Ísafold - 11.08.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.08.1897, Blaðsíða 2
226 standa tómt í 4 vikur. Vegna þess, að klór- gufan er mjög eitruð, skulu menn varast að anda henni að sjer. — I hvern kúbíkmetra þurfa 25 grömm af klórkalki og eptir því af syru. Til að bræla hús, sem að inuan er 12 al. langt, 5 al. breitt og 4 al. hátt frá gólfi upp í miðjar sperrur, þurfa þá um 33/5 pd af klórkalki, annað eins af vatni og um 44/5 pd af saltsvru. Ull af kláðafje og poka þá, sem hún er höfð í, skal þvo í heitu, sterku sódavatni, og síðan þurka. — Gærur skulu lagðar í kreólín- vatn, karbólvatn eða annan maurdrepandi vökva. Ma .núa Einarsson. Presthóla-máliö. Eins og ráðgert var um daginn, birtist hjer landsyfirrjettardómurinn frá 2. þ. mán. í saka- málinu gegn síra Halldóri prófasti Bjarnarsyni á Presthólum, er dæmdur hafði verið i hjeraði 1 i. deshr. f. á. (af Ben. sýslnmanni Sveinssyni) tilað sæta 5 daga fangelsi við vatn og brauð fyrir gripdeild, auk 41 kr. skaðabóta, 5 kr. sektar fyrir ósæmi- legan rithátt (í varnarskjali) og alls málskostn- aðar í hjeraði. Var málinu skotið til yfirdóms eptir ósk hans, en honum jafnframt vikið frá em- bætti um stundarsakir. Yfirdómurinn segir svo frá málavöxtum: Hinn ákærði, er var þjónandi prestur að Presthól- um og prófastur í Norður-Þingeyjarprófastsdæmi, þegar mál þetta hófst, er ákærður og dæmdur fyr- ir sakir þær, er nú skal greina. Laugardaginn 23. júlí 1892 skipaði ákærði 2 verkamönnum sin- um, Birni Ghiðmundssyni og Maguúsi Magnússyni, að byggja litinn fjárbúskofa niður við sjó á Prest- hólum, sýndi þeim kofastæðið og fór siðan af heimili sínu í embættisferð. IJr þeirri ferð kom hann eigi aptur fyrr en næsta þriðjudag. Verka- mennirnir byggðu kofanu og tóku til innviða í hann, án leyfis eiganda, 7 spýtur, sem Guðmund- ur Cruðmundsson á Nýjabæ átti; hafði hann flutt spýtur þessar með öðrum trjávið utan af Brekku- rönd við Kópasker, en sökum hvassviðris orðið að lenda með timbrið i svo kallaðri Skonsu á Presthólafjöru og leggja það þar upp á fjöruna, án þess að nokkrum manni á Presthólum væri kunnugt um það. Þessi timburflutningur átti sjer stað 23. júlí 1892, sama dag og byrjað var að byggja áðurnefndan kofa, og var timbrið lagt upp á Pres'thólafjöru kl. 9 um kveldið. Þegar verka. menn ákærða reistu kofann, sem þeir hafa skýrt frá að hafi verið næsta miðvikudag á eptir, atvik" aðist það þá, að þeir tóku 7 spýtur af þessum trjávið Guðmundar og notuðu þær til kofareising' arinnar, og fóru þeir í þvi efni að nokkru leyti eptir tilvisun Skúla Metúsalemssonar, heimamanns ákærða, en allir hugðu að spýturnar væru eign á- kærða. Nokkrum dögum síðar og eptir að kofinn var fullgjör, fjekk ákærði vitneskju um, að óheim- jlar spýtur höfðu verið teknar til kofabyggingar- innar, og segist hann þá hafa gjört eigandanum boð um, að hann vildi bæta fyrir misgripin og borga spýturnar; það er enda komið fram i mál- inu, að ákærði bafi þá viljað láta rifa kofann, svo að eigandinn gæti fengið spýtur sínar. Það virð- ist þó ekkert hafa orðið úr þessu. En af útnefn- ingarskjali sýslumannsins í Þingeyjarsýslu, dags. 24. april 1893, sjest það, að ákærði hefir þá ver- ið búinn að biðja um menn, útnefnda af dómar- unum, til þess að virða spýturnar í viðurvist eig- andans, Guðmundar Guðmundssonar og sýnir þessi útnefningarbeiðni ákærða, sem kom fram löngu áður en rjettarrannsóknin byrjaði í méli þessu, að hann hafi viljað greiða rjett jg sanngjarnlegt verð fyrír spýturnar. Þar sem nú engin átylla er fyr- jr þvi í málinu, að ákærða hafí verið kunnugt um það, að verkamenn hans tóku spýtur Guðmund- ar til kofabyggingarinnar, því siður að hann haff gjört fyrirskipun í þá átt, og þar sem prófin eigi heldur gefa neitt tilefni til þess að álíta, að á- kærði hafi viljað dylja eða leitazt við að dylja misfangann, eptir að honum varð kunnugt um hann, og þar sem loksins ekkert atvik i framkomu hans síðar er svo vaxið, að með nokkru móti verði sagt, að hann hafi eptir á kastað eign sinni á spýturnar, — verðnr eigi álitið að ákærði hafi, að því er spýtur þessar snertir, gjört sig sekan í nokkru því athæt'i eða vanrækslu, er saknæmt sje eptir hegningarlögunum. — Onuur sakargiptin gegn ákærða er sú, að hann hafi, eptir að yfirrjettardómurinn 27. apríl 1891 var upp kveðinn, hirt landgögn og molviðarreka á fjörum jarðanna Yalþjófsstaðar og Einarsstaða, í svo kallaðriMagnavík, þrátt fyrirþað, þó smáreki þessi hafi verið frádæmdur Presthólum, ábúðarjörðákærða, með áðurnefndum yfirrjettardómi. Ákærði hefir kannazt við það, að hann hafi hirt dálítið af mol- við á Magnavíkurreka, eptir að yfirrjettardómur- inn var upp kveðinn; en hann tjáir að sjer hafi verið ókunnugt um innihald dómsins og að hann hafi álitið, og fyrir þvi áliti sínu hafi hann haft orð málaflutningsmanns, að með tjeðum dómi væri ekkert dæmt um eignarrjettinn að rekanum, þar málið væri aðeins skaðabótamál. Umræddan reka hafi formenn hans i Presthólaprestakalli hirt, og hafi hann taiið það rjett og heimilt fyrir sig, að fara að dæmi þeirra, þar eð hann sje sannfærður um, að Presthólakirkja eigi rekann. Þó álita mætti að hinn tilvitnaði dómur yfirrjettarins, sem að vísu aðallega ræðir um skaðabótakröfu og skil- yrðin fyrir henni, hafi kveðið svo á, að landgögn og molviðarreki í Magnavík heyri undir Einarsstaði (og Valþjófsstaði), verður molviðartaka hinsákærða í Magnavik, eptir að dómurinn var uppkveðinn, sem hann alls eigi fór dult með, eigi talinn þjófn- aður eða gripdeild, eptir atvikum þeim, sem að henni lúta, og hjer hefir verið frá skýrt, en að svo miklu leyti sem hún kann að vera ólögleg sjálftaka, á rjettvisin ekki sókn á því máli. Á- kærði verður því eigi í máli þessu dæmdur fyrir áminnsta molviðartöku. Þriðja sakargiptin gegn ákærða er sú, að hann hafi veturinn 1891—92 tekið og haguýtt sjer 4 »skipsbunka« (skipsbönd) tillieyrandi Þórarni Benja- minssyni af viðum, sem honum (Þórarni) höfðu skipzt úr strönduðu skipi »Ida«, og ennfremur veturinn 1892—93 stefnispart úr sama skipi, sem ákærði og nefndur Þórarinn áttu í sameign. Skip þetta strandaði árið 1887; var það þá selt á upp boði, og þó að einn maður stæði fyrir uppboðs- kaupinu, varð það síðar eign fleiri manna í fje- lagi; meðal þeirra voru hinn ákærði og Þórarinn Benjaminsson; voru þeir ásamt öðrum i sameign um */8 hluta skipsviðanna. Skipsskrokkurinn var svo rifinn árin þar á eptir og fluttu fjelagsmenn, eigendurnir, viðiun sinátt og smátt heim til sín. Hefir uú Þórarinn Benjamínsson borið það á á- kærða, að hann hafi heimildarlaust tekið og flutt heim til sín og hagnýtt sjer ofannefnda »skips- bunka« og stefnispart. Það er uú og sannað i rnálinu og viðurkennt af ákærða, að hann hafi látið flytja heim til sín og hagnýtt sjer timbur þetta. En skipsbunkana þykist hann hafa átt og telur að þeir hafi komið í sinn hluta við skiptinguna, og stefnispartinn vildi hantt álita sjer heimilt að taka, með því að honum þótti Þórar- inn hirða meira en honum bar af sameignarhluta þeirra af skipsviðunum. Sjerstaklega hefir hann tekið það fram, að Þórarinn hafi án leyfis síns hirt kjalsvín úr skipinu, sem sjer hafi skipzt. Svo segir og ákærði, að við síðari skipti á hluta þeirra í skipsviðunum, og vegna þess að þeir hafi tekið inn i fjelagið fjórða mann, er hann hefir nafn- greint, hafi honum, ákærða, tilfallið V6 hluti af þvi, sem Þórarni skiptist upprunalega, og hefir Þórarinn kannazt við, að ákærði hafi farið þessu fram, en hann þykist eigi hafa viljað samþykkja það og hafi hann vikið kröfu prófasts frá sjer; kjalsvinið segir Þórarinn að ákærði hafi fengið aptur hjá sjer. Að þeir ákærði og Þórarinn Benjamínsson hafi þótzt vera í sameign um */8 hluta strandskipsins »Ida«, ásamt þriðja manni, og að þá hafi verið spurning um að taka fjórða manninn í þetta sameignarfjelag, má sjá af brjefi því í rjettargjörðunum, sem þeir báðir hafa und- irskrifað 12. nóv. 1887. Skýrslurnar í málinu nm skiptinguna á viðunum úr strandskipinu eru frem- ur óljósar og mjög á reiki, og margir eru vitnis- burðirnir fremur bvarflandi; um samskipti þeirra ákærða og Þórarins gefa vitnisburðirnir fremur litlar upplýsingar fram yfir það, sem þeir sjálfir hafa skýrt frá fyrir rjettinum. Það er ljóst, að ósamlyndi og ágreiningur hefir komið upp út af sln'ptingunni á strandviðunum og að hlutaðcigendur allir hafa reynt að ná í svo mikið hver i sinn hlut, sem honum ýtrast har. Þannig hefir það og verið með ákærða og Þórarin; fjegirnd hefir knúið þá til yfirgangs og livsr þeirra framfylgir svo freklega sinum meinta rjetti, sem hann ýtrast getur, svo sem komið hefir fram um áðurnefnt kjölsvin og stefnispart. En það eru engar skýrslnr komnar fram i mál- inu, er heimili það, að dæma ákærða sekan fyrir gripdeild eða þjófnað, að því er snertir skips- bunkana og stefnispartinn, sem álíta verður að hann hafi tekið til sín með þeirri sannfæringu, að hann hefði rjett til að hirða þá og hagnýta sjer«. — — Dómsúrslitin í yfirrjetti urðu þau, er fyr er frá skýrt:- algerð sýknun ákærða (prófasts H. B.), nema 10 kr. sekt fyrir ósæmil. rithátt; málskostn- aður allur fyrir báðum rjettum lagður á lands- sjóð. Hrakförin árjettuð. Isafold 1/sti fyrir nokkru (28. f. mán.) hrak- för þeirri, er þm. N.-Þingeyinga, Benedikt Sveinsson, bakaði sjer sjálfur í neðri deild við framh. 1. umr. um stjórnarskrárbreytinguna, hversu hann af ofstækisfullum hefndarhue gegn flutningsmanni stjórnarskrárbreytingar- frumvarpsins (dr. Valtý) gerði gabb bæði að sjálfum sjer og þingdeildinni. Nú, eptir nær hálfan mánuð, hugkvæmist honum að reyna að klóra yfir þetta — hefir ekki þótt það á- renuilegt fyrst í stað — og kemur með eptir- farandi samsetning, er hann telur sjer lífs- nauðsynlegt að fá birtan hjer í blaðinu, ef ekki í öllum blöðum landsins, og skýrir leið- rjetting(l), en er í raun rjettri greinileg árjett- ing á það, sem Isafold hefir sagt um það tnál: Leiðrjetting. Llt af ummælum í hlaðinu Isa- fold 53. tbl. 28. f. mán. um framkomu mína á þingfundi í neðri deild 24. f. mán. í stjórnarskrár- málinu skora jeg hjer með á yður, herra ritstjóri, að taka upp í blað yðar eptirfylgjaudi leiðrjett- ing, samkvæmt prentfrelsislögunum. Svo var mál með vexti, að þá er þingmaður Vestmanneyinga, dr. Valtýr Guðmundsson, tók aptur á ofangreindum þingfnndi frumv. það til stjórnarskipunarlaga, sem hann hafði verið flutn- ingsmaður að, og sem þá lá fyrir deildinni til framhalds fyrstu umræðu, viðhafði hann röng ummæli um það, að apturtekning hans væri eptir samkomulagi við nefndina, og að hún hefði samið annað fruniv. byggt á sama grundvelli sem hans. Knúði þetta mig til þess, að nota þá heimild, sem 25 gr. þingskapanna skýlaust veitir til að taka frv. upp aptur, auðvitað í þeim einum til- gangi, sem vafalaust er einnig heimilaður með nefndri grein, að þingdeildarmönnum gæfist færi á að fella frumvarpið frá 2. umræðu, ög þessi ein- asti tilgangur minn hlaut að vera öllum þing- mönnnm ljós samkvæmt beinni tillögu minni sem nefndarmanns í rökkstuddu, prentuðu álitsskjali, sem forseti hafði látið útbýta, eins og lög gera ráð fyrir, nokkru á undan, og sem lá á borði hans og allra þingmanna og gat þvi engri gleymsku nje misskilningi verið undirorpið. Þegar nú forseti, er svo stóð á, og enginn tók til máls, lýsti þvi skýlaust yfir, eins og sjálfsagt var að lögum, að bera yrði undir atkvæði þing- manna, hvort málinu skyldi visað til annarar um- ræðu, að viðhöfðu nafnakalli eptir ósk 6 nafn- greindra þingmanna, hvar á meðal jeg var einn,

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.