Ísafold - 21.10.1896, Blaðsíða 3
Amerlku, og Ástríður, kona síra Ólafs Peter-
sens, prests aS Svalbarði.
»Guðrún heitin hafði óvanalega sálarhæfi-
leika; minni, skilningur og næmi hennar var
svo, að hver maður, er nokkuð kynntist henni,
hlaut að taka eptir því; hún var trygg og
stöðug í lund, ágætur maki og nákvæm móðir,
og auk þess búsyslukona hin mesta, enda
þurfti þess við, því að heimili þeirra hjóna
var um mjög mörg ár með hinum stærstu
hjer á landi og höfSingsskapur hinn mesti.
Nú um síðustu undanfarin ár hafði hún aldrei
tckiS á heilli sjer, og upp á síðkastið (um
marga mánuSi) legiS riimföst«.
Hinn 18. þ. mán. andaSist hjer í bænum
Margrjet Melsteð, fædd 6. maí 1821. Hafði
hún legið rúmföst nær 40 ár, síSan' 1858;
»þó að kross sá, sem á hana var lagður, væri
þungur, var hún þó, þegar hún var með
sjálfri sjer, sífellt kát og hress, og gerði þeim,
er áttu að annast hana, verkiS ljúft og ljett«.
Seyðisfirði 30. sept. 1896. Tíðarfarið hjer
í firðinum hefir verið framúrskarandi gott, þar til
nú fyrir rúmum 3 vikum. Pyrst komu ákafar
rigningar, en þó ekki með svo mjög mikluhvass-
viðri, heldur hægð, og stóðu þessar rigningar
meira og minna yfir í 16—20 daga. Svo ljetti
nú dálitið óþurkatíðinni, og komu þá kalsaveður
og fylgdu því snjókoma ofan 1 mið fjöll, ognótt-
ina milli þess 27. og 28, var alhvit jörð ofan í
byggð með svo miklu frosti, að vel hjeldu poll-
ar fram eptir morgni þess 28., og var lengi fram
fram eptir degi mjög kalt, og hryssingsveður.
Fiskiafli hefur verið hjer síðan 7. ágúst ágæt-
ur fyrir öllu Austurlandi, enda hefur ekki síld
hrugðizt síðan til beitu, og eru opnir bátar hjer
húnir að afla vel, enda hefur líka gengið tals-
vert af fiski hjer alveg inn i fjarðarbotn, og hef-
ur allur þessi fiskur fengizt á lóðir. »Elin« hef-
ir lika stundað fiskveiðar, og hefir hún aflað fá-
dæma mikið af fiski, og honum mjög vænum, svo
þúsundum skiptir i hverri ferð, optast eptir 2
sólarhringa dvöl úti. En nú síðan fyrir rúmri viku
hefir litill sem enginn afli verið hjer, en menn
vona eptir honum von hráðar aptur.
Fjárkaup. Rjett fyrir miðjan mánuðinn kom
herra R. Slimon upp til Hjúpavogs á fjárflutninga-
skipinu »Q,veen« og fór á land þar með fjár-
kaupamönnum til þess að kaupa fje í suðursveit-
unum, en skipið kom svo kingað með herra 0.
Wathne og frú hans, og hefur herra 0. Wathne
boðað fyrsta fjármarkaðinn hjer á Austurlandi
fyrir Slimons hönd 25. þ. m. og heldur þeim á-
fram til 4. okt.; en ekki hefir enn heyrzt, hvað
gefið verði fyrir fjenað í haust.
Gruðsþjónustugjörð. Herra cand. theol. Geir
Sæmundsson, sem kom hingað með »Vesta« 6.
ágúst, og ferðazt hefir upp um Hjerað, hjelt hjer
guðsþjónustugjörð 30. ágúst í kirkjunni á Vest-
dalseyri fyrir fjölda fólks, og þótti öllum veltak-
ast. Einnig hefir það heyrst, og vera mun al-
veg vist, að íbúar 0ldunnar hafi haldið fund
með sjer og bundizt frjálsum samskotum til að
iauna herra Geii Sæmundssyni fyrir, ef hann
hjeldi uppi guðsþjónustugjörð hjá þeim í vetur í
hindindishúsinu þar, og mun hann gjöra það.
Sunnlendingar þeir sem verið hafa hjer til
sjóróðra í sumar á Austurlandi, biða nú hjer i
firðinum hópum saman, og munu margir vera
sem fara með háifljetta vasa eptir tímann, ekki
af því, að ekki hafi þeir fengið neitt úr sjónum,
heldur af þvi, að þegar þeir, sem fiskinn áttu
ætluðu að fara að verka hann og þurka, þá datt
á þessi slæma óþurkatið, sem hjelzt svo lengi að
þeir gátu ekki nærri því hagnýtt sjer hann eins
og þeir hefðu anaars gjört, og urðu þvi að láta
kaupmenn hafa fiskinn upp úr saltinu i veð fyrir
því, sem þeir þörfnuðust, allra nauðsynlegast og
kæmu ekki heim með tvær hendur alveg tómar.
295
En þeir Sunnlendingar sem upp á vist kaup voru
hafa vist flestir fengið sitt útborgað.
Sjónleikir. sÆfintýri á gönguför«, eru þeir
farnir að leika á Öldunni, og hafa leikið 3 kvöld
í röð. Aðsókn hefir verið talsverð, og munu
það helzt hafa verið Sunnlendingar, sem sóttu,
þvi þeir biðu hjer eptir »Yesta».
Seyðisfirði 9. okt.: Tiðarfarið hefir verið
eins og áður hefir verið skýrt frá, síðan 28.
sept, mjög stirt, því eptir það hefir nú alveg
tekið út yfir; því fyrstu dagana af þessum
mánuði, frá 3.—6., hefir verið yfir allt Austur-
land versta bleytuhrið og er hætt við að fje
hafi fennt, en ófært var yfir heiðar með öllu,
og situr því tje flest uppí Hjeraði enn, og verður
örðugt að koma því ofan yfir.
Sunnlendingar hafa legið hjer í kaupstaðn-
um til að bíða eptir Yestu frá því 28. sept.
flestir, en þó nokkrir síðan 11. sept., því þeir
ætluðu sjer með skipinu þegar það var aug-
lýst að það ætlaði að koma hjer 12.—14. sept.
og taka íólk suður um land, en það brást al-
gerlega. Sem sagt, fólkið bíður hjer eptir
fari suður, en ekkert skip hefir f'engizt til að
flytja, og hefir fólkið átt mjög bága æfi siðan,
og sumir hafa orðið að liggja úti, og í geymslu-
húsum, og nú nokkrir síðast í Bindindishús-
húsinu, því eigi var mögulegt að fá rúm handa
þvílíkum fjölda, er skiptir hundruðum, og það
má þó segja, að hr. Otto Wathne hefir viljað
hjálpa þeim til að komast heim, því hann
hefir gjört tilraunir til að íá annaðhvort skip
anna hjá Slimon, en ekki verið hægt; en skip
sin hefi hann ekki getað látið f’ara, því þau
hafa ekki komið hingað nú í nokkurn tíma.
Sunnlendingar eru því víst mjög illa komnir
margir, og er víst hjá sumum orðið hart um
fargialdið, því þessu íylgir eins og nærri
má geta allt illt. og hjer er heldur ekki hægt,
fyrir þá að tá neitt að gjöra og sízt í þessari
illviðratíð.
Óráðvandlegar getsakir. í hinu nýja
blaði á SeyðisfirSi, »Bjarka«, er getið um, að
þar hafi verið haldið á lopti þeim ófrægð-
arkvitt um farstjóra landsgufuskipsins, að hann
muni hafa auglýst komu »Yestu« þangað fyrra
hlut septembermánaðar af tómri hrekkvísi, til
þess að spilla fyrir að önnur gufuskip skyldu
geta haft nokkurn hag af flutningi Sunnlend-
inga um þær mundir, en hafi í raun rjettri
aldrei ætlað sjer að láta landsskipið koma þar
um það leyti. Kvittur þessi er að því leyti
hættulaus, að engum, sem nokkuð þekkir til
farstjórans, lconsúls D. Thomsens, getur dottið
í hug að nokkur fótur sje fyrir honum. En
þess skal samt getið þar á ofan, að eptir skil-
ríkjum, sem vjer höfum átt kost á að kynna
oss, hefir það eitt farið þeim á milli, farstjór-
anum og gufuskipaeigendunum eystra, sem
einmitt veit í gagnstæða átt því sem kvitt-
ur þessi lýtur að; og væri það fádæma-lubba-
hátterni, ef hann stafaði samt sem áður frá
einhverjum, sem rjettir málavextir hljóta að
vera allra manna kunnugastir.
Hvaðanæva.
Vísiiulalegiu' árangur af norðurför
Nansens. Hann fann nýja eyju í Karahafi
norðanverðu og margar nýjar eyjar fyrir
Tamýr-landi í Síbiríu, sömuleiðis að Franz-
Jósefs-land er talsvert öðrúvísi lagað en áður
vissu menn. Hann fann jurta-líf og smádýra
í tjörnum á hafísnum. Ekkert dýralíf á
nyrztu slóðunum, sem þeir komu á. Engir
farfuglar sáust. Engrar skepnu urðu þeir
varir á miklu djúpi í sjónum.
Norðurhafsdjúpið heldur áfram norður fyrir
Spitzbergon langt norður í ísliaf, og faunst
um 2000 faðma djúp fyrir norðan Franz-Jósefs-
land og útnorðan Ný-Síbiríu-eyj:ir. Kuldi í
sjónum allt að -y l'/2 stigi 100 faðma niður,
en þar fyrir neðan nokkur hiti í sjónum,
fram undir x/2 stig alla leið til botns; það
er Golfstraumurinn, er því veldur. Straumar
lágu alveg eins og Nansen hafði hugsað sjer,
harðastir norður á við og til útnorðurs á vetr-
rum, en í gagnstæða átt á sumrum.
Mestur kuldi á ferðinni kring um 50 stig.
Heilsa góð meðal skipverja á ferðinni, hlyTt
innanborðs, rafljós allan þann tíma, er aldrei
rann dagur, með vindmylnu og safnvjelum.
Nansen komst í ferðinni upp á nýtt lag og
öruggt á ferðalögum um heimskautssviðið,
þ. e. að hafa hunda, húðkeipa og sleða, afla
sjer vista a leiðinni eptir föngum í stað þess
að flytja þær allar með sjer, og bezta ráðið
fyrir þá, sem vilja hafa þar vetrarsetu, er,
að hafa viðurværi og aðbúnað líkast því sem
Grænlendingar (Skrælingjar) hafa.
Sá sem tekið hefir ómerkt rauðbrúnt kúíf-
ort með kvennmannsíötum í við búð Helga
Helgasonar, er tafarlaust beðinn að skila því í
Pósthússtrœti nr. 14.
Sauðfjármark Árna Einarssonar í Hvammi
í Skaptártunguhreppi er: stig apt. h., sneittfr.
v. Brennimark: A. E.
„$langen“
fer á föstudaginn kemur h. 23. þ. m. upp á
Straumfjörð og Borgarnes, snemma morguns,
líklega síðustu ferð í ár. Allt sem flytja á,
verður að vera komið út í skipið kvöldið áður.
HÚS til SÖlu. Nýtt steinhús, vel vandað
og á góðum stað í bænum með góðum kjörum.
Semja má við trjesmið Bjarna Jónsson, Grjóta-
götu.
Agaet rjupnabyssa (aptanhlaðningur) nr. 16
(central) er til sölu. Ritstj. vísar á.
Tapazt hefir 20. okt. nýsilfurbúinn horn-
baukur. Skila má til Gríms Grímssonar, Skál-
holtskoti.
Góður magazinofn (fremur iítill) óskast til
kaups nu þegar í Vesturgötu 40.
Stofugögn og myndir til söluí Vesturg. 40.
Fyrirtaks fataefna úryal.
Þeir sem þurfa nú að fá sjer í föt, ættu
sannarlcga að líta inn í k 1 æ ð a b ú ð i n a hjá
"Rt'rwrS °S sJá úinar fjölbreyttu
Ui CiUlJUIU stóru fata-efna-birgðir,
handa karlmönnum og kvennfólki, ungum og
gömlum. Sömuleiðis tilbúin alföt og yfirhafn-
ir = »frakka«.
Þjofsærig. Þú, sem stalst malpokanum
í Fossvogi þ. 15. þ. m. frá piltunum í Stóru-
mörk, með hangikjöti i og miklu nesti öðru,
og sokkum/ og dalli með smjöri, — sendu sem
fyrst borgun að Stórumörk undir Eyjafjöllum.
Jeg og fleiri vita upp á hár, hver þú ert; þú
ert ungur og hefir legið lengi í þjófnaði, en
aldrei komizt upp um þig. Þú hefir víst verið
með að stela smjörklyfi frá Sighvati í Eyvind-
arholti um hábjarta sumarnótt í fyrra, og var
allt fullt af tjöldum þar í kring; og svo hefir
þú verið með að stela verskrínunni með
smjöri og kæfu í frá Tómasi á Barkarstöðum
fyrir þremur árum, og svo á mörgum undan-
förnum árum hefir þú verið með að stela
heilum klyfjum af kaupstaðarvöru af ferða-
mönnum í Árbæ og allt í glóra við Mosfells-
sveitarmenn, en þar eru engirþjófar. Þið munið
vera tveir eða þrír i fjelagi, og eruð allir
svartir og svipillir og ef til vill tveggja handa
járn.
p. t. Reykjavík 20. sept. 1896.
Eangvellingur.