Ísafold - 24.07.1897, Blaðsíða 3

Ísafold - 24.07.1897, Blaðsíða 3
207 En 8 frv. eru orðin að lögum frá þinginu, þ. e. afgreidd til landsböfðingja, samþykkt af báðum deildum. Tvenn þessara laca voru prentuS orSrjett í síðasta blaði. Hin 2 eru um nýbj'li, og um eptirlaun, samhlj. frv. síð- asta þings. Nokkur ný frumvörp. Smjörlíkistoll vilja þeir lögleiða, þm. Ar- nesinga, 20 a. á pundið. Við þær 3 þjóðjarðir, er stjórnarfrv. stakk upp á að selja, hefir nefnd í málinu bætt yfir 30. Þorkell Bjarnason flytur langt og ytarlegt frv. um fátækramálefni, — 38 greinar. Um innheimtu á tekjum presta flytur bisk- up frv., samkv. áskorun synodusar. Um eyðing sels í laxám flytur 'ir. Gunn- arsson frumv. Jens Pálsson flytur langt frumv. um einka- rjett. Ein af velferðarnefndum þingsins, mennta- málanefndin, flytur frv. um stofnun kennara- skóla í Flensborg. Um d/raverndun flytja þeir frv., Jón Þór- arinsson og báðir þm. Árnesinga. Þá flytur Sk. Thoroddsen frv. um greiðslu daglauna og verka kaups viS verzlanir, sama og fyr (kaupgreiðsla í peningum). Benid. Sveinsson enn með frv. um afnám hæstarjettar sem æðsta dómsstóls í íslenzkum málum, og annað um að gjöra landsyfirdóm- inn að æðsta dómstól landsins, að viðbættum 2 nyjum dómurum. Lagaskólafrv. eru þeir með, Klemens Jóns- son og Skúli Thoroddsen. Frv. er á leið í efri deild, um að söfnuðum skuli fengin í liendur umsjón og fjárbald þess- ara 6 landssjóðskirkna: Bjarnauess, Prests- bakka á Síðu (meö 3750 kr. álagi), Langholts (2500), Þykkvabæjarklausturs (1000), Möðru- vallaklausturs (4000), og Munkaþverárklaust- ui’s (4000). Lög frá alþingi. 7. Um nýbýli. 1. gr. Nýbýli má stofna á eyðijörðnm og í öðr- um óbyggðum löndum, er enginn getur sannað sina eign. Svo má og stofna nýbýli í afrjettum, er sveitarfjelög eiga, og almenningum, ef sveitar- stjórnir þeirra sveitarfjelaga, er afrjettina eiga eða eiga hagsmuna að gæta i almenningnum, leyfa það, og sýslunefndin veitir til þess samþykki sitt. 2. gr. Nú vill einhver stofna nýbýli á eyði- jörð eða í óbyegðu landi, og skal bann þá birta þá fyrirætlun sína í því opinberu blaði, er flytur stjórnarvalda auglýsingar. Þegar liðnir eru 6 mánuðir frá þessari birtingu, skal amtmaður, ef nýbýlingur óskar þess og enginn hefir á þeim fresti gefið sig fram við amtmann með heimildar- skírteini fyrir landi því, er ætlað er til nýbýlis, bjóða hlutaðeigandi sýsluinanni að kveðja til 4 menn og gjöra ásamt þeim áreið á landið, setja glögg landamerki og meta það til dýrleika, og ennfremnr skulu áreiðarmenn láta uppi tillögur um þau skilyrði, er þeir álíta hæfilegt að setja nýbýlingi um húsabyggingar, girðingar, yrking túns og garða m. fl. innan ákveðins tíma. Frestur þessi má ekki vera styttri en 2 ár, og ekki lengri en 4 ár. 3. gr. Til áreiðargjörðar þeirrar, er nefnd er i 2. gr., skal ’ oða með 7 nátta fresti þá, er land eiga að hinu fyrirhugaða nýbýli. Mótmæli, er fram kunna að koma við gjörðina, skulu bókuð og. eptirrit af gjörðinni síðan sent amtmanni, er gefur út nýbýlisbrjef til beiðanda, ef hann eigi álítur, að mótmæli þau, er kunna að hafa komið fram, sjeu á rökum byggð. I nýbýlisbrjefinu, er þinglýsa skal sem heimild fyrir eignarrjetti nýbýlings að landinu, skulu tekin fram öll þau skilyrði um húsabyggingar, girðing- ar, yrkingar túns og garða, m. fl., sem amtmaður, eptir tillögum áreiðarmanna, álitur hæfileg. 4. gr. Nú vill maður taka upp nýbýli í afrjett eða almenningi, sbr. 2. lið 1. greinar, og getur þá hlutaðeigandi sveitarstjórn eða sveitarstjórnir áskilið, að nýbýlingur greiði hlutaðeigandi sveit- arsjóði eða sveitarsjóðum árlegt erfðafestugjald af landinu, en upphæð gjaldsins skulu áreiðarmenn meta. Stofnun slíks nýbýlis þarf eigi að auglýsa í blöðum, en að öðru leyti fer um upptöku þess, eins og segir í 2. og 3. gr. 5. gr. Eigi má nýbýli upp taka, er minna er metið en 5 jarðarhundruð að dýrleika. 6. gr. Kostnað þann, er af útmæling og mati nýbýlis leiðir, greiði nýbýlisbeiðandinn: ferða' kostnað sýslumanns, eptir úrskurði amtmanns, og hinum dómkvöddu mönnum 3 kr. hverjum fyrir dag hvern, sem þeir eru að gjörðinni. 7. gr. Sýslumaður skal gæta þess, að nýbýl- ingur fullnægi skilyrðum þeim, sem honum eru sett í nýbýlisbrjefinu. Nú brýtur nýbýlingur í einhverju verulegu atriði nýbýlisskilyrðin, og get- ur sýslumaður þá lagt það til, að hann verði sviptur nýbý 1 isrjettindum. Amtmaður hefur fulln- aðarúrskurð um þetta mál. Þegar nýbýlingur hefur með amtsúrskurði ver- ið sviptur nýbýlisrjetti. skal eptir tillögu hlutað- eigandi sveitarstjórnarvalda heimila nýbýlið öðr- um manni, er þá nýtur sama rjettar, sem nýbýl- ingurinn annars hefði notið. Nýbýlingurinn get- ur þó krafizt endurgjalds hjá þeim, er við nýbýl- inu tekur, fyrir þá verðhækkun nýbýlisins, er með löglegu mati og skoðunargjörð tilkvaddra manna er eignuð umbótum þeim, er hann hefur gjört á nýbýlinu. 8. gr. Tilskipun 15. apríl 1776 um fríheit fyr- ir þá, er vilja upp taka eyðijarðir eða óbyggð pláz á Islandi, er úr lögum numin. Hyaðanæva, Kirknasamband. Á Englandi og í Bandaríkjunum er mikið að því unnið, að koma á sambandi og sam- vinnu milli hinna /msu kristnu kirkjudeilda og sú samvinna eflist stöðugt. N/lega hafa menn úr /msiun kirkjudeild- um myndað fjelagsskap með sjer með trúar- játning, sem lætur sjer nægja að 1/sa yfir trú á föðurltærleika guðs, á hreinleik hugarfarsins, á þjónustusemi kærleikans, á lif, sem hafið sje yfir eigingirnina og jarðbundinn hugsunar- hátt, og á fjallræðuna, og jafnframt fylgir þeirri trúarjátning loforð um að treysta guði, fylgja Jesú frá Nazaret, fyrirgefa óvinum sínum og leita rjettlætis guðs. Undir þessa trúarjátning er ætlazt til, að allir kristnir menn geti skrifað, og er hún kennd við Jan Maclaren nokkurn, sem hefir samið hana. Ekki er ætlazt til að hún komi í staðinn fyrir hinar eldri trúarjátningar kirkn- anna, nje heldur, að sá fjelagsskapur, sem á henni byggist, rymi hinum eldra safnaða- og kirkjudeildafjelagsskap úr vegi, heldur ein- göngu, að hún sje undirstaða undir kristilegri samvinnu kirknanna og trúrækinna manna, sem kunna að standa utan við allar kirkju- deildir. Það eru einkum meun úr hinum »rjett- trúuðu« engilsaxnesku kirkjufjelögum, bislcupa- kirkjunni, presbyterakirkjunni og meþódista- kirkjunni, sem fyrir þessum fjelagsskap gang- ast, og er fullyrt, að hann hafi þegar náð mikilli útbreiðslu og haft mikil áhrif. Hraðskeyti án frjettaþráðar. Um þessar. mundir, einmitt þegar vjer erum fyrst að fá nokkra von um að frjettaþráður verði lagður hingað til lands, eru menn að komast á góðan rekspöl með að geta sent hrað- skoyti án nokkurs frjettaþráðar. Það er ítalsk- enskur maður (á ítalskan föður og enska móð- ur), 22 ára gamall, sem hefir fundið upp verk- færið, og heitir Guglielmo Mareoni. Uppfundningiu er enn merki legri ogvíðtæk- ari en Röntgens-geislarnir. Þeir komast gegn- um sum efni í lítilli fjarlægð. Geislar eða öldur þessa unga ítalska manns komast gegn- um öll efni í hverri fjarlgæð sem vera skal. Með þeim hyggst hann að geta komið hrað- skeytum yfir útsæinn, gegnum múrveggi, járn- plötur, borgir og fjallgarða, jafvel gegnum jarðarhnöttinn sjálfan. Og til þess þarf ekki annað en ofurlítil verkfæri, sitt á livorum enda brautar þessarar, sem hraðskeytið á að fara. Það eru ljósvakaöldur, sem flytja það. Og þessar öldur svciflast til 250 miljón sinn- um á sekúndunni! Það, sem uppfundningunni einkum virðist vera ábótavant, enn sem komið er, er, að ákveða stefnu aldnanna, hamla því, að þær dreifi úr sjer og fari í allar áttir. Eu gengið er að því vísu, að takast muni að finna ráð til þess. zar Cand. theol. Friðrik Hallgrímsson stíg- ur í stólinn á morgun í dómkirkjunni (kl. 12). Islendíngadagurinn 2. ágúst. I. Kappreiðar byrja á Skildinganesmelunum kl. 8’/a f. h. Fyr- ir stökk verða gefin þrenn verðlaun, 50 lcr. 30 kr. og 20 kr. Fyrir skeið sömuleiðis 3 verð- laun, 50 kr., 30 kr. og 20 kr. Dómarar: Landshöfðingi Magnús Stephen- sen, háyfirdómari L. E. Sveinbjörnsson, alþing- maður Jón Þórarinsson. Þeir sem vilja taka þátt i kappreiðinni verða að skrifa sig, hestinn, sem á að reyna, og í hverju hlaupinu hann á að taka þátt, hjá verzl- nnarmanni Helga Zoega í Reykjavik, eklci siðar en 31. júli. II. Glímur verða haldnar á samkomustaðnum sjálfum kl. 3 e. m. Verðlaunin ern fern eða 60 kr., 40 kr., 30 kr. og 20 kr. Dómarar: Alþingismaður síra Sigurður Gunnarsson, stórkaupmaðnr Jón Vídalin, alþing- ismaður sira Einar Jónsson. Þeir, sem vilja taka þátt í glímunum, verða að láta skrifa sig lijá verzlunarmanni Benidikt Jóns- syni (hjá Fischer), ekki síðar en 31. júlí. Kvöldið 1. ágúst verður haldinn prófglíma og getur nefndin þá dregið út af listanum þá, sem kynnu að glíma lakast. Auglýsingar um kapphlaup koma síðar. í umboði aðal-nefndarinnar. Reykjavik 21. júli 1897. Bjarni Jónsson. Einar Hjörleif’sson. Indriði Einarsson. Týnt pennaskapt svart með penna í hulstri og letri á skaftinu. Finnandi skili á afgreiðslustofu þessa blaðs gegn fundarlaunum. Hjá undirskrifuðum er í óskilum jarpur hestur mark: biti apt. h., afrakaður, hjer um bil 6 vetra gamall. Borga verður eigandi áfallinn kostnað. Fúlntjörn 21. júlí 1897. Ólafur Björnsson. N ú með ,Laura‘ aptur komið: margbreytilegt punt í blómstur- vasa og silkislaufur á kransa. Einnig krans- ar og krossarúrþurkuðumog lifandi blómstrum. Maria Hansen. Pappír Og ritföng nóg að fá í pappírsverzlun Isafoldarprent- smiðju (Austurstr. 8), með ágætisverði. Ennfr. seðlaveski, peningabuddur o. m. fl. IHF" Seltirninfrar geri svo vel að vitja ísafoldar í afgreiðslu blaðsins (Austur- str. 8), þegar þeir eiga leið um.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.