Ísafold - 08.04.1896, Síða 2

Ísafold - 08.04.1896, Síða 2
82 að steinunum fyrirhuguðum, til Austurvallar, sem þar yrðu aldrei nema til stórl/ta. — Sem pryöivegi nefndi rœðum. strandgötur fram með sjónum til beggja handa, austur og vestur úr íniðbænum; reyndar væri önnur þcirra,—austur yfir norðurenda landshöfðingja- túnsins —1 jafnframt ákaflega nauðsynleg fyrir bæinn, því að þá væri fenginn alveg hallalaus vegur upp úr bænum, og um þann veg mundu allir austan Lækjar sækja þunga- vörur sína; bænum væri það lífsspursmál að ná í norðurenda Arnarhólstúnsins. Enn mætti svo minna á »skemmtigöngin« suður með Tjörninni, sem sjera Tómas Sæmundsson rit- aði um fyrir 60 árum síðan í 1. árg. Fjölnis. Eæðum. bjóst þó eigi við, að þessir prýðivegir lægju fyrir um sinn til framkvæmda; bæjar- stjórnin ætti, og eptir sínu áliti, að verja sem minnstu af skyldugjöldum bæjarmanna ein- göngu til prýði, heldur hitf, að láta fegurðina ráða sem efnin leyfa við skylduverk sín, enda fegurðinni þá jafnaðarlega samfara þægindi og þrifnaður. Ræðum. gat þess og, að bæjarstjórnin gæti án fjárframlaga gjört meira en hingað til bænum til prýði, t. d. hert á samþykktinni með ræsting á kostnað búenda fram undan húsum, ef vönduð stjett kæmi, og þá hefði byggingarnefndin ekki svo lítið vald, einkum eptir nýju lögunum frá 2. febr. 1894, að »banna þvílíkan ytri frágang á húsum eða girðingum, er óprýðir útlit bæjarins«. Ræðum. kveið því þó, að þetta yrði dauður bókstafur, ef ekki vaknaði sterkt almenningsálit á því í bænum, að fara nú að gjöra eitthvað að marki til að prýða hann. Aðalvon ræðum. var á framtakssemi bæjar- manna sjálfra, að þeir, að dæmi bæja erlendis, mynduðu hjá sjer prýði- eða umbótafjelag. Slíkt fjelag hefði tillög sín og fje, sem hafa mætti saman á annan hátt og ef til vill styrk úr bæjarsjóði, til framkvæmda sinna. Hjer væri margt í bænum og í námunda við hann, sem fjelagið gæti tekið fyrir til smekkbætis og ánægju. Sjerstaklega lægi þá Austurvöllur fyrir. Einkanlega væri það þá alls konar gróðursetning. Ræðum. vænti sjer mikils góðs af komu garðyrkjumanns fullnuma hingað næsta sumar (Einar Helgason), bara að hann gæti fengið nóg að gjöra hjer til að lifa af. Taldi það vel framkvæmanlegt, að hjer væri skemmtigarðurfyrir barnaskólabörnin, hin stálp- aðri. Bærinn gæfi landið á hentugum stað, en prýðifj elag eða eitthvert annað fj elag góðra manna kostaði kennsluna og gæfi fræið, og börninfengj- ust strax með því, að eiga hvert sinn reit eða allt sem úr honum kæmi. Slíkt væri um leið svo þarfleg og verkleg kennsla. En slíkt prýðifjelag ynni mikið meira gagn með öðru en peningunum, bara með því að vera til og vera sí-vakandi, vera hin vonda eða kannske öllu fremur hin góða samvizka bæjarmanna og bæjarstjórnar. Hugsum oss nefnd af merkisfrúm bæjarins ganga upp til einhvers mektarmannsins og tjá honum í nafni bæjarmanna, að þetta útihús hans eða þessar girðingar hans, gapandi framan í fólk á alfara- vegi, þolist nú ekki lengur. Hugsum oss á- hugamenn, sem eitthvert vit hafa á slíku, leið- beina með fyrirlestrum og vekjandi bendingum; t. d. þarf beinlínis að segja mönnum, að til sjeu á Landsbókasafninu allgóðar leiðbeiningar við húsabyggingar, þannig ný-fengin bók eptir Aster, þýzkan húsasmið, með 100 myndum, og mætti taka sumar þeirra beint til fyrir- myndar við steinhús vor; kostnaður sáralítið meiri, en svipurinn allur annar. Það eitt hefði mesta þýðingu, að til sje hjer í bænum einhver verkandi kraptur, sem hugsar um smekkinn og fegurðina. Þrátt fyrír allt og allt vildi ræðum. ekkert víl heyra. Hann minnti á, að aldrei hefðu verið sfðan um 1880 jafnmargar og jafnstórar byggingar undir sem einmitt nú, að með sömu ferð póstskipsins í vetur hefði verið pantaður verkfræðingur til að athuga skipa- kvína og spurzt fyrir um brunngrafara til að ná vatni hjer upp um holtin, og loks hefði aldrei hjer getið að lfta jafnstóran flota inn- lendra fiskiskipa, sem nú um hátíðina. Forngripasafaið 1895. I safnsins eigu komu þetta árið alls 157 gripir; af þeim voru 67 keyptir, en hinir gefn- ir af mönnum viðsvegar um land; eru flestir gripirnir ýmis konar búgögn og skartgripir frá ýmsum tímum, margt fundið i jörðu, þótt fátt sje ýkjagamalt. Þeir, sem gefið hafa safninu gripi, eru: Kristín Thorlacius, yngisstúlka í Rvík: Brók- arhaldshnapp. Erlendur Oddsson, barnak. í Keflavík (Gbs.): Brókarhaldshnapp. Magnús Harðarson, vinnum. í Nauthól (Gbs); Ask, tvær kotrutöflur, lyklasylgju, beltis- stokk, hnezluspaða og lykil. Vigfús Guðmundsson, yngism. að Keldum (Rávs): Hálfkúlu úr járni og steinsnúð. Björn M. Ólsen, rektor í Rvik: Danskan eir- pening frá dögum Eiríks menveðs og plötu úr grænleitum steini. Ögmundur Sigurðsson, barnak. að Útskálum (Gbs.); Tvö krókarefakefli. Brynjólfur Jónsson, frá Minnanúpi (Ans.) ; Sýnishorn af Stóranúpskirkju, þeirri er rifin var 1876, skarbít Bjarna sýslum. Halldórs- sonar, prjónastokk og ýmsar smávægilegar fornmenjar, er hann fann á rannsóknarferð- um sinum sumarið 1895. Jón Borgfirðingur, f. lögregluþjónn, á Akur- eyri: Ennislauf. Benedikt Blöndal, umboðsm. i Hvammi (Hvs.) Reglustiku, prjónastokk og trafakefli. Gubmundur Jónasson, bóndi á ] Asi (Hvs.): Rúmhest og trafakefli. Jón Ólafsson, hreppatj. á Sveinsstöðum (Hvs.): Kistil, ölkrús frá 1583 (áður að sögn í eign Guðbr. bisk. Þorlákssonar). Guðrún Olafsdóttir, ekkja á Eiögu (Hvs.): Snældusnúð. Jón Jónsson, bóndi að Minnanúpi (Ans.): Tígil- knif. ^ Jóhann Jóakimsson, bónii á Illugastöðum (Þes.): Þóta. Ján HjaUalín, skólastjóri á Möðruvöllum: A- breiðu með augnasaum, eitt skinnblað úr Genesis og annað úr söngbók, hvortveggja á latinu. Dr. Grossmann og Dr. Cahnheim, frá Þýska- landi: Tvo danska silfurpeninga úr Surts- helli. Jóhannes Eggertsson, yngism. i Syðstahvammi (Hvs.): Lyklasylgju. Sigurbjöm Jónsson, lausam. s. st.: Hnakknef úr kopar. Sigfús Sveinbjörnsson, útgerðarm. í Hlaðsbót (Bss.): Danskan silfurpening og kingu úr látúni. Þorleifur Jónsson, prestur á Skinnastöðum (Þes.): Tvær vindskeiðar frá Hafrafellstungu- kirkju og brókarhaldshnapp. Pdll Melsteð, sagnfræðingur [ Rvík: Mynd af síra Ólafi Indriðasyni á Kolfreyjustað. Guðbrandur Magnússon, bóndi á Saurum (Ds.): Múl af beizli. Daníél Jónsson, yngism. í Vífilsdal (Ds.): Brókarhaldshnapp. Þorsteinn Erlingsson, cand. philos. í Kmh.: Sjá eða sigð og ýmsa smávægilega gripi, er hann fann á rannsóknarferðum sínum sumar- ið 1895. Jónas Halldórsson, bóndi á Egilsstöðum (Hvs.): Spennur af ólarbelti og skapt af rýtingi úr kopar. Ögn Eiríksdóttir, húsfrú á Asbjarnarstöðum (Hvs.): Stokk. Árni Jónsson, bóndi á Stöpum (Hvs.): Drykkj- arhorn og bólusetningarnál. Jón Jónsson, bóndi í Sælingsdalstungu (Ds.); Kistil. Olafur Magnússon, söðlasmiður á Hafurstöð- um (Ds.): Hringju af beizli eða reiða. Kjartan Helgason, prestur í Hvammi (Ds.): Ýmsar leit'ar, er þar hat'a fundizt í jörðu, þar á meðal rúnastein lítinn með stat'rófinu (þó ekki heilu), klukku og leifar af stórum hetti. Magnús Snorrason, vinnum, s. st.: Klömbrur úr hvalbeini og tinhnappamót. Björn Björnsson, söðlasmiður i Rvík: Styttu- band. Einar Guðnason, bóndi á Hofstöðum (Ms.): Nokkur tól söðlasmiða til að drífa látún, skaflaskeifu, tvær kotrutöflur, innsiglishring o. fl. Pjetur L. Blöndal, bóndi í Tungu (Hvs.): Margar millur úr kopar. Enn fremur hefir kaupm. Jón Vídalín í Kmh. sýnt safninu þá góðvild og rausn, að láta endurbæta á sinn kostnað eina af stærstu olíu- myndum safnsins, er mjög var farin að hrörna, mynd af Ara Magnússyni í ögri og Kristínu Guðbrandsdóttur konu hans (sjá sýnishorn i Sunnanfara, III, nr. 9, 65. bls ). Alls hafa rúm 600 manna skoðað safnið & reglulegum sýnitímum, en auk þess hataferða- menn, innlendir og útlendir, tengið að sjá það á öðrum tímum svo sem að undantörnu. Pálmi Pálsson. Bull úr Vesturheimi. Hr. S. B. Jónsson heíir ritað í blað eitt hjer í bænum alllangar »atliugasemdir« við fyrirlestur minn um Vestur-íslendinga. Þessar athugasemdir eru byggðar, að því er jeg get bezt sjeð, sumpart á misskiln- ingi á fyrirlestrinum, sumpart á misminnj um það, hvernig tilhagar hjer á landi, sumpart á skorti á skilningi eigi að eins á lífl Vestur-íslendinga, heldur og öllu þj óð- stjórnarlífl í heiminum. Það yrði langt mál að fara út í alla þá sáima, og jeg ætla mjer ekki að gjöra það í þetta skipti. Ea einu atriði i athugasemdum hans finnst mjer þó sjálfsagt aðmótmæla. Hann segir um skólamálið vestur-íslenzka, að »allur þorri íslendinga* þar skoði það fyr- irtæki sem sjerstaka prestaskólastofnun kirkjufjelagsins. Mjer er óhætt að full- yrða, að þetta sje gersamlega ranghermt. Svo skilningslítill er ekki »allur þorri ís- lendinga® þar, eptir allar þær umræður, sem fram hafa farið um það mál. Því að kirkjufjelaginu kemur ekki slík stofnun til hugar. Hún heflr ekki komið til orða síðan fyrir 1890, nema þá meðal manna, sem ekki botna lifandi vitund í málinu, eins og t. d. hr. S. B. Jónsson. Kirkjufjelagið heflr gert allt aðra grein fyrir sinni fyrirhuguðu skólastofnun, eins og sjá má af öllum vestur-íslenzku blöð- unum. Þetta er eitt af hinum mörgu ljósu dæmum þess, hve mikið er að marka bull það, sem sumum blöðunum hjer á landi er skrifað úr Vesturheimi. E. H.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.