Ísafold - 07.11.1896, Blaðsíða 1

Ísafold - 07.11.1896, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinnieba tvisv.i viku. Verb árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis 6 kr.eba 1 J/i doll.; borgist fyrir mibjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg)bundin vib áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreibslustofa blabsins er í Austurstrœti 8. XXIII árg. Reykjavik, laugardaginn 7. nóv. 1896. 78. blað. Frá útlöndum. Vjer höfum fengið út lend blöð til 27. f. m. Orsök þess, aS Rosebery lávarSur sagSi af sjer forustu fyrir framfaraliSinu enska, var, aS bann greindi á viS meiri báttar fjelaga sína um afskipti Breta af Tyrkjum og Armening- um. Hann var þar sammála stjórninni, Salis- bury lávarSi og hans sessunautum, aS mesti háski og ófæra væri fyrir Breta aS skerast þar einir í leikinn; þeir hleyptu sjer þar meS í ófriS viS hin stórveldin flest eSa öll, en þaS væri þeim langsamlegt ofurefli, og í annan staS yrSi Armeningum lítil líkn í slíku frum- hlaupi, meS því aS Tyrkir hefSu nægilegt tóm til þess aS brytja niSur þaS, sem eptir lifSi af þeim, meSan á ófriSnum stæSi. En þeir voru á öSru máli, hinir forustuskörungarnir í framfaraflokknum, ekki einungis Gladstone gamli, sem vildi láta kúga Tyrkjasoldán meS ófriöarhótunum til þess aS láta af illvirkjum sínum, heldur einnig William Harcourt, As- quit, John Morley o. fl. William Harcourt, sem talinn er sjálfkjörinn til aSalforustunnar eptir Rosebery, hefir tjáS sig hlyntan góSu samkomulagi viS Rússa, og þá um leiS banda- menn þeirra, Frakka, en þaS væri alveg sama sem aS Bretar sleptu verndarhendi þeirri af Tyrkjanum, er þeir hafa haldiS yfir honum alla tíS síSan þeir börSust viS Rússa á Krim fyrir meira en 40 árum. ÞaS er einmitt þaS hiS öfluga verndarskjól, er gert hefir Tyrkj- um auSiS aS skáka í hróksvaldi og hafa í frammi allar sínar vammir og illræði gagnvart kristnum þegnum sínum. Má að því leyti til kalla Breta samseka Tyrkjum í þeim hræmulega misverknaði; þeir hafa þar að vanda látið veraldlega hagsmuni sitja lang- samlega í fyrirrúmi fyrir bróðurlegri mannúð og drengskap við trúarbræSur sína. Rússar hafi alla tíð reynzt kristnum lýð í Tyrkja- veldi miklu meiri drengir en Bretar. Má því kalla merkistíðindi, að annar eins maður og William Harcourt, væntanlegur stjórnarforseti Breta eptir Salisbury, er kominn á aðra skoð- un; en gremja almennings á Englandi yfir illvirkjum Tyrkja svo mögnuð orðin, að hug- ur þjóðarinnar hneigist nú almennt að þeim málstað. Að öðru leyti stendur allt við sama með austræna málið. Rússakeisari og drottning hans komin til Þýzkalands aptur heim á leið. Þau komu til Frakklands snemma í fyrra mánuði frá Eng- landi, og var fagnað þar með frábærri við- höfn og dálæti. Ríkisforsetinn, Felix Faure, fór á móti keisaranum til Cherbourg, her- skipalægisins mikla á Yallandi, og með hon- um þingforsetarnir báðir; var þar haldin her- flotasýning mikil, keisaranum til vegsemd, ar, og að því búnu ekið til Versala og Parísar. En þangað hafði streymt svo mikill sægur manna, víðsvegar um land allt, að mælt er að skipt hafi miljónum. Stræti borgarinn- ar voru blómum stráð og rept yfir sigurbog- um, þar sem þau keisari og drottning hans áttu leiS um. Þau óku í opnum vagni inn- an um mannþvöguna, hamslausa af fögnuði; þóttu það mikil viSbrigði frá því, sem keisari á að venjast heima fyrir; þar þykir ekki eig- andi undir öSru en að mikil sveit vaskra hermanna skipi skjaldborg umhverfis hann, hvað sem hann fer. Þeir mæltu fögrum orð- um og ástúðlegum hvor til annars, keisarinn og forsetinn, í viðhafnarveizlum þeim, er þeir sátu saman, og í einni skálarræðunni tal- aði keisarinn um samliðafjelagsskap þann, er væri milli herliða beggja ríkjanna, Rússlands og Frakklands. Það orð þótti Þjóðverjum beiskt á bragðið; skildu svo, sem þar með væri lýst yfir ádráttarlaust fullkomnu bandalagi með Rússum og Frökkum, þótt ekki væri af ásettu ráSi haft um það sjálft orSiS »banda- lag«. Forseti fylgdi keisaranum að skilnaði austur á landamæri, og þar kvöddust þeir með kossum og faSmlögum. Hjeldu keisara- hjónin síSan til Darmstadt og ætluðu eptir þaS suSur til Ítalíu að heimsækja Umberto kon- ung og sitja þar brúðkaup sonar hans, Vik- tors Emanúels konungsefnis og Helenu dóttur furstans í Montenegro. Keisarinn þykir koma einstaklega vel fyrir sjónir, er mjög ljúfmann- legur, stilltur og jafngeðja, ólíkt því, sem orS liggur á um Vilhjálm keisara. VerSi alvara úr samdrættinum með Rússum, Frökkum og Englendingum, dofnar heldur yfir ÞjóSverjum. Allar horfur voru á því, aS MacKinley mundi verða hlutskarpastur til forsetatignar- innar í Bandaríkjunum. Búizt viS, að Bryan mundi ekki hafa meira en þriðjung atkvæða á við hann. Kosningarbaráttan mikilfenglegri en dæmi eru til nokkru sinni áður. Nú hefir Viktoría drotning ráðiS ríkjum á Englandi lengur en nokkur þjóðhöfSingi þar á undan henni. Afi hennar, Georg III., var konungur 59 ár og 3 mánuði rúma, en var vitskertur mörg hin síðari ár ríkisstjórnar sinnar (f 1820). En 20. f. m. hafði Viktoría drotning setið á konungsstóli 59 ár og 4 mán- uði. Hún er nú komin hátt á áttræðisaldur, f. 24. maí 1819. Dáinn er Krag-Juel-Vind-Frijs-Frijsenborg, ljensgreifi, á Jótlandi, mestur stóreignamaður í Danmörku, ráðaneytisforseti Danakonungs 1865—69, vitur maður og ráSsnjall og vel þokkaður. Honum er þakkaS manna mest, að ekki varS af bandalagi með Dönum og Frökkum gegn Þjóðverjum 1870, og hafði hann þó ekki ráðherravöld þá. Hann skorti einn vetur á áttrætt, er hann Ijezt. Kristján Danaprinz, elzti sonur Friðriks kon- ungsefnis, hefir fastnað sjer þýzka konungs- dóttur, Pálínu Vilhjálmsdóttur konungs í Wur- tenberg. Hún er einbirni föður síns, ekki fullra 19 ára og stendur til mikils auðs; Vil- hjálmur konungur faSir hennar er maður vell- auðugur. Hvað veldur landskjálftum. Fyrir nokkrum missirum hefir frakkneskur vísindamaður, Stanislaus Meunier, ritaS grein um það efni, er vera mun hin nýjasta rök- studd skýring á því, hvernig landskjálftar sjeu undir komnir. Hann lýsir fyrst því, hvernig landskjálftar gera vart við sig. Það er heyrnin, sem fyrst verSur vör viS þá. Að eyranu berast dunur og dynkir, svip- aðir skruggu. Er ekki hægt fyrst aS gera sjer grein fyrir, hvaSan hljóðið kemur, enda er það breytilegt. En brátt göngum vjer úr skugga um, aS það kemur úr iSrum jarðar- innar, undir fótum vorum, og magnast meir og meir. Loks verður úr því drynjandi gnýr, svo að allt nötrar og skelfur. Þess á milli verður vart viS kippi eða rykki í yfirborði jarðarinnar. Kippir þessir eru mjög marg- víslegir og mistíðir. Stundum ekki nema einn eða tveir á sólarhringnum, en stundum svo hundruðum skiptir á dag. Hún er eptirtektarverð, þessi óregla í kipp- unum, bæði hvað misharSir þeir eru og hvað mislangt líður á milli. ÞaS er eins og þeir komi alveg af tilviljun; þeim mun voðalegri eru þeir. Landskjálftinn tekur vanalega yfir töluvert svæði, þannig að hans verður ýmist vart jafnsnemma um það allt saman, eða þá hjer um bil jafnsnemma. Landskjálftarnir valda húsahruni og land- spjöllum, sprungum og holum niSur í jörð- ina. Sprungurnar eru stundum margar mílur á lengd; þær eru vanar að vera sljettar í sár- ið, eins og feiknastór jötunn hefði höggvið þær með saxi sínu. í landskjálftanum í Sevilla 1884 sprakk jörSin svo snöggt, að stór eik klofnaði eptir endilöngu, og stóð sinn helm- ingurinn eptir á hvorum barmi sprungunnar meS öllum rótum sínum og greinum. Stund- um koma stórar, kringlóttar holur eSa gjótur ofan í jörSina og fyllast brátt vatni. Opt leggur gufu þar upp af eSa kemur upp heitt vatn, málmkynjað. Komi landskjálftar nærri sjó, fylgir þeim opt ákaflega mikill sjávar- gangur; sjórinn gengur langt á land upp. Svo bar viS á Grikklandi voriS 1894; sjórinn gekk 5—600 faðma á land upp og lágu fisk- ar eptir mörg hundruð fet upp frá sjávar- máli. ÞaS var og þess konar sjávargangur, sem fór verst með Lissabon 1755. Það fer aS fara um flesta, þegar landskjálft- um heldur áfram til lengdar; það er eins og mönnum finnist ekkert vera öruggt framar þegar ekki er hægt að treysta lengur jörð- unni, sem maður stendur á. ÞaS er ofureðli- legt, að upp komi regluleg hræðslusótt; menn flýja hýbýli sín og hafazt viS í tjöldum úti á víðavangi. Lengi eignuðu menn landskjálftana yfir- náttúrlegum orsökum, reiði goSanna eða illra vætta, og þar fram eptir götunum. Edda kennir það eitrinu, sem drýpur í andlit Loka, hve nær sem full er mundlaugin, er Sigyn

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.