Ísafold - 28.08.1897, Side 2

Ísafold - 28.08.1897, Side 2
241 Útlendar frjettir. Khöfn 17. ág. 1897. Frá Miklagarði. Langt enn að niðurlagi á »tónaleik« stórveldanna eða samningakáki þeirra, og þó var sagt fyrir viku, að sam- komulagi væri náð um 11 forspjallsgreinir sáttmálans. ÞaS, sem þá var eptir, er ekki enn lyktum nær, en þar á meðal eru ákvæðin um takmörk þess geira af Þessalíu, sem Tyrkj- um þykir við sæmandi, og um, hve nær þeir skulu vera þaSan á burtu með her sinn (þ. e. að skilja: úr hinum hlutanum). Um Krít varla enn talað, eSa um hið nyja stjórnarfyr- irkomulag, er þar skal sett. Flíkaö að eins orðinu sjálfsforræði, eins og frá öndverðu. Nú mest um það þrefað, að setja eins konar fjár- haldsnefnd í Aþenuhorg, að vaka yfir, að Grikk- ir standi í góðum skilum, ekki að eins viö Tyrki, heldur og við sina fyrri skuldheimtu- menn. Uppástungan frá Þjóðverjum, og þó að þeir sjeu enn fleiri, sem mæla á móti að gera Grikki svo ófullveSja, er bágt að vita, hvernig lykur. Vcðrafar og voðaviðburðir. YeSráttan hin sama og lengi á undan; óstöðug með hit- um eina stund, stórhríðum aðra. Hafa því fylgt stórhlaup í ám uni mestan hluca álfu vorrar, einkum miðhlutann, og þeim aptur mestu voðar, bæja- og byggðaspell, en mann- skaðar á mörgum stöðum. Til dæmis aS taka, þá voru spell og skaðar í fjalllendi Slesíu met- in á 12 milj. marka; er þar og kunnugt orðið um lát 190 manna. Yíða hafa haglhríðir orð- ið mönnum og dýrum að bana, en spilltmjög öllum gróSri. 1 baSstöð við Dniepr á SuSur- Rússlandi, í bæ er Krementsjúk heitir, kom það óSahlaup í ána, aS um 200 kvenna drukknuðu af þeim, er böSin sóttu. Mestan skaSa í Danmörku hafa eldingar unnið, og hjer til dæmis, að af þeim brunnu sunnudaginn 8. þ. m. 31 bær og kot eða ein- stök hús að miklu eða öllu leyti. Þeir brun- ar voru flestallir á Jótlándi. — Hjer má við bæta, aS af ógáti manns hljóp fyrir skömmu eldur í svæði af nýgræðingsbyggðinni á heiða- móunum á Jótlandi. Skaðinn metinn á 30,000 kr. I Rustsohuk á Bolgaralandi voru fyrir skömmu í skála einum um 300 manna aS þeirri vinnu, að tæma gamla púSurstikla, en fyrir ógát drengs eius kviknaSi í púðrinu og skálinn sprakk hið bráðasta í lopt upp. Þar fórust um 130 manna; hinir flestir meiddust stórlega og eru uú dauðvona; 20 einir sluppu óskaddir. Danmörk. Margt skyldfólk og venzlafólk þegar komið til brúðkaupsins við hirðina (Karls Svíakonungssonar og Ingibjargar dótt- ur Friðriks konungsefnis), sem fer fram 27. þ. m. Á mörgum enn von, og á meðal þeirra Oskari konungi. Norðmenn og Svíar. Norðmenn hjeldu Olafsmessu í Niðarósi og víðar um land 29. júlí, eða ítrekun á 900 ára afmæli bæjarins þann dag, eins og Björnstjerne Björnson hafSi lagt til. Flutti hann sjálfur höfuðræðutia þar af frábærri snilld, sem honum er lagin, en J. E. Sars, háskólakennari, sagnfræðingurinn frægi, áður fyrirlestur ttm Olaf konung helga, er gerður var og að mikill rómur. Var hátíS- arminning þessi allfjölsótt, mest þó af vinstri- mönnum, er síður gáfu sig að konungshátíö- inni (Oskars) 18. júlí. Þegar Oskar konungur hefir í Stokkhólmi haldiS júbilhátíð (25 ára) tignar sinnar 18. næsta mán., kemur hann til Kristjaníu þ. 26. til sama hátíðarhalds. Hann hefir látið til- kynna útlendum höfðingjum, að sjer mundi að óskum ganga og fögnuði, ef sendimenn þeirra kæmi til höfuöborgar Noregs. England. Englendingar hafa urn tíma átt að snúast við harðri uppreisn í Malakand í útnorðurhluta Indlands. Henni er ekki enn lokið, en mun hafa linazt til muna, er um 400 manna fjellu af uppreistarmöntium í sein- ustu viðureign þeirra við enslcu hersveitirnar. Nú er suður meS Níl aptur tekið til sókna. Fyrir skömmu vann enskur hershöfðingi, Hun- ter að nafni, sigur á falsspámannsliðum eptir harðan bardaga í bæ, er Abu-Hamid heitir, við fljótiö. Af 1000 komust 100 undan, hin- ir fjellu eða urðu handteknir. Þaðan verður sótt suður með meiri afla, þegar gefa þykir, eu sagt að suöur frá bíði falsspámaðurinn nýi, kalífinn af Omdurman, meS óvígan her (milli Berber og Omdurman). Frá Spáni. Þaöan þá illu fregn að bera, að stjórnarforsetinn, Canovas del Castillo, ljet líf sitt 8. þ. m. af moröskotum eins af ill- ræðaerindrekum óstjórnarliða. Canovas del Castillo var einn af frægari mikilmennum og skörungum Spánverja, vitur talinn, góSur rit- höfundur og mörgum kostum búinn. Þess skal getið að þó hann væri af aptúrhalds- manna flokki, var frelsisvinurinn Emilio Ca- stelar einn af alúöarvinum hans. Morðinginn frá ítallu, Angiolillo að nafni. Hann hefir nokkurn tíma látið fyrir berast á Spáni, en víða flakk- að og ávallt verið við óstjórnarliða og ráð þeirra riðinn. Nú í varðhaldi og kallar verk- ið unnið í hefndar skyni fyrir aftökuriiar í Barcelona (eptir tundurvjelamoröin) og allar þær kvalapyndingar, sem þar og á fleirum stöðum hafa veriS frammi hafðar við sakaSa menn. Fráöðrum ríkjuni. Sem nærri mátti geta spreita blöðin, einkum rússnesk og þýzk, sig á engu meira en samfundum keisaranna í Pjet- ursborg, Vilhjálms og Nikulásar, í óndverðum þ. m., og telja það allt óbrigðul merki nýs sambands og atfylgis, sem vottazt hafi í al- úðarviðmóti þeirra og ræðum. Víst og satt, að hjer fór allt í kurteisi og viuáttu, og Vil- hjálmur keisari fekk aðmírálsnafn 1 flotaliði Rússa, en þaðan er of langt stokkið, þegar þýzku blööin ekki að eins skjóta Rússlandi inn í þrívelda-sambandið, heldur koma loks Frakklandi á sömu taug. En hvað skal svo unniS? Fjögur stórveldi komast í fóstbræðra- lag og gerast goSavörður Evrópu gegn Loka- vjelum Englands, því að það sje nú fullljóst orðið — já, svo kenna blöð Bismarcks — að Englendingar sje óþreytandi srniðir alls ófriðar á meginlandinu og víöar. Nú er Vilhjálmur keisari á heimleið, en Faure Frakklandsforseti leggur af stað til Rússlands. Frá Vesturheimi. Tollaukalög Banda- ríkjanna nú staöfest, og mælast misjafnt fyr- ir, sem nærri má geta, í Evrópu, en eiukum á Þýzkalandi. Nýjar gullnámur fundnar og ákaft sóttar í útnorðurhluta Kanada, víst allar á eignarsvæði Englendinga. Landið heitir Klondyke; en þar er mesta kólguveðrátta mestan hluta árs og allt afar-erfitt, hvaö viðurlífiskosti snertir. Nám- urnai sagðar á meðal hinna gullauðugustu, sem fundizt hafa,. Viðauki. Síðustu frjettir frá Miklagarði, til Englands, 20. þ. m., segja enn þá snurðu hlaupna á friðargerðina, að Tyrkir vilji alls eigi sleppa Þessalíu öðruvísi en jafnóðum og Grikkir greiði hernaðarskaðabæturnar, en þvl aftaki sendiherra Breta með öllu að samþykkj- ast; það sje sama og að Þessalía lendi alger- lega hjá Tyrkjum, með því Grikkjum verði um megn að standa í nokkrum skilum. Frá norsku selveiðaskipi norður í höfumvar 20. f. m. skotin dúfa, er reyndist vera ein af brjefdúfum Andrées loptfara og flutti seðil, er á var ritað: »Kominn norður fyrir 82. stig noröurbroiddar; góða ferð norður. Andróe«. Meira vita menn eigi. —- Spitzbergen nær nokkuð norður fyrir 80. stig. Frá alþisigi. Fjárveitingar Hjer eru taldar flestar fjárveitingar í fjárlögunum, eins og þingið skildi við þau (sameinaö þing), þær er nýmælum sæta. Búnaöarskólarnir allir 4 fá 2500 kr. ársstyrk hver. Búnaðarfjelagastyrkurinn færður upp í 18000 kr. (úr 15000), auk 2000 kr. til bún- aöarfjelags suöuramtsins og 4000 kr. til allsherjarbúnaöarfjelags landsins síöara árið. Hið eyfirzlsa ábyrgðarfjelag fær 5000 kr. gjöf. Holdsveikraspítalanum ætlaðar rúmar 5000 kr. fyrra árið, og rúmar 20000 kr. hið síöara. Til endurbyggingar spítalanum á Akur- eyri veittar 5000 kr., og til spítalagerðar á Patreksfiröi 3000 kr. Ennfremur veittar 1500 kr. til undirbúnings landsspítala, og 1200 + 400 kr. styrkur til spítala á Seyðisfirði. Til vegabóta ætlaðar 185,000 kr. á fjárhags- tímabilinu. Þar af til þjóðvega 100,000 (af því 30,000 kr. fyrra árið til akfærs þjóðvegar yfir Holtin í Rangárvallasýslu), til flutninga- brauta 45000 kr. (fram Eyjafjörð 14000 kr.), til fjallvega 10000 kr., til sýsluvegagjörðar í Strandasýslu 5000 kr., í Snæfellsnes- og Hnappadalssýslu 2000 kr., í Austur-Skapta- fellssýslu (milli Hóla og Hafnar) 2000 kr., til að brúa Bakkaá í Dölum 250 kr., og Hörgá 7500 kr. Þá eru ætlaðar 3500 kr. til að ráða æfðan norskan verkfræðing til að lcanna sumarið 1898 brúarstæði og gjöra uppdrætti og áætlun um kostnað við brúargjörð á Jökulsá í Axarfirði og Hjeraösvötnum hjá Okrum, og 1500 kr. hvort árið til verkfróðra manua til aöstoðar við vandaminni samgöngubætur. Til gufuskipaferða eru hinu sameinaöa gufu- skipafjelagi ætlaðar 55000 kr. hvort árið til 16-18 inilliferða og 6 hringforða kringum landið fram og aptur, auk stöðugra strandbátaferða frá 15. apríl til 31. okt. með 2 gufubátum yfir- byggðum og nægilega stórum, er annar gangi milli Reykjavíkur og Akureyrar austan um land, en hinn vestan. Þar að auki er ætlað til sjerstakra gufubátsferða í Sunnlendinga- fjórðungi og á Faxaflóa 7500 kr. hvort árið, 2500 kr. á Breiðafirði og 2500 kr. á ísafjarð- ardjúpi, gegn því, að sýslu- og bæjarfjelög leggi til y5 mót 4/6 úr landssjóði. Til frjettaþráðar milli Islands og útlanda veittur 35000 kr. styrkur árið 1899, fyrsta ársborgun af 20 ára tillagi. Heirr.avistir í latínuskólanum leggist niður, en í þess stað komi 20 kr. húsaleigustyrkur á mann handa 36 lærisveinum. Við stýrimannaskólann ætlað 2500 kr. í laun fyrra árið og 3000 kr. hið síöara; þá gert ráð fyrir að komiö verði upp nýtt skólahús, er á að kosta 20,000 kr. Til að reisakvennaskólahúsíNorðurlandiveitt-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.