Ísafold - 10.02.1896, Síða 3
31
f Arinbjörn Ólafsson, óðalabóndi á
Tjarnarkoti í Njarðvík, var fæddur 3. nóv.
1834. Hann ólst upp í Njarðvík, og lifði
þar allan sinn aldur. Ilinn 10. ágúst 1857
kvongaðist hann Kristínu Bock, sem enn
er á lífl. Þau hjón byrjuðu búskap sinn
á Ólafsvelli í Njarðvik; þaðan fluttust þau
aö Narfakoti og eiðan að Tjarnarkoti. Þar
bjuggu þau mjög lengi. Þau eignuðust 10
börn, cn að eins 5 eru á iífi, einn sonur
•og 4 dætur.
Á Tjarnarkoti bjó Arinbjörn sál. rausnar-
búi. Þegar, er hann flutti sig þangað
reisti hann mjög reisulegan bæ, eptir því
sem þá gjörðist; og nú fyrir fáum árum
var hann búinn að reisa þar mjög stórt og
vandað timburhús.
Öliurn þeim hinum mörgu, sem þekktu
Arinbjörn sál., er að honum hinn mesti
söknuður. Sveitarfjelagi sínu var hann
sannkölluð stoð. Sínum mörgu viðskipta-
mönnum, bæði til sjós og sveitar. reyndist
hann hinn tryggasti og áreiðanlegasti
skiptavinur; gestrisni hans var annáluð, og
voru þau hjón samtaka i því, að gjöra
gestum þeim, sem að garði þeirra komu,
dvöl þeirra þar hina unaðslegustu, enda
var ekki sparað að »koma við í Tjarnar-
koti«. Góðgjörðasemi hans við fátæka
var alkunn, en þó var hún miklu meiri
•en hvað almenningur vissi, því Arinbjörn
tildraði sjer ekki fram tii að sýnast.
En sárastur er þó söknuðurinn af frá-
falli hans ekkju hans og börnum sem eiga
á bak að sjá hinum ástúðlegasta eigin-
manni og föður. Þ.
Vestmannaeyjum 25. jan.: í umliðnum
nóvembermánuði var mestur hiti þann 25.: 9,6°
minnstur aðfaranótt þass 14. 6,ö°. I desem.
var mestur hiti þann 21.: 8°, minnstur aðfara-
nótt 6. -j- 9,8°. I nóvember var úrkoman
78, í desember 113 millimetrar. Veðrátta
var í þessum mánuðum stormasöm og aust-
anáttir mjög tíðar. Frá því um miðjan
f. mán. og til 12. þ. mán. var veður opt-
ast mjög hlýtt með 5—8° dagshita og 3—5°
hita á nóttum. Síðan 13. þ m. hata verið
i'rost og harðindi, síðustu nótt austanrok með
mestu hríð, fannkomu og skafbyl. Havðast
var frostið aðfaranótt 16. -j- 17°.
A jólaföstu kom hjer mikll gengd aí síld
bæði hafsíld og kópsild, hvölum, þorski og
og upsa m. m. Var hjer um tírna mikiil flsk-
ur einkum með fram Heimaey að austan, en
því miður náðist i hlutfallslega lítið af allri
þeirri blessun, sakir sífelldra storma og ógæfta.
Með síðustu póstskipskomu var verð á salt
fiski nr. 1 hækkað iir 50 upp í 62 kr., á löngu
) úr 40 upp í 42 kr., allt annað verðlag óbreytt.
Skepnuhöld eru góð tii þessa; sömuleiðis
heilsafar.
Bráðapestin. »Bráðabirgðaleiðbeining
^ í bólusetning og annari meðferð á bráða-
pest í sauðfje« eptir hinn norska dýralækni
(J. Bruland) fylgir ísafold þessa daga til
^ allra innlendra kaupenda blaðsins.
Eins og öllum fjelagsmönnum búnaðar-
fjelags suðuramtsins er kunnagt, íá
allir fjelagar þcss árlega skýrslu fjelagsius
í og búnaðarrit þairra Hermanns Jónassonar
og Sæmundar Eyjólfssonar ókeypis; en með
þvi að margir þeirra, sem hafa skuldbund-
ið sig til, aö greiða 2 kr. árstillag, van-
rækja það allt of mjög, að greiða tillag
sitt á ári hverju, neyðist fjelagsstjórnin til
að lýsa því yfir, að enginn þeirra, sem
standa í skuld við fjelagið um tillög, eða
greiða þau eigi á rjettum tíma, fá þessar
bækur framvegís fyr en þeir hafa að fuilu
greitt ógoidin tillög sin.
Enn fremur verð jeg að skora á fjelags-
menn, sem sjálflr geta nálgazt eða látið
nálgast bækur þær, sem þeir eiga að fá
frá fjelaginu, að taka þær hjá leturgrafara
Árna Gíslasyni við Skólavörðustig nr. 3.
Reykjavík, 8. febr. 1896.
H. Kr. Friðriksson.
EIMSKÍPAÚTGERÐ
HINNAR ÍSLENZKU LANDSTJÓRNAR.
Afgreiðslumemi:
Reykjavík: hr. consul W. Christensen.
Akranes: hr. kaupm. Guðmundur Ottesen.
Hafnarfjörður: hr. faktor G. E. Briem.
Stykkishólmur: hr. faktor S. Richter.
Flatey: hr. kaupm. Björn Sigurðsson.
Patreksfjörður: hr. bókh. Ólafnr Jóhanness.
Ai'narfjörður: hr. kaupm. P. J.Thorsteinsson-
Dýrafjörður: hr. faktor F. R. Wendel.
Önundarfjörður: hr. póstafgreiðslum. Kristj-
án Torf'ason.
ísafjjörður: hr. kaupm. Árni Svoinsson.
Reykjarfjörður: hr. kaupm. J. Thorareusen.
Borðeyri: hr. kaupm. R. P. Riis.
Blönduós: hr. bókh. Óli Möller.
Skagaströnd: hr. kaupm. Berendsen.
Sauðárkrókur: hr. kaupm. Ciir. Popp.
Siglufjörður: hr. faktor E. J. Grönvold.
Akureyri: hr. faktor Halldór Gunnlaugss.
Húsavík: hr. kaupm. Jón A. Jakobsson.
Vopnafjörður: hr. faktor Ólafur Davíðsson.
Seyðisfjörður: hr. consul S. Johansen.
Norðfjörður: hr. Sveinn Sigfússon.
Eskifjörður: hr. consul Carl D. Tulinius.
Fáskrúðsfj.: hr. kaupm. Carl A. Tulinius.
Leith: Messrs. La Cour & Watson.
Liverpool: Mr. W. 0. A. Löve.
Kaupmannahöfn: hr. Thor. E. Tuiiniu3.
Skrifstofa farstjóra er í Reykjavík, Suð-
urgötu nr. 5.
D. Thomsen,
farstj'óri.
pt. Grand Hotel Nielson.
Kanpmannahöfn.
Uppboðsauglýsing:.
Miðvikudaginn hinn 19. þ. m. verður
að Bjarnastöðum í Bessastaðahreppi selt
við opinbert uppboð 1 kýrfóður af töðu,
tilheyrandi dánarbúi Magnúsar sál. Odds-
sonar s. st.
Uppþoðið bjrjar kl. 12 á liádegi og
verða þá söluskilmálar augíýstir.
Bessastaðahreppi 7. febr. 1896.
Jón Þórðarson.
Kvennslipsi.
Herðasjöl.
Barnakjólar.
Jerseylíf.
Tvisttau.
Oturskinnshúfur
og margt fleira, mjög ódýrt, nýkomið til
verzlunar G. Zoega.
Baðhúsið i Reykjavík, Aðalatr. 9, opið
á hverjum laugardeai f'rá morgni til kvelds
og á sunnudagsmorgna, og enn fremur
aðra daga vikunnar kl. lx/4—3i/4, Geta
menn þannig laugað sig þar á hverjum
degi, bæði í heitu og köldu (steypibað).
HÁLFT HÚS til leigu i Vesturgðtu frá
14. maí. Marteinn Teitsson vísar á.
Oturskinnshúfur nýkomnar og fást
hvergi eins ódýrar og i
verzlun Eyþórs Felíxsonar.
Telefóninn opinn bæði í Reykjavík
(Austurstræti 16) og Hafnarfirði á hverjum
rúmhelgum degi frá morgni til kvelds (kl.
8—8) og á helgum dögum kl. 10—ll1/*
f. h.
Utanáskript til Jóns Ólaíssonar ritstjóra:
Jón Olafsson, Esq.
121 S. Webster Str, Madison, Wis. U. S. A.
I Verzlunln I
Edinborg.
Nýjar vörur með Lauru.
í vefnaðarvörudeildina:
Ljómandi vetrarsjöl, að eins fáein stykki.
Svart og hvítt Shetlandsgarn.
Kommóðudúkarnir sams konar og áður.
Karlmannsskyrtur.
Karlmannsnærbuxur.
Lifstykkisteinar.
Svartar sjalnálar.
Kantabönd.
Bendlar.
Skóreimar.
Tvinni.
Og margt fleira.
/ nýlenduvörudeildina:
Syltetauið í fallegu krukkunum.
Chocolade.
Kaffibrauðið, sem allt af er verið að spyrja
um.
Teið góða á 1.50.
Margarinið, sem er eins og smjör.
Osturinn ágæti. Epli. Appelsínur.
Roel. Reyktóbak o. m. fl.
í pakkhúsdeildina:
Rúgmjöl. Bankabygg. Baðmeðöl.
Hveiti. Haframjöl. Net.
Kaffi. Fiskilínur alls konar.
MUNIÐ að verzlunarmeginregla mín er:
Lítill ábati, fljót skil.
Ásgeir Sig’urðsson.
The Edinburgli Roperie &
Sailcloth, Company Limited
stofnað 1750.
Verksmiðjur i Leith og Glasgow.
Búa til
færi, strengi, kaðla og segldúka.
Vörur verksmiðjanna fást hjá kaupmönn-
um um allt land.
Einka-umboðsmenn:
F. Hjorth & Co.
Kaupmannahöfn K.
C. ZIMSEN "
hefir einkaútsölu fyrir Island
á
Quibells Sheep Dip & Cattle Wash.
Ágætt baðlyf
á kindur og aörar skepnur.
Reglum fyrir brúkuninni útbýtt gefins.
Eins og að undanförnu, fer jeg nú
utan með »Laura« að sækja mjer vörur,
og kem aptur seinast í apríl; þessskalget-
ið að jeg hef nú í verzlun minni meiri og
margbreyttari vörur en nokkru sinni áður.
Af fataefnum, og tilbúnum fötum, alföt og
yfirfrökkum hec jeg mjög mikið. Vefjar-
garn í öllum litum og allt eptir því. Af
vönduðu þakjárni og h;num góða þaksaum
hef jeg nú stórar birgðir, og meira kemur
með vorinu. Si eitamenn rata víst á stóra
húsið með svölunum í Aðalstræti hjá
W. Ó. Breiðíjörð.