Ísafold - 25.03.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.03.1897, Blaðsíða 3
75 fi'á 20—55 í hlut. Meiri hluti ýsa. Frá Loptstöðum ekki komin greinileg fregn, en út- lit fyrir að þar hafi aflazt hvað bezt í gær. Lr Landeyjum sagt aS róiS hafi veriS þar 1 ^ag í síðastl. viku og fengizt milli 20 og 30 í hlut af þorski«. Nýjar fjársölutilraunir. Um það mál, er drepiS var á lauslega hjer 1 blaðinu fyrir skemmstu, ritar farstjóri, kon- m Ditl Thomsen, ritstjóra IsafoJdar frá Khöfti f3. þ. mán.: »Eins og yður er kunnugt, lítur út fyrir að Lændur fái mjög lítið fyrir fje sitt í haust, Lvort heldur sem þeir senda það lifandi til Englands, til slátrunar þegar þar kemur, eða þeir selja það kaupmönnum til slátrunar. Larf varla að búast við, að til nokkurs hlut- a» verði að senda út á fæti nema þaS allra vsensta úr bezta fjenu, og verðið á því hl/t- ur að verða talsvert lægra en áður, er enskir bændur hafa keypt það til að ala fram eptir vetrinum. utflutningur á saltkjöti hl/tur að aukast stórum, en þá lækkar verðiö, og eink- Uni verSur ástandið ískyggilegt, ef NorSmenn leggja innflutningsbann á saltkjöt; þar hefir það selzt mest áður. Til þess að bæta úr þessum vandræðum, þarf að fá nýja markaði fyrir lifandi fje frá íslandi. Það eru fleiri lönd en England, sem kaupa fje. Til Belgíu fiytjast á ári hverju um 340,000 fjár, en af því er aptur flutt til Frakklands um 150,000. Til Dunkerqe á Frakklandi flyzt árlega að eins frá Argentina (í Suður- Aineríku) um 76,000 fjár, og fer vaxandi ár frá ári. Heldur þykir það fje ryrt, en þó fást fyrir það 30—32 frankar (22—24 kr.). bessar upplysingar eru að vísu fáar, og geta því út af fyrir sig að litlu gagni komið. Það þarf að safna nákvæmum skýrslum um ■narkaði þessa, til þess að hægt verði að dæma um, hvort flytja megi fje frá Islandi til þess- arra landa með góðri von um ábata, og ef það sannast, að þolanlegt verð geti fengizt fyrir fjeð, þarf að róa að því öllum árum, að tilraun vei-Si gjörð til að flytja íslenzkt fje þangaö. Mjer þykir mál þetta mjög svo mikilsvert, °g hefi jeg því ásett mjer, að leggja minn skerf til þess að koma því áleiöis. Jeg ætla ’ttjer á morgun að leggja á stað í ferS til Belgíu og Frakklands, til þess að safna svo r»iklum upplýsingum um fjármarkaði þar, sem hægt er á stuttum tíma, og mun síðar gefa skýrslu um ferð mína. Herra L. Zöllner hefir í vetur gert lofsverð- a1, tilraunir til að senda íslenzkt fje til Frakk- fands, og það hefir komið til tals, að hann fengi »Vestu« til þess að flytja fje þangað frá íslandi í haust, og aS ódýrara aukaskip verði fengið til þess að fara ferðirnar fyrir hana á tt'eðan, að minnsta kosti síðustu ferðina; ætti þaS einnig að geta orðið sparnaður fyrir út- gerðina«. Arnessýslu 22. marz: Almenn liðan er hjer a®rlendis sæmileg að jeg bygg. Ennfremur þykir v°tta fyrir, að margur muni tæpur með hey, ef ekki verður því vorbetra; stafar það af land- sLjálftunum, þvi vegna þeirra urðu flestir að ,.®tta við heyskap 3 vikum fyr en ella hefði ver- En vori vel og komi sumar með sumri, þá er vonandi að verði vandræðalítið hjá flestum. Slæmar eru horfur með vertíðina hjer austan- jails. (ióuþrællinn er nú í dag, og það var fyrst á föstudaginn var, að segja mátti að menn yrðu fiskvarir á Eyrarbakka og daginn eptir i Þor- lákshöfn. Þá var þar hæst liðugir 40 í hlut, en í Selvogi eða Herdisarvík 5 í hlut. A Eyrar- bakka og Stokkseyri fiskaðist þann dag vel, jafn- vel 70 í hlut á Stokkseyri. Sjómannakennslan gengur nú betur en norkku sinni fyr, og er það gleðiefni. Nú fer kennslan fram á 3 stöðum, Eyrarbakka, Stokkseyri og Lopt- stöðum. Eru nemendur nú vist um 150. Er æði mikið mennilegra af ungum mönnum að nota land- legudagana á þann hátt, heldur en til spila og áfloga. I Þorlákshöfn fer engin kennsla fram; en margt er þar samt betra en víða gjörist í veiði- 8töðum. Sjómenn hafa þar bókasafn, nýstofnað; þeir hafa þar söngfjelag og bindindisfundi. Aldrei hafa jafnmargir bindindismenn verðið í þeirri veiðistöð sem nú. Er það að þakka Goodtempl- arastúkunum á Eyrarbakka og í Ölfusi. Það er lika maklegt að geta þess Jóni kaupmanni Árna- syni til maklegs lofs, að hann hefir aldrei liðið eða látið viðgangast neina áfengissölu á vertíð- inni í Þorlákshöfn. Þegar hann kom þangað, var þar talsverð brennivínssala á vertíðum, en hann tók hana af og hefir um sina tið þar varið veiðistöð sína harðfengilega fyrir þeim ófögnuði; er honum það sæmdarauki mikill. Þótt Jón hafi safnað miklum auð, þá hefir han ekki gjört það með þvi að »spekúlera« i eymd og ógæfu annara; og er það meira en allir náungar geta hrósað sjer af. Hann hefir jafnan fengið aflann sinn á heiðarlegan hátt á útveginn sinn, en ekki mjólkað hann út úr fá- tækum ráðleysingjum fyrir hrennivín. Það er meiri ólykt af fiskiafla þeirra, sem sija mest all- ann gegnum pelamálið. Hvaðanæva. Nansen á Englandi Hann er nú um það leyti að Ijúka við fyrirlestraferðalag sitt um England, Skotland og írland; ætlaði það- an til Parísar og þá til Vínar og Berlínar m. m. Hann átti að halda fyrirlestra um norð- urför sína í 47 borgum á Eglandi, Skotlandi og írlandi. Hann byrjaSi í Landfræðingafje- laginu í Lundúnum, í Albert Hall, er vera mun mestur fundarsalur í heimi, og tekur 10,000 manns; var þar troöfullt inni, þar á meðal fjöldi stórmennis. Fundinum stýrSi Markham aðmíráll og fagnaði Nansen með mestu virktum, í fögrum ræðustúf. AS frá- sögn Nansens var gerður hinn mesti rómur af hinum mikla mannfjölda, og prinzinn af Wales, heiðursforseti fjelagsins, flutti honum innileg og vegsamleg þakkarorS á eptir, um leið og hann afhenti honum geysistóra gullmedalíu, þrefalt stærri en venja er til í fjelaginu, er slegin hafði verið til minningar um norSurför hans, með mynd af honum sjálfum annars vegar, en af »Fram« á hinni hliðinni. Eina algenga medalíu frá fjelaginu hafði Nansen fengiS áSur, fyrir mörgum árum, eptir Græn- landsförina. Hin enska útgáfa af ferðabók Nansens kom út skömmu sföar í Lundúnum. Hún heitir »Farthest north«, þ. e. Lengst norður, er í tveimur bindur, umllOO bls. samtals, og kost- ar 42 kr., enda öll myndum prýdd og marg- víslegum uppdráttum. Erfðaskrá Alfr. Nobels. Þess var getið í útl. frjettum hjer f blaöinu í vetur, að sænskur mannvirkjafræðingur einn, stórauSug- ur og stórum frægur, einkum fyrir það aS hann fann fyrstur manna hið aflmesta sprengi- tundur, sem til er, og »dynamit« nefnist, hafi gefið eptir sinn dag auS fjár til ýmissa nyt- samlegra hluta. Maður þessi hjet Alfred No- bel. Hann hafði aliö síðara hluta aldurs síns í París og ljezt þar í vetur snemma, rúmlega sextugur. Göfugmannlegri erfðaskrá hefir lík- lega enginn auðmaður eptir sig látið nokkurn tíma. Hún er dagsett í Parfs 27. nóvember 1895, og er aðalkaflinn svo látandi, eptir að arfleiSandi hafði ráðstafaS 2 milj. lcróna til einstakra manna, vina og vandamanna: »011u, sem þá eru eptir af seljanlegum fjármunum mínum, ráðstafa jeg þannig: þeg- ar skiptaforstjórarnir eptir erfðaskránni eru búnir að verja höfuðstólnum í örugg verS- brjef, skal gera úr því sjóð, er vöxtunum sje úthlutað af á ári hverju í verSlaun handa þeim, er mest gagn hefir unnið mannkyninu sfðasta árið undanfarið. Vöxtunum skal skipt í 5 hluti jafnstóra, og einn hlutinn . veittur þeim, er gert hefir hina merkilegustu eðlis- fræðislega uppgötvun, 1 þeim manni, er gert hefir hina mikilvægustu efnafræðislegu upp- götvun, 1 þeim, er samið hefir hið mesta á- gætisrit í »idealistiska« átt (hugsæisstefnu), og hlutann þeim manni, er mest eða bezt hefir unniS að því að efla bróðerni milli þjóðanna og að afnámi fastaliðs til hernaSar eða fækkun þess og til að koma á fót friSar- fundum eða efla þá. Verðlaunin fyrir eðlis- fræði og efnafræði skal sænska vísindafjelagið veita, fyrir uppgötvanir í lífeðlisfræði oglækn- isfræði Karlsháskólinn í Stokkhólmi, fyrir bókmenntir»akademíið« í Stokkhólmi, og handa friðarfrömuSum 5 manna nefnd, er stórþing- ið norska velur. Það er skýlaus vilji minn, að ekki sje skipt sjer hót af því, þegar verð- launum er úthlutaS, hverrar þjóðar maSurinn er, heldur skal sá hljóta, sem maklegastur er, hvort heldur það er NorSurlandamaður eðaeigi.« Fje það, er þannig er ráð.stafað, ætla menn að muni nema 30—35 milj. kr., og verða árs- vextir af því full 1 milj. króna, þótt ekki sje leigan hærri en rúmlega 3 af hundraði. Það verða þá 200,000 kr. í hvern hlut (hver verðlaun) á ári. Verzlun J. P. T. Brydes, Rvík. 1 ™a Slikasparges, 1 extrafine Asparges, Grænar ertur, Champignon, Hindbærsaft í flöskum, Kirsebærsaft í flöskum, Ribssaft í flöskum Solbærsaft í flöskum, Blaabærsaft í flöskum Blandet saft í flöskum, Stikkelsbærgelé í glösum, Hindbærgelé í glösum, Blommer í glösum, Smaa Jordbær í glösum, Kirsebær í glösum, , Stikkelsbær í glösum, Tyttebær í glösum, Agurker í glösum, Asier í glösum. Beafearbonade Forloren Skildpadde. Kjödboller med Madurt. Haresteg. Pölse med Hvidkaal. Pölse med Grönkaal. Kalvecoteletter, Svinecoteletter. Mörbrad. Kons. Fiskeboller. Postej. — Fjerkræpostej. Gaffelbetor. — 0sters, Reine Claude. Frankfurter Pölse.—Oliven, syltede. Ingefær. Rom. Kjödboller, fine. — Roast Beaf. í fjarveru minni veitir hr. Tómas Gíslason ensku verzluninni forstöðu. Reykjavík 20. marz 1897. W. G. Spence Paterson. »LEIÐARYÍSIR TIL LÍFSABYRGÐAR fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr.med. J. Jónas- sen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Fineste Skandinavisk Export Kaffe Surrogat er hinn ágætasti og ódýrasti kaffibætir, sem nú er í verzlaninni. Fæst hjá kaupmönnum á íslandi. F. Hjorth & Co, Khöfn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.