Ísafold - 21.07.1897, Blaðsíða 1

Ísafold - 21.07.1897, Blaðsíða 1
I Kemur út ýmist einu sinrrieða tvisv.í viku. Verð árg.(90arka minnst) 4kr.,erlendis 5 kr.eða l1/* doil.; borgistfyrir mibjan júlí (erlendis íyrir t'ram). ÍSAFOLD o Uppsögn (skritleg)bundin vib áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október. Afgreibslustofa blabsins er í Austurstræti 8. Reykjavík, miðvikudaginn 21- júlí 1897- 51. blað. XXIV. árg. Aðferð stjórnarinnar. ]>að verður ekki varið, húu lítur skringilega út, aðferð stjórnarinnar í stjórnarskrármálinu — að senda þinginu afsvar upp á kröfur þess í konungsboðskapuum og jafnframt gefa full- trúa sínum umboð til allt annarar yfirlysingar í málinu heldur en stcndur í boðskap konungs- ins. Það virðist í fljótu bragði kynlegt, að þetta tvennt skuli koma frá sama ráðgjafan- um með tæpu mánaðar millibili. En langtum skringilegra er það þó af þing- mönnum, að látast ekki skilja, hvernig í þessu liggur. Athugi menn afsvars-ástæöur stjórnar- innar í brjefinu til landshöfðingja, sjá menn, að hún færir til sínar ástæður gegu því, að sjermál Islands losni úr ríkisráðinu, að aðset- ur stjórnarinnar verði flutt hiugað til lands og að sjerstakur dómstóll verði skipaður hjer á landi til þess að dæma í málum þeim, er alþingi kynni að höfða gegn ráðgjafanum. En hún kemur ekki með neinar ástæður gegn því, að skipaður verði fyrir ísland sjerstakur ráðgjafi, sem mæti á alþingi og beri ábyrgð allrar stjórnarathafnarinnar. Með því gefur stjórnin í skyn, einmitt í af- svari sínu, að hún mundi ekki ófáanleg til að ganga að þeim breytingum, sem felast í stjórn- arskrárbreytingarfrumvarpi Dr. Valt/s Guð- mundssonar. Og því er það, að þótt ekkert annað hefði legið fyrir þinginu í stjórnarmáli voru en þetta brjef, þá hefði það verið mikilsverð breyting frá jtví, sem vjer höfum áður átt að venjast frá stjórnarinnar hálfu, enda beuti og Jón Jensson yfirdómari skyrt og skorinort á það í þingræðu sinni þ. 7. þ. m. Áður hefir stjórnin tekið þvert fyrir allar stórnarbreyt- ingarkröfur vorar. Nú hefir húu gefið oss bending í lirjcfi sínu til landshöfðingja um það, að sumum af þeim kröfum sje húu ekki mót- fallin. Oneitanlega hefði nú verið kurteisara og vin- gjarnlegra af stjórninni að svara þinginu ský- laust, heldur en með bendingum, leggja fyrir það stjórnarskrárbreytingarfrumvarp og segja: þetta er ykkur velkomið að fá, en frekari brcytingar get jeg ekki aðhyllzt. En svo hugsar stjórnin sem svo, og segir það líka, sumpart afdráttarlaust, sumpart ó- beinlínis í brjefi sínu til landshöfðingja: Kröf- ur þingsins hafa verið svo víðtækar hiugað til, )tð engin líkindi eru til, að því verði neitt sinnt, sem jeg' byði — varla gerandi ráð fyrir því einu sinni, að menn þættust neinu veru- legu bættari, þó að því fengist framgengt, sem landshöfðingi fer fram á. Þess vegna læt jeg sitja við bendinguna eina. Þingmenn geta fært sjer hana í nyt sjálfir, ef þeim þykir hún nokkru skipta. Þessi niðurstaða stjórnarinnar byggist fram- ar öllu öðru á ókunnugleik. Svo ókunnug er bún hugsunum, ræðum og ritum manna á ís- landi, að hún veit ekki einu sinni það, að langmest hefir verið kvartað undan samvinnu- leysi stjórnar og þings og ábyrgðarleysi stjórn- arinnar :— einmitt þeim agnúum, sem hún er ekki ófús á að bæta úr. Svo vill svo til, að þingmaður kemur til stjórnarinnar með stjórnarskrárbrcytingarfrum- varp, sem er í fullu samræmi við bendingar þær sem stjórnin hefir gefið í brjefinu til latidshöfðingja. Þingmaðurinn kveðst ætla að leggja þetta frumvarp fyrir þingið og spyr stjórnina, livort hún sje reiðubúin til að stað- festa það, ef alþingi samþyklci það. Stjórn- in segir já og tilkynnir fulltrúa sínum að bann skuli lýsa yfir væntanlegu samþykki sínu á þinginu. Hin aðfinningin við aðferð stjórnarinnar — sú, að hún hafi ekki ráðfært sig við landshöfð- ingja — er á engu byggð. Landshöfðingi hef- ir átt kost á að láta uppi sína skoðun á mál- inu og líka gert það. Og meira að segja — frumvarpið, sem um er að ræða, tekur til greina allar tillögur landshöfðingja um stjórn- urskrirbreytingar, er þeim gersamlega sam- hljóða, nema að því er snertir breytinguna á 61. gr. stjórnarskrárinnar, breyting, sem í rauninni er ekki annað en lagfæring á gamalli ritvillu og kippir ákvæðum stjórnarskárinnar í sama horfið eins og Jón Sigurðsson og skoð- anabræður hans ætluðust til að þau væru i. Það hafa heyrzt á þinginu þau ummæli, að aðferð stjórnarinnar í málinu sje næg ástæða til þess að sinna því ekkert. Hvað er það í aðferð stjórnarinnar, sem skiptir svo miklu máli? Það nær engri átt og það tekst ekki að telja nokkrum manui trú um, að það sje aðferðin við landshöfðiugja. Ekki getur það heldur verið það, að stjórnin tjáir sig fúsa á að ganga að frumvarpi Dr. Valtýs Guðmundssonar. Enginn heilvita mað- ur getur láð henni það, þar sem það er í sam- ræmi við hennar skoðanir. Það lilýtur þá að vera þetta, að liún legg- ur ekki frumvarp fyrir þingið. Hún liefir sjálf gert grein fyrir, hvers vegna hún ekki hefir gert það. Hún hefir ekki haldið, að sjer væri unnt að komast að sarnkomulagi við íslendinga. Allir, sem fylgt hafa með athygli umræðunum um aunmarkana á stjórnarfyrir- komulagi voru, vita, að sú ímyndun stjórnar- innar er :i engu byggð, þingmálafundirnir í vor sýndu það og hvenær sem alþingiskosn- ingar fara fram, munu þær þo leiða það 1 ljos enn áþreifanlegar. Stjórnin hefir að eins enn á ný sýnt ókunnugleik sinn hjer á landi. Ætti nú það að vera gild ástæða til að hafna samkomulagi við stjórnina — samkomu- lagi um að losna við hana? Um mörg ár hefir þingið verið að berjast við að losna við þessa dönsku stjórn, sem yf- ir oss er sett, og fá íslenzka stjórn í staðinn. Ætti nú það loksins að vera næg ástæða fyrir oss til að reyna að halda í hana, að hun hef- ur enn af nýju fært oss heim sanninn um vanþekking sína á oss. Sumir þingmenn tala eins og hennar sje þægðin — eptir að hún hefir ncitað oss um allar stjórnarskrárbreytingar öll þessi ár - og að það sje sjálfsagt að taka engum stjórn- arbótartillögum af henni, nema hún fari sem allra lipurlegast að oss. Hugsum oss mann, sem væri að heimta skuld að öðrum, sjer voldugri manni, sem hefði í höndunum valdið til að lialda fyrir honum skuldinni, en Ijeti samt nauðugur til leiðast að borga. Hugsum oss, að honum yrði það á, að rjetta fram peningana með vinstri hendinni, og skuldkrefjandi segð'i í vonzku: »Nei, karl minn, fyrst þú rjettir mjer ekki peningana með hægri hendinni, þá ætla jeg ekki að gera þjer það til geðs að þiggja þá«. Hvorum málsparti mundi nú sú stórmennska verða bagalegri? Og svo virðast vera til þeir þingmenn, sem svona vilja svara, þegar það er hvorki meira nje minna en sjálfstjórnarrjettur þjóðar vorr- ar, sem er á boðstólum! Að minnsta kosti láta þeir sjer sæma að tala á þá leið frá þing- mannabekk j unum. Er það lítið? Vana-viðkvæðið gegn stjórnarskrárbreytingar- frumvarpi dr. Valtýs Guðmundssonar og til- boði stjórnarinnar er þct.ta: »Það er svo lítið — þetta er ekkert, sem oss er boðið«. Er það nú svo lítið? Svarið er undir því komið, við hvað er miðað. Ef vjer höfum í huganum hinar fyllstu stjórnarbótarkröfur vorar, þá verður því auð- vitað ekki neitað, að mikið vantar á, að þeim sje fallnægt með tilboði stjórnarinnar. Meðan oss er neitað um aðskilnað sjermála vorra frá ríkisráðinu, búsetu ráðgjafa vors hjer á landi og innlendan dómstól, er dæmi í málum þeim, er gegn raðgjafanum kunna að verða höfðuð, eigum vjer nokkuð langt í land með þá stjórnarbót, sem fyrir oss hefir vakað. Ef vjer að hinu leytinu lítum einkum á framkvæmdargagn það, sem vjer ættum að liafa af þeirri stjórnarbreyting, sem nú stend- ur oss til boða, þá ætti ekki að geta dulizt ncinum, að vjer höfum astæðu til að gera oss góðar vonir. Það er eitthvert meira en lítið ólag með, að einhverju leyti sjálfúm oss að kenna til muna, ef sú breyting verður oss ekki til nytsemdar, að fá fyrir ráðgjafa ís- lending, sem ekki hafi öðru að sinna en vor- um málum, mæti á alþingi og beri fyrir því ábyrgð allrar stjórnarathafnarinnar. Það tekst aldrei að telja skynsömum mönnum trú um, að það sje ekki afarlangt stökk frá því ástandi, sem vjer höfum átt og eigum nú við að búa —

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.