Ísafold - 09.10.1897, Side 1
Kemurútýmisteinu sinnieða
tvisv.í viku. Yerð Arg.(90arka
minnst) 4kr.,erlendis5 kr.eöa
l*/ídoll.; borgistfyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ÍSAFOLD
Uppsögn (skritieg) bundin við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda f'yrir 1. október.
Afgreiðslustota blaðsins er í
Austurstræti 8.
XXIV. árg.
Reykjavík, laugardaginn 9- okt- 1897-
73. blað.
Olapstigir enn á ný.
V.
Sanngirni.
I síðasta blaði leituðumst vjer viS að sýna
fram á, hve glöggur sje skilningur »Islands«
bæði á 34. gr. stjórnarskrárinnar og á ástæð-
unum fyrir því, aS þingiS hafnaði tilboði stjórn-
arinnar í sumar. Sanngirnin í kröfum blaðs-
ins er aS sama skapi.
Nú er blaðiS komið að þeirri vísdórpslcgu
niðurstöðu, að það hefði veriS
»undarlegt af oss, að fara að samþykkja stjórn-
arskrárbreyting, sem hlyti að leggja fjárbyrði á
ríkissjóð, án þess að hafa neina vissu fyrir, að
rikisþingið vildi veita fjeð. Ef það neitaði, hvar
stæðum vjer þá ? Hvað yrði þá úr stjórnarskrár-
breytingunni ? Vjer hefðurn gert oss að fifl-
um; það væri allt og sumt.
Nei, stjórnin verður fyrst að fá fjeð veitt og
setja sjerstakan ráðgjafa fyrir Islands-mál«.
Já, því ekki það? Hvers vegna ættum vjer
ekki að láta stjórnina ganga eptir oss sem
mest? Hennar mun hvort sem er vera þægð-
in! HugsiS þið ykkur, piltar, ef alþingi sam-
þykkir stjórnarskrárbreytingarfrumvarp, sem
ekki öðlaðist gildi, þegar til kæmi! Hve nær
hefði oss hent önnur eins skyssa?
»Vjer hefðum gert oss að fíflum; það væri
allt og sumt!«
Væri hjer um eitthvert smámál að ræSa,
þá gætu jafn-k/mnir menn og íslendingar
brosað að slíkum röksemdum með einstöku
jafnaðargeði, eins og að hverjum öðrum barna-
skap, sem þeir eiga ekki von á hjá fullorðn-
um mönnum. En þegar verið er að tefla um
mikilsverS rjettindi þjóðar vorrar, þá verða
fleiri hliðar á barnaskapar-þverúðinni en bros-
lega hliðin.
Ráðgjafi vor, sem jafnframt er dómsmála-
ráðgjafi Dana, býður oss mikilvægar umbæt-
ur á stjórnarhögum vorum, umbætur, sem
hafa í för með sjer mikil fjárframlög úr ríkis-
sjóði Dana. I tilboöi hans felst,' samkvæmt
sjálfsögðum stjórnarfarsreglum, allra NorSur-
álfuþjóða, sem löggjafarþing hafa, skuldbind-
ing um að setja embætti sín í ráðaneytinu í
veð fyrir því, aS ekki standi á ríkisþinginu
með þessar fjárveitingar. En áSur en hann
fer þeirra á leit við ríkisþingið, vill hann fá í
hendur afdráttarlausa sönnun fyrir því, að Is-
lendingum þyki nokkurs vert um þessar breyt-
ingar. I því skyni fer hann þess á leit við
alþing, að það taki þessar breytingar upp í
stjórnarskrá Islands.
Svo segir blaðið, að vjer gerum oss að
ffflum, ef vjer ekki svörum ráðgjafanum á
þessa leiö:
»Nei, góðurinn minn ! Sýndu okkur fyrst
peningana. Þangað til höfum við ekkert við
þig að tala«!
Fyrir meðmælum meS þessum merkilegu
undirtektum af vorri hálfu færir blaöið þá
ástæðu, að það sje svo sem auðhlaupiö að því
fyrir stjórnina, að fá fje hjá ríkisþinginu.
»Ríkisþingið kærir sig ekki um«, segir blaöið,
»að eiga undir að hleypa bráðabirgða-fjárlög-
um á stað á ný án ýtrustu nauðsynjar. Stjórn-
inni er í lófa lagið að fá fjeð hjá ríkisþinginu,
ef henni er það áhugamál«.
Þetta segir blaðið rúmum þrem mánuðum
eptir að ráðaneyti konungs, Reedz-Thott-stjórn-
in, varð að víkja eingöngu af þeirri ástæðu,
að fólksþingið neitaði því um tiltölulega litla
upphæð, sem stjórnin taldi bráðnauðsynlega !
Það væri óþarft að spyrja, hvort nokkur
sanngirni sje í því, að svara stjórninni áþann
hátt, sem blaöitiu lízt bezt á. En væri nokk-
urt vit f því ? Þeirri spurningu skulum
vjer leitast við aö svara.
VL
Hyggindi.
»ísland« og »Nýja Öldin« vilja á sinn hátt
þiggja stjórnartilboðiö það í sumar — að und-
antekinni ráSgjafaabyrgðinni, sem þau tala
sem fæst um. En þau vilja ekki breyta
stjórnarskránni til þess að fá því framgengt.
Þau vilja láta ráðgjafann koma breytir.gunni
á án nokkurrar stjórnarskrárbreytingar. Og
við þaS tiltæki ráSgjafans vilja þau svo láta
sitja þangað til meira fæst •— »miðlunar«-
frumvarpið frá 1889. Hver er nú munurinn
á því tvennu: að fá einhverjar umbætur sam- ]
kvæmt stjórnarskrárbreyting, og að fá þær
eingöngu fyrir geðþekkni ráðgjafans?
Munurinn er í stuttu máli sá, að sje stjórn- j
arskrárákvæði fyrir þeim, verða þær ekki af
oss teknar án vors samþykkis. Sjeu þær |
grundvallaðar eingöngu á vilja ráðgjafans, má j
taka þær af oss aptur hvenær sem vera skal. j
Hvað eigum vjer svo að segja um hyggindi
þeirra blaða, sem halda því að oss, að kjósa
heldur þær umbætur á stjórnarhögum vorum,
sem vjer getum baldið meðau stjórn vorri
þóknast, og ekki lengur, en þær umbætur,
8em meS engu móti er unut að svipta oss án
þess vjer sjálfir viljum ?
SvariS verður, að þau hyggindi sjeu sam-
boðin þeirri sanngirni, sem minnzt hefur ver-
ið á hjer að framan.
VII.
Getsakirnar.
Naumast verður því haldiö fram með rök-
um, að þessi skoplegi hringlandaháttur, þessi
botnlausi misskilningur, þessi fáránlega ósann-
girni og þesjúbarnalegavanhyggja, sem vjer höf-
um gert aðumtalsefni í þessari grein, sje íslenzkri
blaðamennsku til sjerlega mikils sæmdarauka.
Þó eru getsakirnar talsvert lakari.
Vitleysu-kröfur eru lagðar fyrir stjóruina.
Henni er ætlaö að heimta stórfje oss til handa
úr ríkissjóöi, án þess vjer látum svo lítið að
fá henni í hendur neinar sannanir fyrir því,
að vjer mundum taka þeirri fjárveitiug öðru-
vísi en með ópi og óhljóöum. Það er jafnvel
kalsað við hana að brjóta stjórnarskrána, með
því aS reka landshöfðingjann af alþingi. Og
»Nýju 01dinni« finnst farandi fram á það við
ráðgjafann, aS hann gefi sjálfum sjer umboS
til aS mæta á alþingi við hlið landshöfðingja,
ef ekki verði hallazt að þvi, að byggja lands-
höfðingja út af þinginu stjórnarskrárbreyting-
arlaust!
Verði nú ekki stjórnin við þessum kröfum,
sem allir heilvita menn ættu aS geta sjeð, aS
ekki ná nokkurri átt, þá á þaS að vera sjer-
stök ástæða fyrir oss til að gruna stjórnina
um, að tilboð hennar hafi veriS svikræði eitt,
tilraun til »að teygja alþingi út á glapstigu« !
Það er hart að þurfa að segja það, en satt
er það samt, að slíkar getsakir eru hvorki
svo prúðmannlegar nje svo viturlegar, að þær
sjeu með öllu samboðnar fullsiðaðri þjóð.
HvaS ætti svo sem að vera unnið með því
að ginna oss? 1 hverju ætti svikræðiö að
verafólgið? Hvert ætti glapstigurinn að liggja ?
»ísland« kann að lána þá kenningu vinkonu
sinnar »Dagskrár«, aS meS með því að taka
tilboSi stjórnarinnar, lögfestum vjer setu ráð-
gjafa vors í ríkisráSinu, og til þess hafi ref-
arnir verið skornir. Það er reyndar fádæma-
vitleysa. En það er sízt fyrir að synja, hverj-
um kenningum blaðið kann að hallast að á
endanum, þegar það er komið út í stjórnmál-
in. Og vjer sjáum ekki, hveruig því ætti aS
geta hugkvæmzt neinn annar »glapstigur«, sem
stjórnin hefði ætlað að teygja alþingi út á.
Nú jæja — gerum ráð fyrir þeirriöllögfest-
iug«, þó að hún sje ekkert annað en hngar-
burður. Er þörf á því fyrir stjórnina að fara
langan krók á sig til þess að fá hana? HvaS
vinnur hún við hana? Hefir það reynzt mikl-
um erfiðleikum bundið, að halda málum vor-
um í ríkisráöinu án »lögfestingarinnar« ? Höf-
j um vjer ekki allt af staSið og stöndum vjer
ekki enn ráSalausir gagnvart ofureflinu, aS því
er það atriöi snertir? Og hvaða vopn skyldi
stjórnin sjá fram á, að nú fari aS berast oss
upp í hendurnar, svo að hún segi við sjálfa
sig: »Nú verSum við að fara að beita brögð-
um og fá þá til að »lögfesta« —• annars get-
um viS ekkert við þá ráðið«?
Auk þess er íslandsráðgjafinn, hr. Rump,
ekki, oss vitanlega, kunnur að neinni svik-
semi nje hrekkvísi, hvorki i vorn garð nje
annara manna. Hvers vegna er þá verið að
drótta að honum, saklausum manninum, þeirri
óhæfu, að hann sje að bjóSa alþingi rjettar-
bætur eingöngu í sviksamlegum og hrekkvís-
um tilgangi ?
Getsakir eins og þessar eru meira en bull.