Ísafold


Ísafold - 14.11.1896, Qupperneq 1

Ísafold - 14.11.1896, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eða ,ll/a doll.; borgist iyrir miðjan júlí (erlendis fyrirfram). ISAFOLD Uppsögn (skrifleg)bundin við áramót, ógild neina komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustota blaðsins er í Austurstrœti 8. XXIII árg. Reykjavík, laugardaginn 14 nóv. 1896. 79. blað. Botnvörpuveiða-yfirgangurinn. Eins og kunnugt er hjer syðra, fór sýslu- maSurinn í Gullbringusýslu suður með sjó, og kom aptur úr þeirri ferð sinni 18. f. m. I þeirri ferS sinni hjelt hann próf yfir mörgum mönnum í tilefni af hinni ólöglegu veiSiaðferð botnverpinganna ensku þar syðra, þar sem þeir nú í fullan mánuð eru búnir að reka veiðar sínar langt fyrir innan landhelgi fyrir framan Leiru, Keflavík og Njarðvík, og eru þeir nú einnig búnir að sjá fyrir haustafla vorum þetta árið. Mörg vitni báru það fyr- ir rjettinum, að útlendingar þessir fremdu daglega lagabrot þar fram undan með veiði- skap sínum, og voru mörg vitnanna eiðfest. Nöfn margra skipanna voru tilgreind. Þegar sýslumaður var heim kominn, sendi hann yfir- boðurum sínum í höfuðstaðnum sltýrslu um för sína suður. Eitt af skipunum þeim, sem kærð voru syðra, heitir »Zodiac«. Nú vildi svo til þann 29. f. m., að »Zodiac« kom til Reykjavíkur. Þá er nú fyrst að at- huga, að samkvæmt botnvörpuveiðalögunum átti að sekta það fyrir það eitt, að koma inn á höfnina, því úr því að botnverpingar virða að vettugi samninginn, semgjörður var í sum- ar, þá hafa þeir brotið af sjer leyfið til að mega koma inn á hafnir. En auk þess var »Zodiac« eitt af þeim skipum, sem staðið hafði verið að því, að fiska innan landhelgi. Yar það þá sektað fyrir það'? Eða fyrir að koma inn? Ekki hefir það heyrzt. Það keypti sjer steinolíu, kol og vistir eptir þörfum, og fór svo óáreitt af öllum, eins og hver annar skikk- anlegur heims-borgari. Sýslubúar heimta sýslumann suður, til þess að staðhæfa lagabrot þessara ræningja; amt- maður skipar honum suður; hann fer, leiðir brotin í ljós, svo óyggjandi er; hann sendir skýrslu um það til Reykjavíkur; sökudólgarn- ir koma þar, og með eintómri lcomu sinni þar brjóta þeir landsins lög, ofan á hitt lagabrot- ið, sem á þá var sannað; og hvað svo ? Ekk- ert. Þeir, sem alla sína æfi hafa haft fiski- veiðar fyrir aðalatvinnuveg, og þeir sem íhuga, hversu margir landsmanna vorra, bæði fjær og nær, lifa og hafa lifað á fiskiveiðunum í Faxaflóa, þeir finna til alvöru hins yfirstand- andi tíma, og þeir horfa með skelfingu fram á framtíðina. Danir eru verndarar vorir; að minnsta kosti er Island kallað »Skytsland« Dana, Hvað gjöra þeir nú til að vernda oss gegn þessum botnverpingum? Vjer vitum það ekki. Vjer skulum vona, að það sje eitthvað; en vjer er- um þá leyndirþví. Þeirhafasent »Heimdal« hingað; en svo lítur út sem hann hafi varazt að vera hjer í flóanum, og þó vita allir, að botnverpingar hafa hvergi umhverfis land vort gjört nje getað gjört annað eins tjón, eins og hjer. Hann hefir ef til vill verndað dönsku kolaveiðaskipin vestra; en oss, sem við Faxa- flóa búum, hefir hann látið óverndaða. Vjer sjáum af útlendum blöðum, hvernig Parlamentinu hafa verið bornar ósannar sög- ur um harðýðgi og illa meðferð á botnverp- ingum hjer, og að hinn 2. júní þ. á. hafi hinum enska sendiherra í Kaupmannahöfn verið boðið að leita fullkominna og nákvæmra upplýsinga um þetta hjá dönsku stjórninni. Sá heitir Doughty, þingmaður fyrir Grimsby, sem ber Parlamentinu þessar fögru sögurhjeð- an. Þann 22. júní þ. á. kom hann með nýj- an sakaráburð á hendur oss í Parlamentinu; var sá áburður framsettur í mörgum greinum og ekki mótmælt þar, svo sjeð verði af hin- um dönsku blöðum. En þegar nú skýring- anna var krafizt af dönsku stjórninni fyrst í júní, hvað gaf hún þá í skyn? Ekki hefir hún að líkindum hrakið áburð Doughty’s, er hann fram bar 2. júní, því ella hefði hann ekki komið með nýjar ósannar sakargiptir 22. júní, hefði honum verið sagður sannleikurinn um hinar fyrri. í tilefni af þessum seinni kærum hans var sendiherra Englendinga 1 Kaupmannahöfn falið að leiða athygli hinnar dönsku stjórnar að þessum vandræðum, og heimta af henni, að hún ljeti rannsaka þetta mdl rækilega. Þann 14. ágúst þ. á. er þess getið, að Parla- mentinu sje kunnur orðinn samningur sá, er gjörzt hafi í sumar milli commodore Atkinson og landshöfðingja Stephensen. En svo stend- ur: y>samningur þessi á ekki rót slna að rekja til rannsóknar þeirrar, er fram hef- ir farið af stjórnarinnar hdlfu heldur á hann ekkert skylt við hana«. Hvenær hefir slík rannsókn farið fram? Og hver hefir framið hana? Hver hefir gefið upp- lýsingar í því máli? Til hverra var leitað um þær? Þannig spyrja allir, sem lesa þetta, semhjer er til fært úr hinum útlendn blöðum. Og þeir óska svars. Og samningurinn milli commodore Atkinson og landshöfðingja vors í sumar, hvað líður honum? Var hann staðfestur eða ekki? Reynd- in sýnist benda á, að hann hafi verið stað- festur í því tilliti, að botnverpingum sje heim- ilt að koma inn á hafnir vorar, en ekki að því leyti, sem samningurinn batt þá við vissa línu, innan hverrar þeim væri óheimilt að fiska. Varð þetta niðurstaða samningsins? Hefir landshofðingja vorum ekkert verið til- kynnt um, hvort sá samningur hafi verið stað- festur eða felldur? Þetta mál er svo mikils- varðandi fyrir oss, að vjer þráum að fá allar upplýsingar um það, sem auðið er. Nú sem stendur virðist ekki vera nema um tvennt að gjöra: annaðhvort, að stjórn vor nái þeim samningum við ensku stjórnina, að Faxaflói skuli verða algjört friðaður, frá Garð- skaga til Straumfjarðar, fyrir útlendum botn- vörpu- og lóða-fiskiskipum; eða að Englend- ingar á næsta ári fjölskipa svo hjer í flóan- um, að úti verður um fiskiveiðar landsmanna algjörlega. Hjer var í haust einn útsendari frá botn- vörpuveiða-fjelagi, og gaf hann það fyrirheit, að þeir mundu að ári senda hingað um 200 botnvörpu-skip til flóans. Þeir kunna vel við sig hjer. Það er mælt, að vjer megum ef til vill eiga von á varðskipi frá Dönum hjer í flóanum, sem komi snemma á vetrarvertíð. En það er harla gagnslítið, ef vjer að öðru leyti fáum ekki flóann friðaðan með sjerstökum samningi. Það varðskip mundi þá ekki þykjast hafa vald til að vernda nema landhelgisspilduna, s/4 mílu frá landi. Raði Englendingar sjer með botnvörpur sínar á skipum, sem nemi hundr- uðum að tölu, fram með landhelgistakmarkinu, og megi það óáreittir, þá fer að verða sama um s/4 milu svæðið, sem eptir er fram með ströndunum. Nvi er sú spurning vakandi í huga flestra sjómanna vorra, hvort nokkur von eða vegur muni vera til þess, að fá slíkan samning, er friði flóann. Öllum er kunnugt, að það á sjer stað víða erlendis, að slíkir flóar sjeu friðaðir fyrir botnverpingum og þeirra líkum. Menn þrá að fá svar upp á þessa spurningu, og vænta þess helzt frá stjórn vorri, sem allra fyrst; því ef hún hreinlega vill segja oss, að hún sje magnlaus í þessa átt, þá verða menn að haga sjer eptir því, og spara þá við við sig útgerð til næsta árs. Það rná þá brúka þá peninga, sem hún mundi kosta — þeir eru ekki fáir — til burtflutningsins og flóttans hjeðan. Ritað í nóvember 1896. Þ. Egilsson. Bráðasóttíirbólusetning. Sem betur fer hefir bráðasóttarlækning (bólusetning, sem almenningur kallar) herra Þórðar Stefánssonar frá Yarmalæk heppnazt fremur vel: tiltölulega fátt af fjenu drepizt, en reynzt vörn við fárinu. Jeg ætla því að hvorki muni draga úr áhuga hans á tilraun- um sínum nje eptirsókn manna að nota þær, þótt gert sje heyrum kunnugt, er tilraunir hans misheppnast. Það kemur að minnsta kosti í veg fyrir missagnir, sem kunna að gjöra úlfalda úr mýflugunni, en það er sem opt vill við brenna, er óhappafrásagnir berast bæ frá bæ og mann frá manni. Að kveldi hins 24. f. mán. kom hr. Þórð- ur hingað sunnan af Vatnsleysuströnd og úr Garðahreppi; kvaðst þá hafa bólusett á þeirri leið sinni nál. 1200 fjár, og ekki drepizt af öllum þeim fjölda nema milli 10 og 20 kind- ur. Daginn eptir fundust hjcr við smalamennsku 2 lömb pestdauð. Þótti mjer því fremur bera vel í veiði, að Þórður dveldist hjer og bólusetti lömb mín og veturgamalt fje. Kvaðst hann hafa efni í 80—90 kindur eptir af því er hann hefði notað í áðurnefndum hreppum, og síðast í Varmadal í Kjalarneshreppi dag- inn áður í 80 fjár. Þetta efni hefði, svo sem áður er tekið fram, reynzt vel, og því ekki nein ástæða til að gjöra tilraun með það á

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.