Ísafold - 21.03.1896, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.03.1896, Blaðsíða 1
.Kemurútýmjsteinasinni ðda tvíst. í viku. Verð árg 190arka minnst) 4 kr., erlendis ö kr. aða l*/» doll.; borgiat fjrrir miðjan jáli (erlendia íyrir f'ram). ÍSAFOLD L'ppsögn(8kriíieg) bundin við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir l.oktober, Aigreiðelustofa blaðsins er i Auaturstrœti 8. XXSIL árg Reykjavík, laugaragian 21. marz 1896 16. biað. Síra Matthías Og ræður síra Páls heit. Sigurðssonar. ii. (NiDurlag). Síra Matthias slær því fram, að ræður síra P. S. »hvergi rífi niður, sízt beinlínis, hina svonefndn lútersku lærdóma, þótt höf- nndurinn brúki bifiíuleg »korrectiv« við þá«. Jeg skal að sinni ekki á það minn- ast, hve viðknnnanlegt það er, að heyra einn af þjónum hinnar evang.-lútersku kirkjn tala nm »hina svo nefndu Júterskn lærdóma*, þvi að auðvitað álitur síra Matthías, að það sje mesta »húmbúg« að halda lúterskum lærdómum fram fremur öðrum lærdómum; en hvað viðvíknr þeirri staðhæfingu, að ræður síra P. S. rífi hvergi niður hina svo nefndu lútersku lærdóma, þá efa jeg það mjög að sú staðhæfing geti til sanns vegar færzt, en í sjálfu sjer stend- nr það- svona hjer um bil á sama, hvort þær gera það beinlínis eða óbeinlínis, Sannleikurinn er sá, að öll bókin spjald- anna á milli er höfnun beggja höfuð-frum- setninga hinnar evangelisk-lútersku kirkju: að maðurinn rjettlætist af trúnni einni og að heilög ritning sje hin eina algilda regla og mælisnúra trúar og breytni. Hvað fyrra atriðið snertir er sú skoðun eitt höf- uðeinkenni ræðubókar þessarar, að mað- urinn rjettlætist eingöngu af verkum sín um. Trú í kristilegum skilningi þekkir höfundurinn alls ekki; að minnsta kosti kemur það ekki fram í ræðunum. Sú trú, sem þar er talað um, er eiginlega trú á allt annað en Jesúm Krist sem guðs son og frelsara mannanna. Og hvað siðari setningunni viðvíkur, þá setur höf. auðsjá- anlega skynsemi sína hvervetna upp yfir ritninguna; ekkert getur legið höfundinum íjær en það, að vilja »hertaka hverja hugs- un nndir hlýðni Krists«. Hann segir það ótal sinnum, að hann mæli og meti alt eptir andanum, en ekki bókstafnum; en andinn er ekkert annað en andi höfund- arins sjálfs, sem hjer verður hæstirjettur i öllum efnum. Það, sem ekki stenzt fyrir hæstarjetti anda hans, það verður óneit- anlega að falla sem fis til jarðar. Og þar er svo fjarri því að höfundur beygi sig fyrir ritningunni, að hann miklu fremur gjörir sig að herra yfir henni, og það jafn vel á þann hátt, að ekki einu sinni verð- ur sagt, að hann beri kærleiksþel til henn- ar. Þessu til sönnunar vil jeg að eins benda á ræðuna um »innblástur ritningar- innar«! En slik meðferð á frumsetningum vorrar evang. lút. kirkju virðist mjer ó- neitanlega vera litið betri en beinlínis á- rásir á »hina svo nefhdu lútersku lærdóma« þvi að þeir standa allir og falla með báð- um þessum nýnefndu frumsetningum. Hvað loks viðvíkur hinum »biflílegu korr- eetivum«. sem sira Matthías nefnir, þá má nærri geta, að þau geta ekki haft mikla þýðingu hjá höfundi, sem misskilur al gengustu biflíulegar hugmyndir og biflíu- legar persónur eins herfilega og höfundur húslestrabókarinnar og leyfir sjer jafn »barbariskar« skýringar á orðum hinna biflíulegu höfunda og hann. En annars býst jeg nú ekki við því. að síra Matthías reikni nokkrum manni það til lýta, þótt hann ekki taki ýkjastórt tillit til játning- arrita kirkjunnar eða — á máli síra Matth- íasar — »segi »herra herra« eptir Augs- borgartrúarfræðinni(!!)«, því sje síra Matt- híasi meinilla við nokkuð í þessum heimi, þá eru það kirkjulega fastákveðin trúar atriði, enda má hann ekki svo minnast á játningarrit kirkju vorrar, að hann ekki sparki til þeirra; en einkum og sjer í lagi er það þó Augsborgar-játningin (á máli síra Matthíasar: Augsborgar-trúarfrceðin), sem hann getur ekki rjettu auga litið. En látum það nú vera, þótt ræður þess- ar kæmu í bága við einhverja »svo nefnda lúterska lærdóma«, ef kjarninn í sjálfu sjer væri heilbrigður, ef þær flyttu að öðru leyti og í aðalatriðunum hreinan (jeg segi ekki: evangelisk-lúterskan, heldur) biflíulegan kristindóm. En því miður verð- ur þvi að neita. Hinn kristilegi biflíulegi endurlausnarlærdómur finnst þar hvergi. Vonandi er að síra Matthías telji hann ekki til hinna »svo nefndu lútersku lær- dóma«, sem því í sjálfu sjer standi á sama um. En jeg get búizt við öðru af síra Matthíasi, sem sje þvi, að hann svari: »Ræður vinar míns síra P. S. rífa hvergi, sízt beinlínis, niður hinn svonefnda bifliu lega endurlausnarlærdóm«. Því verður ekki neitað, að beinlínis árásir á hann finnast ekki í bókinni; en það eitt getur ekki nægt til þess að gefa húslestrabókinni stimpil kristilegs rjetttrúnaðar. »Kristileg« húslestrarbók, sem gengur fram hjá þess- um lærdómi, er snertir hjarta kristindóms- ins, eða ekki hefir brúk fyrir þann lær dóm, kemur fljótt upp um sig af hvaða bergi hún er brotin. En hvað getur ver- ið eðlilegra en að þennan lærdóm vanti 1 bókina, þar sem syndin og rjettlætingin af trúnni eru svo að segja óþektar stærð- ir. Höfundurinn kæmist í stærstu mótsögn við sjálfan sig, ef hann samhliða öllu hinu færi að balda fram hinum kristilega bifl- íulega endurlausnarlærdómi. í hugmynda- kerfi þvf, sem einkennir prjedikanabók síra P. S., er engin þörf á hugmynd um frelsara í kristilegum skilningi, hún yrði þar eins og einn flekkóttur sauður i hóp hvítra. En einmitt þetta gjörir oss það skiljanlegt, sem undir öllum öðrum kring- umstæðum hefði verið oss óleysanleg gáta, að höfundurinn getur 1 tveimur ræð- um sínum komið fram og vitnað um Só- krates í staðinn fyrir að vitna um Jesúm Krist. Það hefði meira að segja getað verið eins hugsunarrjett frá sjónarmiði höfundarins, að hann hefði komið fram og vitnað um síra Matthías og sagt æfisögu hans, án þess mjer þó komi til hugar að kalla síra Matthías Sókrates, — en hvort- tveggja hefði verið jafn-uppbyggilegt. Síra Matthías hefir svo röggsamlega sagt skoðun sína á ræðum sins látna vinar. Jeg hefi nú einnig sagt mína skoðnn; jeg þyk- ist viss um að síra Matthías muni kalla hana »bernskulega«, því sltkt er jafnan hægast að segja um skoðarir annara manna, þegar engin tæki eru önnur íyrir hendi til þess að hrekja þær; og það mun lengst af' verða svo, að allir þeir verði börn í augum síra Matthíasar, sem ekki viija nje geta fylgt honum upp á hinar únítarisku hæðir, þar sem hann, þrátt fyr- ir allar sínar apturkallanir og yfirlýsingar, hefir látið f'yrirberast síðastliðinn áratug. Skoðuu mín á ræfum síra P. S. verður þá í sem fæstum orðum þessi: Þær eru tal- andi vitnisburður um kristlausan kristin- dóm, eða vitnisburður um kristindómsskoð- un, ergengurframhjáöllumgrundvallaratrið- um kristinnar trúar! Þessi skoðun mín breytist ekki, þótt jeg »lesi þær aptur — lesi þær þrisvar, lesi í mínu eigin hjarta^ lesi enn einu sinni, þó ekki væri nema — Matteusarguðspjallið og svo lífið og heim- inn í kringum mig« — svo að jeg tali með orðum síra Matthíasar. Og jeg er jafn- óhræddur eptir sem áður um það að spá- dómur síra Matthíasar í niðurlagi greinar hans í Þjóðólfi rætist á mjer, því að jeg held fast við hin spámannlegu orð síra Jóns Bjarnasonar um síra Matthías: »Mað- urinn er ekki með sjálfum sjer nema þeg- ar hann yrkir«! Jón Helgason. Merkilegt skuldamál. Landsyfirrjett- ur dæmdi mánudag 16. þ. m. í allmerkilegu skuldamáli, milli skiptaráðandans í dánarbúi Stefáns heitins Ólafssonar í Kalmanstungu (sýslumannsins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu) og eins erfingjans í búi þessu, Rafns skóara Sigurðssonar í Reykjavík tengdasonar Stefáns heit. Hafði Rafn ritað 24. ágúst 1885 viður- kenningu fyrir 3000 kr. láni frá tengdaföður sínum með 4°/0 vöxtum, en upp í það taldar goldnar þá þegar 800 kr., þannig, að skuldin var að eins 2200 lcr., auk vaxta. Skuldabrjef þetta var framlagt á skiptafundi í dánarbúi Stefáns (f 31. ág. 1892) sem ein eign búsins, en umboðsmaður Rafns tjáði skuld þá nærri fullgoldna (að eins eptir 67y2 kr.) og lagði fram því til sönnunar kvittun frá Stefáni dags. 27. júlí 1889, þannig orðaða:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.