Ísafold


Ísafold - 14.11.1896, Qupperneq 3

Ísafold - 14.11.1896, Qupperneq 3
316 »Fj,-konui-missagnir. Út af grein, sem stendurí 38. bl. »rj.-konunnar« þ. á. um samskot til landskjálftasveitanna, viljum við, br. ritstjóri, biðja yður að ljá eptirfylgjandi línum rúm í yðar heiðr. blaði. Þar við erum einir af fleirum Grafningsmiinn- um, sem höfum átt að breyta ómannúðlega við Svein bónda Arnfinnsson á Torfastöðum í land- skjálftavandræðunum, þá getum við ekki leitt bjá okkur að hrekja illkvitnis-slúðrið, er stendur i fyr- nefndri »Fj.-konu«-grein. Hefir Sveinn reyndar myndazt við að leiðrjetta nokkuð af því sjálfur í 40. bl. sama málgagns, en þar eð leiðrjetting sú er mjög ómerkileg, þá göngum við alveg fram hjá henni, en segjum söguna alveg eins og hún gerðist. Er þá fyrst frá því að segja, að aðfaranóttina 6. september síðastl. hrundu og löskuðust öll bæj- arhús hjá Sveini Arnfinnssyni á Torfastöðum. Haginn eptir síðla kom Sveinn upp að Bildsfelli, að láta vita, hvernig komið var. Yar þá þegar um nóttina brugðið við og safnað mönnum, og voru komnir þar (að Torfastöðum) 8 aðkomandi verkamenn undir eins um morguninn, allir með mat og verkfæri, hver handa sjer. Unnu allir þessir menn i 2 daga, og voru þá tætturnar að mestu húnar; einnig ljeðu þeir hesta sina undir aðflutning á byggingarefninu; en ekki var hægt að gera upp samstundis, þvi við vantaði. Var þó smalað saman af næstu bæjum því, sem til var af timbri; en það hrökk ekki, þvi lítið var hægt að nota af þvi gamla. Þegar timbrið var komið, unnu þeir að smíðinu, sem smiðir voru. Þar sem segir i fyrnefndri grein að menn hafi krafizt fullra daglauna, þá eruþaðtilhæfulaus ósann- indi, því það sem við til vitum, datt engum i hug að Sveinn borgaði einn eyri í verkalaun. Enn fremur leggur greinarhöfundurinn okkur það til ámælis með fleiru, að við skutum ekki skjólshúsi yfir hörn Sveins. En allir skynbærir menn, sem af því höfðu að segja, hvað á gekk hjer um slóðir, munu geta dæmt um, hverjar orsakir að þvi voru, nefnil. það, að enginn þorði undir húsþak að fara; fannst mönnum því lítið fengið með þvi, að tvístra börnunum, þar sem þeim var liðsinnt af samhýlisfólkinu (á Torfastöðum) eins og frekast var unnt. En þess skal getið, að þegar fólk fór að liggja undir húsþaki, var honum boðið af nágranna hans, að taka af honum börn; en það þáði hann ekki. Þannig er sagan rjett sögð; og felum við rjett- sýnum mönnum að dæma um, hvort Grafnings- menn ern þeirrar sæmdur maklegir, er ritstj. »Ej - konunnar« hefir veitt þeim með optnefndri grein. Bildsfelli og Hlið 30. október 1896. Jón Sveinbjörnsson. Kolb. Guðmundsson. Stranduppboð. Heldur var gott verð á stranduppboðinu í Selvogi 6. og 6. þ. mán. á timburskipinu norska »Andreas«, sem strand- aði þar 23. f. mán., ásamt farminum af því. Skipsskrokkurinn sjálfur fór fyrir 10 kr.; hann var raunar mikið brotinn, sumt af honum rek- ið upp í fjöru, en sumt á skeri nokkuð frá landi. Þá voru öll kolin úr skipinu, 75 smá- lestir, seld á 10 aura alls; en þau voru raun- ar á mararbotni, úti í brimgarði og engin fje- furða í öðru en því, sem kann að reka upp eða kannske tekst að slæða upp. Loks fór timburfarmurinn allur, sem kvað hafa verið 14000 kr. virði, fyrir 13—1400 kr., þar á meðal nær 1300 tylftir af borðvið, auk stór- viða. Það voru Selvogsmenn og Olfusingar, sem þau kaup hlutu. Auk þess seldust segl og reiði fyrir 8—900 kr. Landskjálftahræringar segja menn að finnist allt af öðru hvoru eystra eða hafi fund- izt til skamms tíma. Til dæmis kom mið- vikudagskvöldið 21. f. mán. (okt.) kl. 6 svo mik- ill kippur á Eauðalæk í Holtum, að fólk allt flýði úr bænum. Við þann kipp varð einnig vart á Landi. Eldsvoði. Eldur kviknaði 11. þ. m. að áliðnum degi í húsinu nr. 21 í Þingholtsstræti hjerí bænum, á efsta lopti, er brann að miklu leyti og þekjan af húsinu, ásamt lausum mun- um, er þar voru uppi, fatnaði o. fl. Aðrar skemmdir ekki miklar á húsinu sjálfu, en tals- verðar á ýmsum munum, er í því voru og fléygt var út með lítilli aðgæzlu af einhverjum ótilkvöddum »bjargliðum«, er gerðu það í blóra við hið reglulega bjarglið að rjúka til og henda munum, stofugögnum, bókum, fatnaði o. fl., í mesta írafári út í myrkrið og forina. Það er til- gangslaust að bjarga munum undan brunahættu, ef þeireru jafnilla leiknir um leið eins og ef eldur hefði unnið á þeim. Fjártökuskip þeirra' Zöllners og Vídalíns, »Colina«, er kom til Akraness 3. þ. m., lagði af stað þaðan aptur 6. þ. m. með 6,794 sauði, þar af 3,751 frá Brydesverzlun í Borgarnesi, 2,917 frá kaupm. Thor Jensen á Akranesi og 126 frá Böðvari kaupm. Þorvaldssyni s. st. Barðastr.sýslu vestanv. (Arnarf.) 23. okt.: Snmarið er a0 kveðja, og veturinn að ganga í garð, með talsverðri snjókomn, frosti og fjúki, á norðan. Þetta liðna sumar hefir yfirleitt verið hjer mjög óhagstætt: sifelldar vætur og vestanátt allt fram til höfuðdags, en þá brá til þurka og stað- viðra hálfsmánaðartíma, en síðan aptur umhleyp- ingatíð og mjög óstillt veðrátta. Grasspretta varð hjer í tæpu meðallagi og nýting ekki góð, svo að heyskapur bænda er með minnsta móti. Afli hefur líka verið mjög rýr lijer á firðinum i sumar; enginn fiskur gengið innarlega í fjörð- inn. Síld aflaðist allvel hjer um tíma í vor eða eptir því sem von er til, því áhöld til þeirrar veiði eru lítil og ónægjanleg til að geta rekið síldarveiði með nokkrum krapti. Sú síld, sem kemur hjer á vorin, er líka alltaf smá; er því að eins hugsað um að ná henni til beitu. En aptur á haustin eða síðari part sumars kemur hjer mik- ið af stórri og góðri hafsild, sem gæti verið npp- gripaafli af, ef reglnlegur »nótaútvegur« væri stundaður með nokkrum krapti; en svo langt er- um við enn ekki komnir, að hafa menning til þess. Þilskip öfluðu hjer allvel síðastl. útgjörðartíma hæst 52,000, lægst 40,000, að undanteknum 2 eða 3, sem fengu nokkuð minna. Má þetta heita dá- góður afli, þegar miðað er við hásetatölu á hverju skipi. Hjer er mest 12 fiskimenn á skipi, á flest- um 8—10. Til framfara fyrir sjávarútveginn má vist telja hjer, að kaupm. P. J. Thorsteinsson hefir reist stórt íshús, sem nú er orðið fullt af ís og búið að frysta í þvi talsvert af sild, til beitu á næsta vori; á kaupmaður P. J. Thorsteinsson sannar þakkir skilið fyrir að hafa ráðizt í svo stóran kostnað einsamall, því það hefði vist áti langt i land, að hjer hefði komizt upp ishús, ef hann hefði ekki gjört það. En vonandi er, að þetta beri góðan ávöxt og horgi sig fljótt. Það veitir annars ekki af hjer að styðja sem bezt að sjávar- útvegnum, þvi hann má raunar allt af teljast hjer á undan landbúskapnum. Landbúnaðurinn er svo nauðalítill og miklu minni en hann gæti verið, að minnsta kosti á mörgum jörðum við Arnar- fjörð; en til þess liggja margar orsakir. Viðbjóðsleg slátrunaraðferð. Greinmeð fyrirsögn »Yiðbjóðsleg slátrnnaraðferð og annar niðingsháttur við skepnur« stóð i 76. tbl. ísafoldar. Það er ekki nema rjett að finna að þvi sem ó- sæmilegt er, en siður hitt, að kasta því framan i alla, sem einn eða ekki nema einstakir menn eru sekir í. Jeg hefi tekið eptir því, og það optar en einu sinni, að ekki líður meir en 1 minúta hjá þeim sem slátrað hafa hjá mjer, frá því kind- in er lögð niður, þartil höfuðið er laust við bol- inn, og ekki nema aðeins augnablik sem jeg álít að kindin sje að deyja, þegar skornar eru í sund- ur hálsæðar og mæna i fyrsta handtaki. Annað mál er það, að rjettara væri sjálfsagt að svæfa kindina áður en hún er skorin, og hefir mjer dott- ið í hug að reyna þá aðferð. Meðan sá ósiður átti sjer stað, að menn gengu hús úr húsi meðal bæjarmanna hjer að reyna að selja þeim eina og eina kind á fæti eða þá fá- einar saman, og stundum marga daga sömu kind- urnar, þegar menn þurftu nauðsynlega að fá pen- inga fyrir þær, þá varð fjeð opt allt of lengi að biða hjer eptir dauðdaga sínum. Næst þegar einhver verður til þess að vand- læta fyrir illa meðferð á skurðarfje, ætti hann að tilgreina, hvar (hjá hverjum) það á sjer stað. Jón Þórðarson kaupmaður. ELDSV0ÐI. Elduriim kemur þegar minnst varir og verður mörgum að skaða, því ættu allir að kaupa eidsvoðaábyrgð á húsum sinum, húsgögnum, vörubirgðum, skipum og öllum búshlutuin og öðrum eignurn; ábyrgðin fæst meö beztu kjörum hjá North British and Mercantile Snsurance Company stofnað 1809. Aðalumboðsmaður fjelagsins á Islandi er W. G. Spence Paterson. Umboðsmaður á Norðurlandi konsúll J. V. Havsteen, Oddeyri. Umboðsmaður á Austurlandi konsúll J. M. Hansen, Seyðisfirði. Búreikningarit Sigurðar Guðmunds- sonar í Helli, prentað 1895, fá allir með- limir Búnaðarfjelags Suðuramtsins ókeypis, ef þeir vitja þess eða vitja láta fyrir lok þessa árs (1896). Munið eptir því að hvergi fást jafn-ódýrir nýir skór, sólning- ar og allt skósmiði viðkomandi eins og hjá undirskrifuðum. 26 Laugaveg 16. Jóliann Jóhannesson, skósmiður. Skiptafnndur í dánarbúi E. Egiissons verður haldinn á bæjarþingstofunni mánudaginn 30. þ. m. kl. 12 á liád. Verður lögð fram skrá yíir skuldir, er lýat hefir verið í búið, með fylgiskjölum til yfirskoðunar og álita. Einnig verður lagt fram yfirlit yfir eigur búsins. Skiptaráðandinn i Ryík, 9. nóv. 1896. Halldór Daníelsson. Skiptafundur í dánarbúi Jóns Kristjánssonar, fyrrum bónda í Skógarkoti, verður haldinn á skrif- stofu bæjarfógeta mánudaginn 23. þ. m. kl. 9 f. hád. Verður þá úthlutað íjármun- um búsins meðal erfingjanna og skiptun- um jafnframt lokið. Skiptaráðandinn í Rvik, 9. nóv. 1896. Halldór Daníelsson. Skiptafundur í dánarbúi P. F. Eggerz verður haldinn á bæjarþingstofunni þriðjudaginn 1. desemb. þ. á. kl. 12 á hád. Verður þá uthlutað meðal erfingjanna fjármunum búsins, þeim er afgangs eru skuldum, og skiptum vænt- anlega lokið. Skiptaráðandinn í Rvík, 9. nóv. 1896. Halldór Daníelsson. Regnhlíf hefir einhver gleymt i forstof- unni hjá Gudjóni úrsmið Sigurðssyni,

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.