Ísafold - 19.09.1896, Blaðsíða 3

Ísafold - 19.09.1896, Blaðsíða 3
259 tinnan er eín tegund Hnnuateina (amnióni ak (stækjuloft), salmiak (stækjusalt) og bronsiöld. Ef orðið bronsi \te,ri tekið upp í íslenzku hvers kyns væri það þá, og í hvaða falli(þolfalli eða eignarfalli) þar sera það stendur hjer framan við orðið öld ? Jeg kann bezt við það orð. sem þegar befir rutt sjer til ráms, orðið eiröld, þó að bronsi þýði blending af eiri og sinki (90% eir) «.Hvílupunkt,ur» er ekki viðfeldið orð (í eðlisfræðinni) og naumast rjett samsett. Mætti ekki hafa undirstaða i þess stað eða uppihald ? í alþýðumáli er sú undir- staða kölluð berghald, sem járnið (jáin- kallinn) hvílir á, þegar lyft er steini, svo að þetta má hafa með ýmsu móti. Mjer er orðið skrafdrjúgt um bókina, en kær er hún mjer. Jeg óska henni góðs gengis. Jeg te! það hverjum bónda mikiun sóma sem kaupir hana handa barni sinu. Bjarni Jónsson. Landsgufuskipið Vesta, kapt. Cor- fitzon, lag'ði af stað samkvæmt áætlun að- faranótt hins 17. þ. m. vestur og noröur fyr- ir land, hringferð umhverfis landiS, með nokk- uð af farþegum, þar á meðal Sigurð prófast og alþingismann Jensson í Flatey, er dvald- ist hjer mánaðartíma við endurskoðun lands- reikninganna samkvæmt kosningu síðasta al- þingis, ásamt yfirdómara Jóni Jenssyni. Gufuskipið Q,uiraing lagði af stað til Skotlands í gærkveldi frá Hafnarfirði, með eitthvað af hestum. Er væntanlegt hingað aptur eptir 12 daga. Með þvf fór meðal annara auk G. Thordals sjálfs og konu hans, Mr. John M. Mitchell, málþráðarmaðurinn, og kona hans, landi vor dr. Jón Stefánsson og eitthvað af ensku ferðafólki, er hann var í föruneyti með, kaupm. Páll Torfason frá Flat- eyri, áleiðis til Kristjaníu, o. fl. Landskj álftarnir fundust greinilega um alla Vestfirði, bæði hinir f'yrri og síðari, — að minnsta kosti á Isafirði, Onundarfirði og Dýra- firði, að því er viðstaddir menn hafa frá skýrt hjer. Af því að þar eru menn alls óvanir landskjálftum, vissu sumir ekki, hvað þetta var, og fannst eins og þeir yrðu ringlaðir í höfðinu eða væri að fá aðsvif. Myndir dingl' uðu til á stofuþiljum og hengilampar róluðu fram og aptur. Nú hofir verið alveg kyrt hjer nokkra daga og engar frjettir af landskjálftasviðinu frekari en síðast. En allt af er eldgosstrúin að smíða eldgossfrjettir, úr ýmsum áttum, sennilegum og osennilegum. Nánari spurnir hafa sýnt til þessa, að það er tomur ímyndunarreykur. Barnavistirnar. Reykv/kingar hafa tekið svo snilldarlega undir málaleitanina um að taka um tíma börn úr landskjálftasveitun- um næstu, að nú eru þegar fengnar vistir handa nokkuð yfir 60 börnum, í stað þess að ekki var upphaflega hugsað til fleiri en 40, handa Ölfusinu, — ekki bein þörf á fleii-um fyrir það. Hafa því verið lögð drög fyrir viðbót úr Flóanum, þar sem næst er, en það er Kaldaðameshverfið, og mun þar næst verða hugsað til Skeiðanna. Þó að ekki væri beint ráð fyrir því gert að upphafi, með því að þess var ekki og er ekki almennt brýn þörf, að minnsta kosti h\að næstu sveit snertir, Ölfusið, þá hafa sumir, er börn hafa tekið eða boðizt til að taka, þegar lýst því yfir, að það yrði vetrar- langt. Kemur það sjer anðvitað vel, þar sem bláfátækir foreldrar eiga í hlut eða með örð- ugum heimilisástæðum, og þyrfti sjerstaklega að koma niður á þeim, sem lengst eiga að, t. d. ef tekið yrði eitthvað af Skeiðunum eða enn lengra að. Af hjegömagirni. Einhver vitur og góðgjarn. náungi kvað vera að leggja út af því um þessar mundir á prenti, að sumar samskotagjafirnar handa landsskjálftasveitun. um og önnur hjálp eigi rót sína í hjegóma- girni. Ja, hvílíkt tjón, hvílíkt böl, ef svo væri! En — ætli sumum aumingjunum, sem fyrir tjóninu hafa orðið, mundi eigi verða að orði þetta eða því um líkt: »Guði sje lof fyrir hjegómagirnina þá?« Ætli þeir mundu ekki telja sjer notadrýgri 1 krónu, þótt gefin væri af hjegómagirni, heldur en samanlagt hugvit tíu sprenglærðra gáfumanna, sem brúka hugvit sitt helzt til þess að reikna út, af livaða hvötum, — hreinum eða óhreinum —, aðrii láta líkn og hjálp í tje? 'Vestniannaeyjum 10. september. Veður- átta í ágústmánuði var tremur hlý íram að 24.; þá hófst kaisaveður með norðanroki 24.— 26. Heitast var þann 8.17,2°, kaldast aðíaranótt þess 30. 3,5°; úrkoman var 95 millímeuar. Til jarðskjálita heflr fundizt hjer nálega á hverjum degi. Harður og nokkuð langurkipp- ur fannst bjer kl. 10% e. m. 5. þ. m.; annar kippur miklu vægari fannst siðar hina sömu nótt. I dag var harður kippur um kl. 11. Miklar skriður hafa fallið hjer víða úr fjöli- um, er að mun hafa spillt graslendi og fugla- bygðum. >Hermod< skonorta, eign stórkaupmanns Fischers kom hingað frá Liverpool 5. þ. mán_ og affermdi hjer 300 tunnur af salti, sem herra Fischer seldi kaupmanni Gisla Stefáns- syni handa bændum hjer, sem hefir þótt illt að búa við þá kvöð verzlunarinnar hjer, að vera skyldir tii að leggja allan flsk inn úr salti þvi, er þeir fengu hjá henni, og tóku því tyrir að lá sjer salt á annan hátt. Skip- ið hitti á blíðviðri, svo afferming gekk að óskum, og iór skipið daginn eptir hjeðan. Mannslát. Hinn 31. f. mán. Ijezt hjer í Vestmannaeyjum Isleifur Jónsson, 181/2 árs gamall, af áverkum þeim, er hann fjekk at grjóthrapinu í Heimakletti 27. f. mán. Hann var sonur Jóns hreppsnefndarmanns á Vil borgarstöðum Einarssonar hreppstjói-a á Selja- landi undir Eyjafjöllum Isleifssonar hrepp- stjóra sarna staðar, sem talinn var með merk- ustu bændum undir Eyjafjöllum á sinni tið, og átti marga og nierka niðja. ísleifur heit- inn var vænsta og mannvænlegasta ungmenni, hugljúfi hvers manns, er hann þekktu; er því ekki einungis íoreldrum og vandamönnum heldur einnig öllum æskuvinum mikill harmur að fráfalli hans. 10. september 1896. Þ. Dáin 26. júlí næstl. að Gilsbakka í Hvítár- siðu ekkjufrú Sigriður Gvðmundsdóttir Einar- sen 81 árs að aldri. Hún var fædd í Görðum í Mýrdai 4. apríl 1815. Foreldrar hennar voru Guðmundur Loptsson og Ingibjörg Teitsdóttir, bændahjón í betri röð. Ólst hún upp hjá þeim i Görðum og í Hvammi í sömu sveit, þar til hún var 19 ára, Þá fór hún að Barkarstöðum í Fljótshlíð, en siðan að Stórólfshvoli til sira Sigurðar Thorarensens. £>ar var hún þar til hún giptist vorið 1838 cand. Gísla ísleifssyni yfir- dómara Einarssonar, systursyni síra Sigurðar húsbónda hennar. Bjuggu þau fyrst á Sela- læk á Rangárvöllum í 10 ár, en þá varð hann prestur í Káltbolti og fluttust þau þangað. En þar andaðist sira Gísii eptir rúm 3 ár, 1851. Börn áttu þau 5, öll mannvænleg. Flutt- ist hún nú aptur að Selalæk og bjó þar lengi; var heimili bennar vel roetið fyrir reglusemi, gestrisni og hjálpsomi. Þar ól hún upp börn sin og mannaði þau vel. Elzt þeirra var Sig- ríður kona síra Stetáns Stephensens á Ólafs- völlum og síðan á Mosfelli, þá merkisprestur- inn síra Isleilur sál. i Arnarbæli, þá Valgerður kona Guðmuudar smiðs Halldórssonar í Hafnar- firði, þá JóruDn, er dóíúr taugaveiki á Selalæk um tvítugt, efnisstúlka, og yngstur Jón kaupmaður í Washington Harbour i Ameríku. Eptir að frú Sigríður sál. hætti búskap, iór hún til þeirra síra Stefáns og Sigríðar dóttur sinnar að Óiafsvöllum og fluttist seinna roeð þeim að Mosfelli. Eu siðustu 5 æfiár sin dvaldi hún á Gilsbakka í Hvítársiðu hjá fósturdóttur sinni, og manni hennar. Fjú Sigríður sál. var kona sköiuleg og ráð- deildarsöm, glaðiynd og viðkvæm, raungóð og hjálpsöm. SÖÍP Myndasýning. Laugardaginn og sunnudaginn 19. og 20. þ. m. í leikhúsi hr. kaupmanns W. O. BreiðfjörSs. Inngöngueyrir 50 aurar. Byrjar kl. 8% e. m. bæði kvöldin. Duglegur og reglúsamur vinnumaður get- ur fengið vist í Bernhöftsbakaríi nú þegar. Johanne Bernhöft. Steinolía verður seld þennan og næsta mánuð, með mjög vægu verði, í verzlun Jóns Þórðarsonar. 26. f. mán. tapaðist úr Reykjavík hestur, lítill, bleikalóttur að lit, vakur, með mark að mig minnir: standfj. fr. hægra. Hver, sem hitta kynni hest þennan, er beðinn að koma honum eða gera aðvart mót sanngjarnri borg- un að Miðengi í Grímsnesi til Guðm. Jónssonar. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn 21. þ. m. og næstu daga á eptir verður opinbcrt uppboð haldið hjá og í húsinu nr. 14 í Pósthússtræti hjer í bænum, og verður þá selt ýmislegt lausa- fje tilheyrandi dánarbúi Jakobs snikkara Sveinssonar, svo sem stotugögn, eldhÚ3- gögn, sængurföt, íveruföt, bækur, bátur, vagnar og önnur amboð, margakonar smíða- tól, borðviður og annað timbur, glugga gler, spegilgler, farfi og annað verkefni, 3 kýr snemmbærar, hjer um bil 2 kýr- fóður af töðu og ýmislegt fleira. Uppboð- ið byrjar kl. 11 f. hád. og verða uppboðs- Bkilmálar birtir fyrirfram. Bæjarfógetinn í Reykjavik, 4. sept. 1896. Halldór Dam’elsson. Einlita fallega og’ unga liesta kaupir undirskrifaður til 15. október. Eyþór Felixson. Verzlunin í Kirkjustræti 10 tekur fje til slátrunar eins og að undan- förnu og borgar það í peningum. Alls konar vörur fást með lægsta verði, ef óskað er. Menn, sem koma með sauðfje til bæjar- íns, eru beðnir að snúa sjer þangað, áður en þeir semja við aðra, því það mun borga sig. Port fyrir fje lánast ókeypis, hvort sem fjeð verður keypt eða ekki. Fljót afgreiðsla fyrir hvern sem verzlar, og áreiðanleg viðskipti.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.