Ísafold - 17.06.1896, Side 1

Ísafold - 17.06.1896, Side 1
Kemarút ýmistðinti sinni eða tviav.ívitu. Verðárg.(90arka Jninnst) 4kr.,erlsn<Iis 6 kr. eða 1*/« doll.; borgist fyrir míöjan júli (erlendis fyrir fram). ÍSAFOLD. Uppsögn(skrifleg)bundin vij> áramót, ógild nema komin sje til átgefanda fyrir l.oktober. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurstrœti 8. Reykjavik miðvikudaginn 17 júní 1893. AXili. árg. Aldamót. I'ara eru fyrir höiidum. Eptir 45(s ár renn- nr 20. öldin upp. En jafnframt leynir það sjer ekki, aS þjóS vor er stödd á aldamótum í ©Srum skilningi. N álega hvert sem vjer lít- um er þaö deginum ljósara, að þýðingarmikl- ar hreytingar eru í vændum — hreytingar, sem annaðhvort hljóta að yngja upp þjóðlíf vort og ummynda það eða gera út af við það, allt eptir því, hvemig vjer reynumst í eld- raun þeirri sem fyrir höndum er. Fíest hið gamla er að liðast sundur og hrynja. Allt er undir því komið að láta það ekki hrynja ofan á sig, heldur hafa snarræði og þrek til að reisa af n/ju. Ein aðaláhrifin af byltingum þeim, sem orðið hafa í heiminum á þessari öld, eru í því fólgin að færa saman löndin, láta fjarlægðina í rúminu fá minni og minni þýðingu. SvO; útúrskotnir sem vjer erum, hafa þessi áhrif náð til vor að eigi alllitlu leyti. Og afleiðingin er að verða sú, að annað- hvort verðum vjer að semja oss að siðum annara þjóða, svo miklu eindregnara en áður að ekki er sarnan berandi, taka upp menn- ingar-tilburði þeirra, eSa hætta, áSur en mjög langt líSur, aS byggja þetta land sem mennt- uS þjóS. ÞaS er hvorki meira nje minna, sem nú er um að tefla. Sveitabændur kvarta ekki tíðara undan neinu öðru en því, hve mikill sje orðinn skort- urinn á vinnukrapti. Fólkið sje svo margt stokkið úr landina, að ekki sje nógu margt eptir til að inna það af hendi, sem gera þarf. 1 rann og veru er sú umkvörtun víst mest af missýning sprottin. Vinnnkrapturinn er nógur í landinu. En hitt er satt, sem í raun ®g veru kemur í sama stað niður, að vinnu- krapturinn er, sjálfsagt mest fyrir útflutning- ana, orðinn svo dýr, að öllu er til skila hald- ið, aS unnt sje aS láta hann horga kostnaSinn; ©g sumstaSar gerir hann þaS fráleitt. ÞaS fer að verSa nokkuS dýr útheysbagginn, þar sem maSurinn slær svo sem 1—2 bagga á dag ©g fær 2—3 krónur í kaup um daginn auk fæSis, og Iítt hugsandi aS slíkt svari kostnaSi til lengdar. Komi ekki einhver meS óllu ó- væntur apturkippur í kaupgjaldiS, getur naum- ast hjá því farið, að heyskapurinn verði til- tölulega innan skamms víðast hvar bundinn við vel rœktaða, sljetta jörð, þar sem vjelum verður komið við og mannahald því getur ver- ið margfalt minna en nú tíðkast. Önnur stórmerkileg afleiðing af kauphækk- uninni er og öllum auðsæ: Tóvinnan á heim- Ilunum er að leggjast niður. Hún borgar sig ekki með því vinnukonukaupgjaldi, sem nú tíðkast. Pólk fær ódýrari föt í kaupstaðnum heldur en heima hjá sjer. Eigi ullin ekki að fara svo að segja öll óunnin út úr landinu, verður oss nauðugur einn kostur að koma upp lijá oss vjelum til aðvinna hana og láta nátt- lirukraptana ljetta undir með oss. t>á leynir það sjer ekki, að eitthvað þarf að hreyta til með sjávarútveginn — að minnsta kosti hjer við Faxaflóa. Það fer að verða að hera í bakkafullann lækinn að koma mönn- um í skilning um, að hátfískið hjer sje að eyðileggjast, jafnmikið og um það hefur verið ritað síðustu vikurnar. Og vegurinn til að bæta úr því böli er naumast annar sýnilegur en sá, er Tryggvi bankastjóri Gunnarsson benti á í síðasta blaði ísafoldar, að leggja ó- líku meiri stund á þilskipaveiðarnar en að undanfömu. Vjer sögðum áður, að nú væri um það að tefla, hvort vjer eigum að geta haldið áfram að byggja þetta land sem menntnð þjóð. Sjálf- sagt þykir ýmsum þar djúpt tekið í árinni. En gætum nú að, hvernig ástandið hlýtur að verða, ef ekki er að hafzt. Sje nokkuð að marka það, sem sveitabændurnir bera einum rómi, eiga þeir mjög örðugt með að rísa und- ir kaupgjaldinu. Og engin trygging er fyrir því, að kauphæðin sitji framvegis við það sem hún er nú. Ekki þarf nema eitt til tvö velti- ár í Vesturheimi eða örstuttan harðæriskafla hjer á landi til þess, að hugir manna leiti hurt af landinu jafn-ákaft og þegar ákafast hefur verið að undanförnu. Því fylgir aukin vinnufólksfæð og aukið kaupgjald. Hvar eru menn þá staddir með þúfurnar sínar og engj- arnar stóru og snöggu? Er ekki full ástæða til að gera sjer í hugarlund, að landbúnaður vor yrði þá staddur í meira en lítilli bættu? Er það ekki líka drjúgur viðauki við annað, sem vjer þurfum frá útlöndum að fá, ef vjer neyðnmst til að fa að allan fatnað vorn — ekki efnilegar en á horfist með sólu á annari vorri helztu útflutningsvöru, sauðfjenu? Hvern- ig fara muni hjer í sjávarsveitunum nærlend- is, ef engar breytingar komast á sjávarútveg- inn, eru menn ekki í neinum vafa um, eptir því sem bljóðið hefir verið í þeim mönnum, sem sent bafa blöðunum greinar undanfarnar vikur út af botnvörpuveiðunum. Þeir virðast ekki bafa sjeð fram á annað en opinn dauð- ann eða landflótta. Ef vjer að hinn leytinu verðum menn til að koma í verk þeim breytingum, sem þörfin krefur, mundu afleiðingarnar verða svo miklar, að ekki er unnt að gera sjer grein fyrir þeim fyrirfram. Ein hin einfaldasta og ekki hvað þýðingarminnsta afleiðingin af breyttum land- búnaðarháttum væri sjálfsagt, að sú mikla og kostnaðarsama hestaeign, sem nú tíðkast, mundi verða óþörf. Það er engjaheyskapur- inn einn, sem gerir hestaeignina óumflýjan- Uga. Og það er hún, sem framar öllu öðru stendur vagnanotkun og vegalagning fyrir uwwn.. _ . " þrifum. Mönnum þykir mmnst um vert að að fara með hestana í kaupstaðinn úr því að þeir verða að eiga þáá annað horð. Og þess vegna er það, að alþýða manna hefir áreiðan- lega enn ekki verulega trú á þeirri viðleitni, sem hingað til hefir verið í frammi höfð til þess að koma samgöngum á landi í viðunan- legt horf. Svo má og búast við því, að marg- 41. blað. háttaðar tilraunir yrði farið að gera með jarð- veginn, af ólíku meira kappi en hingað til hefir átt sjer stað, ef hændur færu á annað horð að leggja sitt aðalstarf í jarðrcektina. Enginn getur fyrirfram sagt, hvorn árangur þær kynnu að hafa. En lítil ástæða er til að efast um, að hann yrði tiltölulega mikill. Það blandast víst fæstum hugur um, að hjer megi framleiða miklu meira af gæðum lífsins en gert er, ef viðleitnin væri nógu einbeitt. Og hve stórkostlega mundi ekki atvinnan aukast hjer í landinu, ef vjer hefðum mann- skap í oss til að vinna með vjelum þó ekki væri nema alla þá ull, sem árlega til fellst hjer á landi. Og hvers vegna skyldi vera ó- hugsandi, að það geti horgað sig að flytja hingað útlent vinnuefni með öllum þeim mikla vatnskrapti, sem vjer eigum yfir að ráða? Nú í vor seldu tveir menn í Noregi Englendingum fossa fyrir 5/2 miljón króna, og það gefur manni allljósa bending um, að slík hjálp frá náttúrunnar hendi, sem hjer er í svo ríkum mæli, sje ekki á hverju strái í öðrum löndum. Þá mundi það ekki verða lítil framför jafn- vel fyrir landbúnaðinn hjer í sjávarsveitunum, ef menn hættu að stunda bátfiskið jafnframt honuro, og þeir, sem við hann fengjust á annað borð, helguðu honum alla sína krapta. — Yfirleitt er sýnilega að stefna að því hjer á landi, eins og í öðrum löndum, að atvinnu- greinirnar liðist sundur, og hver maður láti sjer að meira eða minna leyti nægja eina at- vinnugrein. Og því ætti að verða samfara sömu kostirnir hjá oss eins og hjá öðrum þjóðum: reglubundnari vinna, meiri iðjusemi og meiri kunnátta til þess verks, sem hver einstakur maður á af hendi að leysa. Kjarninn í flestum þeim hreytingum, sem óhjákvæmilega eru fyrir hendi, svo framar- lega sem vjer eigum ekki að dragast svo langt aptur úr að langt frá sje viðunandi, er sjálfsagt sá, að vjer þurfum að fá að fje, eins og allir aðrir, sem líkt hefir staðið á fyrir. Vjer getum ekki lengur haldið í horfinu, get- um eigi lengur fleytt oss með tvær höndur tómar, eins og að undanförnu. Vjer verðum að haga framfaraviðleitni vorri eins og aðrir menn, og vjer verðum að fá til þess fjámuna- lega aðstoð annara, eins og svo margir aðrir hafa þurft. Engin líkindi eru til annars en að það mundi reynast auðsótt mál, ef hyggi- lega væri að farið. Hitt er hætt við að yrði örðugra, að fá inn í landið allt það mannvit og alla þá þekkingu, sem vjer höfum þörf á til þess að gera þetta land svo byggilegt, sem það getur orðið. Það auðnast oss naumast fyr en oss hefir lærzt að hætta að einblína þangað sem menn hafa vanizt allt öðrum framfaraskilyrðum en hjer eru fyrir hendi — lærzt aíT lei ta að fræðslu frá nýju löndunum, þar sem einmitt er verið að gera óbyggðirn- ar að auðsælum sveitum, auðnirnar að aldin- görðum, þar sem verið er að gera allt það sama, sem vjer þurfum að fá gert.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.