Ísafold - 10.02.1896, Síða 1
Kemttr út ýmisteinu sinni eða
tvisv.íviku. Yerðárg.(80arka
minnst) 4 kr., erlendis 5kr. eða
l1/* doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis íyrir fram).
ÍSAFOLD.
Uppsögn(skrifieg) bundin viö
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir l.oktober.
Afgreiðslustoía blaðsins er í
Austurstrœti 8.
XXEII. árg.
Rey%Javik, máxmdaginn 10. februar 1896.
8. blað.
Vogamenn og Stranðarmenn
geta vitjað ísafoldar í búð hr. kaup-
manns Guðm. Böðvarssonar i Hafnar-
firði.
Brezkt innflutningsbann
fyrir lifandi pening.
Meö póstskipinu komu þau óheillatíð-
indi, að brezka stjórnin sje alráðin að leggja
fyrir þingið á Englandi (pariamentið)
frumvarp til laga um algert bann gegn
innflutningi lifandi penings.
Vitanlega eru það formælendur land-
búnaðarhagsmunanna (»agrarar«), sem
knýja þetta mál áframi Þeir gera
það í því skyni, að vermda brezka
bændur fyrir samkeppni frá öðrum löndum.
En verzlunarfrelsið hefir rutt sjer svo tii
rúms í hngum manna á Stórbretalandi, að
óhyggilegt þykir að láta uppi, hvar flskur
liggur undir steíni. Þess vegna varast
menn að láta á því bera, að hjer sje að
ræða um takmörkun á samkeppninni, held-
ur halda því fram, að þessi ráðstöfun sje
eingöngu gerð vegna sjúkdómshættunnar,
sem af útlendum peningi stafl, og segja, að
brezkir bændur hafl beðið það tjón af inn-
flutningi hans, vegna hættulegra veikinda,
sem hann hafi komið með, að mörg hundr-
uð miijónum nemi á þessari öld að eins.
Eina ráðið segja þeir sje núþað, að girða
með öllu fyrir þennan voða með algerðu
og takmarkaiausu innflutningsbanni.
Stjórnin 1 Khöfn gerir, að því er skrif
að er þaðan, allt, sem í hennar valdi
stendur, til þess að fá því framgengt, að
ísland verði undan þegíð. En mjög tvi
sýnt, er hvort það tekst.
Eini vegurinn til þess að fá oss Islend-
inga undan þegna innflutningsbanninu
virðist vera sá, að oss takist að sýna og
sanna, að enginn háski geti frá íslandi
stafað. Samkeppnina frá íslandi geta
Bretar naumast tekið til greina, jafn-smá-
vægileg og hún er.
Bretar vita það—trúa því — aö klaufa-
veiki, sem þeim annars stendur mikill
stuggur af, hafi aldrei hingað komið. Við
bráðapestina eru þeir ekkert hræddir, vita
reyndar, að hún gengur hjer, en gera sjer
í hugarlund, að hún sje ekki sóttnæm.
En við fjárkláðann eru þeir hræddir, mjög
hræddir, vita að hann hefir gengið hjer
skæður fyrir nokkuð löngu, og teija trygg-
ingu vanta fyrir því, að hann leynist h,er
ekki enn eða kunni ekki að vakna upp.
Og nú mun því einmitt vera svo varið, að
konsúll þeirra hjer hafi skrifað þangað, að
hjer sje kláði. Danski generalkonsúllinn í
Lundúnum hefir reyndar að sögn ‘reynt að
eyða því, — sagt, að þetta mundi ekki
vera sóttnæmur kláði. En það er vansjeð,
hve mikið verður gert úr fráeögn hans.
Spurningin er því þessi: Getum vjer
sannað, að hjer sje ekki sóttnæmur kláði?
Undir úrlausn hennar er það að líkindum
komið, hvort girt verður fyrir sauðfjár-
verziun vora við Stórbretaland eða, hvort
oss auðnast að halda henni áfram.
Póstskipið.
í hverju skyni er póstskipiö á ferðinni?
Vjcr skulum ekki dyljast þess, að vjer höfum
gert oss í hugarlund, aS það væri fremur
öðru á ferðinni í því skyni, a.Ö' flytja póstinn,
þ. e. póstbrjef og póstsendingar. Það kann
að vera nokkuð ástæðulítil ímyndun, þegar
hliðsjón er höfð á þeirri reynslu, sem vjer
höfum lengst af haft af skipaferðum gufu-
skipafjelagsins sameinaða. En samt sem áður
veitir oss örðugt að uppræta þá hugsun úr
huga vorum: að póstskipið eigi fyrst og
fremst að flytja póstinn. Og með sama mark-
inu mun margir vera brenndir.
En víst er um það, að sá eða þeir, sem
fyrir ferðalagi »Lauru« ráða, eru ekki á þeirri
skoðun. Það leynir sjer ekki, að fyrir þeim
vakir það, að hún eigi fyrst og fremst að
vera á ferðinni til þess að flytja vörur til
Færeyja.
* Átta daga lá hún við Færeyjar í þetta
skipti til þess að geta skilað af sjer vörunum,
sem þangað áttu að fara. Hitt gerði minna
til, hvenær Islendingar fengju póst sinn.
Ferðir landpóstanna — eitthvað milli 70 og
80 manna— voru hnitmiðaðar við komu póst-
skipsins, til þess að menn úti um landið
skyldu þó loksins eptir alla biðina geta fengið
sem fyrst brjef sín, sem væntanleg voru
hingað með skipinu síðast í janúar. Það gerði
ekkert til, þótt allar þær ferðir kæmust á
ringulreið. Það gerði ekkert til, þótt menn
fengju ekki brjef sín fyr en seint og síðar
meir. Það gerði ekkert til, þótt kaupmenn
erlendis fengju ekki svar frá sumum verzlun-
arstöðum sínum fyr en seint í maímánuði
upp á brjef, er þeir skrifa fyrst í janúar. —
Komist Færeyja-vörumar þangað sem þær
i eiga að fara, þá er »sameinaða gufuskipafje-
lagið« ánægt!
Annað mál er það, hvort vjer Íslendingar
höfum ástæðu til að vera ánægðir með þessa
óhæfu, þetta hneyksli. Því að óhæfa er það
og hneyksli, og ekkert annað, að koma öllum
póstgöngum vorurn á ringulreið fyrir vöru-
flutninga til Færeyja.
Skipstjórinn mun nú afsaka sig með því,
að svo og svo miklar vörur hafi verið með
skipinu til Færeyja, þær hafi legið ofan á
Reykjavíkur-vörunum, og Færeyingar hafi svo
Ijelega uppskipunarbáta, að ekki verði affermt
þar, svo framarlega sem nokkuð sje að veðri.
Eins og það sje nokkur afsökun? Eins og
vjer eigiun að eiga póstflutning vorn undir
vöruflutningum til Færeyja og uppskipunar-
bátum þar!
Þetta háttalag er blátt áfram óþolandi.
Vjer verðum að krefjast þess afdráttarlaust,
að þegar ekki verður skipað upp vörum á
Færeyjum nema með töfum, þá sjeu þær vör-
ur geymdar í skipinu þangað til í hinni leið-
inni. Við annað eins póstgangna-afskræmi og
þetta er með engu móti unandi. Og vjer
leyfum oss að skora á landshöfðingjann að
hlutast til um, að því leyti, er í hans valdi
stendur, að breyting fáist á þessu til
batnaðar.
Frá íslendingum t Vesturheimi.
Þann 15. nóv. síðastl. var mikið um dýrðir
hjá «1. lút. söfnuðinum» í Winnipeg. Þá var
50. afmœlisdagur sjera Jóns Bjarnasonar
og jafnframt silfurbrúðkaupsdagur þeirra hjóna.
j I tilefni af því hafði verið stofnað til sam-
skota meðal íslenzkra kirkjumanna bæði í
Winnipeg og úti um n/lendurnar, og afar-
fjölmenn samkoma haldin í kirkju safnaðar
: þess, er sjera Jón þjónar, þennan dag, marg-
; ar ræðUr haldnar og þeim hjónum afhent
| gjöf, silfurborðbúnaður, 50 dollara virði, og
410 doll. í silfurpeningum, gjöfin öll þannig
liðugra 1800 kr. virði.
Daginn eptir flutti helzta dagblaðið í Mani-
toba, «Free Press» í Winnipeg, langa og
mjög hlýlega grein um sjera Jón, ásamt mynd
af honum.
Sjera Þorkell Ó. Sigurðsson, sem útskrif-
aðist með doktorsnafnbót frá prestaskóla í
Pensylvaníu síðastliðið vor og tók prestvígslu
á síðasta kirkjuþingi til Argyle-safnaðanna í
Manitoba, Ijezt í Park River í Norður-Dakota
um nýárið, og komst aldrei til safnaðanná.
Kirkjumönnum vestra þykir mikil eptirsjón
að honum, með því að þeir gerðu sjer hinar
beztu vonir um hann, og söfnuðir þeir, er
hann hafði ráðizt hjá, hafa lengi verið prest-
lausir.
Um miðjan síðasta mánuð áttu kosningar
að fara fram til Manitobaþingsins. Tveir
íslendingar voru á boðstólum í einu kjör-
dæminu, Sigtr. Jónasson, ritstj. «Lögbergs», og
Baldvin Baldvinsson innflutningsagent. Frjett-
irnar að vestan ná að eins fram að nýári.
Efnahagur Vestur-íslendinga hefir eðlilega
mikið rjett við eptir hina ágætu uppskeru,
sem þeir fengu síðastliðið haust, langmestu
uppskeruna, sem sögur fara af þar um slóðir.
Einn bóndi við Gardar í Norður-Dakota, Jós-
eph Sigvaldason Walter, fjekk á 12. þúsund
skeppur (búshels) af hveiti. — «Það er sjálf-
sagt mesta uppskeran, sem nokkur íslenzkur
bóndi hefir nokkru sinni fengið», segir Lög-
berg.