Ísafold - 25.03.1896, Blaðsíða 2

Ísafold - 25.03.1896, Blaðsíða 2
66 lands aldrei komið í bága við þau. — Þegar þe3s sje gætt, að |ísland sje eigi að eins »óaðskiljan!egur hluti Danaveldis*, heldur og y>með sjerstiýkum landsrjettind- um«., eins og 1. gr. stöðuiaganna taki fram, og að breytingarnar, sem farið sje íram á, snerti að eins skipun hinna sjerstöku mála, þá sjáist. að sú mótbára stjórnarinnar hafi ekki við rök að styðjast, að skipulag það. er þingið fer fram á, »geti eigi sam- rýmzt stöðu íslands í ríkinu«. — Þar á móti sje það satt, sem stjórnin segi, að skipuiag þetta mundi leiða til þess, að stjórnarvald hinna sjerstöku mála íslands yrði DÓhdð bœði hinni annari stjórn ríkis- ins og eins ríkisráðinu«. En það eígi það líka að vera, samkvsemt hinni gildandi stjórnarskrá landsins, sem segi, að Island skuli í öllum sínum sjerstöku málum hafa »löggjöf sína og stjórn út af fyrir sig«.— Þetta ákvæði þýði allt annað en það, er nú tíðkist, að ráðgjafl fslands sitji í rikis- ráðinu og hin sjerstöku mál íslands sjeu rædd þar. Til þess sje engin lagaheimild, hvorki í stjórnarskránni nje stöðulögunum. Að síðustu skal að þessu sinni að eins getið þeirra breytinga, er þingmaðurinn sjálfur telur nægilega stjórnarbót fyrir ís lendinga. Um það atriði farast honum orð á þessa leið: »Mín skoðun er sú, að breytingin ætti að vera fólgin í því, að skipaður sje sjer- stakur ráðgjafl fyrir ísland, er sje óháður ríkisrdðinu í hinum sjerstöku málefnum landsins og beri dbyrgð fyrir alþingi á sjerhverri stjórnarathöfn. Enn fremur að þessi ráðgjafl sje íslendingur, er eigi sjálf- ur sœti á alþingi og semji við það«. Yið þessa níðurstöðu þingmannsins mun ísafold gera nokkrar athugasemdir næst. Nýtt baðmeðal. Hr. amtsdýralæknir J. Bruland, sem allar líkur eru til að hafi átt talsvert nytsemdar- erdindi hingað, þótt skamma ætti viðdvöl, hefir að undirlagi amtmannsins yfir suður- og vesturamtinu ritað svolátandi fyrirsögn um n/tt baðlyf, er altíökað kvað vera orðið víða um lönd, þar á meðal í Norvegi, og einkum á Þyzkalandi, og þykir hafa yrnsa kosti fram yfir önnur, eldri baðlyf, einkanlega þann, að engri sauðkind getur nein hætta af því stað- ið, hvort sem sjúk er eða heilbrigö. * * * . Kreólín sem baðlyf við fjárkláða. Kreólínið er þykkur, svartur vöki, sem blanda má vatni, hvernig sem vill. Það er auðþekkt á lyktinni frá öllum öðrum vökv- um. Þegar búið er að láta það renna sund- ur í vatni, er blandan mjólkurlit. Kreólínið er með öllu laust við eiturefni, og reynslan hefir s/nt, að af þeim baðlyfjum, sem menn nú þekkja og nota má við kláða á sauöfje ög geitum, er það bezt og Tiættuminnst. Kreólínbaöiö verkar ekki á ullina, gerir hana ekki stökka, nje litar hana. Pearsons kreólín er hið bezta, sem til er búið. Það lyf er selt í lyfjabúðum, er tekiö upp í ph. vetr. danic. og fæst án læknisforskriptar. í kreólínsblönduna eru hafðir 2l/2°/0 af kre- ólíni og 9772% af vatni. Til þess að haða 100 klipptar sauðkindur er talið að þurfi 250 potta af vatni, og í það eru hafðir 6,5 pottar af kreólíni. Yatnshitinn á að vera 30 stig á C. Fjeð skal baða á þann hátt, er nú segir: Kreólínbaöiö er búið til í keri, sem svo er stórt, að allri kindinni verði dyft niður í það. Einn maður tekur með vinstri hendinni um framfætur kindarinnar og með hinni hægri um apturfæturna, d/fir henni ofan í baðið og lætur bakiö snúa niður. Annar maður tekur um höfuð kindarinnar með báðum höndum og heldur fyrir augun með þumalfingrunum; munni og nösum er haldið upp úr og hnakk- anum stungið niður í baöið. Kindinni er haldið niðri í baðinu hjer um bil 3 mínútur; svo er hún látin í tómt ker, og þar taka 3 menn við henni. Einn tekur um höfuðið á kindinni, heldur því föstu og nuddar jafnframt hnakkann, eyrun, neðri skoltinn og hálsinn neöanverðan. Hinir tveir eiga að hafa góðan, haröan bursta og nudda með honum búk kindarinnar; einkum þarf að bursta vel kláðablettina. Kindumar á að r/ja á undan baðinu, en þó má vel takast að baða þær í ullu; en þá verður að nudda þær því vandlegar, til þess að lyfið komist inn að hörundinu. Sjeu kindurnar mjög kláðasjúkar, svo að komið hafi fram stórar skorpur hjer og þar, og ullin dottið af, eins og opt ber við, þá er sið- ur að bera í kindurnar 3 daga. Þegar búið er að r/ja þær, er nuddaö í kláöablettina, sem sjást, smyrslum, sem búin eru til úr 1 hluta af kreólíni, 1 hluta af spíritus og 8 hlutum af grænsápu, og er þetta hrært vel saman. Þessi smyrsl ættu helzt að berast á 1 sinni á dag, 3 daga samfleytt, og svo baða kindurnar á þann hátt, sem sagt hefir verið. Tvisvar á að baða á 8 daga fresti. Þar sem fje hefir fengið kláða, þarf að baða allt fjeð, því að kindurnar hafa getaö s/kzt af honum, þó að veikin sje ekki s/nileg á fyrstu stigum hennar. Eins verður að þvo og sótthreinsa hús, þar sem kláðasjúkar kindur hafa verið. Bezt er að þvo viði alla úr blöndu, sem búin er til úr jöfnum pörtum af óbland- aðri karbóls/ru og óblandaðri brennisteinss/m og vatni, t. d. 1 pela af karbóls/ru, 1 pela af brennisteinss/ru og 10 pottum af vatni. Gólfið sje hreinsað og taöið flutt burt; svo sje skvett um gólfiö miklu af klórkalksvatni (2 pd. af klórkalki í 10 pottum af vatni) og órunna afganginum af klórkalkinu sje blandaö saman við n/jan sand, er stráð sje um gólf- ið. Fjárhúsiö sje látið standa opið 3 daga, og þá má nota það handa þvegna fjenu. Jafn- framt verður að hreinsa öll áhöld, sem notuö eru í fjárhúsinu. Suðar-Mdlasýslu 12. marz. Veðráttan í vetur hefir yflrleitt verið góð; einkum var febrúarmán. mildur og blíður; tvo daga komst þá hitinn upp í 10° ! forsælu; snjór hefur ekki komið hjer i vetur, svo teljandi sje, fyr en nú þessa dagana; en hann er þó allur barinn sam- an í stórskefli. Bráðasóttin hefir ekki látið sig vanta, hún hefir stungið sjer niður mair eða minna á flest- um bæjum; 50 fjár hafa, að því er mjer er kunnugt, farið úr henni flest á bæ. Slldaraflinn varö meiri en nokkru sinni áð- ur hjer i Reyðarfirði og Eskifirði; veiddar um 50,000 tunnur. Þer að auki veiddist talsvert í Fáskrúðsfirði, líklega nálægt 10,000 tunnum. Nokkuð af sildinni var flutt út í ís, og gengu tvö skip («Cimbría og Diana«) stöðugt með ferska síldina frá því í október og þangað til í lok febrúarmánaðar. Bæði þessi skip voru leigð af O. Wathne; enda er hann líka mesti síldarútgjörðarmaðurinn hjer. Yið síldveiðina hjer heflr myndazt ný at- vinnugrein, sem gefur mikið í aðra hönd. Auk sölunnar á síldinni og annarar vinnu við hana í landi, sem hvorttveggja er vel borgað, er sjálf veiðin (o: að króa síldina af og taka hana upp úr sjónum) framkvæmd mestmegnis af íslendingum, og er kaupið venjulega miðað við aflaun, ákveðin auratala af hverri tunnu. En þeir aurar geta orðið margir, þegar vel geng- ur. Þannig fengu 12 Eskifjarðarbúar, sem stunduðu síldveiði á útvegi sænsks fjelags, sem sezt er að á Eskifirði, á 6 vikum í des. og jan. 2300 tunnur af sild. Kaupið var um- samið fyrir fram, 14 aura af hverri tunnu; 322 krónur í hlut á 6 vikna vertíð, það er góður afli í skammdeginu. Fiskiafli var hjer allgóður fyrri hluta vetrar, en nú sem stendur er hann ekki teljandi. Vjer Sunnmýlingarnir erum ekki ánægðir með ferðaáœtlun Landskipsins, Það er eins og þeir sem áætlunina haf'a samið, hafi sjer- staklega ráðt’ært sig við »Austra«, sem ekki man eptir nokkrum íirði hjer íyrir austan, öðr- um en Seyðisflrði. Eskifjörður og Reyðar- fjörður, þar sem atvinna fyrir almenning þe3si síðari ár hefir tiltölulega verið meiri en í nokkrum öðrum fjörðum landsins, og sem hafa borgað tiltölulega langmest fje í sjáltan land- sjóðinn, þeir eru settir hjá. Yesia kemur aldrei á Reyðarfjörð, og á Eskitjörð einu sinni frá Kaupmannahöfn (13. marz), einu sinni sunnan um frá Rvík. (13. júní) og einu sinni á loið til K.hafnar (29. sept); en á Seyðist'jörð á hún að koma í hverri einustu ferð. Það er ekki gott að vita, hvað þessu kann að valda, hvort það að pöntunarfjelag Fljótsdalshjeraðs hefir þar aðalstöð sína, eða þá ókunnugteiki á því, hve erfitt það er að ferðast milli fjarð- anna á Austurlandi. Það er lítil bót i máli, þótt skipat'erðir kunni að vera tíðar frá útlönd - um upp til Reyðartjarðar og Eskifj'arðar með skipum þeirra Thor E Tuliníus og O. Wath- nes, almenuingur hefir ekkert gagn af því, fyr- ir hann eru samgöngurnar við úttönd úr Suður- múlasýslu miklu verri nú en þær voru meðan »hið sameinaða* var eitt um hituna. Það má því nærri geta, hver ánægja hjer er með eim- skipaútgjörð hiunar íslenzku landstjórnar, og kostnaðinn allan, sem hún hefir í för með sjer. Óskandi er, að næsta ár verði bætt úr þes3 - um misbrestum áætlunarinnar. [Gufubáts- ferðirnar fyrirhuguðu um austfirðinga -og norðlendingafjórðung hljóta að bætahjer úrfull- viðunanlega. Ritstj]. Tvö mál eru hjer nú helzt á dagskrá: íshús- byggingar og Kvennaskólamálið. Hið tyrra málið er komið nokkuð tíl framkvæmda, þar sem nú er verið að efna til íshúsa á flestum fjörðum; hið síðara er enn þá meira í orði en á borði; þó eru undirtektir víðasthvar heldur góðar, þar sem sagt er að búið sjenúaðsafna í frjálsum samskotum 4—5,000 kr. til kvenna- skólabyggingarinnar. Vestmannaeyjum 12. marz: í janúarmán- uði var veðrátta köld frá þeim 10. til þess 28 Harðast var frostið aðf'aranótt þess 16. -r-1?0; heitast var þann 30. 9,3°; úrkoman 133 milli- metrar. Febrúarmánuður var aptur á móti hlutfallslega mjög heitur,. að eins 8 sinnum næturfrost, harðast aðfaranótt þess 28. -f- 7°; heitast var þann 16.+9,4°. Úrkoma var nálega á hverjum degi, alls 140 millimetrar. Vind- staða var nálega allan mánuðinn á sunnan eða suðvestan, sömu vindstöður voru einnig tíð- astar í janúar. Það sem af' er þessum mán- uði hafa verið sífeld frost, mest rúm 11° að- faranótt þess 9. Dagana 8. og 9. voru storm- viðri á norðan og vestan með býsnamikilli snjókomu og skafbyl. Vertíðarskip hófu göngu sína 28. f. mán. Alls ganga hjer 10 stærri og smærri eyjaskip og 2 landskip; er það ekki helmingur á móti þeirri skipatölu, sem hjer gengu fyrir 20 ár- um, svo mikið hefir sjávarútvegi hrakað hjer hin síðari ár; liggja til þess ýmsar orsakir: langvinnt iiskileysi hjer, skipafækkun í sjávar-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.