Ísafold - 15.07.1896, Qupperneq 2
194
Póstgufuskipið »Botnia« lagði af
stað aptur á sunnudagskvöldið og með
henni fjöldi farþega, nær eingöngu útlendra
ferðamanna.
Hjeraðsl. Quðm. Björnsson sigldi nú
með »Botnia« hjeðan áleiðis til Noregs; í
því skyni að kynna sjer þar, í Björgvin
og víðar, fyrirkomulagá holdsveikraspítölum
og alla meðférð holdsveikra sjúklinga, til
undirhúningsholdsveikra-spítalastofnun hjer
samkvæmt ályktun síðasta alþingis. Býst
hann við að verða nær 3 mánuði í því
ferðalagi — koma aptur 1. okt. Lækna-
skólakennari Guðm. Magnússon gegnir fyf-
ir hann hjer á meðan.
Herskipin ensku eru nú alfarin hjeð-
an nema eitt, sem bíður eptir pósti með
Vestu. Þau halda hjeðan til Norvegs
(Finnmerkur), fara með enska stjörnufræð-
inga norður í Hammerfest, sem eiga að
vera þar viðbúnir að athuga sólmyrkvann
9. ágúst, sem þar er almyrkvi, nefnil. á
mjórri reim um norðanverðan Norveg, Sí-
beríu, Mantsjúrí og Japan norðanvert.
Skipstrand. Norskt kaupskip, »Giit-
ner«, galías, um 70—80 smál., rak á land
á Járngerðarstaðavík í Grindavík ll.'þ.m.
og brotnaði. Það hafði fært Grindvíking-
um pantaðar vörur fyrir milligöngu Ásg.
kaupmanns Sigurðssonar í Rvík; átti að eins
éptir að skila af sjer nokkru af salti og
kolum, og hirða síðan íslenzka vöru i stað-
inn. Strandið verður selt á uppboði núna
á fðstudaginn.
„Fj.konu“-óhróður út af viöskiptum
við botnvörpumenn.
----2B
í 22. tbl. »Fj.konunnar« þ. á. stendur grein
Um >Botnvörpuveiðarnar og Álptnesingart.
Grein þessi er auðsjáanlega rítstjórnargrein.
Vjer ætlum því einungis að snúa oss að rit-
stjóra »Fj.konunnar« í svari voru.
Að nokkur dráttur heíir orðið á svari frá oss
undirskrifuðum sjómönnum, kemur til ai því, að
vjer ætluðum að leiða allar þær óhróðursöfg-
ár, sem í áminnstri grein standa, hjá oss, eins
Og annan þvætting, sem blað þetta er svo
vant að flytja; en vjer höfum þó komizt að
þeirri niðurstöðu, að slíkt væri eigi með öllu
rjett, »Því má svo leiður ljúga, að ijúfur verði
að trúa«.
Ritstjórinn segir, að vjer höfum tekíð spiil
virkjum þessum — þ. e. botnvörpuveiðurun-
um — »með kostum og kynjum«, undir eins
og vjer urðum þess varir, að þeir voru komn-
ir á flskimið vor. Vjer vitum nú ekki upp á
vist, hvað ritstjórinn meinar með þessum orð-
um; hitt vitum vjer, að ekki varð vart á veið-
arfæri vor um þær mundir; einnig það, að út-
lendingar þessir öfluðu mjög mikið af fiski,
sem þeir höíðu á boðstólum fyrir mjög lítið
verð, og sem þeir köstuðu aptur í sjóinn, ef
hann var ekki keyptur að þeim. Vjer
sjáum nú ekki, hvað vjer ÁlptneSingar, éða
aðrir fiskimenn, hefðum verið betur komnir
fyrír það, þó torfur af dauðum fiski hefðu
flotið og úldnað á niiðum vörum, og ef til
vill haft ill áhrif á fiskigöngur siðar meir.
Oss kemur því eigi til hugar að leyna því,
að vjer höfum fengið talsverðan fisk hjá út-
lendingum þessum, ekki hausarusl — eins og
»Fj.konan« segir — heldur alls konar flsk:
þorsk, þyrskling, ýsu og steinbít.
Það er svo langt frá því, að vjer skoðum
það vera rangt af oss, að hafa þannig löguð
viðskipti við menn þessa, að það hefði frá
voru sjónarmiði mátt heita i'rámunalegt rænu-
leysi og ódugnaður, með tilliti til undanfar-
andi árferðis, að hafna jafn-hagkvæmum við-
skiptum. Vjer látum oss í ljettu rúmi liggja,
hverja skoðun ritstjóri »Fj.konunnar« hefir á
þessu máii, því vjer erum vissir um, að allir
8kynsamari og gætnarí menn muni lfta á það
frá allt öðru sjónarmiði.
Eptir sumum greinum þeim að dæma, sem
birzt hafa í blöðunum um mál þetta, lítur
helzt út fyrir, að það sjeu eingöngu Álptnes-
ingar, sem skipti hafa haft við botnvörpu-
veiðarana; en þessu er þó ekki þannig varið.
Akurnesingar hafa lika fengið hjá þeim mik-
inn afla f vor, og hafa þau viðskipti sjálfsagt
verið þeim eins og oss til mikiila hsgsrauna;
en þeir sem einna fyrstir verzluðu við þessa
botnvörpumenn voru Reykjavíkurbúar. I fyrra
sumar, jafnvel optar en einu sinni, kom »tröll-
ari« til þeirra inn á höfn og seldi þeim fisk,
og höfum vjer heyrt, að aðsóknin hafi verið
mikil, meðan á sölunni stóð, og að bæjarbú-
ar hafl verið vel ánægðir yfir kaupunum; hvort
þeir hafa borgað fiskinn með víni og tóbaki
eða annari vðru, er oss ókunnugt.
Um það, hvort allir þessir botnvörpumenn
sjeu drykkjurútar og síarkarar, eins og »Fj.-
konan« segir, viljum vjer ekkert dæma, hitt
getum vjer sagt, að vjer höfum eigi sjeð nein
merki þess, og dettur oss því f hug að eíast
um, að þessi lýsing »Fj.-konunnar« sje rjett;
já, méira að segja, oss liggur við að halda
að minnsta kosti suma af þessum útlending-
um fullt eins heiðarlega menn og ritst. »Fj,-
konunnar«, og mjög virðist oss undarlegt, ef
fjelög þau, sem halda skipum þessum úti,
hafa eigi aðra í þjónustu sinni en skríl-úr-
þvætti, drykkjurúta og slarkara, til að fara
með skip sín, sem með tilheyrandi- áhöldum
kosta stórfje, sum jafnvel allt að 100,000 kr.,
og sagðir eru Englendingar hyggnari en svo,
að slíkt sje sennilegt.
Um það atriði í »Fj.konu«-greinni, að vjer
Álptnesingar höfum kennt þessum botnvörpu-
mönnum að fletja og verka fisk, og vísað þeim
á beztu fiskimiðin, þurfum vjer ekki að vera
margorðir. Það liggur nær að brosa að slík-
um sögum en að reiðast þeim, og það jafnvel
þó þær sjeu sagðar til að svívirða aðra, eins
og hjer á sjer stað. Já, broslegt er jþað, að
maður sem hefir þó verið aðjbasla við rit-
stjórn í mörg ár, skuli vera svo nauða ókunn-
ugur því máli, er hann ritar um, að hann veit
ekki, að botnvörpumenn þessir eru miklu
kunnugri botninum ’á Faxaflóa [en flestir eða
allir sjómenn hjer, að hann veit ekki, að þeir
hafa svogóð ognákvæm »botnkort«, að þeir vita
um hvern einasta leirblett og hraunsnaga
hvar sem er í flóanum, og þurfa því ekki
neinnar leiðbeiningar hjá oss.
Það er eigi síður broslegt, að nokkur skuli
fmynda sjer, að vjer Álptnesingar kennum
mönnum þessum fiskverkun. Það þarf ekki
annað en heilbrigða skynsemi til að sjá, hve
mikil fjarstæða þessi saga er. Að fmynda
sjer, að nefnd fjelög, sem ærnum kostnaöi
halda skipum þessum úti til fiskiveiða hjer
viö land, muni senda tóma óvaninga, sem ekk •
ert kunna til þeirra verka, sem þeir einmitt
erú ætlaðir til að starfa að, óg gróði og tap
fjelaganna hlýtur að vera komið undir, og að
þau byggi einmitt upp á hjálp íslendinga í
þessu efni, er vitlausara en svo, að það taki
nokkru tali. Sannleikurinn er sá, að menn
þessir kunna fiskverkun eigi sfður en vjer ís-
lendingar, og við aðgerð á fiski taka þeir oss
langt fram.
Það er annars ekki á góðuvon, þegarmenn
fara að rita um málefni, sem þá vantar alla
þekkingu á, og þegar þar við bætist, að ill-
girni og heimskulegir sleggjudómar eru í verki
með.
Vjer biðjum þá aðra menn, en ritstjóra
»Fj kon.«, er áfellt hafa oss og áreitt í blöÖ-
unum út af »tröllafisks«-afla vorum, að skipta
þessu svari voru bróðurlega með sjer og »Fj,-
konu«-ritstjóranum. Teljumvjer þeim þannig
nægilega svarað.
Skrifað í júnímánuði 1896.
Guðján Erlendsson. Magnús Þorsteinsson.
Kristján Jónsson. Einar Agúst Einarsson.
Ólafur Bjamason. Sveiribjðrn Sveinsson.
Guðjón Einarsson. Sigurður Jónsson.
Guðm. Guðmundsson. Erlendur Bjarnarson.
S^Tíðarfar. Enn helzt framúrskarandi
ótið hjer um slóðir að óþurrkum til. Er
þetta sjálfsagt eitthvert hið mesta óþurrka-
vor og-sumar (það af er), sem menn muna
Ekki nema 3 dagar þurrir í maímánuði
(28 rigningardagar), 9 f júní alls og 1 í
júlí hingað til, dagurinn i gær; rignt 14
daga af 15 liðnum, og opt stórum, jafnvel
með stórviðri á stundum. Grasvöxtur rýr,
vegna kalsans og einkum þess, að sjald-
an sem aldrei nýtur sólar. Stórvandræði
með eldivið til sveita sumstaðar; engin
móflaga þornar; eru dæmi þess, að menn
hafa neyðzt til að láta gamlan heyrudda
undir pottinn hjá sjer.
Seyðisfirði 15. júní: »Hingað austur eru
nú komnir um 1200 sunnlendingar, og má
hjer verða mikið góðfiski f sumar, ef slík fólks-
og bátaþvaga á að stýra góðri lukku. Kjörin
eru engu siður en vant er. Flestir, semvoru
upp á mánaðarkaup, hafa um og yfir 50 kr.
um mánuðinn og allt ókeypis, og einhverja
aukagetu þar á of'an, t. d. ókeypis far suður,
aflaverðlaun eða annað því um lfkt. Nú sem
stendur er fremur aflalftið og langróið mjög,
beita nóg í fshúsunum og því hægt að halda
róðrum áfram þrátt íyrir kuldana og fiski-
tregðuna. Sveitirnar hafa lltið fengið af öllu
þessu kaupafólki, og er því fólksekla þar lfkt
ög áður. — Ekki eru menn sem ánægðastir
með strandferðabátinn »Bremnæs«, sem nú er
tekinn til ferða, og þykir mörgum hann ekki
vel lagaður til fólksflutninga; en hjer etu
menn nú fremur góðttm skipum vanir og þvl
máskje dálítið heimttttrekir«.
Landsgufuskipið Vesta, skípstjóri
OorfltZon, kom hingað í dag frá Liverpool,
og með því farstjórinn, hr. D. Thomsen,
og 11 farþegar, þar á meðal stórkaupm.
Leonh. Tang frá ísaflrði og sonur hans;
hitt Englendingar. Skipið kemur með full-
fermi, eins og fyrri ferðirnar báðar. Dag-
inn áður en það lagði af stað hingað,
buðust því enn fremur 140 smálestir af
vörum til flutnings; en þá tók skipið ekki
meira.
Botnvörpumáliðiparlamentinu. Út
af illum búsifjum, er botnvöruskipið
»St. Lawerence* hafl sætt hjer á Reykja-
víkurhöfn 20. f. mán. — 12 pd. sekt m.
m. — gerði þingmaður einn í parlament-
inu í Lundúnum, Wilson að nafni, fyrir-
spurn til stjórnarinnar á þingfundi 3. þ.
m. Skipstjórinn (á »St. Lawerence) hefði,
sagði hann, komið í meinleysi inn á höfn-
ina, til þess að fá sjerís, olíu og vistir,og
fengið skeyti um, eptir 6 stunda dvöl á höfn-
inni, að valdsmaður bæjarins hefði bannað
að láta sig fá ís; og er hann vildi vita hjá
yfirvaldinu (bæjarfóg.), hvemig þessu viki
við, var honum birtur sektarúrskurður fyr-
ir 12 pd. sterl. og honum settir tveir kost-
ir: að greiða sektina, eða biða lögsóknar
og dóms. Hann greiddi sektina með mót-
mælum og spurði valdsmann, hvernig hanm
ætti að komast af vistalaus. Honum var