Ísafold - 15.07.1896, Qupperneq 3
195
svarað, að hann gæti siglt út aptur og veitt
fisk sjer til matar og lifað á honum og
blávatni þangað til hann kæmist heim til
sin. Hvað þingmaðurinn allt af vera að
kerast fleiri og fleiri kærur frá enskum
fiskimönnum út af hátterni íslenzkra yflr-
Valda, og vildi hann því biðja stjórnina
að rannsaka málið sem skjótast og sinna
rökstuddum kærum brezkra fiskiútvegs-
ínanna.
Undirstjórnarherrann fyrir utanríkismál-
um, Curzon, svaraði fyrirspurninni. 'Kvað
hann stjórnina hafa þegar fengið skýrslu
umþetta mál (frá skipstjóranum á St. La-
•wrence) og jafnskjótt hafa lagt fyrir sendi-
herra Breta í Kaupmannahöfn að ganga
eptir ýtarlegum skýrslum þar um málið;
mundi stjórnin siðan að fengnu skeyti frá
honum rannsaka mál þetta vandlega og
önnur svipuð atvik nýlega um garð geng-
in. Kvaðst hann geta bætt því við, að
Danastjórn hefði út af umkvörtun frá stjórn
inni i Lundúnum þegar lagt fyrir yflrfor-
ingjann á strandgæzluskipi því, er núværi
við Island, að beita hinum íslenzku botn-
vörpulögum svo væglega, sem hægt væri.
Wilson spúrði, hvort ráðherrann mundi
Vilja veita viðtal sendinefnd, er flytti mál
þetta fyrir honum.
Curzon kvaðst mundu það gera, ef ósk
að væri, en sjer fyndist það gagnslaust,
því að sjórnin væri búin að fá vitneskju
öll atvik þessa máls.
Hvaðanæva.
Fólksmegin Norðurálfuríkja nú og
fyrrum.
I ranskur landshagsfræSingur, er Koche heitir,
og einu sinni var fjármálaráSherra, ritaði í
vetur fróðlega grein um fólksmegin Norður-
alfuríkja fyrir 2 öldum og þar af leiðandi
bolmagn þeirra þá hvers um sig,—harla ólikt
pví sem nú er.
Við lok stjórnar Hlöðvis 14. (1714) voru
20 milj. manna á Frakklandi, og Frakkar
voru þá efalaust dugmesta þjóSin í
Norðurálfu og ósundurleitust. Á Englandi
bjuggu um þær mundir ekki nema 6 miljónir
manna. A Þyzkalandi, sem þá var um 30
smaríki, var landsfólkið alls og alls engum
mun fleira en á Frakkiandi. Austurríkisbúar
V°™ 10 12 og Prússar ekki nema 2
miljomr Rússland var þá ekki haft í siðaðra
rikja tolu, en gizkað er á, að landslýður þar
hafi numið 12-13 miljónum. Pólverjar 10
—11, og Spánverjar 8—9 miljónir. Á ítaliu
allri, sem sldptist í fjölda smáríkja, bjuggu
10—11 miljónir manna. Alls voru Norður-
úlfubúar taldir þá um 20—30 milj. annars
hundraðs. Fram á stjórnarbyltinguna miklu
urðu litlar breytingar á þessu fólksmegni
ýmsra ríkja. Frakkarj'voru þá um 25 milj.j
Þjóðverjar stóðu hjer um bil í stað, en Prússar
voru orðnir um 6 milj. Á Bretlandi hinu
mikla var íbúatalan orðin 12 milj. Frakkar
voru alls af fremstir, enda var það aðalorsökin
til sigursældar Napóleons mikla. En þegar ófrið-
urinn hófst 1870, voru Frakkar eigiframar fólks-
ílesta þjóðin í álfunni, heldur Rússar; þeir
voru þá um 78 milj. í báðum álfum (norður
og austur). En fyrir öörum þjóðum álfunnar
höfðu samt Fraklcar þá enn öndvegi að mann-
fjölda til, sem sje 38 milj. Næstir þeim voru
þá Austurríkismenn með 36 milj.; þyzka ríkið
hafði 35 milj., Bretland hið mikla 30. Banda-
ríkin í Vesturheimi voru þá orðin Frökkum
jafnsnjöll að fólksmegni, með 38 milj. Með
Elsass og Lothringen misstu Frakkar um 2
milj.íbúa og hafa raunar haft sig upp aptur síðan
í sama fólksfjölda (38 milj.). en skipa þó nú
að eins 5. sessinn á bekk stórveldanna.
Rússar eru nú orðnir um 100 milj., Þjóðverj-
ar 52‘/4, Austurríkismenn og Ungverjar meira
en 43, og Bretar nálega 40 miljónir. Næstir
Frökkum eru ítalir, 31 milj. Síðustu öld
hefir íbúatala á Frakklandi að eins aukizt um
50 af hundraði, en því nær ferfaldazt á Eng-
landi, þrefaldazt á Rússiandi, aukizt á Þyzka-
um, að þeir geta með engu móti keppt í
jarðarafurðum við hin nj'ju lönd, svo sem
Suðurafríku, Ástralíu og suðurhluta Vesttir-
heims, óg í verksmiðju- og iönaðarvörum við
Japan og Kína. Syningin í París mun verða
hin stórkostlegasta, sem mannkynið hefir nokk-
urn tíma sjeð; og þegar henni er lokið með
flugeldum og uppljómunum, gengur nokkurs
konar ragnarökkur yfir álfu þessa. Daginft
eptir að hún hættir, hefst baráttan milli hinn-
ar ellihrumu Evrópu og Austurheimsins, sem
nú hefir kastað ellibelgnum og orðinn er ung-
ur í annað sinn.
landi um meira en helming, en fimmfaldazt í
Prússaveldi, en aukizthjer umbil um helming
á Ítalíu. Utan Norðurálfu má nefna Bandaríkin í
Vesturheimi með nær 70 milj. nú orðiö og
Japan með 42 milj. íbúa.
Sparisjóðir Noregs geyma nú 217 milj.
kr. í innlögum frá 525,918 innlagseigendum.
Eins og nafnið bendir á, var það áformiö
með sjóði þessa í upphafi, að menn gætu komið
fje á vöxtu, sem þeir í þann svipinn hefðu
afgangs, og geymt þá þar til viðlögu. Þetta
að leggja fyrir það sem vjer höfum aflögum í
svipinn og geyma það ókominni þörf, er eitt-
hvert hið mikilvægasta verkefni hvers þjóö-
fjélags. Bolmagn einstaklingsins og allrar
þjóðarinnar eykst að þvl skapi, sem menn
verða sjálfbirgari að efnahag og færari um að
eiga þátt í framförum tímanna.
Það var vafalaus framför, stendur í »V. G.«,
þegar vjer fengum fyrsta sparisjóðinn á lagg-
irnar, árið 1822. Frá þeim tímum hafa þeir
aukizt svo, að 1894 voru hjá oss 367 löggiltir
sparisjóðir, 66 í bæjum og 301 upp til sveita.
Og það er ekki eingöngu tala sjóðanna, sem
aukizt hefir; tala innlagseigenda og upphæð
innskotanna hafa og hækkað jafnt og þjett.
Viðgangur sparisjóðanna hefir x stuttu máli
verið ærinn seinasta mannsaldur, og stórum
eflt velmegun manna. Sparisjóðsreikningarnir
verða þannig nokkurs konar efnahags-loptvog,
sem lesa má á ár frá ári viðgang og þurð í
velmegun þjóðarinnar. Áreiðanlegt verður
það auðvitaö ekki í mörgum greinum, einkum
þegar þess er gætt, að til eru aðrir sjóðir og
sægur annara fjárveltu-fyrirtækja, sem viðlögu-
fje manna er lagt í.
Tala innlagseigenda var 1850 tæpar 53,000,
en 1894 var hún komin upp í 525,918. Arið
1850 var ekki nema 27. hvert mannsbarn í
landinu innlagseigandi; 1884 eitthvað 5. hver,
en 1894 einn af hverjum 3%. landsbúa.
Hinir mörgu innlagseigendur og sífeld fjölgun
þeirra er greinilegur vottur þess, að spari-
sjóðirnir hafa að því leyti til leyst af hendi
það sem þeim var ætlað, sem þeir hafa komiö
fjársafns- eða fjárgeymsluhugmyndinni inn hjá
þorra lýösins.
Meðaleign hvers innlagseiganda í sparisjóði
var 1. janúar 415 kr., eða 107 kr. á hvert
mannsbarn í landinu.
Aldurtilí Norðurálfu er nafn á bækl-
ingi, sem nvlega hefir verið prentaður í París.
Höfundurinn spáir því, að heimssýningin árið
1900 verði seinasta sýningin álfunnar. Sýn-
jn<rar 20. aldarinnar verða hvorki haldnar í
París, Lundúnum eða Berlín, þær verða
haldnar í Rio Janeiro, Jóhannesarborg (í Trans-
vaal) eða Tokíó í Japan. En hvers vegna
verða engar sýningar haldnar í Noröurálfu á
20. öld? Blátt áfram af því, að þá er engin
Norðurálfa til. Á sýningunni árið 1900, segir
höfundurinn, koma íbúar Suðurafríku, Nýja-
Hollands, La-Plata-ríkjanna, Kaliforníu og
annara landa fram með akuryrkjuafuröir af
, öllu tagi, vín, ávexti, korn, kjöt og fisk sem
glænýtt væri, málma, kol, og í einu lagi allt,
sem jörðin getur af sjer leitt í líku loptslagi
og er í Norðurálfunni.
Jafnframt þessu munu austrænUstu löndin,
Indland og Kina og fremur öllum Japan, auk
þeirra afurða, sem af akuryrkju leiða, sýna
málmiðnað sinn, vefnað og verksmiðjuiðnað í
heild sinni. Og þegar farið er að bera sam-
an verðlag á öllu þessu við það, sem er í
Norðurálíu, munu jarðyrkjumenn og Verk-
smiðjueigendur þar brátt sjá, að hjer er kom-
ið í óvænt efni. Þeir munu komast að raun
Handhreifiyjelin
Alpha Colibri
frá maskínu verzlun Fr. Creutzberg í Kaup-
mannahöfn. Með því að draga reimina 60
sínnum á minútu tekur vjel þessi öll fitu-
efni (rjómann) úr nýmjólkinni við 30°hitá
af 140 pd. mjólkur á kl.tíma.
Með hverri vjel fylgja nauðsynleg áhöld
og stykki tíl vara.
T"erð albúin 150 kr.
Þessi ágæta, handhæga og þarfa vjel
hefir á mjög stuttum tíma hvervetna náð
mikilli útbreiðslu. Hlutafjelagið Separ
ator hefir á þessu ári fengið í Norðurálfu
eptirnefnd fyrstu verðlaun fyrir hana:
í Oxfordshire, Englandi, Gullmedalíu.
í La Roche, Frakklandi do.
í Canb.’omar, do. Silfurmedalíu.
í Brusevílie, do. do.
í Barmen, Þýzkalandi do.
Vjelarnar útvegar og sendir um allt ís-
land með verksmiðjuverði -j- fragt.
Jakob Gunnlögsson
Cort Adelersgade 4
Kjöbenhavn K.
»Sameiningin«, mánaðarrit til stuðn-
ings kirkju og kristindómi íslendinga, geflð
út af hinu ev.iút.kirkjufjelagi í Vesturheimf
og prentað í Winnipeg. Ritstjóri Jón
Bjarnason. Verð í Vesturheimi 1 doll. árg.
á íslandi úærri því helmingi lægra: 2 kr.
Mjög vandað að prentun og útgerð allri.
Ellefti árg. byrjaði í marz 1896. Fæst i
bókaverzl. Sigurðar Kristjánssonar í Reykja-
vík og bjá ýmsum bóksölum víðsvegar um
land allt.
Fiskiskip til sölu.
Ágætt fiskiskip, um 30 smálestir að stærð,
með nægutnjáhölduin, smíðað á Englandi*
er til sölu í Færeyjum með vægu verði.
Nánari skýrslur fást hjá ritstjóra blaðs
þessa, sem heflr til sýnis vottorð um &-
stand skipsins.