Ísafold - 14.08.1897, Side 2

Ísafold - 14.08.1897, Side 2
230 Þingrof sjálfsagt. Hvað gerir stjórnin, ef stjórnarskrárbreyt- ingarfrumvarpið nœr ekki samþykki þingsins í neinni mynd? Spurningin er í hvers manns huga og á margra munni um þessar mundir. Enda er þaS og eSlilegt. Vitaskuld getum vjer ekkert um það sagt, hvaS stjórnin gerir. En ekki blandast oss hug- ur um, hvað hún œtti að gera. Hún ætti aS rjúfa þingiS, stofna til n/rra kosninga og halda aukaþing að sumri. Það er enginn vafi á því, að þjóSin vill held- ur samkomulag það við stjórnina, sem nú býðst, en að fá enga stjórnarbót. Það þarf ekki nema heilbrigða skynsemi til að sjá slíkt. Og auk þess liggja fyrir ótvíræð ummæli í þá átt frá öllum þorra þingmálafundanna í vor. Með öðrum orðum: í þetta skipti eru þjóð og stjórn samhuga. Náist ekki samkomulag, þá veröur það eingöngu fyrir það, að á þing- inu stendur. Það er nú einmitt til þess, að ráða fram úr slíkri ósamræmi milli þings og þjóöarviljans, að stjórninni er lögheimilað að rjúfa þingið. Það er í því skini gert, að þing, sem er full- trúi fyrir skoðanir, sem þjóðin hefir hori'ið frá, geti elcki girt fyrir það, að stjórn og þjóð fái komið í framkvæmd þeim breytingum, sem þær eru sammála um. Það er því bein skylda stjórnarinnar að efna til nýrra kosninga, enda þótt ekkert stjórnar- skrárbreytingarfrumvarp nái samþykktum yfir- standandi þings. Og það er sjálfsögð skylda Islendinga að heimta það. Meðal annars fyr- ir þá sök, að vjer eigum alls ekki víst, að halda til langframa þeirri samningafúsu stjórn, sem vjer nú höfum — getum átt á hættu að fá, þegar minnst varir, nyja stjórn, sem er andvíg öllum vorum stjórnarbótar-kröfum og vill halda málum vorum í sama horfinu, sem þau liafa verið í að undanförnu. íslendingar erlendis. Ræða Indriða Einarssonar; ágrip. Þegar taka skal til aS minnast íslendinga erlendis, verður manni ósjálfrátt aS líta aptur í tímann til þess aS komast fyrir þaS, hvernig vjer erum orðin sú ferða- og flutningaþjóð, sem vjer erum. Löngu eptir að farið er aS skrifa söguna var Island óbyggt land. Svo komu nokkrir J Irar hingað og voru hjer. Norðmenn greiddu þá enn atkvæði sín um öll aðalmál með sverðs- höggum. Forfeður okkar Islendinga urðu al- gjörlega undir í þessari atkvæðagreiðslu, eink- um í Hafursfirði. Þeir undu því illa og all- stórt brot af norsku þjóðinni tók sig upp og flutti sig hingaö. Langan tíma framan af er enginn fullorðinn maður fæddur hjer, og jeg hygg að íslend- ingar hafi ekki fariö að eiga heima á íslandi fyr en um 930 eða þegar alþingi hið forna var sett á fót. Kringum allt landið lá hafið, blátt, dökkgrænt, hvítt fyrir drifi, eða skínandi bjart, og upp af þessu hafi voru allir forfeð- urnir komnir. Það talaði og lokkaði. Far- fuglarnir komu hvert vor, og fóru hvert haust og með þeim kom vorþráiti. Og þegar hinir ungu fornmenn voru úti á kvöldin, og haf- golan rann heim, þá hefðu þeir getað sagt með Oehlenslchager, ef kvæSi hans »Under- lige Aftenlufte« hefSi þá verið til: Undarlegi kvöldblær, hvert bendir þú mjer? Og hvert benti svo kveldblærinn? Hann benti æfinlega út yfir hafið, benti til að afla sjer fjár, frægðar og frama, til þess að finna útlenda konunga, til að sjá frændur og vini í Noregi, og til þess að greiða atkvæSi um annara landa málefai eptir þeirrar tiðar móð. Svo fóru þeir af stað, að afla sjer frægðar og frama og fjár. Flest öll kvæði konung- anna á þeim dögum, sem geymzt hafa, eru eptir Islendinga, þeir fundu frændurna í Noregi, þeir voru í víkingu, þeir komu til Miklagarðs og síðar fóru þeir opt til Kóma- borgar, eptir að kristni komst á. Þeir leituSu sjer menntunar suður á Þ/zkalandi og suöur í Parísarborg, þeir fundu og byggðu Græn- land og fundu Vínland hið góða, sem er lik- legast mesta frægðarverkiö, sem» nokkur Is- lendingur hefir gjört. Og um fram allt greiddu atkvæði sín eptir þeirra tíma sið um málefni þjóSanna. AfleiSingin var að margir komu heim aptur og voru frægir og framgengnir menn, og að Islendingabeinin bliknuðu í hverj- um valkesti austan frá Moskva og vestur til Islands, sunnan frá Heiöabæ og Svoldur og norður fyrir Niðarós. Þessar samgöngur og utanferðir víkkuðu sjóndeildarhringinn, þær gjörðu að íslendingar þekktu aðra og aðrir þekktu þá, og fyrir þær urðu forfeður vorir sú framúrskarandi mennta- og merkisþjóð sem þeir voru. Svo tók þjóðin á sig náðir, hún lagðist í dauöadá; jeg held að Svartidauöi hafi verið aðal-orsökin til þess; en þjóðin var ekki dauð, heldur svaf, eins og stendur á helgum stað, og vjer áttum að vakna aptur, og ljúka upp augunum. Þegar þessi þjóð lykur svo upp augunum, þá sjer hún hafið allt í kring. Farfuglarnir koma með vorþrána á vængjunum, og fara aptur að haustinu. Þegar kvöldgolan rennur heim frá hafinu og ungu mennirnir, sem standa við orfið, eða eru staddir upp í hlið- inni, finna hana, þá kemur yfir þá þráin að fara burt. »Undarlegi kvöldblær, hvert bendir þú mjer?« Kvöldblærinn bendir æfinlega út á hafiö, og út yfir það. Menn vilja mannast. »Heimskt er heimaliö barn«, segir máltækiS,. sem jeg held að sje orðið gamalt, og ungu mennirnir byrja að streyma burt, fyrst til Hafnar, til þess að geta greitt atkvæði í vís- indum og listum. — Atkvæðagreiðslan er ekki lengur framkvæmd með sverðshöggunum. — Sumir hugsa, að öndvegissúlurnar þeirra munu vera reknar vestur í Ameríku, kannske sjeu þær helzt reknar upp úr Winnipegvatninu, og menn og konur byrja að streyma þúsund- um saman vestur, til að lifa þar, vinna þar, greiða atkvæði um málefnin í Bandarikj- unum og Kanada, og optast til að deyja þar. ísland hefir aldrei gjört eins miklar aflraunir og nú, aldrei verið eins mikilfengt í tilraun- unum, og þessi þjóðflutningur er hinn vold- ugasti þjóðflutningur, sem gjörzt hefur hjeðan af landi, enda er sagt aS nú sjeu nær því 18000 íslendinga fyrir vestan haf. FerSirnar burtu, hveit sem leiðin liggur, víkka sjóndeildarhringinn, vjer þekkjum aðr- ar þjóðir betur fyrir þær. Islendingar er- lendis eru sómi vor og heiSur, aðrar þjóðir þekkja þá, og dæma Islendinga eptir þeim. Hafið er svo ómælandi kringum okkur hjer heima, að sjaldan heyrist út yfir það neitt, sem vjer segjum. íslendinga erlendis þekkja erlendir menn þúsundum saman, og þeirra dyggðir eru álitnar vorar dyggðir og vjer er- um svo heppnir, aS meðan vísindanvlendan hjeðan í Höfn jafnan hefir verið skipuð mönn- um með stórvægilegu áliti, svo hafa Vestur- íslendingar getiS lof — útbreytt um allan hinn ensku-talandi heim, fyrir dugnað, ráð- vendni, hrekkleysi, sparsemi o. s. frv. — Þeir eru álitnir beztu nybyggjar.ir, sem þangað koma. Þó þekkja þeir, sem þannig dæma þá, mjög lítið til allra þeirra andlegu liæfilegleika,, sem þeir sýna í íslenzkum ræðum og ritum. Svo þegar þessir landar vorir sitja við bók- lestur erlendis, eða vinna inni og úti, og kvöldblærinn rennur heim, hvert er það þá, sem hann bendir þeimt Heim aptur! »Jeg ætla að flyta mjer að taka próf, svo jeg kom- ist heim«. »Undir eins og jeg verð svo ríkur (eða rík) að jeg geti það, ætla jeg að feröast (eða fara) heim«. — Frændur og vini vilja allir sjá. En vanalega hefir »hvammurinn«, »dalurinn«, »hlíðin« eSa »fossinn« þeirra sama aðdráttaraflið og fólkið. Það er að segja, Is- land hefir ósynilega taug á hvers manns hjarta, sem hjer er fæddur, og þessi taug gjörir, að börn landsins aldrei geta með alúð átt nokk- ursstaöar heima til langframa nema hjer, og að þeir æfinlega óska helzt að mega deyja hjer. Á degi eins og þessum megum vjer búast við því, að 15000 mannahugir svífi erlendis frá til hlíðanna, dalanua, hvammanna, lækj- anna og fossanna hjer á íslandi. Vjer viljum óska þessum mönnum og konum láns og lukku erlendis, vjer viljum óska þeim, að þeir geti sem fyrst komizt af stað í þessa ferð, sem þeir þrá svo mjög. Vjer viljum óska þess, að þeir megi verSa framvegis eins og hingað til sjálfum sjer og Islandi til heiðurs og sóma, vjer óskum, að hagur þeirra blómgist, að þeir geti greitt með heiðri atkvæðin um vís- indi og listir og hag annara þjóða, og að þcir lifi lengi! Endir. Frá al{)ii!gi. Stjórnarbótin. Eins og vikiö var á um daginn, voru ræð- ur þeirra Guðl. Guðmundssonar og Skúla Thoroddsen við 3. umr. í neðri deild 31. f. mán. lang-veigamestar af því, sem þá var talað, og mjög vel skyrandi málið, sín frá hvorri hlið. Er að eins rúm fyrir ágrip af annari þeirra í þetta sinn. Hin kemur næst. Skúli Thoroddsen: Atkvæði mitt við 3. um- ræðu verður að skiljast á sjerstakan bátt. Jeger ekki samþykkur þessu frv., eu greiði þvi atkvæði mitt til efri deildar, til þess að húu eigi kost á að heina því í það horf, sem jeg úska. Þótt stjórnarskrárfrumvörp hafi tvívegis verið samþykkt af alþingi, verður ekki sagt, að har- áttan hafi verið háð með neinui festu, hvorki af þingi nje þjóð. Jeg hefi verið i þeirra flokki, sem hafa viljað halda strikinu fastast, en verð þó að játa, að sú stefna hefir ekki borið æskilegan árangur. Bæði á þingmálafundum og þingi hefir apturkipps orðið vart. Nú er þingið þannig skipað, að engar horfur eru á því, að vjer getum haldið fram hinum fyllstu sjálfstjórnarkröfum vorum. Orækastur vott-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.