Ísafold


Ísafold - 22.05.1897, Qupperneq 1

Ísafold - 22.05.1897, Qupperneq 1
Kemur út ýmist einu sinnieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendisð kr.eða 14/í doll.; borgist í'yrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD o Uppsögn (skrifleg)bundinvið áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXIV. árg. Reykjavík, laugardaginn 22 maí 1897- 34. blað. isr* Tvisvar i viku kemur ísafold út, miðvikudaga og laugardaga. Eptirlit með skiptingu á búum. Ymislegt er það nú á hinum síðari tímum komið á prent, sem leiðbeinir alþýðu vorri um löggjöf vora og lagafyrirskipanir, og um mörg atriði, sem að þessu lúta. Þetta er mjög lofs- vert og gagnlegt. Þannig er t. a. m. »Laga- safn handa alþýðu«, »Formálabókin«, og nú er von á n/ju riti í sömu átt að norðan. Slík- ar bækur ættu sem flestir að eiga. Þó verða þær aldrei eins almennt almennings eign, eins og dagblöðin; því er það, að sjerlega æskilegt væri, ef blöð vor vildu við og við birta /ms- ar þær bendingar, sem allra nauðsynlegastar eru, og þær, sem flesta varðar mikils gagn- vart rjettarfari voru. Meðal þessa má nefna um slciptingu á búum Að vísu má lesa um það efni í Lagasafninu. En svo virðist þó, sem almenningi sje ekki Ijós rjettur sinn í því efni. Það hefir borið við stundum, og ekki mjög langt á að minnast, að vanskil hafa orðið á al- menningsfje hjá sumum valdsmönnum vorum. Þetta hafa sumir hugsað að yrði sá skóli, sem bæði kenndi æðri og lægri yfirvöldum vorum að láta ekki slíkt bera að höndum optar, og einnig vekti þjóðina, svo að hún sjálf færi að gæta rjettar síns. En þjóð vor treystir því almennt, að hin æðstu yfirvöld vor hafi vak- andi auga á því, að þess konar eigi sjer ekki stað. Þó er það mörgum óskiljanlegt, hvernig stendur á drætti á skiptingu ýmsra búa. Sýslu- menn hafa ekki ótakmarkað leyfi til að halda inni hjá sjer fje manna í dánarbúum. Þeir, sem verða fyrir óskiljanlegum drætti, bæði á því, að fá búum skipt, og eins á því, að fa svarað út því sem þeir eiga þar inni, ættu sem allra fyrst að snúa sjer til hlutað- eigandi amtmanns, og þar sem orðinn er ólög- legur og orsakalaus dráttur á skiptingu og út- borgun, virðast menn eiga fullan rjett á að fá vexti af fje sínu, frá þeim tima, er þeir með rjettu áttu heimting á að fá það út- borgað. Því nákvæmara eptirlit, er menn fengju vissu fyrir að amtmenn vorir hefðu með sýslu- mönnum og stjórn þeirra og meðferð á fje þjóðarinnar, því hughægra mundi mörgum verða. Það er ekki nóg, þótt sýslumenn standi i skilum við yfirboðara sína með tolla og op- inber gjöld. Verði tregða hjá nokkrum sýslumanni á því að skipta búi, án þess að gefa hlutaðeigend- um nægar ástæður fyrir drættinum, eða á því, að borga út fje úr skiptum búum, þá er eitt ráð: að krefjast útskriptar af öllu því, sem fram er farið í búinu, eða þá skriflegrar yfir- lýsingar um, að ekki sje farið að sinna því. Slík útskript kostar ekki mikið, og enginn sýslumaður hefir rjett til að neita um hana. Þegar hún er fengin, má snúa sjer til amt- manns með hana, eða þá til málfærslumanns, ef svo þykir henta. Kostnaðurinn að fá sjer slíka útskript er svo lítill, að ekki er í hann horfandi í samanburði við það gagn, sem hún getur gert handhafa sínum. Þegar allt fje búsins er komið í hendur sýslumanna, þá er sjálf skipting þess ekki svo langrar stundar verk, að nokkur sýslumaður með rjettu geti kennt öðrum embættisönnum um langan drátt á henni. Dragist það aptur, að fje búsins komi í hendur sýslumanns, get- ur slíkt opt hugsazt að vera honum sjálfum að kenna, og er það hart, að láta þá, sem eiga inni í búum, bíða skaða af slíku, og þeir þurfa þess ekki, ef þeir að eins njóta rjettar síns. Þá kemur útskript að góðu haldi. Annars er vonandi, að amtmennirnir grennsl- ist nákvæmlega eptir, hvort til þess sjeu gild- ar ástæður, er þeir verða þess varir, að sömu búin standa árum saman óskipt. Þetta í þetta sinn. Ef til vill, meira síðar. Index. Verzlunarfjelag Dalasýslu. Jeg hefi stundum skýrt frá högum fjelags þessa í Isafold, einkum fyrscu árin, á meðan jeg hjelt að fjelagsmör.num væri ekki al- mennt nógu kunnugt um hagi þess. Á síðari árum hefi jeg hleypt þessu hjá mjer, því jeg áleit, að almenningur væri farinn að sjá og finna, hvernig viðskiptin við fjelagið væru. — En í vetur hefi jeg orðið þess áskynja, að þeir eru því miður ekki svo fáir, sem annað- hvort gjöra sjer enga hugmynd um þann hagnað, sem viðskiptin hafa veitt fjelagsmönn- um, eða þá óljósa og jafnvel alveg ranga. Jeg ætla því að biðja Isafold um rúm fyrir fáeinar athugasemdir og samanburð þann, sem hjer fylgir (sjá viðaukabl.). Samanburður þessi kann að þykja leiðinlega langur, af því hann er nærfelt tómar tölur — og tölur þykja mörgum leiðinlegar—, en jeg vona, að þeir sem vilja gjöra sjer full-ljósa grein fyrir því, hver munur er á viðskiptum við V. D. og viðskiptum við kaupmenn, hvort heldur það eru fjelags- menn eða verzlunarmenn kaupmanna, — kalli samanburðinn ekki of langan og telji tölurnar ekki óþarfar. Samanburðurinn er gjörður af einum deild- arstjóra á fjelagssvæðinu, og tekur hann til samanburðar allar þær vörur, sem hans deild tók í fjelaginu næstliðið sumar, með því verði, sem fjelagið setti á þær, og ber hann það svo 8aman við verðlag á jafn-miklu af sams konar vöru hjá kaupmönnum eptir því, sem hann gat fengið að vita sannast og rjettast. Á öllum aðal-vörunum útlendu eða þeim, sem mest verzlunar-upphæðin liggur í, er verðið tekið eptir reikningum kaupmanna. Aptur á móti er kaupmanna-verðið áætlað á fáeinum vörum, álna-vöru, járndunkum o. fl.; en þetta nemur að eins lítilli upphæð, og þar hjá er verðmunurinn á þessum vörum settur minni en hann er á aðal-vörunni. Margir álíta þó, að kaupmenn færi tiltölulega mest fram þess konar vöru. Verð á ull, dún og sauðfje er tekið eptir reikningum kaupmanna og aug- lýstu verði hjá þeim. Á fjelagssvæðinu keyptu kaupmenn engin hross, en hjer er ráðgjört, að þeir hefðu gefið mönnum eins mikið fyrir þau og fengizt hefir i fjelaginu. Til þess eru þó vitanlega litlar líkur. Á ullinni, sem deildin ljet í fjelagið, hefir hún tapað kr. 38,34, þegar litið er á ullarverðið eingötigu. En á vörum þeim, sem deildin fekk fyrir ullina, hefir hún aptur grætt kr. 271,56 eða í raun- inni grætt kr. 233,22 á því að láta ullina í fjelagið. Von er að menn sjeu tregir til að verzla með ull í fjelaginu!! Á samanburði þessum má sjá, að deild sú, er hjer ræðir um, hefir grætt kr. 1659,03 á óll- um viðskiptum sínum í fjelaginu í ár, sem nema annars vegar kr. 4661,27, og er þá áður tekinn til greina allur kostnaður utanlands og innan, hverju nafni sem nefnist. Jeg skal nú ekki segja, að gróðinn sje jafn-mikill í öllum deildum. Það fer vitanlega eptir því, hvaða vörur deildirnar hafa keypt, því verðmunur á vörunum er mismunandi, eins og sjá má á samanburðinum. Raunar er úttekt deildanna mjög svipuð, enda getur hver deildarstjóri gjört slíkan ssmanburð fyrir eina deild og hver fjelagsmaður fyrir sig. En hvort sem mismunurinn verður meiri eða minni í öðrum deildum eða hjá einstökum mönnum, þá mun hann alstaðar verða mikill — svo mikill, að flestir telji sig muna, þó minna sje. Einhver kann að segja, að kaupmenn gefi 6% í uppbót á skuldlausa verzlun og þess sje ekki gætt í samanburðinum. Þetta kemst þó ekki að. Et' deildarmenn hefðu tekið þessar vörur hjá kaupmanninum og látið á móti það, sem þeir ljetu í fjelagið, þá hefðu þeir orðið í 1659 kr. skuld, og þess vegna enga uppbót fengið. En mjer heyrist einhver segja: hefðu menn verzlað í fjelagi við einhvern innlendan kaup- mann, eins og »Dagskrá« ræður til, þá hefðu menn líklega fengið miklu betri verzlunarkjör en þeir hafa haft í fjelaginu í þetta sinn. — Jeg skal ekki þræta um það, og jeg hefi síð- ur en ekki á móti því, að menn haldi sig til innlendra kaupmanna með fjelagsverzlun sína, ef þeir geta gjört eins góða kosti og annars- staðar fást, og einkum ef kaupmennirnir væru innlendir meira en aS nafninu. En það hefir lítið bólað á því enn þá, að kaupmenn hafi boðið slíkt. Jeg veit raunar til, að nokkrir menn hafa tekið sig út úr V. D. og farið að verzla við kaupmann í nokkurs konar kaupfje- lagi. En við þann kaupfjelagsskap er það einkennilegt, að fjelagsmenn eiga að fú alveg sömu kjör hjá kaupmanninum og fást í V. D. Þó það sje hálf-spaugilegt, að mönnum þyki sömu kjör betri hjá kaupmanninum en hjá fjelaginu, þá er það ekki undarlegt, þegar þess er gætt, að mörgum þykir betra að verzla við kaupmanninn en fjelagið, þó þeir tapi við það 25—35°/0 árlega.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.