu árum. Þetta færðu þeir sjer í nyt, sem bjuggu nýjar árásir undir, Transvaal á hendur, er fram komu í árslokin, en það voru umboðsmenn »Kaupmannaljelagsins« í ýms- um nýlendum, og var sjálfur stjórnarfor- setinn í Capstaðnum, Cecil Rhodes, sem meinlegast við inálið riðinn. Allt ráðið á laun við landstjóra Englendinga þar syðra, er Hercules Robinson heitir, en er valin- kimnur maður og alúðarvin Kriigers. — Forustu fyrir innrásar-sveitinni, er var 7 eða 8 hundruð manna, tókst maður á hend ur, er Jameson heitir. Hann er læknatölu, en all-frægur tyrir framgöngu og dug í ýmsum viðureignum við þarlenda höfðingja, t. d. í fyrra við Matabela-konung. Hann bar að landamærum Transvaals daginn fyrir nýjársdag, en treysti á að flnna þar liðssveitir fyrir, eptir sammælum við ýmsa forustumenn »hinna útlendu« (»Uitlanders«). Hjer brugðust allar vonir, en skömmu áður voru Kriiger njósnir komnar, og hafði hann þegar komið boðum til Robinsons, en hann sem skjótast hraðfrjett til Chamberlains, ráðherra nýlendu-málanna í Lundúnum. — Frá báðum flugboð send til Jamesons, að snúa aptur, en hjer að engu farið. Nokkru áður höfðu erindrekar frá Johannisburg, stærstu borginni í Transvaal, heimsótt Kriiger í Pretóríu. og hafði hann heitið þeim að gangast fyrir lagabótum þeim í vil, og þetta gerði »hina útlendu« veilari í atfylginu við Jameson. Þegar yfir kom landamærin, hitti hann enga liðsending fyrir, en fjölskipaða sveit Búaliða í góðu vígi. Til bardaga tekið með harðri at- göngu og miklu mannfalliaf liðum Jamesons, og þar lauk, að hann hlaut að gefast upp og ganga hinum áhönd með þeim er eptir stóðu. Að fyrirlagi ensku stjórnarinnar ferðaðist Róbinson þegar til Pretoríu, að ná samkomulagi við Kríiger um framsölu hinna herteknu í hendur Englendinga, og fleira, og gekk hjer allt að Ó3kum. Cecil Rhodes er nú frá stjórn vikið. — Enn er um að geta einn meinþráð þessara tíðinda. Herskip Þjóðverja höfðu reynt að hleypa herraönnum á land í nýlendu Portúgals- manna við Delagóaflóann, en þeím ætlað að halda þaðan á járnbrautinni vestur í Transvaal. Þetta lögðu Hollendingar for- boð fyrir, en Englendingum þótti, sem hjer skyldi tekið fram fyrir hendur sjer. Þar til kom enn, að Vilhjálmur keisari sendi Kríiger samfagnaðar-kveðju eptir sigurinn, og kvað vel hafa farið, er Krúger hefðj tekizt að sjá landi sínu borgið »án þess að heita á góðfÚ3 ríki sjer til líðveizlu«. Uppþot í enskum blöðum, og kallað hjer beitt styggjandi orðum gagnvart Englandi og tilsjárrjetti þess í Transvaal samkvæmt sáttmálanum frá 1884. Þessu öllu bitur- lega andæpt í blöðum Þjóðverja. Nú er þó þar komið, að blöð hvorratveggju mælast skaplega við, og stilling er á alit komið, eptir tíða samfundi þeirra Salisburys lávarðar og Hatzfeldts, sendi- herra Þjóðverja. Vilhjáimur keisari á líka að hafa fengið brjef frá ömmu sinni, og í svari sínu tekið sem fjarst, að sjer hefði komið í hug að móðga Englendinga. Frá ýmsum Norðurálfulöndum. Frá Danmörk ekkert markvert að segja. Lítið um stríðar viðureignir á þinginu, en þær kunna að koma í annari umræðu fjár- laganna, þ\ í nefndin hefir orðið heldur nærgöngul fjárkröfum stjórnarinnar til hers og landvarna. Hægri menn láta yfir sjer vei og borginmannlega, en biöð hinna brýna fyrir þeim, að þeir þurfl að fá sjer atkvæðameiri menn í ráðaneytið, eða slíka sem alþýðan verður ekki svo leið á, sem flestum þeirra, er nú eru víð völdin. — Vinstri menn á Friðriksbergi unnu fyrir skömmu góðan sigur við bæjarstjórnar- kosningarnar, en þar heflr stórfje farið for- görðum við fjárdrátt og pretti, með fram fyrir vangæzlu bæjarstjórnarinnar. — Svíaríki og Noregur. Kalla má, að þögn ríki nú í báðum ríkjurn, en nú fer þingtíminn í hönd og líklega málaiyktirn- ar i samríkjanefndinni. Og hver veit, hvað þá tekur við? Hinn 5. desember kom nefndin á fund konungs, og mæltist hon- um hjartnæmilega til hennar. Hann minnti á, að samband tveggja rikja væri hamla á báðum, en um fram allt riði á, að hvorir- tveggju fældust allar hugsanir um frum- tign og skilnað. Viðvörun hans gegn hinu fyrnefnda ættu Svíar sjer í lagi að taka til greina. Látinn eru í Noregi Henrik Jæger, sem hefir samið rækileg rit og vel metin um Henrik Ibsen.— Þýzkaland. Nýtt merkisafmæli fyrir höndum, upprunadagur hins þýzka keisaraveldis fyrir 25 árum (í Versölum, út frá Paris) hinn 18. þ. mán. Vel er, að hjer ber til fagnaðar fyrir Þjóð- verja, því nóg er þar um kveinstafí, og um nóg þykir þeim vera að kvarta, sem skynja, hvernig frelsinu er þar hnekkt með margvíslegu móti. í lok nóvembers var forboð birt móti 11 fjelögum sósíalista í Berlín, en um allt Þýzkaland er nú tíð- ara en fyr um sakargiptir fyrir djðrf eða sneiðandi orð og ummæli um keisarann eða aðra hátignaða menn. Bismarck er nú að staðaldri lasinn og getur ekki þegið boð keisarans til afmælishátíðarinnar, sem fyr er nefnd. — Frakkland. Þar allt með björtum blæ og við góðu gengi búizt, og ráðaneytið reynist mun traustara en menn ætluðu í fyrstu. Aðgjörðir þess og ráð- stafanir mælast mjög vel fyrir hjá flestum flokkanna, og á þinginu heldur það þar í gegn gagnvart vinum sínum, sem þörfum þykir bezt gegna. Agreiningi við Eng- lendinga er nú sett um landsvið við Me- kong á Síam, og nú er líka um nýjan sam- drátt talað í merkustu blöðum með Eng- lendingum og Frökkum, já, því bætt við, að atfylgið nái til Rús3a. Nýtt þrívelda- samband í vændum? Af látnum mönnum skal nefna: leikritaskáldið Alexander Dumas, hinn yngra (27. nóv.), og Challe- mel-Lacour, einn hinn mesta skörung þjóð veldisins og forseta öldungadeildarinnar síðan í marz 1893 (f. 1827, d. 5. des. uml. ár). — ítalia. Á þinginu á Crispi stöðugt í vök að verjast, en nýtur þar enn at- kvæðaaflans. Annars hugsa ítalir nú mest um landnám sitt í Afríku, hafa lengi verið þar i úlfakreppu. milli Abessiningu og Mú- hamedstrúarhöfðingja, en eiga nú á upp- reist að hyggja og ósigurs að hefna á takmörkum Abessiníu, er þeir hlutu i fyrra hluta desembers. Við bæ, er Ambra Alad- sjá heitir, lenti hersveitarforingja þeirra, Toselli, í bardaga við ofureflisher, eða forvarðalið Meneleks keisara; þar fjell To- selli og mestur hluti liðs hans. Af 1200 manna fengu 300 lífi sínu borgið. ítalir hafa nú allmikinn her undir vopnum, en munu eiga fullt í fangi, ef þeir ætla að sækja með her inn í Abessiníu. Seinustu frjettir segja af allharðri aðsókn að einu for- varðarvirki ítala, er Makalle hcitir, þar sem þeim þó veitti betur. — Austurríki. Þar eru það sjerílagi Júðafjendur (»Auti- semítar«), sem opt gera háværi bæði í höf- uðborginni og á þinginu. Vínarbúar kusu forustumann þeirra, Lueger að nafni til borgarstjóra i Vín, en það vildi hvorki stjórnin eða keisarinn samþykkja. Endur- kosning hans fór á sömu leið. Að sá garpur sje á þingi, má nærri geta. Fyrir ráðaneyti keisarans stendur Badeni greifi, vitur og ráðsettur, og tekst honum vel að stýra í rastastraumum Austurríkis. í Böh- men ráða Ung-Tjekar nú mestu, en þeir fara nú stilltara, og auðsjeð þykir, að þeir hyggja á að ná ráðasess í stjórn keisarans. Hinn 29. nóv. dó Taaffe greifl, sem í 14 ár, frá 1879, var forseti ráðaneytisins. Hann var frjálslyndur maður, vitur og fimur i öllum viðvikum. Hann var og vil- hallur Tjekum, hvar því mátti við koma. Frá Cuba. Þó þaðan berist margt mis- sögnum, mun því trúandi, að þótt Spán- verjar hafi þar 130 þúsundir hermanna, þá eru uppreisnarmenn heldur á sóknar leið en varnar. Hvað eptir annað í fregnum fært, að þeir hafl lagzt í umsát um Ha- vanna, höfuðborg eylandsins. Að sögnum í brjefum þar staddra manna er styrjöld- inni fram haldið með hryllilegasta móti, og er Spánverjum ekki betur sagan borin en hinum. Frá Japan. Japansmenn hafa nú flutt her sinn frá skagalandinu Liaotang og öðrum stöðum á Sínlandi, en halda enn eptir nokkrum sveitum í Söul, höfuðborg- inni á Kórea. Þaðan eru nú óeirðarsögur bornar, og sagt, að Japansmenn og fleiri ætli að taka völd og ríki af konunginum, sem ávallt heflr reynzt öllum hinn óþjál- asti við að eiga. Sagt er, að frændi hans eigi að taka við riki. — Japansmenn halda kappsamlega áfram að efla til stórflota og auka her sinn til mestu muna. Póstskipið Lanra (Christiansen) kom loks í fyrri nótt. Fór f'rá Khöfn á rjettum tíma, 17. f. m. Færeyjatöfin nú 8 dagar! Farþegar hingað: Sveinn Sveinsson trjesmiður og 2 kvennmenn. Læknisembættið í Fljótsdalshjeraði m. m. (14. læknahjerað), er laust hefirverið meira en 2 ár, frá því er Þorv. Kjerulf andaðist, loks veitt Stefáni Gíslasyni, aukalækni í Dyr- hólahreppi m. m. Nokkur Iðg ný komu með þessu póstskipi, frá síðasta þingi, eintómt smælki hjer um bil. Látinn er meðal Islendinga í Khöfn Vald. P. Davíðsson, áður verzlunarstjóri á Vopna- firði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.