Ísafold - 05.09.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.09.1896, Blaðsíða 3
Bnn nm botnvörpvyeiðar ogÁlptnesinga. Epn & ný iieflr ritstjóra »Fj.konunnar'! þótt við eiga að ávarpa oss Alptnesinga í 29. tbl. síns alkunna m&lgagns. í hans sporum mundu þó allir, sem hirða um hvort þeir haía rjett eða rangt mál að flytja, hafa þagað við hinni mjög hógvseru grein frá nokkium Álptnesing- uœ, sem birtist I 49. tbl. »ísafoldar« þ. á., en ritstjórinn er ekki, eða virðist ekki vera, af því sauðahúsi; þess vegna er l!ka íramkoma hans i þessu máli mjög svo eðlileg. Ekki er þó svo að skilja að honum hafi t^kizt betur nú ritsmíði sitt. en í hið fyrra sþipti, því jafnvel í sjálfri »Fj.konunni« þarf lengi að leita að annarri eins ómynd, eins og þessi áminnzta grein er, og verður maður þó að játa að »djúpt sje dýft í árinni«. Það leynir sjer ekki að ritstjórinn flnnur til þess, að hann er búinn að segja of mikið um þetta »trölla«-mál; þvi reynir hann nú að klóra yfir sumt af þvi, er hann hefir áður sagt, en rangherma það, sem um málið heflr staðið i öþrum blöðum. Það er rangbermi^ að í ísafold hafi Álpt- nesingum nokknrn tima yerið jatnað yið Eíi altes. Hún jafnaði þeim einum við hann, sem visuðu botnvörpumönnum á beztu fiskimið landsmanna, kenndu þeim að verka fisk, og svo framv. Þar er hvergi sagt, að Álptnes- ingar hafi gjört þetta. Ekkert blað nema »Fj.konan« heflr orðið til að fullyrða slíkan lyga-óhróður. Þvi er þetta atriði gsgnvart ísafold alveg rangt eins og annað fleira hjá ritstjóranum. Eptir þvi sem skilja má á nefndii »Fj.konp« grein litur helzt út fyrir að ritstj. ímyndi sjer að »Alptnesingar< þeir, sem viðskipti höfðu við »botnvörpumenn«, þyrðu ekki að kannast við það opinberlega- Á það benda þau orð hans, að það sje kost. ur við grein Álptnesinga, að menn nú vitb hverjir þessir piltar sjeu, sem helzt hafi átt skipti við þessa útlendinga; en einnig í þessu atriði hefir ritstjóra-garminum skjátlazt. Jeg get frsett hann á því, að þeir eru alls ófeimn- ir bseði við hann og aðra, og geta með fullri einurð komið fram hvar sem er, þess vegna. Ritstjórinn segir, að grein »Álptnesinga« sje óáreiðanleg og ósönn, enda taki enginn gildan framburð þeirra í eigin máli. Hvað er óáreiðanlegt og ósatt i grein Alptnesinga? Ritstjórinn hefir reyndar gleymt að segja frá i hverju þau óáreiðanlegheit og ósannindi eru fólgin, en svona smáyfirsjónir eru svo al tiðar hjá ritstjóranum, að menn eru hsettir að K.jöra neina atbugasemd við það. »Það er komið upp i vana« Það er nú eptir að vita, hvort almenningui trúir betur fleipri ritstjórans um þetta mál sem ekkert hefir að styðjast við, nema ef ti vill ómerkilegt götudrengjahjal, heldur en fram burði áreiðanlegra kunnugra sjómanna. Alpt nesingar eru ekki neitt hræddir við þanr dóm. Svo segir ritsjórinn, að drykkjuskapur 0| slark muni eiga sjer stað hjá »botnvörumönn um«. Því til sönnunar kemur hann með mjög ósennilega sögu, sem hjer virðist ekki þört aí minnast frekar á. Hver hefir nú neitað þv: að drykkjuskapur eða slark geti átt sjer staí hjá mönnum þessum? Jeg veit ekki til, a? neinn hafi gjört það. En það vilja Alptnes ingar enn sem fyrri efa, að allir þessir botn- vörpumenn sjeu undantekningalaust skrilúr- þvsetti, drykkjurútar og slarkarar, eins og E.j.konuritstjórinn leyfir sjer að íullyrða i hinni íýrri grein sinni, en hálfpartinn skamm- nst sin þó fyrir að viðurkenna, eins og nátt- úrlegt er. . Þar næst spyr ritstjórinn, hvaðan »botn- vörpumenn« hafi sín góðu »botnkort«. Fyrst ritstjórinn veit það ekki, þarf að fræða hann. um það. Þeir hafa þau vist frá Dönum, sem tóku þau af herskipinu Ingólfi hjer um árið- Annars munu þau ekkert sjaldgæf og ersjálf* sagt hægt fyrir rjtst. að útvega sjer npkkur eintök af þeim, ef honum þykir þess við þurfa. Nú segir ritstjórinn að »botnvörpumenn« stundi ekki þorskveiðar, en í hinni fyrri grein sinni segir þann, að »Alptnesingar« iái ekki annað hjá þeim en hausarusl og annan úr. gang, af því að þeir hirði sjálfir allan annan afla. Þetta er nú samkvæmni, sem vert er um að tala; alveg samboðin »Fj.konu«-ritstjór- anum. Það virðist nú ekki þörf á að svara rit- stjóranum frekara í þetta sinn, og jeg þykist vita, að honum muni verða lofað að eiga sein asta orðið í þessu máli, þó með því móti, að hann misbrúkf ekki málírelsi sitt svo, að hann neyði Alptnesinga til frekari aðgjörða. Sviðholti 20. ágúst 1896. Guðjón Erlendsson í umb. Alptnesinga. Vestmannaeyjum 28. égúst. í fyrra kvöld kl. 10 kom hjer snarpur landskjálfta- kippur, er stóð yfir um hálfa mínútu; litlu siðar annar nokkru minni og nokkru seinna 2 aðrir vægir kippir. Aptur í gærmorgun kl. 9l/a fannst fyrst vægur kippur, og um 2 min- útum siðar annar mjög harður, en stóð mjög skamma stund, og í nótt fundust enn nokkrir hægir kippir. Vegsummerkin eptir kippinn i gærmorgun urðu meiri en lítil. Skriður fjellu úr fjöllum yfir graslendi, og sumstaðar i sjó niður, annarsstaðar hrundu stykki úr fjöllum og stærri og miuni björg niður i sjó; úr öllum hinum lausari fjöllum kom meira eða minna grjóthrap. Svæði af fuglabyggðum eru víða meira eða minna eydd og skemmd. Þá er kippprinn kom, voru menn á 3 stöðum við fýlungaveiðar (að enda við þær), Einn hópur- inn var neðst i Dufþekju (Dufþaksskor) norðan i Heimakletti, 5 menn uppi og 5 neðan undir á 2 bátum til að taka á móti fuglinum. [Mis- munandi frásögn í siðasta blaði var höfð eptir farþega á póstskipinu]. Við kippinn kom þar feiknalegt grjóthrap ofan úr brúnum; veiði- menn gátu að eins hlaupið lítið eitt til hliðar, og svo kastað sjer á, grúfu; mikið af grjó.t- hrapinu fór allt i kringum þá og yfir þá og allt í kringum bátana neðan undir; stór steinn snart einn manninn, sem uppi var, meiddi hann viða á baki og lendum, og veitti honum mikið svöðusár & hægra hupp; hina sakaði ekki; en um 10 mínútum fyr höiðu þeir allir verið litlu austar, og þar varð hrapið svo mikið, að það mundi hafa sópað þeim öllum dauðum niður í sjó, hefðu þeir þ& verið þar. I húsum heltist vatn og mjólk út úr ilátum, en litlar sem engar urðu skemmdir á húsum. Skipstjóri á ensku fiskigufuskipi, sem var við fiskiveiðar með lóð í gsermorgun eina eða 2 vikur sjávar suður af Súlnaskeri, en kom hingað i gærkvöldi. sagði svo frá, að skipið heiði allt nötrað við kippinn, og áhöld og ilát fallið niðyr. Mönnum bafa iundizt kippirnir ganga frá norðaustii til suðvesturs. Fýla- ferðir baf'a gengið mjög stirt sakir slæmrar veðráttu, storma og rigninga, og fýlungi við- ast hvar með t'æsta móti. T'öður allar náðust hjer óskemmdar, og beyfengur í meðallagi, að visu talsvert minni en i fyrra. Af sjó hefur að mestu verið aflalaust. Yeðrátta hefir verið mjög umhleypingasöm; mikið regn með köflum, mest var úrferðin 16. þ. mán. 30 millímetrar. Síðustu 5 daga hefir verið mjög kalt, og norðanstormur 24.—26., sem skemmdi mjög kartöplugarða; er þvi útlit fyrir mjög slæma jarðeplauppskeru. Þ. J. Nákvæmar landskjálftafrjettir. Hr. Björn Jónsson, ritstjóri þessa blaðs, lagSi í gærmorgun af staS austur til þess að skoða vegsummerkin eptir landskjálftana á Rangár- völlum, á Landi, í Hreppunum og í Biskups- tungunum — þar sem nýir hverir eru komn- ir upp — og kynna sjer sem bezt tjón það, er landskjálftarnir hafa valdið og hagi þeirra, er fyrir því hafa orðið. Hans er von heim aptur á þriðjudaginn. í næsta miðviltudags- blaði ísafoldar fá menn því væntanlega ná- kvæmari fregnir af landskjálftanum heldur en nokkurt blað hefir enn átt kost á að flytja, og má ganga að því yísu, að mönnum sje kært að fá þær fregnir sem fyllstar og áreið- anlegastar, jafn-einlæga hluttekning sem voða- viðburðir þessir hafa vakið. — Landskjálfta- samskotunum er eins veitt viðtaka á skrifstofu ísafoldar, þótt ritstjórinn, gjaldkeri samskota- nefndarinnar, sje fjarverandi. Póstskipið »Laura« lagði af stað hjeð- an í gærdag kl. 4. Með henni tóku sjer far Dr. Þorv. Thoroddsen, Þórður læknir Thor- oddsen með frú sinni, Jón læknir Jónsson, Guðbr. konsúll Finubogason, frú Nielsen af Eyrarbakka með dóttur sinni, stúdentarnir Friðrik og Sveinn Hallgrímssynir og Ágúst Bjarnason, Ó. Á- Olafsson verzlunarstjóri frá Keflavík og nokkrir enskir ferðamenn. Slysfarir. Maður drukknaði um miðjan f. m. í Bjargós við Miðhóp (vatnið), Jón Arnason frá Stöpum á Vatnsnesi, á heimleið frá Blönduós. Þeir voru þrír saman fjelagar, og varð Jón aptur úr við ósinn, hafði farið af baki og ætlað að komast fyrir hest sinn, en varð þá gengið fram af marbakkanum við ósinn og drukknaði þar. Var dimmt orðið nokkuð, og lentu hinir á sundi í ósnum, höfðu farið of utarlega. Annar þeirra var mikið drukk- inn. Maður fyrirfór sjer um sama leyti þar í sama byggðarlagi, vinnumaður frá Hnausum, Þorsteinn að nafni; drekkti sjer í Hnausa- kvlsl. Hitt og þetta. Frúin (við nýju vinnukonuna): Við erum vön að drekka kaffi kl. 8 á morgnana. Stúlkan: Einmitt það; en þess bið jeg yður lengstra orða, frú mín góð, að bíða ekk- ert eptir mjer, ef jeg skyldi ekki verða kom- in á fætur um það leyti. Hestsafl og hvalsafl. Nylega hafa skozkir stærðfræðingar reiknað muninn á afli hestsins og hvalsins, og komizt að þeirri nið- urstöðu, að til þess að draga hval, sem fyrir skömmu rak á vesturströnd Skotlands, gegnum sjóinn með 12 enskra mílna hraða á kl.stund þyrfti 145 hesta afl. Telegrafþræðir heimsins eru samtals 222,000 enskar mílur á lengd. Þeim mætti vefja næstum því 37 sinnum utan um jörð- ina. Franskur greifi, sem á heldur örðugt uppdráttar, hefir fundið nýtt ráð til þess að bæta efnahag sinn. Hann auglysir )>lotterí« í frönskum blöðum, og sjálfur er hann hlut- urinn, sem um er dregið. Númerin eru 5000, hvert þeirra kostar 20 franka, sem samtals verður 100,000 frankar. Stúlkan, sem hlytur rjetta númerið, getur valið um, hvort hún vill heldur giptast greifanum með þessum 100,000 frönkum, eða fá helming fjárins og sleppa öllu tilkalli til eiginorðs við hann.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.